Morgunblaðið - 06.04.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022
BEINT Í SÓL | 13 DAGAR Á TENERIFE
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
20. APRÍL - 01. MAÍ 13 DAGAR
PARQUE SANTIAGO 4*
VERÐ FRÁ166.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 208.900 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
20. APRÍL - 01. MAÍ 13 DAGAR
MARYLANZA SUITES & SPA 4*
VERÐ FRÁ150.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 218.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fyrsti Úkraínumaðurinn, úr hópi flóttamanna, kom til
Vinnumálastofnunar í gær í atvinnuleit og var skráður
sem slíkur, að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra
stofnunarinnar. Hún sagði viðbúið að fleiri flóttamenn
frá Úkraínu komi í atvinnuleit á næstu dögum. Útgáfa
atvinnuleyfis gengur greiðlega uppfylli vinnan skilyrði
m.a. um samningsbundin kjör.
Vinnumálastofnun tekur þátt í samræmdri móttöku
flóttamanna. Þar eru ráðgjafar sem sinna eingögu þjón-
ustu við flóttamenn, þar á meðal samfélagsfræðslu.
Flóttamaður sótti um vinnu
VINNUMÁLASTOFNUN MEÐ ÞJÓNUSTU VIÐ FLÓTTAMENN
Unnur
Sverrisdóttir
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Aðsókn í athvarf samtakanna
„Flottafólks“ í Guðrúnartúni 8 í
Reykjavík náði nýjum hæðum í
fyrrakvöld, að sögn Sveins Rúnars
Sigurðssonar, læknis, tónlistar-
manns og athafnamanns, sem hefur
haft forgöngu um aðstoð við flótta-
mennina frá Úkraínu.
„Þetta hefur verið að aukast og í
gær [fyrradag] komu um 200 manns
í mat og til að sækja sér föt og af-
þreyingu,“ sagði Sveinn í gær. At-
hvarfið í Guðrúnartúni er opið milli
klukkan 18.00 og 20.00 frá mánudegi
til og með fimmtudags. Hópurinn er
að stærstum hluta konur og börn, en
stöku eiginmenn einnig. Fólkið er á
öllum aldri, börn, unglingar, for-
eldrar og afar og ömmur.
Foreldrar og börn hafa haft at-
hvarf á neðri hæð Fíladelfíu í Hátúni
2. Það er opið frá klukkan 10.00 til
15.00 frá mánudegi til og með föstu-
dags. „Þar er framreiddur morg-
unverður og hádegismatur. Við höf-
um notið stuðnings íslenskra
fyrirtækja með mat og drykk og fólk
fær nóg að borða. Einnig er þar tón-
listarstofa, afþreying og ferðatölvur
fyrir foreldra til þess að dreifa hug-
anum á netinu. Þessi aðstaða er líka
að sprengja utan af sér,“ segir
Sveinn. Verið er að skoða möguleika
á að opna fleiri úrræði, t.d. í Hafn-
arfirði eða annars staðar í Reykja-
vík. „Mér skilst að Reykjavíkurborg
verði tilbúin með sín fínu úrræði í
kringum páskana. Þá getum við
mögulega lokað þessu eða borgin
komið að því með beinum hætti.“
Sjálfboðaliðar annast rekstur at-
hvarfanna. Þeirra á meðal er faglært
fólk sem flúði hingað frá Úkraínu og
eins íslenskt fagfólk sem hefur lagt
lið við barnastarfið.
Fram kemur á heimasíðunni help-
ukraine.is og í facebookhópnum Ís-
land fyrir Úkraínu að ofgnótt hafi
borist af notuðum fötum. Börn sem
koma fá nýjan vetrargalla og skó hjá
hjálparstarfinu. Enn er þörf fyrir
ónotuð föt, ýmsar hreinlætis- og
snyrtivörur, eins bleyjur og blaut-
klúta svo nokkuð sé nefnt.
„Maður er hrærður yfir aðkomu
landsmanna og íslenskra fyrirtækja
að þessu hjálparstarfi. Það er sömu
sögu að segja um allt land. Gott
dæmi er hvernig Vesturbæingar
tóku við flóttafólkinu sem kom á
Hótel Sögu. Eins hefur fólk hlaupið
undir bagga þar sem hefur vantað
mat. Þessi velvild er með ólíkindum.
Ég er stoltur af því hvað er mikill
samtakamáttur í samfélaginu varð-
andi það að hlúa að þessu fólki. Ég
vil koma á framfæri þökkum til allra
þeirra einstaklinga og fyrirtækja
sem hafa sinnt þessu,“ segir Sveinn.
Ferðamenn geta verið í 90 daga
Gylfi Þór Þorsteinsson, verk-
efnastjóri við móttöku flóttamanna,
veit ekki til þess að flóttamenn hafi
farið héðan aftur til Úkraínu. Gylfi
segir að í nágrannalöndum Úkraínu
sé mikill fjöldi flóttamanna og skorti
m.a. gistirými. Sumir hafi því kosið
að snúa frekar aftur heim til ætt-
ingja og vina. Hann bendir á að
Úkraínumenn geti komið hingað
sem ferðamenn, án þess að biðja um
vernd, og dvalið hér í 90 daga. Talið
er að töluverður hópur hafi gert það.
Opnuð hefur verið vefsíða, first-
medical.is, þar sem flóttafólk frá
Úkraínu getur svarað heilsufars-
spurningum og forskráð sig fyrir
komu hingað. Það er ekki umsókn en
flýtir fyrir skráningarferlinu.
Landamærasvið ríkislög-
reglustjóra hefur ekki upplýsingar
um hve margir Úkraínumenn hafa
komið hingað undanfarið sem ferða-
menn. Það muni skýrast sæki þeir
hér um alþjóðlega vernd ef stríðið
dregst á langinn. Að sögn lögregl-
unnar er búist við að það geti orðið
„einhver fjöldi“.
Flóttafólk mætir víða velvild
- Mikil aðsókn í athvörf flóttafólks frá Úkraínu - Um 200 manns komu í Guðrúnartún í fyrrakvöld
- Fólk og fyrirtæki hafa stutt myndarlega við hjálparstarfið - Rætt um að opna þurfi fleiri úrræði
Morgunblaðið/Eggert
Örugg Athvarf fyrir börn frá Úkraínu er opið í Hátúni 2 í Reykjavík fimm daga vikunnar frá klukkan 10.00 til 15.00.
Þar er boðið upp á morgunverð og hádegisverð, aðstöðu fyrir foreldra og leikföng sem börnin geta leikið sér með.
Læknir Sveinn Rúnar Sigurðsson.
Mun lægra hlutfall barna á aldr-
inum fimm til ellefu ára hafa verið
bólusett við Covid-19-sjúkdómnum
samanborið við börn og unglinga á
aldrinum 12 til 17 ára. Fer hlut-
fallið ört lækkandi eftir því sem
börnin eru yngri.
Samkvæmt upplýsingum í svör-
um embættis landlæknis við fyr-
irspurn Morgunblaðsins hefur 91%
þeirra sem fæddir eru árið 2005
fengið tvo eða fleiri skammta af
bóluefni gegn sjúkdómnum. Til
samanburðar hafa um 24% barna
fædd árið 2016 fengið tvo eða fleiri
skammta. Þá hefur einungis 1%
barna fengið tvo eða fleiri skammta
sem fædd eru árið 2017 en tekið
skal fram að einungis hluta af þeim
árgangi stóð það til boða, eða þeim
sem hafa náð fimm ára aldri.
Þess skal getið að bólusetningar
ungmenna á aldrinum 12 til 17 ára
voru heimilaðar fyrr hér á landi og
hófust þær á síðasta ári. Börn á
aldrinum 5 til 11 ára gátu ekki
fengið bólusetningu fyrr en í árs-
byrjun.
Þá var smittíðni í samfélaginu
jafnframt mun hærri og því fleiri
börn sem höfðu fengið sjúkdóminn.
hmr@mbl.is
Hlutfall barna bólusettum við Covid-19
Eftir fjölda sprauta, börn fædd árin 2005-2017
Árgangur Ein
Tvær
eða fleiri
2005 3% 91%
2006 4% 83%
2007 4% 79%
2008 5% 75%
2009 8% 66%
2010 21% 42%
2011 20% 40%
Árgangur Ein
Tvær
eða fleiri
2012 18% 41%
2013 20% 39%
2014 18% 37%
2015 19% 35%
2016 18% 24%
2017* 1% 1%
*Einungis hluta árgangs 2017 stóð bólusetning
til boða vegna aldurs. Heimild: Embætti landlæknis.
Bólusetningarhlutfall
lækkar með aldri barna