Feykir


Feykir - 12.08.2021, Síða 2

Feykir - 12.08.2021, Síða 2
Nú þegar liðið er á seinni hálfleik sumarsins fara margir að hugsa um haustið og jafnvel bankar haustkvíðinn upp á, þó svo að ég telji að bestu dagar sumarsins séu eftir. Til að bæla haustkvíðann hjá mér niður hef ég ákveðið að haustið sé miklu betra en sumarið og ég ætla að leita að ástæðum fyrir því. Til að byrja með langar mig til að fara í smiðju systur minnar, Jóndísar Ingu, sem er með kaffi á heilanum þessa dagana, gaf m.a. út ljóðabók í vor sem inniheldur einungis ljóð um kaffi. Bókin er sennilega afsprengi ritstíflu og annars konar stíflu sem of mikil kaffidrykkja getur valdið. En bók systur minnar er góð og setur hún kaffi í mikinn kóngastól, enda frábær drykkur. Eins og það er nú gott að fá sér rjúkandi bolla á haustin meðan það rignir úti og blæs, er það ekkert næs í steikjandi hita á sumrin. Síðan er það Covid-viðbjóðurinn, ég held að Covid sé miklu meira næs á haustin. Ég lenti í sóttkví í sjö daga í seinustu viku og það var Bongó úti, fullkomið veður til útreiða, sundferða, ísferða o.s.frv. Það er ábyggilega miklu betra að vera í sóttkví á haustin, liggja undir teppi, með kakó, horfa á laufin fjúka fyrir utan gluggann og regnið berja hann eins og harðfisk. Það má svo ekki gleyma aðaldæminu sem haustið gefur okkur... fulla frystikistu! Það er allavega þannig, á þeim bæjum sem ég þekki til, að seinustu daga sumarsins eru ekkert nema slög og innyfli í matinn. En með haustinu mæta lundir, fillet og læri með tilheyrandi gleði og aukakílóum. Að lokum ætla ég að nefna það allra besta við haustið. Það er styttra til jóla á haustin en sumrin. Kæri lesandi, ég vona að þú finnir lyktina með mér af reyktu kjöti, súkkulaði og laufabrauði og allt of dökkum bjór sem maður drekkur bara því það stendur jól á honum. Frænka er komin í heimsókn en maður getur vonandi notað Covid sem afsökun til að kyssa hana ekki. Ég er að minnsta kosti búinn að sannfæra sjálfan mig – haust er betra en sumar. Sæþór Már Hinriksson, blaðamaður LEIÐARI Haust er betra en sumar Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is | Sæþór Már Hinriksson, bladamadur@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum AFLATÖLUR | Dagana 18.júlí til 7.ágúst á Norðurlandi vestra Tæpum 257 tonnum landað á Skagaströnd SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Guðrún Petrína GK 107 Handfæri 9.118 Hafrún HU 12 Dragnót 47.760 Hjalti HU 313 Handfæri 6.161 Hjördís HU 16 Handfæri 4.370 Hrund HU 15 Handfæri 8.306 Húni HU 62 Handfæri 8.296 Jenny HU 40 Handfæri 4.924 Kambur HU 24 Handfæri 6.511 Kópur HU 24 Handfæri 1.482 Kristín HU 118 Handfæri 2.392 Loftur HU 717 Handfæri 7.565 Lukka EA 777 Handfæri 1.640 Már HU 545 Handfæri 2.929 Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 180 Smári HU 7 Handfæri 901 Steini HU 45 Handfæri 793 Svalur HU 124 Handfæri 715 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.069 Sæunn HU 30 Handfæri 4.215 Viktor Sig HU 66 Handfæri 6.856 Viktoría HU 10 Handfæri 4.778 Víðir EA 432 Handfæri 2.941 Von HU 170 Lína 20.432 Alls á Skagaströnd 256.555 HOFSÓS Alfa SI 65 Handfæri 1.011 Þorgrímur SK 77 Handfæri 3.040 Alls á Hofsósi 633 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 24.485 Steini HU 45 Handfæri 436 Alls á Hvammstanga 24.921 SAUÐÁRKRÓKUR Arnar HU 1 Botnvarpa 384.590 Álborg SK 88 Handfæri 934 Fannar SK 11 Handfæri 5.681 Gammur SK 12 Handfæri 94 Gammur SK 12 Þorskfisknet 3.843 Gjávík SK 20 Handfæri 2.174 Hafborg SK 54 Þaraplógur 2.559 Hafborg SK 54 Þorskfisknet 2.361 Hafey SK 10 Handfæri 7.316 Kristín SK 77 Handfæri 3.378 Maró SK 33 Handfæri 3.347 Már SK 90 Handfæri 2.422 Skvetta SK 7 Handfæri 3.326 Steini G SK 14 Handfæri 1.842 Tara SK 25 Handfæri 295 Vinur Sk 22 Handfæri 1.596 Ösp SK 135 Handfæri 348 Alls á Sauðárkróki 426.106 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Handfæri 12.618 Alda HU 112 Handfæri 11.151 Arndís HU 42 Handfæri 3.036 Auður Hu 94 Handfæri 8.002 Bergur Sterki HU 17 Handfæri 847 Bíldsey SH 65 Lína 21.482 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 6.073 Blíðfari HU 52 Handfæri 7.501 Blær HU 77 Handfæri 2.954 Bragi Magg HU 70 Handfæri 6.506 Dagrún HU 121 Handfæri 7.115 Elfa HU 191 Handfæri 7.737 Fengur ÞH 207 Handfæri 1.663 Greifinn SK 19 Handfæri 4.536 Það er greinilegt að góðviðrið síðustu vikurnar á Norðurlandi hefur dregið marga á sjóinn miðað við hversu mikill afli hefur komið á land þá sérstaklega á Skagaströnd því 37 bátar voru á veiðum með 194 landanir. Aflahæsti strandveiðibáturinn, af þeim 33 sem voru á veiðum, var Addi afi með 12.618 kg. Alls var landað 711.633 kg á Norðurlandi vestra síðustu þrár vikurnar./SG Dagana 10.-12. september nk. fer fram námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Akrahrepp. Námskeiðið mun fara fram í samræmi við þær sóttvarnarreglur sem verða í september. Kennari á nám- skeiðinu verður sem fyrr, Helgi Sigurðsson hjá Fornverki ehf. „Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að læra að byggja úr torfi og megináhersla verður á verklega kennslu. Kennd verða meginatriði í efnis- vali, torfstungu og torfskurði og helstu hleðsluaðferðir með streng og klömbruhnausum. Ætlunin er að klára að hlaða veggi og tyrfa yfir hlöðu á Tyrfingsstöðum. Nemendum verða útveguð helstu verkfæri á staðnum, s.s. stunguskóflu og torfljá," segir í námskeiðalýsingu á heimasíðu Fornverkaskólans. Torfhleðslunámskeiðið kost- ar 65.000 kr. og innifalið í því verði eru; efni, áhöld, kaffiveit- ingar og léttur hádegisverður. Skagafjörður Námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum í september Fornverkaskólinn minnir á fræðslusjóði stéttarfélaganna og niðurgreiðslu þeirra vegna þátttöku á námskeiðum og hvetur fólk til að kynna sér sinn rétt hjá sínu stéttarfélagi. Athygli er vakin á því að nemendur þurfa að sjá sér sjálfir fyrir gistingu og mat utan námskeiðs. Mælst er með því að hafa með sér hlýjan fatnað, hlífðarföt (pollagalla), vinnuhanska og stígvél/góða skó. Torftakan fer m.a. fram í votlendi og því viðbúið að þátttakendur verði moldugir og blautir. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið og námskeiðslýsingu má finna vefsíðu Fornverkaskólans og fyrirspurnir og skráning á námskeiðið sendist til Ingu Katrínar Magnúsdóttur á ingakatrin@skagafjordur.is. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja með skráningu: fullt nafn, heimilisfang, kenni- tölu og símanúmer. /SMH Frá námskeiði í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum. MYND: FORNVERKASKÓLINN Heildarveiði í helstu laxveiðiám í Húnavatnssýslum er komin yfir 2.100 laxa sem af er sumri og eru veiðitölur svipaðar og þær voru á sama tíma í fyrra og hitteðfyrra. Mest hefur veiðst í Miðfjarðará eða 819 laxar og gaf síðasta vika 185 laxa en veitt er á tíu stangir. Blanda er komin í 371 lax með vikuveiði upp á 87 laxa á átta stangir. Í Laxá á Ásum hefur veiðst 361 lax og var vikuveiðin 46 lax á fjórar stangir. Víðidalsá er komin í 351 lax, Vatnsdalsá 194 og Hrútafjarðará og Síká í 100 laxa. Tölur hafa ekki verið uppfærðar hvað Svartá varðar en 21. júlí síðastliðinn höfðu veiðst 16 laxar í ánni á þrjár stangir. Tölur um laxveiði í helstu laxveiðiám landsins má finna á vefnum angling.com. /Húni.is Veiðin svipuð og síðustu tvö ár í Húnavatnsssýslum Miðfjarðará gefur mest 2 30/2021

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.