Morgunblaðið - 06.04.2022, Side 1

Morgunblaðið - 06.04.2022, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 6. A P R Í L 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 81. tölublað . 110. árgangur . FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | www.fi.is Sjáumst á fjöllum HLUSTAR Á ALLT NEMA KÁNTRÍ OG RAPP YOUTUBE STÆRSTA ÓGNIN FRUMRAUN TEITS Í FULLRI LENGD VIÐSKIPTAMOGGINN UGLUR FRUMSÝND 24BOGI SJÖTUGUR 20 Aðsókn í athvarf samtakanna „Flottafólks“ í Guðrúnartúni 8 í Reykjavík náði nýjum hæðum í fyrrakvöld, að sögn Sveins Rúnars Sigurðssonar, læknis, tónlistar- manns og athafnamanns, sem hefur haft forgöngu um aðstoð við flótta- mennina frá Úkraínu sem leitað hafa skjóls hér á landi. „Þetta hefur verið að aukast og í gær [fyrradag] komu um 200 manns í mat og til að sækja sér föt og afþreyingu,“ sagði Sveinn. Opið er í Guðrúnartúni fjögur kvöld vik- unnar milli kl. 18.00 og 20.00. Foreldrar og börn hafa fengið at- hvarf á neðri hæð Fíladelfíu í Há- túni 2 en þar er opið fimm daga vik- unnar milli kl. 10.00 og 15.00. Sjálfboðaliðar annast rekstur at- hvarfanna. Þeirra á meðal er fag- lært fólk sem flúði hingað frá Úkra- ínu og eins íslenskt fagfólk sem hefur lagt lið við barnastarfið. Þessar úkraínsku stúlkur undu sér vel við leik þegar ljósmynd- arinn kom í heimsókn í gær. »2 Morgunblaðið/Eggert Í skjóli frá stríðs- átökum Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Íbúar Bútsja sem ekki náðu að flýja bæinn hafa lifað við hreint helvíti síð- asta mánuð. Ekkert rennandi vatn eða rafmagn er í bænum, og til að halda á sér hita hefur fólk þurft að sofa í öllum fötum undir sæng. Ekk- ert líf er á götum úti fyrir utan þau gæludýr sem hafa verið skilin eftir eða eigendur þeirra myrtir. Rússneskir hermenn hafa gjör- eyðilagt heilu íbúðarhverfin. Þetta segir Óskar Hallgrímsson ljósmynd- ari sem búsettur er í Kænugarði en hann ásamt hópi blaðamanna heim- sótti í gær bæinn sem hefur mikið verið í sviðsljósinu síðustu daga vegna fjöldamorðsins sem þar var framið. Þar náði hann tali af heima- mönnum og sá með eigin augum þá eyðileggingu sem hefur átt sér stað síðustu vikur. „Þetta er bara ein stór brunarúst þessi borg,“ segir Óskar þegar hann lýsir sjóninni sem blasti við í bænum. „Þú heyrir ekki í neinum, það er eng- in umferð. Þú heyrir bara í vindinum og glerbrotum.“ Skutu á fólkið sem bar líkin Búið var að fjarlægja flest líkin sem lágu á götum borgarinnar þegar Óskar kom í gær, en þau höfðu legið á víð og dreif um borgina. Að sögn þeirra heimamanna sem hópurinn náði tali höfðu kæli- geymslur í líkhúsum fyllst. Íbúar á svæðinu gripu þá til þess ráðs að flytja hina látnu í fjöldagrafir sem þeir grófu sjálfir. Í fyrstu leyfðu rússnesku hermennirnir fólkinu að fara óáreitt með líkin í grafirnar, það breyttist þó þegar líða tók á stríðið. „Síðan einn daginn hættu þeir að láta þá í friði og fóru að skjóta á þá. Skjóta fólkið sem var að fara með lík- in í fjöldagrafirnar,“ segir Óskar. Höggið í heimsókninni kom þó ekki af alvöru fyrr en Óskar og blaðamennirnir heimsóttu nýbygg- ingahverfi í bænum. „Það var ekkert heilt sem við sáum. Neins staðar.“ Íbúar Bútsja bjuggu við helvíti - Bærinn ein stór brunarúst að sögn Íslendings á vettvangi - Enginn hiti og ekk- ert rafmagn - Gæludýr skilin eftir í bænum - Líkhúsin full eftir árásir Rússa MRússum verði vísað... »11 _ Engar kvart- anir eða gagnrýni hafa borist frá fagfjárfestum vegna söluferlis á 22,5% hlut í Ís- landsbanka í ný- liðnum mánuði. Þetta staðfestir Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar í viðtali í Dagmálum í dag þar sem hann ræðir ferlið og þá gagnrýni sem komið hefur fram á ferlið ásamt Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra stofnunarinnar. Þeir segja ferlið afar vel heppnað og að meira hafi fengist fyrir hlut rík- isins í bankanum en gert hafi verið ráð fyrir. »ViðskiptaMogginn Engin gagnrýni frá fagfjárfestum Lárus Blöndal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.