Fréttablaðið - 09.08.2022, Síða 11

Fréttablaðið - 09.08.2022, Síða 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 9. ágúst 2022 Sælkeranesti sem kætir og gleður Haustið nálgast og er fallegur árstími þar sem haustlitirnir njóta sín í náttúrunni. Það væri upplagt að taka með sér sælkeranesti í berjamó eða í bíltúr á Reykjanesið. Finna til dæmis fallegan áningarstað þar sem glittir í hið magnaða sjónarspil, eldgosið, sem fangar alla. 2 Þórunn elskar að nostra kringum sig og útbúa sælkerakræsingar fyrir hvert tækifæri. Takið eftir litaþemanu sem fangar augað. Ömmubörn Þórunnar, Vignir Hrafn og Sara Lind, og dóttir hennar Leah Mist, njóta þessara kræsinga á pallinum. Börnin eru öll í fötum frá Bíum bíum, allir í stíl. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þeir sem hafa fengið langvarandi Covid hafa lýst ýmsum einkennum eftir vírusinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Rannsóknarhópar frá tveimur breskum háskólum hafa tekið saman þau einkenni sem fólk leitaði með til heimilislækna eftir Covid-19. Vísindamennirnir telja sig hafa fundið 62 mismunandi einkenni sem fólk kvartaði yfir eftir langvarandi Covid. Einkennin eru víðtæk. Meðal þess sem kom mest á óvart var hversu margir sjúklingar segja frá minni kynhvöt, ristruflunum, meltingarvandamálum og hár- losi. Á alþjóðavettvangi eru nú viðamiklar rannsóknir í gangi um hormónaáhrif af Covid-19. Algeng- ustu einkennin sem fólk kvartaði yfir voru lyktar- og bragðleysi, mæði, brjóstverkur og hiti. Einnig hafa komið upp alvarleg vandamál eins og aukning á hjartavanda- málum einum til tveimur mán- uðum eftir Covid. Margt óljóst „Það er ekki óalgengt að fá auka- verkanir eftir veirusýkingar. Það þekkjum við frá fyrri heims- faraldri og inflúensusjúkdómum,“ segir Arne Søraas, læknir við háskólasjúkrahúsið í Osló, í sam- tali við vefmiðilinn forskning.no. „Hins vegar er ljóst að eftir- verkanir af Covid-19 eru víðtækar og einkennin geta bitnað harðar á fólki en við sjáum eftir inflúensu,“ segir Søraas og bætir við. „Við vitum ekki mikið um Covid-19 vírusinn annað en að hann er frá- brugðinn öðrum vírusum. Veirur eru ótrúlega ólíkar,“ segir hann. n Missa bæði hárið og kynhvötina ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.