Feykir - 16.06.2021, Blaðsíða 6
Borgin Indianapolis er
höfuðborg Indiana-fylkis, rétt
austan við miðju Banda-
ríkjanna, en Indiana þýðir í
raun land indíánanna.
Samkvæmt vinkonu þeirra
sem leita upplýsinga á netinu,
Wikipedíu, var Indianapolis-
bær settur á laggirnar 6. janúar
1821 en í dag nálgast íbúar
borgarinnar það að teljast 900
þúsund – það eru talsvert fleiri
„Liðsfélagarnir héldu að
þjálfarinn þekkti pabba“
Nú bankar Feykir upp á í
Indíánalandi í Banda-
ríkjunum. Þar kemur til
dyranna Lara Margrét
Jónsdóttir frá Hofi í Vatnsdal í
Austur-Húnavatnssýslu,
dóttir Jóns Gíslasonar og
Eline Manon Schrijver. Lara
Margrét stundar nám í
íþróttafræði við University of
Indianapolis og þegar hún er
spurð hvernig það hafa komið
til að hún fór til Indíánalands
að nema segir hún: „Ég sá að
margir krakkar voru að fara til
Bandaríkjanna að stunda
íþróttir meðfram námi, sem
mér fannst mjög spennandi,
svo ég ákvað að láta reyna á
það.“ Svona gerast ævintýrin
á okkar dögum.
Nú eru kannski einhverjir
lesendur orðnir pirraðir á þessu
stagli Feykis um að Lara
Margrét stundi nám í
Indíánalandi svo það er
kannski rétt að útskýra málið.
Lara Margrét í búningi Indianapolis Greyhounds. MYNDIR: AÐSENDAR
( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is
Lara Margrét Jónsdóttir | úr paradís Vatnsdalsins á fótboltavöllinn í Indíánalandi
yfirleitt annað hvort pasta með
kjúklingi eða fisk og hrísgrjón.
Um hálf eitt byrjar síðasti tími
dagsins en hann er á Zoom til
klukkan tvö. Eftir tímann geri
ég heimanámið mitt fram að
æfingu en ég þarf að vera mætt
í íþróttahúsið rúmlega fimm.
Æfingin byrjar svo klukkan sex
og varir í tvo til tvo og hálfan
tíma. Eftir æfingu fer ég með
liðsfélögunum í mötuneytið og
skelli mér svo í sturtu áður en
ég fer og hitti vini mína eða
held áfram með heimanámið.“
Hver er hápunktur dagsins?
„Klárlega æfingar, sama hvort
það eru fótbolta- eða
styrktaræfingar.“
hausar en sleikja sólina í
Vatnsdalnum að jafnaði.
Það kemur kannski ekki á
óvart að reiðmennska sé
áhugamál hjá Löru Margréti
enda hross í hávegum höfð á
Hofi. Það er hins vegar
óvenjulegra – en alls ekki
einstakt eins og þeir vita sem
fylgst hafa með liði Tindastóls
– að fótboltinn eigi stóran sess í
lífi sveitastelpunnar. Lara
Margrét hefur síðustu sumur
æft og spilað með liði Tindastóls
og á dögunum kom hún inn á í
leik Tindastóls og Vals í Pepsi
Max deildinni og varð þar með
mögulega fyrsti Vatns-
dælingurinn til að spila í efstu
deild íslenska kvenna-
fótboltans...
Ah, nú komst upp um Feyki,
því það skal viðurkennt að
Feykir bankaði ekki upp á hjá
Löru í Bandaríkjunum. Hún
var komin heim til Íslands
þegar Feyki langaði að
forvitnast um dag í lífi hennar
utan landsteinanna. Og bankið
var heldur ekki á útidyra-
hurðina á Hofi heldur í gegnum
Facebook-skilaboð. En við
látum bara sem hún sé úti og
biðjum hana því um að lýsa
venjulegum degi í Indianapolis.
„Dagarnir eru svolítið
mismunandi en týpískur dagur
væri þannig að ég myndi vakna
um hálf átta og græja mig áður
en ég mæti í tíma klukkan átta,“
segir Lara Margrét. „Ég er ekki
mikið fyrir amerískan morgun-
mat en ég fæ mér yfirleitt
morgunkorn eða jógúrt með
múslí. Ég er í skólanum til
klukkan tíu en þá tekur
styrktaræfing með liðinu við.
Hún tekur tæpan klukkutíma
og eftir hana dríf ég mig í næsta
tíma sem byrjar klukkan ellefu.
Eftir tímann hef ég hálftíma
hádegispásu og fæ mér eitthvað
úr mötuneytinu í skólanum,
Lara Margrét fagnar með samherjum sínum. Hún er efst á mynd.
Hversu lengi ertu í kjör-
búðina frá heimili þínu?
Um fimm mínútur.
Hvað færðu þér í staðinn
fyrir eina með öllu?
Kjúklingasamloku frá
Chick-fil-A.
Hvað kostar mjólkurlítr-
inn? Um hundraðkall.
Hver er skrítnasti mat-
urinn? Djúpsteikt oreo
eða ís.
Hvert ferðu til að gera vel
við þig? Geng meðfram
Indianapolis Canal.
5 á 15
sekúndum
Það er víðar en hér á klakanum sem æft er við vetraraðstæður.
6 24/2021