Fréttablaðið - 09.08.2022, Side 9

Fréttablaðið - 09.08.2022, Side 9
Tíu þús- und konur, börn og karlar voru drepin á auga- bragði, fuðruðu upp í vítis- logum. Síðastliðinn laugardag stóð ég stolt- ur við hlið Fumio Kishida, forsætis- ráðherra Japans og íbúa Hiroshima á minningarathöfn um fordæma- lausar hamfarir. Fyrir sjötíu og sjö árum var kjarnorkusprengjum varpað á íbúa Hiroshima og Nagasaki. Tíu þúsund konur, börn og karlar voru drepin á augabragði, fuðr- uðu upp í vítislogum. Byggingar umbreyttust í ryk. Fallegar ár borg- anna voru litaðar blóði. Þeir sem lifðu af glímdu við bölv- un geislavirkni, og látlaus veikindi auk þess að búa við smán vegna kjarnorkuárásarinnar. Ég naut þess heiðurs að hitta hóp eftirlifenda, svokallaðra hibakusha, en þeim fer óðum fækkandi. Þau sögðu mér frá einstökum hetjudáð- um sem þau urðu vitni að þennan skelfilega dag 1945. Það er kominn tími til að ver- aldarleiðtogar öðlist sömu glögg- skyggni og hibakusha-fólkið og viðurkenni hið sanna eðli kjarn- orkuvopna. Þau þjóna engum til- gangi. Þau munu ekki tryggja öryggi eða vernd. Í eðli sínu geta þau ein- ungis valdið dauða og eyðileggingu. Þrír f jórðu hlutar aldar eru liðnir frá því sveppalöguð skýin mynduðust fyrir ofan Hiroshima og Nagasaki. Á þessum tíma hefur mannkynið þraukað tíma kalda stríðsins, og áratugi af fáránlegum línudansi. Nokkrum sinnum hefur mátt minnstu muna að mannkynið yrði gereyðingu að bráð. En jafnvel á meðan á fimbul- vetri kalda stríðsins stóð, sömdu kjarnorkuveldin um verulega fækkun í kjarnorkuvopnabúrum sínum. Almennt samkomulag var um meginsjónarmið um notkun þeirra, útbreiðslu og tilraunir með kjarnorkuvopn. Í dag er hætta á að við séum að gleyma lærdómunum frá 1945. Nýtt vopnakapphlaup er að fær- ast í aukana og ríkisstjórnir verja hundruðum milljarða Bandaríkja- dala til að uppfæra kjarnorkuvopn sín. Nærri 13 þúsund kjarnorku- vopn eru nú í vopnabúrum um allan heim. Deilur færast í vöxt, þar sem kjarnorkuvopn eru undirtónn, frá Miðausturlöndum til Kóreuskaga, að ógleymdri innrás Rússlands í Úkraínu. Enn einu sinni er mannkynið að leika sér með hlaðna byssu. Við erum einum mistökum, einum mis- skilningi frá dómsdegi. Leiðtogum ber að hætta að berja að dyrum dómsdags og fjarlægja möguleikann á notkun kjarnorku- vopna í eitt skipti fyrir öll. Það er óásættanlegt að ríki sem búa yfir kjarnorkuvopnum skuli viðurkenna möguleikann á kjarn- orkustríði því slíkt myndi hafa í för með sér endalok mannkyns. Að sama skapi ber kjarnorku- ríkjum að skuldbinda sig til að vera ekki fyrst til að grípa til slíkra vopna. Þeim ber einnig að fullvissa þau ríki sem ekki búa yfir slíkum vopnum, um að þau muni hvorki nota né hóta að nota kjarnorku- Skilaboð mín frá Hiroshima António Guterres aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna vopn gegn þeim og vera fullkom- lega gegnsæ að öllu leyti. Hótunum verður að linna. Þegar upp er staðið er aðeins ein lausn á kjarnorkuvánni: Að kasta kjarnorkuvopnum fyrir róða. Þetta þýðir að nýta þarf hvern einasta vettvang viðræðna, stjórnarerind- reksturs og samninga til að draga úr spennu og eyðileggja þessi ban- vænu gereyðingarvopn. Við sjáum jákvæð teikn á lofti í New York þar sem tíunda endur- skoðunarráðstefna Samningsins um takmörkun útbreiðslu kjarn- orkuvopna stendur yfir. Samning- urinn er ein ástæða þess að kjarn- orkuvopnum hefur ekki verið beitt síðan 1945. Hann felur í sér skuld- bindingar um kjarnorkuafvopnun. Hann getur reynst þungur á met- unum í baráttunni fyrir afvopnun, einu leiðarinnar til að eyða þessum skelfilegu vopnum í eitt skipti fyrir öll. Og í júní hittust aðilar samnings- ins um bann við kjarnorkuvopnum í fyrsta skipti til að þróa vegvísi í átt til veraldar sem er laus við þessar vítisvélar. Við getum ekki lengur samþykkt tilvist vopna sem ógna framtíð mannkyns. Það er tími til kominn að taka undir boðskap hibakusha fólksins: „Aldrei f leiri Hiroshima! Aldrei f leiri Nagasaki“ Tími útbreiðslu friðar er kominn. Í sameiningu getum við, skref fyrir skref, fjarlægt þessi vopn af yfirborði jarðar. n Skeifunni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 533 4450 | everest.is | everest@everest.is | facebook.com/everestverslun Vango Osiris 500 5 manna fjölskyldutjald 99.995,- 69.997,- Vango Winslow 500 5 manna fjölskyldutjald 69.995,- 48.997,- Vango Joro 450 4 manna fjölskyldutjald 114.995,- 80.497,- Vango Stargrove 600 XL 6 manna fjölskyldutjald 129.995,- 90.997,- Tilboðsdagar Öll fjölskyldutjöld á 30% afslætti ÞRIÐJUDAGUR 9. ágúst 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.