Feykir


Feykir - 16.06.2021, Blaðsíða 7

Feykir - 16.06.2021, Blaðsíða 7
Séð yfir Indianapolis en þar búa um 900 þúsund manns. Molar um Indianapolis af netinu... Það ku hafa verið hæstaréttardómari í Indiana sem fann upp á nafni höfuðborgar fylkisins, Indianapolis. Hann skeytti einfaldlega nafni fylkisins, Indiana, framan við gríska orðið yfir borg, Polis. Gælunafn borgarinnar er Naptown, eða Blundbær, og er í dag almennt talið vera nett skot því borgin hafi á sér það orð að vera svefnbær – þetta mun þó vera á misskilningi byggt. Einn frægasti kappakstur Bandaríkjanna kallast Indianapolis 500 og stendur 500 fyrir mílurnar sem eknar eru. Það tekur víst um þrjá tíma að aka þessar 500 mílur, 2,5 mílna hring eftir 2,5 mílna hring, og nei, ökumennirnar notast ekki við bleyjur undir stýri, þeir fara bara á klóið áður en keppni hefst. Sigurvegarar Indy 500 fagna ekki sigrinum með kampavíni, nei, þeir fá sér mjólkursopa og það er hefð sem rekja má til ökuþórsins Louis Meyer sem vann keppnina þrívegis, árin 1928, 1933 og 1936. Taggart-bakaríið í Indianapolis kynnti Undrabrauðið (Wonder Bread) árið 1921 og varð þar með fyrsta stórfyrirtækið til að dreifa niðurskornu brauði. Þegar Kaninn talar um stórkostlegar uppfinningar er oft miðað við þessa ... hver hefur ekki heyrt um the best thing since sliced bread! Kóngurinn Elvis Presley hélt sína allra síðustu tónleika í Indianapolis Market Square Arena, 26. júní 1977 eða tæpum tveimur mánuðum áður en hann lést. Síðasta lagið sem hann söng var Can't Help Falling in Love. Indianapolis státar af því að þar sé stærsta jólatré í heimi, titill sem borgin hefur haldið síðan1962. Tréð, sem eru tæpir 87 metrar á hæð og því um 12 metrum hærra en Hallgrímskirkjuturn, er alls ekki tré heldur ljósa- og kransaskreyting sveipuð utan um minnismerki um hermenn og sjómenn. Sannarlega tilkomumikil sjón! Hvað er best við að búa í Indianapolis? „Hvað það er auðvelt aðgengi að öllu og hvað allir eru tilbúnir að hjálpa manni. Skólinn býður öllum nemendum hjálp með allt, sama hvort það er að finna vinnu eða opna bankareikning eða hvað sem er. Einnig er margt gert fyrir íþróttafólkið, það er auðvelt aðgengi að sjúkraþjálfara, næringar- fræðingi og íþróttasálfræðingi svo eitthvað sé nefnt.“ Hvað gerir þú helst í frístundum? „Ég fer helst með vinum mínum eitthvert í bæinn. Skólinn er í tíu mínútna fjarlægð frá miðbænum og þar er nóg að gera og skoða.“ Lara Margrét fékk fótbolta- styrk til að stunda nám í University of Indianapolis og spila fótbolta með háskóla- liðinu. Hún segir að það séu leiknar 14 umferðir í deildinni sem skólinn tekur þátt í og svo komast efstu átta liðin í úrslitakeppni deildarinnar og eftir það er úrslitakeppni á landsvísu sem efstu liðin í hverri deild komast í. „En hún var ekki í vetur svo við spiluðum 16 leiki þar sem við komumst í undanúrslit í úrslitakeppninni í deildinni. Við þurftum að ferðast í átta leiki og það voru rútuferðir sem voru 4-9 klukkustundir og ef við ferðuðumst langt þurftum við að gista á hóteli þar sem tveir leikir voru spilaðir hverja helgi,“ segir Lara Margrét. Gastu eitthvað ferðast um Bandaríkin? „Ég gat ekki mikið ferðast upp á eigin spýtur en ég ferðaðist með liðinu til Illinois og Missouri þar sem við spiluðum á móti skólum í borgum eins og St. Louis og Kansas City. Einnig fór ég til Toledo í Ohio en herbergis- félaginn minn er þaðan og að lokum fór ég og nokkrir vinir mínir í dagsferð til Chicago,“ en Indiana-fylki er sunnan við Vötnin miklu, rétt eins og Chicago. Chicago er í Illinois- fylki, sem er næsta fylki vestur af Indiana, en þangað er um þriggja tíma akstur frá Indianapolis eða svipað og að skjótast frá Hofi til Reykjavíkur. Hafði Covid mikil áhrif á lífið í skóla og fótbolta? „Covid hafði mikil áhrif á haustönnina en þá máttum við varla mæta í skólann og við máttum ekki byrja að spila á æfingum fyrr en í október og æfingar hættu í byrjun nóvember. Áhrifin voru minni seinni önnina en þá máttum við mæta meira í skólann og gátum æft jafnt og þétt. Heilt yfir árið voru strangar reglur um hverjir mættu fara inn í hverja byggingu og þurftu allir alltaf að vera með grímu, meira að segja á öllum æfingum.“ Hvers saknaðir þú mest að heiman? „Það er erfitt að velja en klárlega fjölskyldu, vina og sveitarinnar.“ Hvað á svo að gera í sumar? „Ég hef ekkert mikið planað en bara vinna heima í sveitinni og spila eins mikinn fótbolta og ég Jaðrakan frá Hellnafelli og Lara að leika sér í Vatnsdalsá. Mynd: Kolla Gr.Fjölskyldan í Vatnsdalnum á góðum degi. Frá vinstri: Ásdís Brynja, Eline, Jón og Lara Margrét. Svona voru kappakstursbílarnir á Indy 500 árið 1928. Niðursneydda brauðinu ekið út. Elvis Aaron Presley á síðustu tónleikunum sínum. John Dillinger var óvinur þjóðarinnar númer eitt. get með Tindastól.“ Hvernig líst þér á lið Tindastóls í Pepsi Max deildinni? „Mér líst mjög vel á liðið. Allar stelpurnar hafa tekið miklum framförum síðan í sumar og það er ótrúlegt að sjá hvað allt utanumhald hefur bæst mikið. Það er gaman að sjá hvað allir hafa mikinn metnað fyrir því að sýna að við eigum heima í deild þeirra bestu.“ Gætir þú deilt einhverri sniðugri eða eftirminnilegri sögu frá dvölinni úti? „Sumar stelpurnar í liðinu skildu ekki alveg eftirnafnið Jónsdóttir. Þær héldu lengst af að þjálfarinn þekkti pabba og kallaði mig þess vegna Johns daughter og viðbrögðin þeirra voru alveg óborganleg þegar ég sagði þeim hvernig eftirnöfn virka á Íslandi,“ segir Lara Margrét að lokum. 24/2021 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.