Fréttablaðið - 09.08.2022, Blaðsíða 28
Ég fullyrði að þeir sem
fara á tónleika með
svona listamönnum
segja bara: Vá! Af
hverju er ég ekki búinn
að gera þetta fyrr?
KVIKMYNDIR
Bullet Train
Leikstjórn: David Leitch
Aðalhlutverk: Brad Pitt, Joey King,
Aaron Taylor-Johnson
Oddur Ævar Gunnarsson
Hraðskreiðasta lest veraldar þeyt-
ist milli Tokyo og Kyoto sem sögu-
svið þessarar súrrealísku en bráð-
skemmtilegu hasarmyndar sem í
upphafi virkar dálítið eins og ein-
hvers konar spennumyndarútgáfa
af rómantísku gamanmyndinni
Love Actually.
David Leitch, sem er þekktastur
fyrir Deadpool 2, leikstýrir Bullet
Train, þar sem hann teflir fram hópi
leikara sem standa sig heilt yfir vel
og virðast hafa notið sín vel við gerð
myndarinnar.
Brad Pitt fer hreinlega á kostum
og virðist skemmta sér konunglega
í aðalhlutverkinu sem seinheppinn
fyrrum launmorðingi sem gengur
undir dulnefninu Maríubjalla.
Lestarferðin er varla hafin þegar
hann lendir í hörkuvandræðum
með, að því er virtist, það einfalda
verkefni að sækja eina tösku um
borð í ómerkilega hraðlest.
Ekki er annað að sjá en aðrir leik-
arar hafi einnig skemmt sér konung-
lega og finni sinn takt í þeim léttúð-
uga og oft og tíðum jafnvel einum of
sturlaða tón sem sleginn er í mynd-
inni. Aaron Taylor-Johnson og Brian
Tyree Henry eru stórskemmtilegir
sem morðóðir breskir sprelligosar
sem gegna dulnefnum úr ávaxta-
ríkinu, á meðan Joey King fær áhorf-
endur til að halda ýmist með sér eða
á móti út myndina, í hlutverki enn
eins leigumorðingjans.
Handrit myndarinnar byggir
á japönsku skáldsögunni Maria
Beetle sem hentar ágætlega til síns
brúks og söguþráðurinn minnir á
klassíska skáldsögu eftir Agöthu
Christie, nema með miklu meira
blóði, húmor og bulli.
Framvindan er því ekkert of
f lókin en nægilega rugluð fyrir
hasarmynd á borð við þessa og
Bullet Train er nefnilega, þótt hún
sé á köflum undarleg, hasarmynd og
sem slík ekki endilega allra því hún
tekur sig heldur ekkert sérstaklega
alvarlega, sem gæti farið í taugarnar
á alvörugefnustu bíógestunum.
Sturlunin fer þannig sífellt stig-
vaxandi eftir því sem á líður mynd-
ina og sýran verður sterkari og
sterkari. Þess vegna verður lokahluti
myndarinnar að mati undirritaðs
eilítið of langdreginn og leikstjóri og
handritshöfundur hafa mögulega
einum of mikla trú á skemmtana-
gildi sögunnar. Sá kengur kemur
hins vegar alls ekki í veg fyrir að
mælt sé með því að sjá Bullet Train
í bíó. n
NIÐURSTAÐA: Bullet Train er
stórskemmtileg mynd sem tekur
sig alls ekki alvarlega en vitleysan
gæti aftur á móti reynst sumum
um megn enda verður lokahnykk-
urinn aðeins of langdreginn þótt
skemmtigildið sé óumdeilt.
Agatha Christie á japönskum hasarsterum
Maríubjallan Brad Pitt er í hörkustuði í Bullet Train.
toti@frettabladid.is
Eldgosið hitar upp fyrir
Bjartmar Guðlaugsson
„Það hefur
gengið mjög
vel hjá okkur
Risunum og alls
staðar uppselt
með góðum
fyrirvara,“ segir
tónlistarmaður-
inn Bjartmar
Guðlaugsson,
sem hefur verið
með hljómsveit
sinni, Bergrisunum, á tónleika-
ferðalagi um landið í kjölfar þess
að þeir kjaftfylltu Háskólabíó á 70
ára afmælistónleikum hans í júní.
„Næst tökum við áhættu og
höldum tónleika í Gígnum, Grinda-
vík, föstudagskvöldið 12. ágúst, en
náttúruöflin eru að hita upp fyrir
okkur Bergrisana,“ segir Bjartmar
og hlær enda vandfundnar heitari
slóðir á landinu en þessar eftir að
byrjaði að gjósa í Meradölum.
Bergrisarnir og Bjartmar halda
sömu línu og var mörkuð í Há-
skólabíói og munu fara yfir feril
Bjartmars og flytja bæði gömul
lög og ný.
Dauðaþögn á platínu
Plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í
dauðaþögn, hefur selst í 40.000
eintökum og útgefandinn Alda
Music hefur því afhent tónlistar-
manninum fjórfalda platínuplötu.
Ásgeir Trausti gaf út sín fyrstu lög
á vormánuðum 2012 og hann varð
fljótt og örugglega einn allra vin-
sælasti tónlistarmaður landsins.
Dýrð í dauðaþögn kom út þetta
sama ár og sló öll íslensk sölumet
og hún hefur setið samtals í 415
vikur á Tónlistanum, yfirliti yfir
mest seldu plötur landsins. Platan
var endurútgefin fyrr á þessu ári á
tvöföldum vínyl og geisladiski þar
sem fjórum aukalögum var bætt á
plötuna.
Ásgeir Trausti var tvítugur þegar
platan kom út fyrir tíu árum og til
þess að halda upp á þessi tímamót
ætlar hann að vera með tónleika í
Hörpu laugardaginn 27. ágúst með
stórhljómsveit og strengjum.
Yfirskrift tónleikanna er Dýrð í
dauðaþögn – 10 ára afmælistón-
leikar og á þeim verður platan
flutt í heild í bland við frumflutn-
ing á glænýju efni. Árný Margrét
hitar upp. Miðasala er hafin á
harpa.is. n
Eldgos hófst á Reykjanesi, í Mera-
dölum, á svipuðum slóðum og gosið
í Geldingadölum við Fagradalsfjall.
Ásgeir Trausti með platínuplötuna
fyrir 40.000 seldu eintökin.
n Fréttir af fólki
Bjartmar
Guðlaugsson
Nýsjálenska tónlistarkonan
Aldous Harding leggur lykkju
á leið sína til þess að halda
tónleika í Hljómahöll-
inni í Reykjanesbæ í næstu
viku. Kærastinn hennar, H.
Hawkline, verður með í för og
hitar upp, þannig að Grímur
Atlason, sem er eldri en tvæ-
vetra í tónleikahaldi fullyrðir
að í boði verði tveir fyrir einn
af stórkostlegri tónlist.
toti@frettabladid.is
Tónlistarkonan Aldous Harding
spilar á tónleikum í Hljómahöll-
inni í Reykjanesbæ að kvöldi mánu-
dagsins 15. ágúst og Grímur Atlason,
tónleikahaldari með meiru, segir að
nú fari hver að verða síðastur til að
tryggja sér miða af þeim rétt um 100
sem eftir eru á Tix.is.
„Við erum að tala um nýsjálensk-
an hvalreka. Hún er algjörlega stór-
kostleg,“ segir Grímur og er nokkuð
niðri fyrir þegar hann talar um
Harding, sem hefur frá sinni fyrstu
plötu, Aldous Harding frá 2014, ekki
síður vakið athygli fyrir lagasmíðar
en flutning.
„Hún kemur fram með þessa
plötu sem hét bara eftir henni og
vakti smá athygli,“ segir Grímur
sem hefur fylgst með Harding frá
fyrstu plötunni. „2017 kemur hún
með aðra plötu sem heitir Party og
þá opnuðust gáttirnar. Þá kom hún
og spilaði á Airwaves hjá mér í Frí-
kirkjunni og var stórkostleg.“
Búinn að reyna lengi
Grímur segist allar götur síðan vera
búinn að reyna að fá hana til þess
að koma aftur og halda sína eigin
tónleika. „Það hefur gengið illa. Við
vorum að spá í fyrra en það gekk
ekki. Náttúrlega búið að vera Covid
og vesen en í millitíðinni er hún
búin að gefa út tvær plötur; Designer
2019 og svo Warm Chris núna í ár.“
Grímur segir tónleikahald Har-
ding vera að komast á almennilegt
skrið eftir heimsfaraldurinn. Hún sé
búin að vera á ferð um Bandaríkin,
þræði tónlistarhátíðir og sé á ferð
um Evrópu þegar hún tekur smá
krók til að koma við á Íslandi sem
sé ekki sjálfgefið, enda landið ekki
í alfaraleið.
Harding hefur unnið síðustu
þrjár plötur sínar, Party, Designer og
Warm Chris, með tónlistarmannin-
um John Parish, sem er meðal ann-
ars þekktur fyrir samstarf sitt með
PJ Harvey, Eels og Tracy Chapman.
Party og Designer fengu einróma
lof gagnrýnenda og tónlistarunn-
enda um allan heim. Designer fékk
þannig fullt hús fimm stjarna hjá
tímaritinu Q og The Independent og
lagið Barrel náði talsverðri spilun á
Íslandi þegar það kom út í febrúar
2019.
Grímur segir nýju plötuna, Warm
Chris, einnig hafa fengið frábæra
dóma og bendir á að Clash gaf plöt-
unni 9 í einkunn og Mojo og Uncut
8. Lögin Fewer og Lawn af Warm
Chris hafa heyrst á öldum ljósvak-
ans síðustu vikur.
Vá!
„Hún er alveg þekkt hér, hjá þeim
sem hlusta á tónlist,“ segir Grímur,
þegar hann útskýrir hvers vegna
aðeins um 100 miðar eru eftir
þegar tæp vika er í tónleikana. Þá
bætir hann við að ekkert sé að því
að opna stundum aðeins og prufa
eitthvað nýtt.
„Vegna þess að það er alltaf þetta
sama, ég fullyrði að þeir sem fara á
tónleika með svona listamönnum
segja bara: Vá! Af hverju er ég ekki
búinn að gera þetta fyrr? Af því að
maður er alltaf í þessu sama rugli,
þú veist. Mín kynslóð festist bara
í Pixies eða eitthvað. David Bowie
eða eitthvað, sem er yndislegt en
maður þarf að halda áfram.“
Grímur segist sjálfur vera svo
heppinn að hafa aldrei staðnað
alveg. „Ég er búinn að halda tónleika
allan þennan tíma og þá var maður
alltaf að spá í hvað er að gerast og
Airwaves ýtti mér alveg fram af
bjargbrúninni með það að reyna að
vera alltaf að hlusta á eitthvað nýtt.
Ekki bara Bowie, sko, og Duran
eru fínir skilurðu, en það má alveg
hlusta á eitthvað annað. Ég held líka
bara að vaxandi hugarfar sé málið.
Annars bara koðnar maður inni og
verður óhamingjusamur.“
Tvöfaldur skammtur
Velski tónlistar- og fjölmiðlamað-
urinn H. Hawkline hitar upp fyrir
Aldous Harding. Hann hóf sóló-
feril sinn árið 2010 og hefur síðan
þá gefið út fjórar plötur. Hann hefur
unnið með Cate Le Bon og Kevin
Morby og síðustu árin með Aldous
Harding. „Hann er kærastinn
hennar og er í bandinu líka þannig
að maður er að fá svolítið tveir fyrir
einn af stórkostlegri tónlist,“ segir
Grímur.
Hljómahöllin opnar klukkan 19
á mánudagskvöld og tónleikarnir
hefjast klukkustund síðar. Rútu-
ferðir eru í boði milli Reykjavíkur og
Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ,
fyrir þá sem vilja, en Grímur segir
vel þess virði að leggja á sig smá
akstur til þess að njóta tónlistar
Harding.
„Hljómahöllin er langbesta húsið
á Íslandi af þessari stærðargráðu
og það er ógeðslega gott að fara á
tónleika þarna,“ segir Grímur sem
talar ekki alveg út í bláinn, hokinn
af reynslu af tónleikahaldi síðan
1987. n
Stórkostlegur nýsjálenskur hvalreki
Sætaferðir verða í boði á tónleika Aldous Harding í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í næstu viku. MYND/AÐSEND
16 Lífið 9. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 9. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGUR