Feykir


Feykir - 12.08.2021, Blaðsíða 7

Feykir - 12.08.2021, Blaðsíða 7
Fyrri dagleiðinni lauk við Flögu og þar byrjuðum við seinni daginn og enduðum á Hofi um klukkan sjö á sunnudagskvöldið. Þá höfðum við lagt að baki tæplega 50 kílómetra og vorum mjög stoltar af árangrinum.“ Ingunn segir að þær hafi tekið stutt nestis- og pissustopp á eins til tveggja tíma fresti á göngunni. „Það var tekið á móti okkur á þremur stöðum, Listakot Dóru í Vatnsdals- hólum var fyrsti viðkomu- staðurinn. Það var mjög skemmtilegt að koma þangað og sjá hvað fjölskyldan þar er að fást við. Ég hvet alla sem leið eiga um Norðurland til að koma þar við. Við áðum í sumarbústað í landi Flögu. Eigendur hans eru hjónin Anna Rósa og Sigurður en Anna Rósa er ein frænka okkar. Þaðan blasir Jörundarfellið við í allri sinni dýrð. Á sunnu- daginn stoppuðum við á Undirfelli og drukkum kaffi sunnan undir kirkjuvegg, en í garðinum eru margir af for- feðrum okkar grafnir. Síðasti viðkomustaðurinn var Saurbær. „Þar hittum við Sigrúnu Grímsdóttur en hún kenndi nokkrum okkar í barnaskólanum í Áshreppi fyrir daga Húnavallaskóla,“ segir Ingunn og heldur áfram: „ Það var alls staðar tekið vel á móti okkur og við þökkum þeim sem hlut áttu að máli kærlega fyrir og sérstaklega fjölskyldunni á Hofi sem hvatti okkur til að gera hugmyndina að raunveruleika og dekraði við okkur meðan á henni stóð.“ Hversu lengi voruð þið að ganga 50 kílómetrana? „Við gengum þessa tæplega 50 kílómetra á tveimur dögum og vorum á ferðinni átta til níu klukkutíma hvorn dag með stoppi. Það hefði verið gaman að hafa meiri tíma og geta stoppað víðar en það bíður betri tíma.“ Að hvaða leyti var þessi gönguferð frábrugðin öðrum gönguferðum sem þið hafið farið í? „Sérstaða þessarrar gönguferðar var að við vorum að ganga á heimaslóðum og við þekktum áður til á öllum bæjunum í sveitinni sem því miður eru margir farnir í eyði – eða komið nýtt fólk. Við sjálfar vorum fæddar á 17 árum og þegar við elstu fórum burtu í skóla og/eða vinnu voru þær yngstu að fæðast, þannig að við þekktumst ekki mikið en við erum frænkur og vissum alltaf hver af annarri. Það var sérstök upplifun að ganga saman þessa tvo daga um sveitina okkar og rifja upp gamlar minningar og sögur af fólki og atburðum, sú stemming sem skapaðist í hópnum hefði ekki orðið í gönguhópi sem er öðruvísi samsettur.“ Ingunn hvetur að lokum aðra til að ganga um heimaslóðir. „Endurupplifa löngu liðna daga, leggjast í grasið og hlusta á lækjarnið og fuglasöng – hann verður hvergi fallegri en í túninu heima.“ Myndir úr Vatnsdalnum, teknar um síðustu mánaðamót. MYNDIR: ÓAB 30/2021 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.