Feykir


Feykir - 16.06.2021, Blaðsíða 8

Feykir - 16.06.2021, Blaðsíða 8
Kvenfélag Sauðárkróks ÁSKORANDAPENNINN | palli@feykir.is Ég vil byrja á að þakka dóttur minni, Bryndísi Þóru Bjarman, fyrir að skora á mig. Ég hef marga fjöruna sopið um mína ævidaga og því af nógu að taka þegar kemur að efnisvali í þennan pistil. Eftir smá yfirlegu ákvað ég að velja smá stiklu úr löngu erindi sem ég flutti á 100 ára afmæli Kvenfélags Sauðárkróks, fyrir nokkrum árum síðan… Með þorrablótum Kvenfélags Sauðárkróks hófst mikil menningarþróun hjá félaginu því þá uppgötvuðust miklir listamannshæfileikar hjá ótrúlegustu konum. Árið 1971 var stofnaður Þjóðdansaflokkur í tengslum við þorrablót og varð með stofnun hans mikill uppgangur hjá félaginu. Um svipað leyti stofnuðum við kvenfélagskonur listaflokkinn Rauðsokkur og þessi frægi flokkur gerði víðreist. Ég ætla að grípa hér niður í staðarblaðið okkar á þeim tíma, Stefán á Alþingi, og lesa gagnrýni eða lof um nokkrar af listakonunum. „Rauðsokkur sýndu hér óperuna Skagfirðingurinn fljúgandi við mikinn fögnuð áhorfenda og hefur slík innlifun, Áskorandinn Guðbjörg Bjarman. MYND AÐSEND Guðbjörg Bjarman - brottfluttur Króksari tilfinning og þekking á list aldrei sést hér á Sauðárkróki. Ég má til með að minnast á frábæra túlkun hjá sumum konunum. Þar vil ég fyrst nefna frú Fjólu Þorleifsdóttur í Dansi nautabanans. Aldrei hef ég séð aðra eins næmni og tilfinningu í dansi og þegar þessi hálf- spænska senjoríta tók að lokum þrefalt kraftstökk ætlaði allt um koll að keyra í salnum. Það er merkilegt að venjuleg ljósmóðir norðan úr Dumbshafi skuli geta sýnt svona suðræna tilburði. Ég hef heyrt sagt að listakonan fari alltaf til Mallorca á sumrin í frekara dansnám, en sé alltaf mætt hér á Krók níu mánuðum eftir sæluviku, tilbúin í djobbið. Næst er að minnast á yngismey eina, Stellu á Mel, öðru nafni Aðalheiði Ormsdóttur. Hún verður okkur alltaf minnisstæð í hlutverki Vorgyðjunnar þegar hún dansaði Dans Vorgyðjunnar. Þarna sveif hún um sviðið líkt og vorvindar glaðir og hreif alla með yndisþokka sínum, þessi smáfætta, móeygða vorgyðja. Gilla og Rakel dönsuðu hinn rammíslenska vikivaka Logandi hegrann. Þær voru íklæddar mjög svo efnislitlum fötum og var yndisþokki þeirra svo mikill í dansinum að jafnvel blindir menn heilluðust og þótti bræðrabylta þeirra í lok vikivakans sérlega vel útfærð. Hinn landskunni línudansari og uppeldisfræðingur, frú Helga Sigurbjörnsdóttir, dansaði línudansinn Hvarf Lagarfljótsormsins og var hún svo æðislega fífldjörf er hún tiplaði eftir 15 metra hárri línunni að það steinleið yfir jafnvel hraustustu karlmenn. Heyrt hef ég sagt að hún hafi lært þessa íþrótt er hún var ung heima í föðurgarði, austur á Héraði, þar sem hún æfði sig í línudansinum á baki Lagarfljótsormsins. Aðalsöngkonan og príma- donnan í hópnum var frú Minna Bang og þótti túlkun hennar á texta elektrónísku ballöðu Rúnu Bjössa alveg sérstaklega hrífandi, einkum og sér í lagi vegna þess að enginn skildi orð af því sem hún söng. Ballaðan hennar Rúnu hét Ljósaperan einmana og var hún þakkaróður til rafveitunnar og allra karla sem þar vinna. Forstjórinn í Sútun, frú Sigríður Árnadóttir, var aðal- ballerínan í Dansinum í Hruna og var hún íklædd gærum frá hvirfli til ilja og var það tilkomumikil sjón að sjá hana koma inn í öllum þessum reifum. Að lokum vil ég minnast á hirðfíflið í hópnum, frú Guðbjörgu Bjarman, sem dansaði sóló í dansinum víðfræga, Sátt mega þröngir sitja, en það var bara svo þröngt á sviðinu að hún komst ekki fyrir – mér fannst það lélegt.“ Þess má geta að staðarblaðið Stefán á Alþingi var að sjálfsögðu hugarfóstur kvenfélagskvenna… - Ég skora á Önnu Pálu Gísladóttur að skrifa næsta pistil, hún rúllar því upp! Heilir og sælir lesendur góðir. Dettur í hug að byrja þáttinn að þessu sinni með kunnuglegri vísu sem ég held að sé eftir Guðrúnu Benónýsdóttur. Vísa hver sem vel er gerð víða nýtur hylli. Leggur upp í langa ferð landshornanna á milli. Þegar aldur færist yfir fólk fara margir að hugleiða hvað eftir muni vera og hugsa þá gjarnan til æskuára. Adolf J Petersen er höfundur að þessari. Í hugferð húmar að kveldi hljóðlátt, skín á það svið. Bjarmi frá æskunnar eldi sem aldnir hlýja sér við. Fleiri vísur koma hér eftir Adolf. Vetri hallar vora fer víkur af fjalli njóta. Alda mjallar eyðir hver ilmar vallar fjóla. Lífinu verður létt um skor ljúfir endurfundir. Við árstíðanna æsku vor auðnast gleðistundir. Hér áður fyrr var mikið í tísku að ort voru erfiljóð eftir ýmsa þá sem féllu frá. Nokkuð kunn mun þessi vísa hafa verið hér áður fyrr, veit því miður ekki um höfund. Þórður orti þokuljóð Þorstein eftir séra. Meiningin var máski góð en mátti betri vera. Um eitt eftirmælaskáldið orti Jón S. Berg- mann svo. Fár á Ísafoldu mun minnast skáldsins líki. Sem að yrkir einhverjum upp í himnaríki. Önnur vísa kemur hér eftir Jón. Illa berðu fötin fín flestum hættulegur. Það er milli manns og þín meira en húsavegur. Sá kunni Bólu-Hjálmar var einn af þeim sem gerði talsvert af því að yrkja eftirmæli. Ekki reyndist það allt vera hól eftir þessari vísu hans að dæma. Til þín ennþá, elskan mín augum renni ég glaður. Upp ég brenn af ást til þín. ég er kvennamaður. Nú, þegar þessi þáttur er í smíðum, er ég að grafa mjög djúpt í drasli mínu eftir gömlum vísum, margt lítur þar dagsins ljós sem ég er nokkuð viss um að ekki hafi birst áður. Helgi Björnsson á Staðarhöfða mun hafa ort þessa ágætu hringhendu á heimleið úr sjóferð. Kvaddi drylla kappa fans kviðar spilling búin. Burt er frilla fúskarans fremd og snilli rúin. Vísnaþáttur 786 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) bladamadur@feykir.is Önnur vísa kemur hér eftir Hjálmar og mun hún ort um konu sem kastaði til hans kalsyrðum. Sá ég fljóð með saurga kinn sú var lóða auminginn. Gekk með hljóðum út og inn eins og í stóði kapallinn. Dýrmætt verður í okkar huga sem unnum vísum og kveðskap að þessi, sem einhverjir kalla ofstuðlun, víki ef menn ætla á annað borð að gera góða vísu. Illa sló línunum saman þegar sá kunni hagyrðingur Einar á Reykjarhóli lét frá sér eftirfarandi vísu. Féll um hnjóta hjörð úr hor Hún ei fóta gáði. Þetta ljóta lambskinsvor loksins þrjóta náði. Fljótt sáu glöggir menn að þarna var ekki allt með felldu og mun Jónas í Hróarsdal hafa sent svofellda kveðju fram í sveitina. Ég er frá og ekkert veit óðarskrá að hnuðla. þó þeir fái fram í sveit fjögur H í stuðla. Björn Sigurðsson Blöndal, sem til marga ára var vinnumaður í Grímstungu í Vatnsdal,var vandaður og góður hagyrðingur, og voru hringhendur eftir hann á fyrrihluta síðustu aldar mörgum kunnar. Var hann óhræddur að takast á við hin ýmsu skáld í kveðskap og verður mér lengi minnisstætt þegar ég var vinnumaður í Grímstungu veturinn 1968- 9 hvað mikið var haft yfir af vísum Björns sem ég var sólginn í að læra. Mun Björn þá hafa verið enn á lífi. Mig minnir að hann hafi látist um 1970-71. Gaman fannst mér að heyra hjá gömlu konunni Péturínu frásagnir af viðskiptum Björns og frekjudallsins sem kallaður var í daglegu tali Sveinn á Sneis sem er í Laxárdal. Um það leyti er þessar vísur urðu kunnar var hann að ferðast um og selja ljóðabók sína. Var nokkurt glens af því í Grímstungu að skáldið tók krók á leið sína til að forðast forðast Grímstungu á leið í Forsæludal vegna þess að hann vissi um yrkingar Björns. Einhverju sinni er fréttist af ferð Sveins orti Björn. Sveinn er rær á Sónarhaf sigurfær og glaður. Mikið bæri öðrum af ef hann væri maður. Þegar Sveinn hlaut þá loks skáldastyrkinn varð þessi til. Völu fleygði valdasveit verðleikann þið reynið Hundurinn sem í hælinn beit hreppti náðarbeinið. Hef nú loks fundið hjá mér margar góðar vísur eftir Björn sem kannski verða rifjaðar upp í næstu þáttum. Gott að leita þá til hans með lokavísu þessa þáttar, sem er, eins og margar hans, hringhenda. Þó að hlátur mýki vör vart mun grátur fjarri. Stundum kátra kímnisvör klökkva láta nærri. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 8 24/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.