Fréttablaðið - 09.08.2022, Side 4

Fréttablaðið - 09.08.2022, Side 4
Að sögn Grettis Gauta- sonar, staðgengils upplýsingafulltrúa Isavia, hefur erindi vegna hugsanlegs flugs easyJet ekki borist fyrirtækinu. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA JEEP.IS • ISBAND.IS PLUG-IN HYBRID RAFMAGNAÐUR OG VATNSHELDUR EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Farðu yfir ár og vötn af festu og öryggi með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. Rafmagnaður kraftur hvert sem leið þín liggur. Líftölur lunda við Íslands- strendur eru hærri en hingað til hefur verið talið. Margt bendir til að kísilskortur í hafi kunni að hafa mikil áhrif á tímasetningu vistkerfa. ninarichter@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Dr. Erpur Snær Han- sen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir íslenska sérfræð- inga hafa vanmetið líftölur lundans fram að þessu, samkvæmt niður- stöðum útreikninga síðan í vor. „Ég fékk sérfræðinga til að fara yfir þetta og þeir leiðréttu fyrir fugla sem fara úr kerfinu en eru ekki endi- lega dauðir. Þá hækkaði talan um tvö prósent, sem er svolítið mikið.“ Erpur segir að nú standi yfir end- urreikningur á öllum merkingum, eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður. „Við erum að vonast til að fá út hvað hefur gerst í þessum stofni síðustu 50 árin, mjög nákvæmlega.“ Að sögn Erps koma heit sjávar- hitaskeið á um það bil 35 ára fresti. „Sílum fækkar við þetta og þá fáum við mikið bakslag í ungaframleiðslu lunda,“ segir Erpur og rétt er að geta þess að síli eru aðalfæða lundans. Kísilþörungar nærast á kísil, og eru mikilvæg fæða rauðátu sem aftur er aðalfæða síla og seiða margra ann- arra tegunda. „Svo uppgötvuðum við annan áhrifaþátt í vor, sem er kísilskortur í hafinu. Tilgátan er að skorturinn valdi gríðarlega miklum breyting- um á öllu kerfinu en þeir eru fyrstir í svokölluðum vorblóma. Við það hrynja þessir stofnar sem treysta á að fæðuframboð rauðátu sé á réttum tíma. Ef það er lítill kísill í hafinu þá detta kísilþörungarnir út. Þeir eru fyrstir í blóma, og þá seinkar kerf- inu.“ „Kvikindi eins og síli treysta á að allt gerist á réttum tíma. Ef allt gerist tveimur til þremur vikum seinna, þá drepast seiðin úr hungri.“ Aðspurður hvað hafi áhrif á kísil- magnið svarar Erpur: „Við vitum það ekki alveg. Mælingar sýna þetta útslag mjög sterkt, en það er akkúrat þarna sem við sjáum lundavarpinu seinka um sautján daga, sem er gríðarlega mikið. Ofan á þetta koma hitastigsáhrif. Við erum nýbúin að uppgötva þetta, og ekki búin að gefa það út. Þetta er mjög merkilegt.“ Erpur segist telja að þetta sé í fyrsta sinn sem vísindamenn sjá næringarefni af þessu tagi stjórna tímasetningum á vistker fum. „Þetta er ekki bara lundinn heldur humarinn og f leiri tegundir sem treysta á kísilinn. Þeir hafa fengið lélega nýliðun síðan 2003.“ Hann segir Íslendinga búa yfir mjög góðum gögnum um lunda- varp, raunar langbestu gögnin af öllu tagi. „Við erum búin að merkja svo mikið af pysjum yfir 80 ára tímabil,“ segir hann. „Við höfum merkt hundruð ef ekki þúsundir á hverju ári.“ Að sögn Erps eru ekki til sam- bærileg gagnasett yfir lunda í heiminum. Af orðum hans að dæma hefur tímasetning á lundavarpi verið almennt stöðug í gegnum áratugina. „Alveg frá stríðinu er þetta aðeins að rokka til í tíma. Við fáum nákvæma dreifingu á tímasetningu varptímans fyrir hvert einasta ár.“ Hann segir kúrfuna hafa færst verulega til árið 2003. „Þá færist normalkúrfan allt í einu um eitt staðalform, sem er rosalega mikið. Varpinu seinkar í tíma og helst þannig til ársins 2015, og þá fer kísill inn að aukast og varptíminn færist til baka.“ n Kísilskortur veikir lífslíkur lundans Endurreikningur á gögnum um líftölur lunda við Íslandsstrendur benda til þess að hann standi betur en áður var talið. Það er fagnaðarefni á sama tíma og áhrif kísilskorts í hafi valda áhyggjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þetta er ekki bara lundinn heldur hum- arinn og fleiri tegundir sem treysta á kísilinn. Dr. Erpur Snær Hansen, líf- fræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands gar@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Jón Kaldal, tals- maður Íslenska náttúruverndar- sjóðsins, segir mælingar sýna að sjókvíaeldislax fái mikið af örplasti með fóðri sem blásið sé í kvíarnar um plaströr. „Við blásturinn losna plastagnir sem berast með fóðrinu í kvíarnar, enda áhrifin líkt og af sandblæstri,“ segir Jón. „Við bárum saman þyngd nýrra og notaðra röra úr sjókvíaeldi hér við Ísland. Notað rör er um 100 grömmum léttara á hvern metra en nýtt rör.“ Mælingar í Noregi sýna, að sögn Jóns, sömu rýrnun á notuðum rörum. Á hverju eldissvæði séu að minnsta kosti tveir til fimm kíló- metrar af plaströrum. Varlega áætl- að segir Jón að frá kvíastæði með Telja mikla örplastmengun frá sjókvíum á Vestfjörðum Jón Kaldal, tals- maður Íslenska náttúruverndar- sjóðsins 3,5 kílómetra af rörum losni um 350 kíló af örplasti á ári, eingöngu vegna fóðurröranna. „Er þá ekki talin með önnur gríð- arleg plastnotkun í þessum iðnaði. Til dæmis eru netapokarnir í sjókví- unum úr plastefnum, en dæmi- gerður slíkur poki er 160 metrar að ummáli og 40 metra djúpur og á hverju eldissvæði geta verið tíu sjókvíar,“ segir Jón. Á Vestfjörðum séu nú níu sjókvíaeldissvæði. Frá þeim berist að minnsta kosti um 3.150 kíló af örplasti á ári. „Örplast hefur afar skaðleg áhrif á sjávarlífverur. Rannsóknir sýna að það teppir meltingarfæri þeirra og veldur bólgum. Í mars 2022 greindu vísindamenn í fyrsta sinn örplast í mannsblóði,“ segir Jón Kaldal. Ekki sé boðlegt að plast berist í eldis- laxinn. n gar@frettabladid.is SAMGÖNGUR Breska f lugfélagið easyJet hefur samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins verið með til skoðunar að taka upp áætlunarflug milli Englands og Akureyrar í vetur. Í gær fengust hvorki svör frá easyJet sjálfu né danska fyrirtækinu Airport Coordination, sem annast úthlutun lendingartíma á milli- landaflugvöllum á Norðurlöndun- um og í Lettlandi og Litáen að auki. Að sögn Grettis Gautasonar, stað- gengils upplýsingafulltrúa Isavia, hefur erindi vegna hugsanlegs flugs easyJet ekki borist fyrirtækinu. Fyrr í sumar þurfti hið íslenska að hætta farþegaflugi sínu milli Akur- eyrar og London þar sem flugmála- yfirvöld í Bretlandi sögðu skilmála fyrir slíku flugi ekki uppfyllta. n easyJet skoðar flug til Akureyrar Á Akureyrarflugvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 4 Fréttir 9. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.