Feykir - 15.12.2021, Blaðsíða 17
48/2021 17
vinnunni og mikið félagslíf, en
oftar en ekki fer ég bara heim
og horfi á eitthvað skemmtilegt
á Netflix,“ segir Kristín en
tekur fram að eftir langan tíma
af heimavinnu þá sé það enn-
þá hápunktur dagsins að fá að
mæta á skrifstofuna, sem er
bara búið að vera leyfilegt
síðan í júlí. „Það er stundum
fínt að vinna heima en mér
finnst betra að vinna með fólki
og til dæmis taka gott spjall í
hádeginu.“
Hvað er best við að búa í
Belgíu? „Það besta við að búa í
Belgíu fyrir ferðasjúka mann-
eskju eins og mig er hvað það
er auðvelt að hoppa upp í lest
til þess að skoða aðrar borgir í
Belgíu eða fara í helgarferð til
annarra landa. Bara í sumar
og haust er ég búin að ferðast
til Champagne héraðsins og
Parísar í Frakklandi, Kölnar í
Þýskalandi og Lúxemborg. En
það er líka fínt að vera í Belgíu
sjálfri og ég er búin að ferðast
mikið innanlands, þetta land
kemur á óvart.“
Belgíska súkkulaðið er frægt,
ertu búin að kanna málið og
hverju mælirðu þá með? „Ég er
svo sannarlega búin að kanna
málið í þaula og mæli með
Neuhaus. Fylltir súkkulaðimol-
ar voru fundnir upp af Neuhaus
og þeir eru líka mjög góðir hjá
þeim. Ég hef því miður ekki
séð Neuhaus súkkulaði á
Íslandi en um að gera að ferðast
til Belgíu og prófa – ásamt
belgíska bjórnum.“
Hvað hefur komið þér mest á
óvart í Belgíu? „Belgía getur
verið gríðarlega óskilvirkt og
óskipulegt land en samt
reddast flest að lokum hjá þeim
og oft með stæl. Annað reddast
reyndar ekki og skemmtilegt
dæmi er að í miðbænum er
gríðarlega stór og flott bygging,
dómshúsið Palais de Justice,
sem ákveðið var að flikka upp á
árið 1984 og stillansar reistir.
Það vill ekki betur til en svo að
á þessu ári var ákveðið að nú
Kristín Kolka ásamt vinnufélögum og vinkonum á góðri stund í Brussel.
Kristín og Jón Kolka við Manneken Pis,
helsta kennileiti Belgíu.
Nokkrir bitar um Brussel...
Brussel er höfðuborg Belgíu en Belgar lýstu
yfir sjálfstæði frá Hollandi 4. október 1830.
Þrjú tungumál eru opinber tungumál Belga;
hollenska, franska og þýska. Raunar er oft talað
um að flæmska sé töluð í Belgíu en flæmskan
ku vera mállýska af hollensku í Flæmingjalandi
í norðurhluta Belgíu. Vilji menn slá um sig í
Flæmingjalandi þá segja þeir goeiendag að
morgni og goedenacht áður en farið er í háttinn.
Virkar ekki flókið...
Í Belgíu búa um ellefu og hálf milljón manns en
á Stór-Brussel-svæðinu teljast íbúar vera um
2,1 milljón en borgin er miðsvæðis í landinu.
Antwerpen er næstfjölmennasta borg landsins
með ríflega hálfa milljón íbúa en þar á eftir
koma Gent, Charleroi og Liege. Belgía liggur
á milli Hollands í norðri og Frakklands í suðri
en Þýskalandi í austri. Ermarsundið skilur
svo á milli Belgíu og Bretlands. Höfuðstöðvar
Evrópubandalagsins eru í Brussel og þar búa
um 40 þúsund starfsmenn bandalagsins og að
auki um 4000 starfsmenn NATO. Yfir 80 bæir
eða borgir í Belgíu hafa yfir 30 þúsund íbúa.
Þegar telja skal til fræga íbúa Brussel þá er
kannski ekki um auðugan garð að gresja. Þó
má nefna Eddu Van Heemstra sem var betur
þekkt undir nafninu Audrey Hepburn. Hún var
á tímabili ein stærsta kvikmyndastjarna heims,
fræg fyrir að leika í myndum á borð við Roman
Holiday, Breakfast at Tiffanys og My Fair Lady
upp úr miðri síðustu öld. Af öðrum frægum
Brusselum má nefna leikkonuna Stellu Max-
well, rapparann Stromae, Michi Batshuayi sem
spilar fótbolta líkt og Adnan Januzaj sem átti
að verða næsti Ronaldo hjá Manchester United
áður en Ronaldo varð næsti Ronaldo.
Frægasti íbúi Brussel er þó væntanlega
teiknimyndahetjan heimsfræga, Tinni, og
félagar hans; Tobbi, Kolbeinn, Vandráður,
Vaíla og Axar-Skaftarnir. Skapari Tinna var
Hergé (Georges Prosper Remi) en hann var
að sjálfsögðu ekki fæddur í Brussel en Musée
Hergé, eða Hergé-safnið, er í bænum Louvain-
la-Neuve skammt suður af Brussel. Kannski
má segja að næstfrægasti Belginn sé einnig
uppdiktuð persóna, nefnilega hinn sérvitri
Hercule Poirot, einkaspæjari Agöthu Christie,
sem sjónvarpsáhorfendur fá seint leið á.
Belgar eru heimsfrægir fyrir súkkulaðið sitt
auk þess sem þeir eru stórtækir þegar kemur
að vöfflum og bjór en yfir 800 tegundir af
bjór eru seldar í Brussel. Súkkulaðibúðir er
að finna um alla borgina og í nágrenninu og
eðlilega er síðan flugvöllurinn í Brussel mesti
súkkulaðisölustaður heims! Þá er rétt að leið-
rétta þann misskilning að franskar kartöflur séu
franskar – þær eru að sjálfsögð belgískar.
Tinni og félagar á góðri stundu. Tinni býr í Brussel.
Audrey Hepburn og Hercule Poirot.
MYNDIR AF NETINU
Belgísku Neuhaus konfektmolarnir eru listaverk út af fyrir sig.
þyrfti að gera við stillansana –
sem hafa staðið í 37 ár...“
Saknar íslenska
landslagsins
„Um helgar labba ég oft um í
Brussel til að kynnast borginni
eða fer í dagsferðir til annarra
borga í Belgíu. Þær eru margar
mjög flottar og skemmtilegar
en Gent stendur upp úr,“ segir
Kristín þegar hún er spurð
hvort hún hafi eitthvað náð að
ferðast um landið þennan
stutta tíma sem hún hefur
dvalið þar. „Ég var líka í sumar
aðeins á belgísku ströndinni,
sem er aðeins kaldari upplifun
en spænsku strendurnar, en
Belgar mega eiga það að þeir
halda þeim snyrtilegum og
hreinum.“
Hvers saknar þú mest að
heiman? „Ég sakna mest fjöl-
skyldunnar og íslenska lands-
lagsins. Það getur orðið pínu
þreytt til lengdar að búa í
miðborg stórborgar þó það sé
mjög gaman líka.“
Eru Belgar ólíkir Íslendingum
og er eitthvað sem Íslendingar
gætu lært af Belgum? „Það
vantar allt þjóðarstolt í Belga en
Belgía er ungt land sem er í
raun tvö lönd með mismunandi
hefðir og tungumál. Þessi
sundurleita þjóð kemur
eiginlega bara saman til að
styðja karlalandsliðið þeirra í
fótbolta. Þannig ég myndi segja
að það væri helsti munurinn á
Belgum og Íslendingum þar
sem við Íslendingar eigum það
stundum til að næstum rifna af
þjóðarstolti. Ég veit ekki hvað
við gætum lært af Belgum,
kannski að búa til gott súkku-
laði? Ég verð samt að segja mér
fannst gott að fá sendingu af
íslensku suðusúkkulaði um
daginn,“ segir Kristín Kolka að
lokum.Lestarstöðin í Antwerpen. Kristín Kolka að búa til sitt eigið belgíska súkkulaði.