Feykir - 12.08.2021, Qupperneq 4
Á heimasíðu Landsnets var sagt
frá því seinni partinn í júlí að
Landsnet og Etix Borealis, sem
rekur gagnaver á Blönduósi, hafi
undirritað viljayfirlýsingu um
aukinn flutning á raforku til
gagnaversins. Aukningin fer
fram í áföngum, þar sem í fyrsta
áfanga verður nýtt svokallað
snjallnet (smartgrid) til að auka
flutninginn og tryggja rekstrar-
öryggi flutningskerfisins.
Í fréttinni er haft eftir Birni
Brynjúlfssyni, forstjóra Etix
Everywhere Borealis að það sé
ánægjulegt að geta nýtt snjallnet
til að bæta nýtingu flutnings-
kerfisins og þannig auka rýmd
gagnaversins og sjálfbærni þess.
„Ísland er góður staður fyrir
aðila sem leita eftir öruggum og
umhverfisvænum gagnavers-
lausnum. Við teljum okkur vera
að mæta þessum kröfum með
gagnaverinu á Blönduósi, en
reksturinn hefur gengið vonum
framar frá opnun árið 2018. Við
hlökkum til að geta mætt
vaxandi eftirspurn eftir um-
hverfisvænum gagnaverslausn-
um með þessari aukningu.“
Fram kemur að snjallnet er
samheiti yfir tækninýjungar sem
nýta fjarskipta-, stýri- og upp-
lýsingatækni til að tryggja sem
öruggasta afhendingu rafmagns
og hámarka jafnframt nýtingu
raforkukerfisins. „Með snjall-
tækni er notaður háþróaður
tækni-búnaður til að bregðast
við breytingum í orkuflutning-
um með sjálfvirkum hætti með
gagnvirkum stýringum og há-
þróuðum varnarkerfum. Þetta
gerir kerfið betur í stakk búið að
takast á við breytingar og
sveigjanlega notkun eða fram-
leiðslu. Með notkun snjall-
tækninnar er mögulegt að nýta
mun betur mannvirki raf-
orkukerfisins sem kemur not-
endum til góða í lægri flutn-
ingsgjöldum til lengri tíma. Í
þessu verkefni tekur Landsnet
nýtt skref í nýtingu þessarar
tækni sem mun verða í fremstu
röð meðal raforkuflutnings-
fyrirtækja í heiminum,“ segir
jafnframt í fréttinni. /ÓAB
Landsnet og Gagnaverið á Blönduósi
Skrifað undir viljayfirlýsingu
um aukinn flutning raforku
Frá undirritun samningsins. MYND: LANDSNET.IS
Sigfús Arnar Benediktsson,
tónlistarmaður á Sauðárkróki
ætlar að segja okkur frá
uppáhalds hljóðfærinu sínu
að þessu sinni. Fúsi Ben, eins
og hann er jafnan kallaður, er
að hans eigin sögn mikið að
fikta við músík og upptökur.
Hann rekur Stúdíó Benmen
á Sauðárkróki og hefur
mikið sést undanfarin ár í
skagfirsku tónlistarlífi. Hann
hefur m.a. verið gítarleikari í
hljómsveitinni Bróðir Svartúlfs
sem sigraði Músíktilraunir
árið 2009, Fúsaleg Helgi og
trommuleikari í Contalgen
Funeral svo fátt eitt sé nefnt.
Hvaða hljóðfæri heldur þú
mest upp á af þeim sem þú
átt? Ég held mikið upp á Fender
Stratocaster sem hefur fylgt
mér lengi en ætli ég verði ekki
að segja Hammond M-111 orgel
sem ég eignaðist fyrir ekki svo
löngu, árgerð 1961.
Sigfús Arnar Benediktsson | Hammond M-111 orgel
Þarf vonandi aldrei
að selja Hammondinn
( HLJÓÐFÆRIÐ MITT ) Umsjón: Sæþór Már
Ert þú fyrsti eigandinn að
hljóðfærinu? Hvar keyptiru
það? Ef ekki hver/hverjir
áttu það á undan þér? Nei,
það hafa einhverjir átt það á
undan mér. Ég keypti það á
Dalvík af strák sem heitir Hans
Friðrik. Ég er ekki klár á því
hverjir áttu það á undan honum
en heyrði sögusagnir um að
Karl Sighvatsson (Trúbrot,
Þursaflokkurinn, Flowers, Dátar
og fl. hafi spilað á það eitthvað.
Maður spyr sig.
Hefur hljóðfærið hljómað á
einhverjum plötum eða lögum?
Það má vel vera að það hafi
verið notað í mörgum þekktum
lögum án þess að maður viti
Hammondinn góði. MYNDIR AF FACEBOOK
það. En sjálfur hef ég notað
það talsvert í upptökum síðan
ég eignaðist það. Það fékk t.d.
að hljóma duglega í tónlistinni
sem ég tók upp fyrir leikritið
Á frívaktinni sem Leikfélag
Sauðárkróks setti upp núna í
vor. [Blaðamaður vill stinga því
inn að Hammondinn hljómar
einnig í laginu Dúddírarirey
með Danssveit Dósa, spilaður af
Eysteini Ívari]
Hefur þetta hljóðfæri eitthvað
fram yfir svipuð hljóðfæri að
þínu mati? Nei, í sjálfu sér ekki,
nema það að það er rosalega
vel með farið og búið að yfirfara
það allt og laga það sem þarf
að laga og endurnýja lampa og
slíkt.
Gætir þú hugsað þér að selja
það einhvern tíma? Nei, von-
andi mun það aldrei gerast.
Hefur þú séð á eftir einhverju
hljóðfæri sem þú værir til í að
eiga í dag? Nei það er best að
vera ekkert að pæla í því..
Fúsi Ben mundar Fenderinn.
Edda Brynleifsdóttir hefur
verið ráðin í fasta stöðu
aðstoðarleikskólastjóra á
leikskólanum Barnabæ á
Blönduósi. Edda útskrif-
aðist sem leikskólakennari
árið 2005, starfaði sem
deildarstjóri, sérkennslu-
stjóri og aðstoðarleik-
skólastjóri á Seljaborg í
Reykjavík ásamt því að
starfa einnig á Laufásborg
í Reykjavík.
Hún hóf störf sem
deildarstjóri á Leikskól-
anum Barnabæ árið 2008
en hefur einnig starfað
sem sérkennslustjóri og
aðstoðarleikskólastjóri á
Barnabæ.
Edda fór í leyfi í tvö ár frá
2016-2018 þegar hún hóf
sjálfstæðan atvinnurekstur
á Blönduósi.
Einnig hefur Edda lokið
námi í ferðamálafræði,
Mætti kvenna, hagnýtu
námi til stofnunar fyrir-
tækis og reksturs og
Skrifstofuskólanum.
„Það er ánæjulegt
að ráða inn til skólans
reyndan kennara sem
aðstoðarskólastjóra, sem er
með góðan og fjölbreyttan
bakgrunn sem nýtist vel í
því fjölbreytta starfi sem
aðstoðarleikstjóri er,“ segir
á vef Blönduósbæjar. /SMH
Leikskólinn Barnabær á Blönduósi
Edda ráðin aðstoðar-
leikskólastjóri
Edda Brynleifsdóttir. MYND AF NETINU
4 30/2021