Feykir


Feykir - 13.10.2021, Qupperneq 5

Feykir - 13.10.2021, Qupperneq 5
Stólastúlkur spiluðu annan leik sinn í 1. deild kvenna sl. laugardag þegar sterkt lið ÍR mætti í Síkið. Lið Tindastóls gerði vel í fyrsta leikhluta en villuvandræði lykilleikmanns snemma leiks dró svolítið úr heimastúlkum og Breiðhyltingar gengu á lagið og tryggðu sér sigurinn með góðum leik í þriðja leikhluta. Lokatölur 52-75. Það hefur jafnan verið á brattann að sækja hjá Stóla- stúlkum gegn liði ÍR sem hefur síðustu árin verið sterkt og reynslumikið. Lið ÍR byrjaði betur en fimm stig frá Ingu Sólveigu komu heimastúlkum á bragðið og með góðum leik náðu þær forystunni og leiddu 15-9 þegar rúmar sjö mínútur voru liðnar. Maddie Sutton nældi sér í tvær villur seint í fyrsta leikhlutanum og hafði fengið fyrstu villuna snemma leiks og þetta flækti leikinn fyrir lið Tindastóls. Jafnt var, 16-16, þegar annar leikhluti hófst en það var ekki fyrr en um hann miðjan sem gestirnir náðu forystunni. Þær náðu mest ellefu stiga forystu fyrir hlé en körfur frá Maddie og Evu Rún löguðu stöðuna. Staðan 33-40 í hálfleik. Lið ÍR hóf síðari hálfleikinn sterkt og var fljótlega komið 15 stigum yfir, 35-50. Jan tók þá leikhlé og í kjölfarið lagaði Maddie stöðuna fyrir heima- stúlkur, gerði sjö stig í röð og minnkaði muninn í 42-53 og fjórar mínútur eftir af þriðja leikhluta. Gestirnir fundu hins vegar taktinn á ný og skelltu í lás í vörninni því lið Tindastóls náði ekki að bæta við stigum í heilar tíu mínútur eða þar til tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þá var staðan orðin 42-70. Stelpurnar okkar gáfust þó ekkert upp og náðu að laga stöðuna lítillega fyrir leikslok. Maddie var stigahæst með 15 stig en nú var það Ksenja sem skilaði mestu framlagi Stólastúlkna, gerði 10 stig, tók sjö fráköst og átti sex stoð- sendingar. Inga Sólveig skilaði tíu stigum á töfluna og þremur fráköstum en Eva Rún gerði sjö stig og tók sjö fráköst. /ÓAB ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F 1. deild kvenna | Tindastóll – ÍR 52–75 Breiðhyltingar reyndust sterkari gegn Stólastúlkum Subway-deildin | Tindastóll – Valur 76–62 Góð byrjun Tindastóls „Ég reikna með að við spilum vörn í vetur og sendum boltann á milli,“ svaraði Baldur Þór spurningu Stöð2Sport fyrir fyrsta leik Tindastóls í Subway-deildinni þennan veturinn. Með þessu svari hefur hann örugglega glatt alla stuðningsmenn Stólanna sem flestir voru ókátir með spilamennsku liðsins á síðasta tímabili. Andstæðingar Tindastóls í fyrsta leik voru Valsmenn og þó leikur Tindastóls hafi ekki verið fullkominn þá var spiluð hörkuvörn, boltinn var hreyfður vel og leikgleði og vilji leikmanna var smitandi. Niðurstaðan var góður 76-62 sigur og fín byrjun á mótinu. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Valsmenn voru þó með örlítið forskot, 16-21, þegar fyrsti leikhluti var liðinn. Lið Tindastóls var engu að síður að spila vörnina vel og hún small enn betur saman í öðrum leikhluta því þá fóru gestirnir að pirra sig talsvert á lítilli gestrisni heimamanna. Lið Vals er vel skipað, þó enn vanti þá Kana, og með mörg ágæt vopn í sínu búri. Framan af leikhlutanum héldu þeir í við Stólana og héldu forystunni fram í miðjan leikhlutann þegar Arnar Björns skellti í þrist og kom sínum mönnum yfir, 30-29, en Bertoni og Kári Jóns svöruðu fyrir Val. Síðustu rúmar fjórar mínútur fyrri hálfleiks léku Stólarnir við hvern sinn fingur og breyttu stöðunni úr 32-34 í 45-35. Að öðrum ólöstuðum var þessi leik- hluti að mestu í eigu Sigga okkar Þorsteins sem átti flottan leik á föstudaginn. Hlíðarendasveinarnir komust hvorki lönd né strönd í þriðja leikhluta, en í raun skoruðu bæði lið lítið en Valsmenn þó sýnu minna. Varnarleikur beggja liða var sterkur en illa gekk að koma boltanum í körfuna. Sextán stigum munaði á liðunum fyrir lokaleikhlut- ann, staðan 59-43. Nú virtist nokkuð draga af Stólunum í varnarleiknum og sóknarleikur beggja liða var nokkuð villtur en einkenndist kannski helst af því að bæði lið fóru illa með góða möguleika. Valsmenn, og þá sérstaklega Kári og Pavel, fengu galopin 3ja stiga skot en gekk afleitlega að setja þau niður. Kristófer Acox minnkaði muninn í tíu stig með glæsi- troðslu þegar tvær og hálf mínúta voru eftir og Valsmenn klúðruðu tveimur álitlegum mögu- leikum á að minnka muninn enn frekar áður en Arnar gerði út um leikinn með öðrum þristi sínum í leiknum. Staðan 73-60 og innan við mínúta eftir. Siggi Þorsteins drjúgur fyrir Stólana Sem fyrr segir var leikur Tindastóls talsvert annar en síðasta vetur og gaman að sjá. Liðið spilaði klikkaða vörn og engir áhorfendur í henni. Allir leikmenn sem við sögu komu skiluðu sínu; það var helst að Arnar og Pétur færu sparlega í að skjóta boltanum. Bess var stigahæstur með 19 stig en á hæla honum kom maður leiksins, Siggi Þorsteins, sem gerði 16 stig og hirti 13 fráköst og virkar í fínu formi. Hinn 36 ára gamli sænski Thomas Massamba virðist vera alvöru foringjaefni í liðinu; hann er ekki að fara að sætta sig við eitthvert hálfkák. Spilaði aggresíva vörn og bar lengstum boltann upp en var sjaldnast að leita að skoti fyrir sjálfan sig. Þá sýndi Badmus flotta takta, eldsnöggur og áræðinn. Helgi Rafn átti flotta innkomu og skilaði sjö stigum og fjórum fráköstum á ellefu mínútum og virtist fíla sig vel við að elta Valsmenn fram að miðju í vörninni. /ÓAB Ksenja, slóvenskur leikmaður Tindastóls, með boltann. MYND: DAVÍÐ MÁR Subway-deildin í stað Dominos-deildarinnar Stólum ekki spáð titli Í síðustu viku var haldinn kynn- ingarfundur fyrir komandi leik- tíð í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta þar sem spár þjálfara, fyrirliða og for- manna liða í úrvals- og 1. deild- um karla og kvenna voru m.a. kynntar, ásamt spá fjölmiðla. Karlaliði Tindastóls er spáð 3. sæti af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum en 5. sæti af fjölmiðlum en kvennaliðið því áttunda. Í upphafi fundar var skrifað undir samning við nýjan samstarfsaðila úrvalsdeilda og heitir nú Subway-deildin og tekur við af Dominos. Spárnar fyrir Subway-deild- ina eru nokkuð samhljóða en samkvæmt þeim munu lið Njarðvíkur og Keflavíkur berjast um toppsætið hjá strákunum en Haukar og Valur hjá stelpunum. /PF Taiwo Badmus skilar boltanum í körfu Valsmanna. Það var aftur komin stemning í Síkinu eftir Covid-deyfð síðasta veturs. MYND: DAVÍÐ MÁR 39/2021 5

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.