Feykir


Feykir - 15.12.2021, Blaðsíða 13

Feykir - 15.12.2021, Blaðsíða 13
48/2021 13 Við óskum lesendum Feykis og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og góðs nýs árs F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Kormákur og Hvöt í 3. deild Samstarf félaganna tryggt Fulltrúar frá Ungmenna- félaginu Kormáki og frá Ungmennafélaginu Hvöt funduðu sl. mánu- dagskvöld um þá stöðu sem sameiginlegt meistara- flokkslið karla í knattspyrnu var komið í en Feykir sagði frá því fyrir helgi að slitnað hefði upp úr tíu ára samstarfi félaganna. Í framhaldi af bollaleggingum mánudagskvöldsins var skrifað undir samstarfssamning um rekstrarfyrirkomulag fyrir meistaraflokk karla í knatt- spyrnu fyrir keppnistímabilið 2022 og því ljóst að Kormákur/ Hvöt mun leika í 3. deild næsta keppnistímabil. /PF Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar Samstarfsnefnd um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur unnið greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna. Með vísan til þeirrar greiningar er það álit nefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Álit nefndarinnar og greinargerð hafa fengið tvær umræður í sveitarstjórnum sveitarfélaganna, án atkvæðagreiðslu, samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fer fram laugardaginn 19. febrúar í báðum sveitarfélögunum. Við ákvörðun um kjördag hefur þess verið gætt að tillagan verði kynnt íbúum með a.m.k. tveggja mánaða fyrirvara eins og áskilið er í 4.mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. 17. desember 2021 Hrefna Jóhannesdóttir Oddviti Akrahrepps og formaður samstarfsnefndar Nánari upplýsingar eru á skagfirdingar.is HOFSÓSI Donni Sigurðsson fyrrum þjálfari og leikmaður Tindastóls og Íslandsmeistari með kvennalið Þórs/KA: Innilega til hamingju stelpur og þið öll sem standið við bakið á þeim á einn eða annan hátt. Það að komast í deild þeirra bestu er gríðarlega mikið afrek fyrir ykkur og okkar frábæra samfélag og þið meg- ið vera mjög stoltar af ykkur. Ég þykist vita að þið hafið öll lagt mjög mikla vinnu á ykkur i þessu ferli öllu og það er fátt skemmtilegra en að uppskera á þennan hátt. Ég vona samt innilega að þið séuð öll tilbúin að leggja núna enn harðar að ykkur í framhaldinu því það sem bíður ykkar er svo sannarlega miklum mun erfiðara. En með gífurlegri vinnusemi, aga, skipulagi, sam- heldni og mikilli trú getiði allt. Munið að njóta augnabliksins og enn og aftur til hamingju! Áfram Tindastóll - Alltaf! Ana Lúcia Dida fyrrum markvörður með kvenna- liði Tindastóls 2015 og 2017: Congratulations to the whole team. The strength, determination, effort and dedication are admirable! Congratulations on your achievement, God bless you! Áfram Tindastóll Bjarki Már Árnason núverandi þjálfari Kormáks/ Hvatar og fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Tindastóli: Mikið ofsalega er gaman að sjá hve samheldinn og flott- ur hópur þið eruð! Svona árangur kemur ekki af sjálfu sér og öll vinnan sem þið hafið lagt í þetta á undan- förnum árum að skila sér. Hlakka til að sjá ykkur í Pepsí, áfram Tindastóll!! Maddie Cannon Grubb spilaði 19 leiki með liði Tindastóls sumarið 2017 og gerði fimm mörk: Congratulations to the Tindastól girls! As a member of the 2017 roster, I had the pleasure of joining many of the current players on the field and couldn’t be more proud. I can not think of a harder working nor more deserving group of women. Keep making history! Áfram Tindastóll! skilaboð TIL STÓLASTÚLKNA Til hamingju Stólastúlkur LENGJUDEILDARMEISTARAR 2020 Breytir heilmiklu fyrir deildina Þórhallur Rúnar Rúnarsson | formaður knattspyrnudeildar Tindastóls „Líðan og tilfinning þessa dagana er líklega eins hjá mér og öllum Skagfirðingum, stolt og gleði,“ segir Þórhallur Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, inntur eftir tilfinn- ingunni að eiga lið í efstu deild Íslandmótsins í knattspyrnu. „Ég er gríðarlega stoltur fyrir hönd hópsins og teymisins og gaman fyrir mig og aðra stjórnarmeðlimi að fá að vera lítill partur af þessu ævintýri. Þetta er árangur sem tekið er eftir og er í raun risastórt að lið eins og Tindastóll eigi lið í deild þeirra bestu,“ segir Rúnar. Áhugi á knattspyrnu hefur alltaf verið mikill á Sauðárkróki hjá báðum kynjum og segist Rúnar sjá margar efnilegar stelpur, alveg niður í 6. flokk sem eiga eftir að spila fyrir meistara- flokk í framtíðinni. „Til að svo megi verða þarf að halda vel á spilunum og hlúa vel að yngri- flokka starfi klúbbsins. Ég leyfi mér að fullyrða að ein stærsta og besta ákvörðun sem deildin hefur tekið var að stofna barna- og unglingaráð og ég tala nú ekki um það frábæra fólk sem situr í þeirri stjórn, en það á svo mikið hrós skilið fyrir þess framlag.“ Rúnar segir að það skref að fara upp í Pepsi-Max deildina komi til með að breyta heilmiklu fyrir deildina m.a. þarf öll um- gjörð að vera veglegri, og t.d. þarf Atli Kolbeins marga með sér í gæslu á næsta ári. Þá verða sjúkraþjálfarar að fylgja liðinu í alla leiki svo einhver dæmi séu tekin. „Allt kostar þetta pening og má búast við að rekstarkostnað- ur deildarinnar hækki töluvert á milli ára. Líklega hækka ein- hverjir styrkir frá KSÍ en við þurfum að bæta töluvert í tekjuöflun á næsta ári, en árið 2020 er búið að vera erfitt fyrir okkur eins og alla aðra. Bara það að missa Króksmótið skilur eftir sig gat upp á 7,5 milljónir og svo gekk illa að fá auglýsingatekjur fyrir tímabilið og má leiða að því líkum að þar vanti um 5 milljónir.“ Dreymir um að reisa stúku við gervigrasvöllinn Varðandi aðstöðu segist Rúnar dreyma um að geta reist stúku við KS-völlinn, en það nafn ber gervigrasvöllurinn í dag, og geta boðið upp á skjól fyrir norðan- gjólunni. Samkvæmt keppnis- skilyrðum KSI fyrir efstu deildir verður að vera stúka við vellina, en Rúnar segir að einhver að- lögunartími sé gefinn frá því að lið kemst upp í efstu deild. En brátt verður hægt að fagna þó einhver bið ætli að verða á því að stelpurnar fái bikarinn afhentan. „Já, því miður var leiknum frestað, en þegar það loks gerist vil ég hvetja alla til að fagna þeim og eins og sóttvarnar- reglur leyfa með þeim, en Knattspyrnudeildin og velunn- arar koma til með að reyna allt til að gera þann dag sem eftir- minnilegastan fyrir LENGJU- MEISTARANA okkar. ÁFRAM TINDASTÓLL! /PF Rúnar, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, kampakátur á vellinum. MYND: ÓAB Ómar Bragi FYRRUM FORMAÐUR KNATTSPYRNUDEILDAR UMF. TINDASTÓLS ÍSFELL V E R S L U N Haraldar Júlíussonar Áfram Tindastóll 2 39/2020 | STÓLASTÚLKUR CMYK% Cyan = 100 / Magenta = 75 / Yellow = 2 / Black = 18 Cyan = 45 / Magenta = 14 / Yellow = 0 / Black = 0 GRÁSKALI Black = 40% Black = 100% PANTONE PANTONE 278 C PANTONE 287 C Logo / erki BJÖRGVIN SIGURÐSSON | GRAPHIC DESIGNER FÍT ÁSVEGI 17 | 104 REYKJAVÍK | ICELAND T: +354 588 3436 | M: +354 663 0677 | E: 2b@internet.is Bæjarskrifstofa Blönduósbæjar Hnjúkabyggð 33 540 Blönduós Sími: 455 4700 blonduos.is Sameinað lið Kormáks og Hvatar smellti sér upp úr 4. deild í þá þriðju í sumar. Stólasigur í fyrsta leik Kjarnafæðismótið Þau eru ekki löng fríin í fótboltanum nú um stundir. Lið Tindastóls féll sem kunnugt er niður í 4. deild en fyrir viku spiluðu strákarnir fyrsta leik sinn á undirbún- ingstímabilinu fyrir næsta sumar. Þá mættu þeir liði KA 4 í Boganum á Akureyri í fyrstu umferð Kjarnafæðismótsins. Lokatölur voru 4-1 fyrir Tindastól. Addi Ólafs var búinn að pússa skotskóna og hann smellti í þrennu í Boganum. Kom Stólunum yfir á 30. mínútu en staðan var 1-0 í hálfleik. Hann bætti við mörkum á 52. og 81. mínútu áður en Jón Gísli Stefánsson bætti við fjórða markinu skömmu fyrir leikslok. /ÓAB Ekki ferðir til fjár Körfubolti Síðustu leikir Tindastólslið- anna í körfunni hafa ekki endað alveg nógu vel en annað kvöld er stórleikur í Síkinu þegar Íslandsmeist- arar Þórs úr Þorlákshöfn mætir í heimsókn. Keflavík – Tindast. 93-84 Það var nú varla nein jóla- skemmtiferð sem Tinda- stólsmenn fóru í Keflavík á föstidag og engir afslættir í gangi suður með sjó. Kefl- víkingar tóku kröftuglega á móti gestum sínum og lögðu grunninn að öruggum sigri sínum með glimrandi leik í fyrsta leikhluta þar sem Stólarnir voru hreinlega áhorfendur. Strákarnir okkar gáfust þó ekki upp, bitu reglulega frá sér en slæmu kaflarnir voru of langir og slæmir. Níu stiga tap, 93-84, gefur ekki sanna mynd af leiknum sem tapaðist af talsverðu öryggi. Aþena - Tindastóll 90-84 Stólastúlkur léku við sam- einað lið Aþenu/UMFK í 1. deild kvenna í körfubolta fyrir viku. Úr varð hörku- leikur þar sem heimastúlkur á Jaðarsbökkum reyndust sterkari þegar upp var staðið, þrátt fyrir að Ksenja ætti stórleik í liði Tindastóls en hún gerði 34 stig í leiknum en Maddie 31. Þetta var síðasti leikur Ksenju með liði Tindastóls en stjórn körfuknattleiksdeildar og sú slóvenska komust að samkömulagi um að hún yfirgæfi Stólastúlkur. Þær eiga einn leik eftir fyrir jól en lið Fjölnis B sækir Síkið heim nú á laugardaginn. /ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.