Feykir - 16.06.2021, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Sudoku
Krossgáta
FEYKIFÍN AFÞREYING
Finna skal út eitt orð
úr línunum fjórum:
Ótrúlegt - en kannski satt...
F
Lambakonfekt, fylltar
beikondöðlur og skyrterta
Matgæðingar vikunnar eru þau Guðrún Elsa Helgadóttir og Arnar
Ólafur Viggósson en það voru þau Vigdís og Þröstur á Skagaströnd
sem skoruðu á Guðrúnu og Arnar að taka við því þau eru miklir
matgæðingar og höfðingjar heim að sækja.
Guðrún og Arnar búa einnig á Skagaströnd og eru bæði fædd og
uppalin þar. Guðrún er aðstoðarskólastjóri í Grunnskólanum og Arnar er
yfirmaður iþróttamannvirkja á staðnum. Þau eiga saman tvö börn sem
verða 14 og 18 á þessu ári, "sendum hér með rétti með kærri matarkveðju
frá Skagaströnd ".
FORRÉTTUR
Fylltar beikondöðlur
u.þ.b. 25 döðlur
5 msk. rjómaostur
1 pakki beikon
Aðferð: Skerið smá rauf í
döðlurnar. Setjið rjómaostinn í
zip-lock poka og klippið lítið gat á
endann. Sprautið rjómaostinum í
hverja döðlu. Klippið beikonið í
tvennt og vefjið því síðan utan um
döðlurnar. Gott að miða við að
minnsta kosti 1½ til 2 hringi af
beikoni á hverja. Grillið þar til
beikonið fer að dökkna.
AÐALRÉTTUR
Lambakonfekt
Lambakonfekt,
makað með kryddlegi
sólarhring áður en eldað,
algjört lykilatriði.
Kryddlögurinn:
4 pressuð hvítlauksrif
1 cm pressað ferskt engifer
2 tsk. rósmarín
1 tsk. púðursykur
salt og pipar eftir smekk
1/2 dl góð olífuolía
2 msk. dijon sinnep
Haselback kartöflur:
smjör
rósmarin
hvítlauksgeirar
salt
Aðferð: Kartöflur settar í eldfast
form, skorin rifa í þær með u.þ.b.
2 mm millibili. Smjör, rósmarín, 4
pressaðir hvítlauksgeirar og dass
af salti sett í pott. Brætt saman og
hellt yfir kartöflurnar, það þarf að
passa að lögurinn komist inn í
kartöflurnar. Sett í ofn við 180°C í
30-45 mín, tekið út og ausið yfir á
u.þ.b. 15 mín. fresti.
Nýjustu fregnir herma að 7,4% hækkun verði á fasteignamati á milli ára
á Íslandi sem er umtalsvert meiri hækkun en tilkynnt var um fyrir ári
síðan þegar fasteignamat hækkaði um 2,1% á landinu öllu. Spurning hvort
það hafi einhver áhrif á fasteignakaup landans. Ótrúlegt, en kannski satt,
þá skoðar Ameríkaninn að meðaltali átta hús, eða íbúðir, áður en hann
ákveður að kaupa.
Tilvitnun vikunnar
,,Ég misskildi sjálfan mig."
– Hildur Líf - áhrifavaldur.
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR :Fang.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Ræktun sem gekk fulllangt.
Feykir spyr...
Hvaða
heimilisverk er
skemmtilegast?
Spurt á Facebook
UMSJÓN : klara@nyprent.is
,,Búa til alvöru kaffi í bolla
heimilisfólks og gesta."
Brynhildur Þöll Steinarsdóttir
,,Öll eru þau æðisleg
en klósettþrifin í miklu
uppáhaldi."
Hreiðar Örn Steinþórsson
,,Auðvitað að ryksuga."
Regína Jóna Gunnarsdóttir
,,Það eru ekki til skemmtileg
heimilisverk! En ég reyni
að standa mig í þvottinum
(því þá er líka mögulegt að
fylgjast með sjónvarpinu á
meðan). Svo finnst mér allt
í lagi að skúra ef búið er að
laga til og sópa/ryksuga."
Róbert Óttarsson
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is
Guðrún Elsa og Arnar Ólafur | Skagaströnd
Góð blanda af fersku grænmeti
ásamt bláberjum og vínberjum er
einnig gott meðlæti.
EFTIRRÉTTUR
Saltkaramellu-
skyrterta
500 g af þeyttum rjóma
3 dósir nýja KEA skyrið með
saltkaramellu
1 pakki af Lu kanilkexi
Aðferð: Blandið varlega saman.
Pakki af Lu kanilkexi mulið í botn
á formi eða í skálar. Rjóma og
skyrblöndunni bætt við. Gott að
setja blöndu af ferskum berjum
yfir ásamt smá kreistu af sítrónu.
Verði ykkur að góðu!
Þau skora á Ásdísi Ýr Arnardóttur,
samstarfskonu Guðrúnar, að taka
við matarþættinum.
Guðrún og Arnar matgæðingar vikunnar. AÐSEND MYND.
24/2021 11
Vísnagátur Sveins Víkings
Ýmsa langar upp í það á ungum konum.
Svo er það bæði barn í vonum
og búið til í heyflekkjonum.