Fréttablaðið - 09.08.2022, Síða 30

Fréttablaðið - 09.08.2022, Síða 30
Ég var átta tíma að fylla út eitthvað eyðublað um að ég væri ekki hryðjuverkamaður. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@ frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is *Verð og vöru upp lýsingar í auglýs ingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. *Mjúka deildin samanstendur af dýnum, sængum, koddum, rúmfötum, lökum, sloppum, dýnuhlífum, mottum, inniskóm og handklæðum. MJÚKIR DAGAR 20% afsláttur af öllum rúmum og mjúku deildinni* Lýkur mánudaginn 15. ágúst – Við elskum allt mjúkt – Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Tónlistarmaðurinn og sund­ kappinn Már Gunnarsson flytur í haust til Englands og hefur nám í virtum tónlistar­ háskóla. Búferlaflutningarnir gefa honum tilefni til þess að halda þrenna kveðjutónleika víðs vegar um landið í tón­ leikaröðinni Sjáumst. erlamaria@frettabladid.is Sundkappinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson hefur ákveðið að láta glæstan sundferil sinn víkja fyrir tónlistinni. Hann er að hefja nám í einum virtasta tónlistar­ háskóla Bretlands, Academy of Contemporary Music, í haust og ætlar því að einbeita sér alfarið að tónlistinni. Hann segir atburðarásina, frá því hann sótti um og þar til hann var samþykktur inn í skólann, hafa verið nokkuð hraða. „Eftir Söngva­ keppnina og Ólympíuleikana hugs­ aði ég mikið um það hvað ég vildi gera með líf mitt. Fyrir nokkrum mánuðum sendi ég inn umsókn og fyrir stuttu fékk ég svar um að ég væri kominn inn,“ segir Már bros­ andi. Hundurinn Max fer með Már segist strax hafa farið af stað í pappírsvinnuna sem fylgi slíkum flutningum milli landa, þar á meðal að sækja um landvistarleyfi. „Það var ógeðslega mikið vesen að fá vísa. Ég var átta tíma að fylla út eitthvað eyðublað um að ég væri ekki hryðjuverkamaður,“ segir Már og hlær. Hann bætir þó við að enn sé smá pappírsvinna eftir, þar sem til standi að Max, leiðsöguhundurinn hans, f lytji með honum. Langar í gott kveðjupartí Már segir að þegar það hafi orðið ljóst hann væri á leiðinni erlendis í tveggja ára nám hafi kviknað sú hugmynd að halda kveðjutónleika. Þessi hugmynd hafi þróast yfir í tónleikaröð sem hefur hlotið heitið Sjáumst, þar sem þrennir tónleikar eru á dagskrá. „Ég hugsaði með mér að það væri gaman að vera með gott kveðju­ partí áður en ég fer. Auk þess þá var ég ekki beint á launum við að æfa sund og maður þarf að eiga fyrir skólagjöldunum. Þannig að tónleik­ arnir eru bæði tækifæri fyrir mig til þess að kveðja landa mína í bili og sömuleiðis fjáröflun fyrir námið,“ segir Már. Lofar frábærri stemningu Landslið íslenskra hljóðfæraleikara verður Má til halds og trausts á tón­ leikunum auk gestasöngvara, sem Már segir að verði kynntir til leiks þegar nær dregur. „Ég er búinn að vera eins og þeytivinda út um allt að hengja upp plaköt og koma tónleikunum á framfæri þannig að sem flestir taki eftir þessu og sjái sér fært að mæta,“ segir Már, sem lofar tónleikagestum æðislegum tónleikum og frábærri stemningu. Allar frekari upplýsingar um tón­ leikaröðina, dagsetningar og miða­ sala eru á Tix.is. n Már kveður sundið og landið með tónleikaröð Már hefur ákveðið að leggja farsælan sundferilinn á hilluna. MYND/AÐSEND Már sleppir sundtökunum en herðir tökin á tónlistinni með háskólanámi í Englandi þangað sem þeir Max halda saman í haust eftir að hafa klórað sig í gegnum landflutningaskriffinnskuna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 18 Lífið 9. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.