Feykir


Feykir - 13.10.2021, Blaðsíða 3

Feykir - 13.10.2021, Blaðsíða 3
Í ár var haldið haustþing leikskóla á Norðurlandi vestra og Strandabyggðar. Sveitar- félögin skiptast á að halda þingið og sjá skólastjórnendur í sveitarfélögunum um skipu- lagningu. Í ár sá Húnaþing vestra um skipulagningu og var haustþingið haldið á Hótel Laugarbakka í september. Haustþingið sóttu um 120 starfsmenn úr leikskólunum, þátttaka var góð og lögð var áhersla á að vera með hagnýta fræðslu sem hægt væri að nota í daglegu starfi. Þrír fyrirlestrar voru yfir daginn. Aðalfyrir- lesarinn var Hlín Magnúsdóttir. Hlín var með fræðslu um málörvun í leikskólastarfinu og fjölbreyttar leiðir til að styðja við málþroska barna. Hún vinnur sem deildarstjóri við sérkennslu í samreknum leik- og grunn- skóla, einnig heldur hún úti vefsíðunni https://fjolbreytt kennsla.is/ þar sem hægt er að sækja sér ýmist efni til notkunar við kennslu leik- og grunn- skólabarna. Eftir hádegi voru tveir fyrir- lestrar, sá fyrri var frá Barnaheill þar sem Guðrún Helga Bjarna- dóttir hélt fræðsluerindi um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Seinni fyrirlesturinn flutti Saga Stephensen, verk- efnastýra fjölmenningar, fag- skrifstofu leikskólamála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Fyrirlesturinn bar heitið Fjöl- menning og fjöltyngi í leikskóla, þar sem lögð var áhersla á vinnu með börnum með annað móðurmál en íslensku. Í lok fyrirlestra gafst tæki- færi til samtals um efni dagsins og starf skólaársins. Fyrir hönd undirbúningsnefndar: Guðný Kristín Guðnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri Guðrún Lára Magnúsdóttir, leikskólastjóri /Aðsent Strandir og Norðurland vestra Haustþing leikskóla haldið á Laugarbakka Á heimasíðu Húnavatnshrepps eru birtar upplýsingar um refa- og minkaveiði innan Húnavatnshrepps, síðasta veiðitímabil sem telst frá 1. september 2020 til og með 31. ágúst sl. Alls voru drepnir 418 refir, þar af 236 hlaupadýr og 182 grenjadýr. Á sama tímabili voru veiddir 132 minkar. Refaveiðin er á pari við síðasta ár en þá voru 423 refir skotnir en heldur hefur hún aukist í minknum því 107 minkar voru felldir í fyrra, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem fengin var af heimasíðu Húnavatnshrepps. /PF Vargur í Húnavatnshreppi Fleiri minkar veiddir í ár – GR ÁNU Á SAUÐÁRKRÓKI – Glatt á hjalla í gránu ÞAÐ ERU GÓÐ KVÖLD FRAMUNDAN Í HÁA SALNUM Í GRÁNU 14 NÓV SUNNUDAG 14. NÓV. KL. 20:30 Rannveig & Róbert, Edda Borg OG Reynir Snær Fallegir dúettar / soul og blús. 20 OKT MIÐVIKUDAG 20. OKT. KL. 21:00 STUÐNINGS MANNAKVÖLD KKD. TINDASTÓLS 3ja stiga skemmtun garanteruð. 18 NÓV FIMMTUDAG 18. NÓV. KL. 20:30 Ragga og Sjana syngja jazz ásamt Ómari Guðjónssyni og Þorgrími Jónssyni – íslensk og erlend jazzlög. 22 OKT FÖSTUDAG 22. OKT. KL. 20:30 MAGNI, ÓSKAR PÉTURS OG VALMAR Glatt á hjalla, sungið hástöfum og leikið af fingrum fram. 8 des MIÐVIKUDAG 8. DESEMBER GRÝLUBÖRN Aldís Fjóla og Svavar Knútur klæða jólalögin að sínum smekk. 23 OKT LAUGARDAG 23. OKT. KL. 20:00 BLANKIFLÚR Inga Birna Friðjónsdóttir flytur lög af nýlegri plötu sinni. 18 des LAUGARDAG 18. DESEMBER Jólin í Gránu Glæný jólalög eftir skagfirska höfunda í bland við gömlu góðu jólalögin. Valgerður Erlingsdóttir kynnir MENNINGARFÉLAG GRÁNU AÐALGÖTU 21 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 588 1238 SÓKNARÁÆTLUN NORÐURLANDS VESTRA Nánari upplýsingar um viðburði er að finna á Facebook | Miðasala á tix.is og við innganginn meðan húsrúm leyfir Spennandi helgartilboð á heimteknum mat framundan á Gránu Bistro | Októberfest á barnum ný pr en t e hf | 1 02 02 1 29 OKT FÖSTUDAG 29. OKT. KL. 20:30 Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn Vísna og þjóðlagaballöður. Veðurklúbburinn kominn úr sumarfríi Haustkálfar boða milt haust Nú hefur Veðurklúbburinn á Dalbæ tekið aftur til starfa eftir sumarfrí og segir í skeyti til fjölmiðla að nýr starfsmaður hafi tekið við stjórn klúbbsins. Þá kemur einnig fram að með nýju fólki megi búast við breytingum og nýjungum. Jákvætt er að spáð er mildum október með suðlægum áttum. Í fundargerð klúbbsins frá 5. okt. sl. segir: „Núna 5. október hittust sjö félagar í Veðurklúbbi Dalbæjar eftir langt sumarfrí til að ráða ráðum sínum. Ekki var sérstaklega farið yfir veðrið undanfarið nema að því leyti að núna um miðjan september síðastliðinn komu svokallaðir Haustkálfar, en þeir boða frekar milt haust. Enda kemur það heim og saman við draum eins félagans og tunglkomu þann 6. október að október verði mildur með suðlægum áttum, en þó mögulega með einhverri rigningu eða éljum sem stoppa samt stutt við í byggð.“ Með kveðjum frá Veðurklúbbnum á Dalbæ leynast að þessu sinni tvær skemmtilegar vísur: Draumar geta veður vitað, er væta öfgakennd. En verst er þó með orðum litað að búa þarna í Grennd. -B.J. Næsta vísa er trúlega kveðin á Völlum í Svarfaðardal 13. september 1841 eftir því sem segir í Bréfi Jónasar til Brynjólfs Péturssonar 8. október 1841. (Sjá: Ritverk Jónasar Hallgríms- sonar II. bindi. Bréf og dagbækur, bls. 111–112). Veðrið er hvurki vont né gott, varla kalt og ekki heitt, það er hvurki þurrt né vott, það er svo sem ekki neitt. /PF 39/2021 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.