Feykir - 16.06.2021, Blaðsíða 9
Þannig mun nafnið rjett ritað
(ekki Vaglir). Því að í
Ljósvetningasögu segir:
„Arnórr ríðr á Vagla“
(Ljósvetningasaga, bls. 5).
Og Prestssaga Guðmundar
góða segir svo frá: „Þá fór
Ingimundur fóstri hans á
Vagla at búa“ (Sturl. I., bls.
171). Á báðum stöðum er
orðið (kk.) í þolfalli, og tekur
af öll tvímæli um, að nefnif.
hefir verið Vaglar. Þolf. Vagli
finst fyrst við árið 1452, en í
öðru brjefi sama ár, er það
ritað Vagla (Dipl. Ísl. V. b., bls.
89 og 91 og víðar).
Eftir það bregður rjettu
beygingunni sjaldan fyrir, en
rangbeygingin Vagli í þolf. (kk.
fleirt,) finst víða; ennfremur
Vaglir nefnif. kvk. (beyg. eins
og hæðir). Breytingin hefir því
orðið á 15. öld. Á. M. ritar
Vaglar samkvæmt uppruna, en
Johnsens Jarðatal hefir Vaglir
(Saln t. s. Ísl. IV., bls. 574), eins
og almenn málvenja nú.
Bæjarnafnið þekkist í fjórum
sýslum (Safn t. s. Ísl. IV., bls.
574), en aðeins á einum stað
hefi jeg sjeð það í eintölu: Vagli
í Hallárdal (O. Olavii Öekon.
Reise, bls 218). Mjer þykir
sennilegt, að orðið vaglar sje
fleirt. af vagall, sem að vísu
þekkist ekki nú, myndað eins
og hagl af hagall (þ. e.
rúnaheitið forna h) og baglar af
bagall. Þótt orðið þekkist ekki,
er það engin sönnun fyrir því,
að það hafi ekki verið til, enda
er margt af orðum glatað úr
málinu (sbr. Finnur Jónsson:
Málfræði ísl. tungu, bls. 80 og
81).
Vagall hefir að líkindum
verið skylt sögninni að vega, þ.
e. að lyfta, hefja, því að orðið er
æfagamalt í þeirri merkingu,
sbr. Njálu, bls. 148: „Gunnar
Vaglar í Blönduhlíð
TORSKILIN BÆJARNÖFN | palli@feykir.is
RANNSÓKNIR OG LEIÐRÉTTINGAR MARGEIRS JÓNSSONAR
Nú er komið að því að kynna Nuffield
vélina hans Sigmars í Lindabæ. Vélina
er hann með til sýnis á safninu því
eins og flestir sem hann þekkja vita
að hann á orðið allmargar fallegar og
vel uppgerðar dráttavélar sem Feykir
mælir með að fólk geri sér ferð til að
skoða í sumar.
Þessi vél, Nuffield 10/60, kom ný til
Siglufjarðar árið 1966 og var bæði með
bakkói og ámoksturtækjum. Það var
Stefán Guðmundsson sem keypti
gripinn og er vélin með BMC mótor
sem er heil 60 hestöfl. British Motor
Corporation framleiddi þessa traktora
allt til ársins 1969 en þá var skipt bæði
um lit og nafn. Nuffield og rauði
liturinn fékk að hverfa og við tók
Leyland nafnið og tveir bláir litir ásamt
því að smíðað var á þær rörahús sem
opið var að aftan.
Stefán, sonur Stefáns Guðmunds-
sonar, vann á vélinni í Strákagöngunum,
einkum við að steypa gólfið. Með
honum að vinna við gangnagerð var
Grímur Hallgrímsson frá Kjarvals-
stöðum í Hjaltadal en hann kaupir
vélina af Stefáni í kringum 1968/69.
Vélina notaði Grímur til að grafa fyrir
vatnsleiðslum fyrir bændur í Skagafirði.
Egill Ingvi Ragnarsson á Kálfsstöðum í
Hjaltadal kaupir vélina svo af Grími um
1973/74 en er þá án gröfu. Egill notar
vélina við almenn bústörf og segir
sagan að gott hafi verið að slá með
henni. Í kringum 2005 eignast Sigmar
vélina, þá var hún á Laufskálum í
Hjaltadal, ógangfær. Vorið 2018 kom
Fergusonfélagið á Búminjasafnið
Lindabæ og með í för í þeirri heimsókn
var snillingurinn Karl Sighvatsson.
Þeim Sigmari og Karli talaðist svo til að
Karl tæki vélina á haustdögum og sæi
um að gera hana gangfæra. Þetta
reyndist miklu meira verk en talið var í
fyrstu því það þurfti að rífa í sundur
mótor, gírkassa, drif og lyftu. Þá þurfti
einnig að fá allt í mótorinn og renna
sveifarás. Allt í allt þurfti um 170 hluti
frá Bretlandi til að gera hana gangfæra
og laga útlitið.
Sprautuvinnuna sá Sveinn
Brandsson um og allt ytra útlit. Þetta
verkefni kláraðist á haustdögum 2020
og kom vélin aftur í Lindabæ í október
2020 og sendir Sigmar öllum þeim sem
komu að verkinu alúðarþakkir fyrir.
Fyrir áhugasama er Búminjasafnið í
Lindabæ opið alla daga vikunnar frá
13-18 í sumar.
Nuffield 10/60
EINS MANNS RUSL ER ANNARS FJÁRSJÓÐUR | siggag@nyprent.is
Búminjasafnið Lindabæ í Sæmundarhlíð
Nýuppgerður Nuffield 10/60 á túninu hjá Búminjasafninu í Lindabæ. MYNDIR AÐSENDAR.
Glæsileg er hún!
vegr hann upp á atgeirinum.“
Eins og kunnugt er, tengdi stutt
þverslá efri sperruendana í
gömlu baðstofunum. Slár
þessar kölluðust vaglar og af
því talshátturinn: að vagla
saman (sperrur), þ. e. setja
vagla á milli. Hver einstök „slá“
hefir því upphaflega kallast
vagall. Í samsetningum höfum
vjer til vaglskora af líkingunni
við skoru, sem gerð var í vagla
yfir fjárhús. „Vagallinn“ hlaut
að vega uppi efsta hluta
þaksins, rjáfrið. Hann er efstur
af húsgrindinni. Grundvallar-
merkingin í Vaglar hlýtur því
að vera það sem ber hátt,
stendur hátt (lyft), bygt uppi á
hæð, og er það í ágætu
samræmi við Vagla í
Blönduhlíð, sem standa mjög
hátt og gnæfa yfir
aðalbæjaröðina neðra. Sömu-
leiðis standa Vaglar á Þelamörk
hátt. Um aðra Vaglabæi veit jeg
ekki, en fróðlegt væri að vita,
hvort þeir standa hátt, eins og
mig grunar.
Samkvæmt þessu er rjetta
nafnið Vaglar (sjá að öðru leyti
um þetta nafn í ritgerð
prófessors Finns Jónssonar,
Safn t. s, Ísl. IV., bls. 576) og
ætti enginn að rita það öðruvísi
(sjá innganginn).
Vaglar 17. ágúst 2006. Fjósið til vinstri. Sér á stafn vélaskemmunnar ofan við heyrúllurnar. Miðsitjuskarðið í baksýn.
MYND: BYGGÐASAGA SKAGAFJARÐAR.
24/2021 9