Fréttablaðið - 09.08.2022, Síða 13

Fréttablaðið - 09.08.2022, Síða 13
FASTEIGNIR.FRETTABLADID.IS Fasteignablaðið 32. TBL. 9. ÁGÚST 2022 Miklaborg og Jórunn, lög- giltur fasteignasali, kynna til sölu Mjóanes, lóð númer 17, í Bláskógabyggð. Lóðin er eignarland sem liggur að Þingvallavatni, þrír hektarar að stærð. Landið er norð- vestanmegin við Miðfell og liggja landamörk fyrir Mjóanes við land Arnarfells, Gjábakka og Miðfells, auk kennileita til austurs, á milli Miðfells og Arnarfells. Mjóanes er sumarbústaðaland í mikilli náttúruparadís, landið er lyngi og kjarri vaxið, þar sem vatnið hefur mikil áhrif á upp- lifunina. Norðanmegin gefur að líta Arnarfell, Botnssúlur, Búrfell, Ármannsfell og Hrafnabjörg, svo eitthvað sé nefnt. Þjónustumið- stöð á Þingvöllum er í tólf kíló- metra fjarlægð. Aðkoma að lóðinni í Mjóanesi er frá þjóðvegi 36. Kostur er hversu vegalengdin er stutt til að komast í mikla nálægð við náttúruna, um 40 kílómetrar eða einungis um 45 mínútna akstur. Landið er rétt sunnan megin við Almannagjá og þjóðgarðinn á Þingvöllum. Jörðin er þakin mosa- og grasi- vöxnu hrauni, nema þar sem hlíðar Miðfells rísa upp af henni. Á nesinu sjálfu eru slétt tún yfir hrauninu. Landið hallar lítillega og er nokkuð jafnhallandi frá austri til vesturs, í átt að Þingvallavatni, ef frá eru taldar hlíðar Miðfells til suðurs. Fuglalíf er mikið og fjöl- breytt, bæði á landi og legi. Svæðið er tilvalið til útivistar og möguleikar til gönguferða góðir. Siglingar á Þingvallavatni eru sömuleiðis tilvaldar. Góð silungs- veiði er í vatninu og hægt að fá veiðileyfi. Golfvellir eru víða, svo sem á Selfossi, í Hveragerði og Kiðabergi. Hestaleigur eru einnig víða í nágrenninu, og sundlaugar á Ljósafossi, Selfossi, Laugarvatni, í Hveragerði og víðar. Núverandi deiliskipulag gerir ráð fyrir nítján lóðum. Samtals eru frístundabyggðarlóðir 534.000 fermetrar. Byggingarskilmálar eru að hús skuli að jafnaði ekki vera stærri en 220 fermetrar að grunn- fleti og ekki minni en 30 fermetrar. Að auki er heimilt að byggja auka- hús, svo sem verkfærageymslu, allt að 30 fermetra á hverri lóð. Hnit eru: N.64.1795 / E. -21.0732 Óskað er eftir tilboði í eignina. Þetta er einstakt tækifæri til að eignast eignarland á þessum ein- staka stað. n Allar nánari upplýsingar veitir Jórunn, löggiltur fasteignasali, í síma 845 8958 og á netfanginu jorunn@miklaborg.is Paradís við Þingvallavatn Lóðin í Mjóanesi er mikil náttúruparadís, rétt sunnan megin við Almannagjá og þjóðgarðinn á Þingvöllum. Lóð númer 17 í Mjóanesi er þrír hektarar að stærð, með gríðarfagurt útsýni. Þetta er einstakt tækifæri til að eignast eignarland á þessum einstaka stað. Svæðið er tilvalið til útivistar og eru mögu- leikar til útivistar góðir. Finnbogi Hilmarsson löggiltur fasteignasali. Grensásvegur 3 • 2 hæð • 108 Reykjavík • Sími 530 6500 • heimili@heimili.is • heimili.is Fasteignasalar og nemar Fold fasteignasala óskar eftir sölumönnum til starfa. Áhugi á sölumennsku og mannlegum samskiptum ásamt faglegum metnaði er skilyrði. Við bjóðum upp á nútímalega, fallega vinnuaðstöðu miðsvæðis í Reykjavík og reynslumikið samstarfsfólk sem vinnur vel saman að úrlausn verkefna.” Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á vidar@fold.is Fasteignasalar og nemar Fold fasteignasala óskar eftir sölufulltrúa til starfa. Fold hefur starfað í áratugi og eru starfs- menn reiðubúnir að vinna með þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref sem og reynslumiklum fasteignasölum. Vinnurými eru vel búin, björt og hugguleg og lagt upp úr góðri samvinnu starfsmanna. Skilyrði er að umsækjendur séu löggiltir fasteignasalar eða í löggildingarnámi. Umsóknir sendist á vidar@fold.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.