Fréttablaðið - 09.08.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.08.2022, Blaðsíða 26
Þegar ég geng upp Laugaveginn frá Hlemmi, verður mér oftsinnis hugsað til Gunnars Arnar mynd- listarmanns sem yfirgaf okkur svip- lega árið 2008. Um miðjan áttunda áratuginn var hann með vinnustofu á þriðju hæð við Laugaveginn, ekki langt frá bensínstöðinni sem Jón Gnarr gerði fræga. Þar var Gunnar Örn einnig búsettur á tímabili, þótt það væri örugglega ekki tekið fram Heiðnar sýnir Gunnars Arnar í sýningu og bók í leigusamningi. Og þar sem maður datt inn til hans síðla morguns til að spjalla og sníkja kaffi, mátti oft heyra skrjáf eða svefnhljóð í einu horni, bak við fortjald, þar sem Gunnar Örn geymdi bedda sinn. Þar sváfu úr sér þreytuna nætur- gestir listamannsins hverju sinni, en kvenhylli hans var við brugðið. En viðmótið var ætíð hið sama, hvernig sem stóð í bólið hans, hlý- legt, glaðlegt og uppfullt með ein- lægan áhuga á áliti aðkomumanns á því sem hann var með á trönunum hverju sinni. Nú um stundir skynja ég betur en áður hversu mikið ferill Gunn- ars Arnar segir okkur um aðstæður í íslensku myndlistarlífi á síðustu áratugum 20. aldar. Árið 1974, þegar ég kom til starfa á myndlistar- vettvangi, fann ég fyrir nokkurri óþreyju gagnvart ríkjandi ástandi. Eins og ýmsir aðrir námsmenn hafði ég fylgst með listhræringum hér úr fjarlægð í nokkurn tíma, fjörbrotum formhyggjunnar, eins og þau birtust í abstraktlistinni, og síðan margvís- legum og stundum grínaktugum uppátækjum SÚM-manna. Mér þótti skorta á inntakið og alvör- una í þessari myndlist, einna helst meðvitund um heimsmyndina og hlutverk mannsins innan hennar. Í mínu tilfelli hafði það vísast nokkur áhrif að ég var nýkominn frá námi í Bretlandi, þar sem Francis Bacon bar ægishjálm yfir aðra mynd- listarmenn. Í verkum hans þóttist ég finna fyrir djúpstæðum – og oft ógnvekjandi – skilningi á tilvistar- legri kreppu nútímamannsins. Gengið nærri manninum Margir urðu til að fagna því þegar uppi á Íslandi fóru að sjást málverk með viðlíka áherslum og í verkum Bacons, átakamiklar samantektir um mannlíf undir álagi og á ögur- stundum. Í rauninni voru engin fordæmi í íslenskri myndlist fyrir mannamyndum af þessu tagi. Og fáir íslenskir listamenn gengu eins nærri líkamlegu og andlegu atgervi mannsins í verkum sínum eins og Gunnar Örn gerði á áttunda ára- tugnum. Þó er ofsagt að hann hafi rutt þessa braut upp á sitt einsdæmi. Til að mynda er þreifingar í þessa veru að finna í verkum Eiríks Smith frá og með 1968, en af þeim vissu fáir þar sem listamaðurinn hélt þeim fyrir sig. Um svipað leyti vann Haukur Dór einnig fjölda ágengra málverka af fólki. Blómaskeið Gunnars Arnar sem listmálara stóð yfir frá því snemma á áttunda áratugnum og fram undir 1990, þegar hann hafði snúið baki við heimsins glaumi og sest að austur að Kambi á Þjórsárbökkum. Á þessu skeiði gekk Gunnar Örn í gegnum nokkrar umbreytingar og endurskoðaði hugmyndir sínar og viðfangsefni. Framan af leitaði hann fyrir sér í sjálfu manneðlinu og vann þá fyrst og síðast út frá eigin sjálfs- vitund, stakir og aðþrengdir karlar og konur urðu ígildi hennar. Upp úr þessari eftirgrennslan listamanns- ins þróaðist síðan hugmyndin um tvíeðli mannskepnunnar: hið karl- læga og kvenlæga, sál og líkama, hið mennska og hið dýrslega. Þessi glíma við tvíeðlið reis einna hæst í verkunum sem Gunnar Örn gerði upp úr 1983 út frá ormsmótífinu sem hann uppgötvaði í Þjóðminja- safninu. Orminn hreif listamaður- inn úr hvort tveggja fornnorrænu og kristilegu samhengi og umbreytti í einkalegt tákn, sérstætt og marg- rætt. Í verkum hans varð ormur- inn ýmist eins konar framlenging náttúruaflanna, tákn óhaminnar ástríðu eða losta, eða hins dýrs- lega eðlis manns og konu, allt eftir samhenginu. Eða eins og banda- ríski listfræðingurinn Edward F. Fry sagði um þessi verk Gunnars Arnar: „(Ormurinn) er í senn vitni og túlkari mannlegrar hegðunar, en þó fyrst og fremst hið ókunna afl, hvort heldur er í manni eða náttúru, aðgreint frá mannlegri vitund og vilja, en þó til staðar í hverjum ein- staklingi sem hið dularfulla frumafl allrar tilvistar.“(1985). Styrkur og Akkilesarhæll Ormurinn er undirstaða alþjóð- legrar velgengni Gunnars Arnar á þessum áratug. Þekktur banda- rískur galleristi, Achim Moeller, tók listamanninn upp á arma sér og sýndi verk hans í New York, seldi í framhaldinu málverk eftir hann til Guggenheim-safnsins. Í kjölfarið fylgdu sýningar fyrir Íslands hönd á Tvíæringnum í San Paolo og Tvíær- ingnum í Feneyjum 1988. Þetta var býsna vel af sér vikið af sjálflærðum listamanni. Raunar má segja að sjálfmenntun Gunnars Arnar hafi verið hvort tveggja styrkur hans og Akkilesar- hæll. Hefðu aðstæður listamannsins verið aðrar en þær voru er hann óx úr grasi efa ég ekki að hann hefði leitað sér myndlistarmenntunar. En eins og málin æxluðust tók hann snemma að þreifa fyrir sér upp á eigin spýtur í myndlistinni, átti þá að baki nám í sellóleik. Í framhald- inu varð sjálfmenntunin honum uppskrift að því sem hann taldi vera listrænt sjálfstæði, leið til að þróa sinn eigin stíl. Og það gerði Gunnar Örn, upp að vissu marki. Hann fann leið fram hjá hefðbundinni útlínu- teikningu með því að vinna beint í málninguna með gúmmísköfu, spaða, tuskum eða breiðum pensli, og þar sem hann réði illa við rými í myndum sínum, a.m.k. fyrst í stað, færði hann atburðarás í myndum sínum iðulega upp á yfirborð þeirra. Þegar upp er staðið er þetta tvennt sennilega uppistaða þess frumstæða seiðmagns sem finna má í bestu myndum hans. En „frjáls og óháður“ er enginn myndlistarmaður. Í raun eru verk Gunnars Arnar mótuð í sömu deiglu og verk Matisses, Picassos, Bacons og de Koonings, sömuleiðis hefðu þau aldrei orðið til nema fyrir kynni hans af miðaldalist og myndlist frumþjóða. Og sjálfmennt- unin kemur Gunnari Erni í koll síðar, þegar fríhendisteikning sækir á hann og þá koma fram í myndum hans ákveðnir smíðagallar. Um þá galla held ég að hann hafi verið með- vitaður, kannski var það þess vegna sem sóttu á hann bæði óyndi og efi þegar frá leið. Auk þess tók sig upp aftur gamall áhugi Gunnars Arnar á andlegum málefnum, sem honum tókst ekki að ná utan um í síðari myndum sínum, a.m.k. að mati þess sem þetta skrifar. Veglegur bautasteinn Þegar best lætur er Gunnar Örn einn af særingamönnum íslenskrar myndlistar. Hann ferðast með okkur inn í heim innri tilveru og magnar þar upp seið á mörkum nútíðar og eilífðar, vitundar og náttúru, þar sem „öll meginrök í mannlegu lífi og hegðan eiga sitt heima“, svo aftur sé vitnað í Edward F. Fry . Tilefni þessara skrifa er að sjálf- sögðu yfirlitssýningin á verkum Gunnars Arnar sem nú stendur yfir í Hafnarborg, Hafnarfirði. Sýningin er sérstakt fagnaðarefni, einkum í ljósi áhugaleysis íslenskra safna um arf- leifð nýlátinna (og löngu látinna …) myndlistarmanna. Sýningunni fylgir vegleg bók, sem er einstök hyll- ing Sigurgeirs Sigurjónssonar ljós- myndara til vinar síns, listamanns- ins. Útlitshönnun bókarinnar, hrein, tær og laus við sérvisku, er í höndum snillingsins Ámunda Sigurðssonar. Hér er listamanninum reistur veg- legur bautasteinn. Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, rekur feril Gunnars Arnar, og gerir það prýðisvel. Ég vil í lokin einungis velta því upp hvort nokkur vel valin samtöl við sam- tímamenn hans hefðu ekki bætt einhverju við oft staðlaðar álykt- anir gagnrýnenda. Sjálfur er ég sannfærður um að samtölin hefðu varpað nýju ljósi á samskipti lista- manna á þessum tíma, ekki síst samskipti Gunnars Arnar og nokk- urra yngri listamanna, sem töldu sig hafa einkarétt á „nýja express- jónismanum“. n Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum eftir listamanninn Gunnar Örn Gunnarsson í listasafninu Hafnarborg í Hafnarfirði. Sýningin sem spannar allan feril Gunnars veitir einstaka sýn í fjögurra áratuga langan feril listamannsins. Aðalsteinn Ingólfsson Þegar best lætur er Gunnar Örn einn af særingamönnum íslenskrar myndlistar. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN LÝKUR Á SUNNUDAG SUMARÚTSALA BETRA BAKS 20% AFSLÁTTUR AF TEMPUR 60% AFSLÁTTUR 10-40% A F H E I L S U I N N I S KÓ M EXCLUSIVE TOPPER Gæsadúnn. 90 x 200 cm. Verð: 30.900 kr. Nú 12.360 kr. Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Gunnar Örn Gunnarsson listamaður í Gallerí Kambi. MYND/AÐSEND 14 Menning 9. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 9. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.