Morgunblaðið - 06.04.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
Sveinn Óskar
Sigurðsson,
framkvæmda-
stjóri og bæjar-
fulltrúi, skipar
áfram efsta sæti
Miðflokksins í
Mosfellsbæ fyrir
kosningarnar 14.
maí. Listinn var
nýverið sam-
þykktur á fé-
lagsfundi. Meðalaldur frambjóð-
enda er 53 ár, sá yngsti er 19 ára og
elsti 77 ára.
Örlygur Þór Helgason, kennari
og varabæjarfulltrúi, er í öðru sæti
og Sara Hafbergsdóttir rekstrar-
stjóri skipar þriðja sætið. Helstu
stefnumál Miðflokksins í bænum
eru að setja börn og barnafólk í for-
grunn og stórefla mennta- og
íþróttamál.
Sveinn leiðir Mið-
flokkinn í Mosfellsbæ
Sveinn Óskar
Sigurðsson
Hildur Þórisdóttir, sveitarstjórn-
arfulltrúi á Seyðisfirði, skipar
áfram efsta sæti Austurlistans í
Múlaþingi. Frambjóðendur í efstu
fjórum sætum koma frá öllum
byggðakjörnum og eru þeir sömu
og 2020. Kristjana Ditta Sigurð-
ardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi á
Fljótsdalshéraði, færist í fjórða sæti
en Eyþór Stefánsson, sveitarstjórn-
arfulltrúi á Borgarfirði eystra, í
annað sæti og Ásdís H. Benedikts-
dóttir, varasveitarstjórnarfulltrúi á
Djúpavogi, í það þriðja.
Hildur efst á Aust-
urlista í Múlaþingi
Austurlistinn Efstu fjögur á lista.
Álfhildur Leifs-
dóttir, kennari
og sveitarstjórn-
arfulltrúi, er
áfram oddviti
Vinstri-grænna í
Skagafirði fyrir
komandi kosn-
ingar. Listinn
var samþykktur
á félagsfundi í
Hegranesi í
fyrrakvöld. Bjarni Jónsson, þing-
maður VG, skipar heiðurssætið en
hann hefur um árabil verið oddviti
listans í Skagafirði.
Í öðru sæti er Sigurlaug Vordís
Eysteinsdóttir, tómstunda- og fé-
lagsmálafræðingur á Sauðárkróki,
og í þriðja sæti Pétur Örn Sveins-
son, tamningamaður og bóndi. Í
fjórða sæti er Steinunn Rósa Guð-
mundsdóttir ráðgjafi.
Álfhildur áfram odd-
viti VG í Skagafirði
Álfhildur
Leifsdóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Gæftaleysi og minni kvóti ráða því að
verð á fiskmörkuðum er verulega
hærra nú en var á sama tíma í fyrra. Á
tímabilinu janúar til mars í fyrra voru
um 12.000 tonn af fiski seld á mörk-
uðum en 9.000 á þessu sama tímabili í
ár. „Á sama tíma er meiri eftirspurn
eftir hráefni. Vinnsluhús þurfa jafnan
tiltekið magn af fiski til að svara
markaðnum og af þessum sökum hef-
ur verðið hækkað,“ segir Ragnar
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Fiskmarkaðs Íslands í Ólafsvík
(FMIS). Algengt kílóverð af uppboðs-
fiski þar hefur að undanförnu verið
370 krónur en var 265 krónur á sama
tíma fyrir ári.
„Aflabrögð að undanförnu hafa
verið góð og menn hafa getað sótt
nokkuð stíft á sjó, eftir þá miklu ótíð
sem var á fyrstu mánuðum ársins.
Núna veiðist til dæmis mjög drjúgt af
þorski, sem fengist hefur hér skammt
frá – við Öndverðarnes og úti á
Breiðafirði. Þá hefur að undanförnu
verið sótt talsvert í ufsann, sem er
mikið hér sunnan og vestan við land,“
segir Ragnar.
Fiskað stíft fyrir stoppið
Hjá FMIS hefur kílóið af þorski að
undanförnu gjarnan selst á 425-430
kr. en algengt verð á fyrstu mánuðum
síðasta árs var 315-320 kr. Algengt er
að seld séu 200-300 tonn af fiski dag-
lega. Útgerðarmenn og skipstjórar
reyna eðlilega að sæta lagi og sækja
helst á sjó þegar útlit er fyrir að gott
verð fáist á markaði.
Lesið er vel í allar aðstæður svo út-
koman verði sem best. Þannig reyna
menn til dæmis núna að fiska stíft fyr-
ir hryningarstoppið um páska sem
hefst 12. apríl og stendur til 21. dags
mánaðarins.
Mest af aflanum sem FMIS selur
fer í gegnum starfsstöðvarnar í Ólafs-
vík, á Rifi og í Þorlákshöfn. Er fluttur
þaðan til kaupenda, sem eru fisk-
vinnslur gjarnan á höfuðborgar-
svæðinu og Suðurnesjum. Einnig er
fyrirtækið með starfsstöðvar í
Reykjavík, Arnarstapa, Grundarfirði,
Stykkishólmi og Skagaströnd.
Margar ástæður
skýra hátt verð
„Fiskur er jafnvel keyptur á upp-
boði óveiddur meðan bátarnir eru
enn í róðri. Hraðinn í viðskiptum,
flutningum, vinnslu og öðru er mikill
– stundum líður varla nema sólar-
hringur frá veiðum uns varan er
komin til neytenda erlendis. Síðustu
misserin hefur Frakkland verið stór
markaður fyrir íslenskan fisk, en
Bretarnir komið sterkt inn að undan-
förnu eftir að tók fyrir kaup þeirra á
rússaþorski. Margar samverkandi
ástæður eru því fyrir háu fiskverði nú
– sem sennilega verður í svipuðum
hæðum á næstunni,“ segir Ragnar.
Ótíð og aukin eftirspurn
hafa hækkað fiskverðið
- Velta á fiskmarkaði - Drjúgt af þorski - Bretar sterkir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Markaður Núna veiðist til dæmis mjög drjúgt af þorski, sem fengist hefur
hér skammt frá við Öndverðarnes, segir Ragnar Smári Guðmundsson.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Löndun Körin hífð úr lestinni á Agli SH í Ólafsvíkurhöfn á dögunum. Stutt er á miðin og veiðin er góð.
2022
Vinnupallar hafa nú verið reistir
við Skálholtskirkju vegna við-
gerða á múrklæðingu og gluggum
á turni byggingarinnar. Á næstu
vikum á svo að rjúfa þekju turns-
ins til að koma þar inni fyrir nýrri
klukku í stað einnar slíkrar sem
féll niður og brotnaði fyrir nokkr-
um árum. Jafnframt verður
stjórnbúnaður klukknanna endur-
nýjaður. Þegar þekjunni er lokað
aftur verða svo nýjar steinflísar
lagðar þar á. Í sumar verður
kirkjan máluð, en nú er hún með
múrgráan svip.
Klössun á Skálholtskirkju hefur
staðið yfir frá 2017. Viðgerð á
steindum gluggum kirkjunnar,
sem eru alls 30 og hannaðir af
Gerði Helgadóttur, er lokið. Eins
fékk altarismynd Nínu Tryggva-
dóttur yfirferð. Búið er að endur-
byggja steintröppurnar framan
við kirkjuna og svo mætti áfram
telja. Utanhússviðgerðirnar eru
þó dýrasti og stærsti liður þessara
endurbóta, en allur pakkinn kost-
ar um 200 milljónir króna. „Öllu
verkinu á að vera lokið á næsta
ári, þegar kirkjan er 60 ára,“ seg-
ir Kristján Björnsson vígslu-
biskup.
Endurnýjun á klukku og sigur-
verki er greidd af Verndarsjóði
Skálholtsdómskirkju. Margir aðr-
ir hafa lagt endurbótunum lið, svo
sem Landsvirkjun og AP-Möller-
sjóðurinn í Danmörku. sbs@mbl.is
Kirkjan er í klössun
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skálholt Vinnupallar eru nú við múrgráa veggi kirkjunnar. Turnþekjan
verður rofin á næstunni og ný klukka og sigurverk sett þar inn.
Guðmundur Þórðarson, fiskifræð-
ingur og sviðsstjóri botnsjávarsviðs
hjá Hafrannsóknastofnun, hefur
verið ráðinn til Samtaka fyrirtækja
í sjávarútvegi. Hann lét af störfum
á Hafró um mánaðamótin og hefur
störf hjá SFS um miðjan maí.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Guðmundur að eftir sé að móta
nýja starfið, en verkefni hans muni
eftir sem áður snúast um fiski-
fræði. Hans hlutverk á nýjum
vinnustað verði m.a. að túlka ráð-
gjöf og rannsóknir Hafrannsókna-
stofnunar og Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins, ICES, og fræða félags-
menn SFS um þessi efni. Einnig að
taka þátt í að móta stefnu og
áhersluatriði samtakanna. Guð-
mundur mun starfa við hlið Krist-
jáns Þórarinssonar stofnvistfræð-
ings, sem um árabil hefur starfað
hjá Lands-
sambandi ís-
lenskra útvegs-
manna og SFS.
Guðmundur
hóf störf hjá
Hafrannsókna-
stofnun sem
sumar-
starfsmaður og í
tímabundnum
verkefnum í lok
síðustu aldar, en hefur verið fastur
starfsmaður þar frá árinu 2005.
Hann er með próf frá Háskóla Ís-
lands í líffræði, vann að meistara-
prófsverkefni á Hafrannsókna-
stofnun og er doktor í fiskifræði
frá Imperial College í London.
Doktorsverkefni hans bar heitið:
Vöxtur og kynþroski ýsu og áhrif
þess á nýtingu. aij@mbl.is
Sviðsstjóri á Hafró
ráðinn til SFS
Guðmundur
Þórðarson