Morgunblaðið - 06.04.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Tokyo línan
Fáanlegt í svörtu, hnotu og eik
Í tíð vinstri meirihluta Samfylk-
ingar, Viðreisnar, Pírata og
Vinstri-grænna hefur Reykjavíkur-
borg staðið gegn umbótum í sam-
göngum og orðið
verulega ágengt
eins og sjá má á
miklum og vaxandi
töfum í umferðinni.
Lausnin á þessu var
„samgöngsáttmáli
fyrir höfuðborgar-
svæðið“ þar sem
meirihlutinn í
Reykjavík þvingaði fram borgar-
línu því ella yrði ekkert gert í sam-
göngumálum á svæðinu. Þessi
„sátt“ var verri en ekkert; gríðar-
legur kostnaður en afar takmark-
aðar samgöngubætur, jafnvel minni
en engar vegna þrenginga borgar-
línunnar.
- - -
Aðgerðaleysi vinstri meirihlut-
ans í lóðamálum veldur sams
konar vanda þegar kemur að hús-
næði. Verðið hefur rokið upp úr
öllu valdi og íbúðir eru varla í boði í
Reykjavík nema á svokölluðum
þéttingarreitum þar sem dýrt og
tafsamt er að byggja.
- - -
Eftir að hafa komið borgarbúum
í þennan vanda býður borg-
arstjóri nú nýja „sátt“; „húsnæð-
issáttmála fyrir höfuðborgar-
svæðið“. Þar á að fara leið
meirihlutans og beina byggingum
að „þróunarásum borgarlínu“, sem
er nákvæmlega það sem gert hefur
verið með þekktum afleiðingum.
- - -
Borgarstjóri tekur sérstaklega
fram að ekki megi taka „vond-
ar ákvarðanir“ „í flýti“ og segir að
dreifing byggðar væri „slíkt
skyndiráð“. Það á með öðrum orð-
um að gera „sáttmála“ um þá
stefnu vinstri meirihlutans sem leitt
hefur af sér húsnæðisskort og hátt
húsnæðisverð en hafna þeirri leið
sem leysir vandann.
Dagur B.
Eggertsson
Sáttaboð um hátt
húsnæðisverð
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Reykjavíkurskákmótið hefst í dag kl. 15 í
Hörpu. Um 270 skákmenn frá um 50 löndum
taka þátt í því, þar af 24 stórmeistarar. Aldurs-
munurinn á milli yngsta og elsta keppanda er 70
ár.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur mót-
ið og leikur fyrsta leik þess. Mótið stendur til
12. apríl og verða tefldar níu umferðir á sjö dög-
um. Aðalstyrktaraðili mótsins er Kvika.
67 íslenskir keppendur eru skráðir til leiks.
Íslendingar eru því um fjórðungur keppenda.
Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson
(2.542 skákstig) er stigahæstur heimamanna og
nr. 14 á stigalista mótsins. Næstir koma al-
þjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson
(2.501), sem freistar þess að ná lokaáfanga sín-
um að stórmeistaratitli, og stórmeistararnir Jó-
hann Hjartarson (2.465), Þröstur Þórhallsson
(2.422) og Bragi Þorfinnsson (2.419). Flestar
sterkustu skákkonur Íslands taka þátt í mótinu,
með stórmeistara kvenna, Lenku Ptácníková
(2.186), fremsta í flokki.
Íranski stórmeistarinn Poyya Idani (2.638) er
stigahæstur keppenda. Indverjar setja svip sinn
á mótið. Meðal sjö stigahæstu keppenda þess
eru fimm Indverjar, þar á meðal tveir fyrrver-
andi sigurvegarar mótsins, Baskan Adhiban
(2.633) og Abhijeet Gupta (2.616). sisi@mbl.is
Reykjavíkurskákmótið hefst í dag
Morgunblaðið/Ómar
Að tafli Ungir sem aldnir munu tefla í Hörpu
næstu daga. Myndin er frá mótinu árið 2018.
Hin árlega kokteilhátíð Barþjóna-
klúbbs Íslands í samstarfi við
helstu veitinga- og skemmtistaði
Reykjavíkur hefst í kvöld og verð-
ur fram á sunnudag. Aðstandend-
ur hátíðarinnar hvetja fólk til að
skilja bílinn eftir og taka göngutúr
um miðbæinn þar sem víða verða
sérstakir kokteilar á tilboðsverði.
Vegna Covid-19-faraldursins var
hátíðin í fyrra haldin á netinu og
árið á undan féll hún niður út af
ástandinu í samfélaginu.
Íslandsmeistaramót barþjóna,
sem er aðalviðburður hátíðarinnar,
fer fram í kvöld í Gamla bíói. Bar-
þjónaklúbbur Íslands hefur staðið
fyrir keppninni síðan árið 1964,
eða ári eftir að klúbburinn var
stofnaður. Í tilkynningu frá
klúbbnum segir að keppnin sé
stærsti kokteila- og barviðburður
ársins á landinu. Sigurvegarinn
keppir fyrir hönd Íslands á heims-
meistaramóti barþjóna sem haldið
verður á Kúbu í haust.
Keppt verður í tveimur flokk-
um. Annars vegar er það Íslands-
meistarkeppnin sjálf þar sem
keppt er í kokteilagerð eftir al-
þjóðlegum stöðlum og keppir sig-
urvegarinn á heimsmeistaramóti
barþjóna. Hins vegar er þema-
keppni en þema ársins er tiki-
menning.
Helstu birgjar og framleiðendur
víns hér á landi munu kynna
strauma og stefnur í kokteilagerð
á Íslandi samhliða keppnunum.
Tvö þúsund krónur kostar á við-
burðinn en miðasala fer fram á
tix.is og við inngang Gamla bíós.
Kokteilhátíð hald-
in um helgina
- Íslandsmeistari
barþjóna krýndur
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Kokteilar Sigurvegari kokteila-
keppninnar keppir á Kúbu.