Morgunblaðið - 06.04.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.04.2022, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 ✝ Björg Ólafs- dóttir fæddist á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi á Snæ- fellsnesi 19. mars 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn 25. mars 2022. Foreldrar hennar voru Kristólína Kristjánsdóttir frá Norður-Bár í Eyrar- sveit, f. 1885, d. 1960, og Ólafur Bjarnason, frá Hofi á Kjalarnesi, bóndi og hreppstjóri á Brim- ilsvöllum, f. 1889, d. 1982. Systkini Bjargar voru: Sigurður, f. 1916, lyfsali í Reykjavík, d. 1993. Rögn- valdur, f. 1917, framkvæmdastjóri á Hellissandi, d. 1994. Hrefna, f. 1919, d. 1934. Bjarni, f. 1923, póst- og símstjóri í Ólafsvík, d. 2010. Kristján, f. 1924, d. 1945, og Hlíf, f. 1927, meinatæknir í Reykjavík, d. 2012. Björg giftist Sigurjóni Sigurðs- syni, bankamanni í Reykjavík, 25. október 1947. Sigurjón fæddist í Reykjavík 24. júlí 1920. Hann lést 5. febrúar 2013. Foreldrar hans voru Sigurður Helgi Jóhannsson, sjómaður og vaktmaður í Reykja- vík, f. 1894, d. 1976, og Jónína Kristjana Sigurðardóttir, hús- móðir, f. 1890, d. 1930. Börn Bjargar og Sigurjóns eru: 1) Snorri, verkfræðingur, f. 1948, Áslaugar og Björns Brynjúlfs Björnssonar eru Birta, fréttamað- ur, og Brynja, leikmyndahönnuð- ur. Dóttir Áslaugar og Guðjóns Bjarnasonar er Anna, banka- starfsmaður. Börn Birtu og Sveins Loga Sölvasonar eru Herdís Anna, Óttar og Sölvi Brynjar. Börn Brynju og Hjartar Jóhanns Jónssonar eru Jón Egill og Birta Hallgerður. Sonur Önnu og Geirs Njarðarsonar er Rökkvi. Börn Geirs eru Elísabeth Ástrós og Fáfnir Thór. Björg ólst upp í foreldrahúsum á Brimilsvöllum. Hún var í far- skóla í Fróðárhreppi, Héraðsskól- anum í Reykholti og Húsmæðra- skólanum í Reykjavík. Á árunum 1938 til 1947 vann hún við af- greiðslustörf í Reykjavík og kenndi við Barnaskólann í Ólafs- vík. Hún vann sem plötusnúður um skeið á Hótel Borg á stríðs- árunum, sennilega fyrsti Íslend- ingurinn með það starfsheiti. Þeg- ar börnin fæddust sneri hún sér alfarið að húsmóðurstörfum. Hún var öll sumur á Brimilsvöllum fram til 1960 með börnum sínum og aðstoðaði foreldra sína við heimilisstörfin og búskapinn. Björg og Sigurjón bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap, þar af í Hólmgarði 33 frá 1958 til 2012. Björg bjó í Sólheimum 25 frá 2013 til 2019 þegar hún flutti á Seltjörn. Útför Bjargar verður gerð frá Áskirkju í dag, 6. apríl 2022, og hefst athöfnin kl. 11. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat kvæntur Önnu Birnu Ragn- arsdóttur, hjúkr- unarfræðingi, f. 1949. Dætur Önnu Birnu og Sigurjóns Mýrdal eru Ingi- björg Ósk, kennari, og Erla Rún, ljós- móðir. Dætur Ingi- bjargar Óskar og Leós Lúðvíkssonar eru Sóley Dúfa og Móeiður Ýr. Sonur Leós er Lúð- vík Þór. Sonur Lúðvíks er Leó. Börn Erlu Rúnar og Þorvarðar Benediktssonar eru Daði Hrafn, Jökull Örn og Sædís Ylfa. 2) Hrefna, líffræðingur, f. 1950, gift Sigurði Sveini Snorrasyni, líf- fræðingi, f. 1951. Þeirra börn eru Björg, hjúkrunarfræðingur, og Snorri, líffræðingur. Sonur Bjarg- ar og Eiríks Vigfússonar er Vig- fús Þór. Björg er í sambúð með Kötlu Ástvaldsdóttur. Börn Kötlu eru Daníel, Klara og Breki. Snorri er í sambúð með Greipi Gíslasyni. 3) Kristján, fréttamaður, f. 1955, kvæntur Áslaugu Óttarsdóttur bókasafnsfræðingi, f. 1957. Dætur hans og Ingibjargar Haralds- dóttur eru Brynja, íþróttakennari, og Arna, verkfræðingur. Synir Brynju og Guðmundar Páls Atla- sonar eru Björn Héðinn og Magn- ús Thor. Dóttir Örnu og Hafþórs Arnar Péturssonar er Ása. Dætur Björg tengdamóðir mín er farin yfir móðuna miklu einungis sex dögum eftir að hún hélt upp á 101 árs afmælið með afmælistertu, blómum og söng. Ég kynntist Böggu - en svo var hún ætíð kölluð – og Golla (Sig- urjóni) árið 1973 þegar við Hrefna vorum í tilhugalífinu. Hrefna bjó þá í foreldrahúsum ásamt yngri bróður sínum, Kristjáni, og afa sínum, Ólafi Bjarnasyni. Þegar Böggu varð ljóst að einhver alvara fólst í heimsóknum mínum til dótt- urinnar bauð hún mér í mat svona til þess að sjá og heyra frekari deili á þessum huldumanni. Eftir þetta má segja að ég hafi gerst heimagangur í Hólmgarðinum. Þar ríkti í senn mikil samheldni og gestrisni og ég áttaði mig fljótt á því hve stóran þátt Bagga átti í því að skapa þessa hlýlegu og stað- föstu umgjörð um heimilishaldið. Líkt og Golli var Björg sann- kallaður öðlingur. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni. Öll hennar samskipti við aðra – að meðtöldum undirrituð- um – einkenndust af jákvæðni og nærgætni en jafnframt miklum áhuga á högum annarra, jafnt skyldra sem óskyldra. Einstakt var hve hún lagði sig fram um að halda góðu sambandi við ættingja sína og nánustu vini. Samband hennar við Hrefnu var afar náið og varla leið sá dagur að þær töl- uðu ekki saman. Félagslyndi hennar sýndi sig vel á 100 ára af- mælinu, en þá var svo komið að hún var sú eina sem eftir lifði af ættmennum sínum og vinum af sömu kynslóð. Þarna mættu, auk barna og barnabarna, systra- og bræðrabörn og makar þeirra o.fl. Bagga var ekki í neinum vandræð- um með að spjalla við fulltrúa næstu tveggja kynslóða um heima og geima og þrátt fyrir að vera komin í hjólastól reyndist hún að lokum vera hvað þaulsætnust í þessu partíi. Margt kemur upp í hugann er ég minnist Böggu, til að mynda samverustundir úti í garði í Hólm- garðinum í sólskini eða í sumarbú- stað í Húsafelli. Ósjaldan mætti Hlíf systir hennar í þessar sól- baðssamkomur en þær systur voru einstaklega nánar. Þarna var alltaf glatt á hjalla og aldrei brást að fram væri borið kaffi og kræs- ingar. Bagga og Golli höfðu mjög gaman af ferðalögum og upp úr fimmtugu fóru þau margar ferðir til sólarlanda, bæði til að slaka á á fallegum ströndum og til að kynn- ast lifnaðarháttum og menningu innfæddra. Sérlega minnisstæðar eru heimsóknir þeirra til okkar Hrefnu á námsárum okkar í Ban- gor í Wales og til Liverpool í Eng- landi og svo til Guelph í Kanada þar sem við vorum í rannsóknar- leyfi 1988. Síðustu tæp þrjú árin í lífi Böggu dvaldi hún á Seltjörn. Hún var einstaklega skýr í sinni allt fram á 101. aldursárið og hélt mjög virku sambandi við börn sín og barnabörn. Hún var í miklu uppáhaldi hjá börnunum okkar, sem heimsóttu hana reglulega. Síðustu mánuðirnir, þegar hreyfi- getan minnkaði, voru vafalítið erf- iðari en við getum gert okkur grein fyrir. Hún var ekki mikið fyrir að kvarta við okkur aðstand- endurna – vildi greinilega ekki íþyngja okkur með víli um heilsu- leysi. Ég kveð Björgu með söknuði en minning hennar mun lifa með nafninu – hún var sannkallað bjarg sem margir treystu á. Sigurður Snorrason. Í dag kveðjum við skemmtilega konu sem var mér mjög kær. Ég var svo heppin að vera tengda- dóttir hennar. Þegar við kynnt- umst var hún áttræð og það er merkilegt til þess að hugsa að ég skuli hafa fengið að njóta samvista við hana í 21 ár og fyrir það er ég mjög þakklát. Bagga var ljúf í lund, jákvæð og skemmtileg. Sá alltaf það góða í öllum og var manna flinkust að gera grín að sjálfri sér. Þegar Bagga var orðin 91 árs og Golli kominn á hjúkr- unarheimili þá stungum við upp á því að hún flytti á hæðina til okkar í Sólheimum þegar íbúð við hliðina á okkur losnaði. Hún sló til. Í Sól- heimum átti hún 7 mjög góð ár og dásamaði mjög útsýnið sem hún mat svo mikils. Fólk sem þekkti ekki til Böggu spurði mig í forundran hvort það væri virkilega góð hugmynd að tengdamamma byggi við hliðina á mér. Þeim sem þekktu Böggu leist hins vegar afar vel á. Enda kom í ljós að sambúð okkar gekk eins og best verður á kosið. Í hvert sinn sem ég kíkti við var boðið upp á púrtvínsstaup. Yfirleitt þáði ég staupið og við skáluðum, spjölluð- um og hlógum. Það var í raun að- eins eitt sem okkur greindi á um. Hún var sjálfstæðiskona af gamla skólanum, en ég á vinstri vængn- um. Þar sem lífsskoðanir okkar fóru saman þá fannst mér alveg tilvalið að hún tæki kosningapróf á netinu. Ég kom með tölvuna og bar upp erindið. Hún hélt nú ekki, þverneitaði að taka prófið og sagð- ist ekki ætla að komast að því á gamalsaldri að hún hefði ef til vill kosið rangan flokk alla tíð. Það var ævintýri að ferðast með henni um bernskuslóðirnar. Hún mundi öll örnefnin og sagði okkur ótal skemmtilegar sögur. Ég gleymi því aldrei þegar við heimsóttum kirkjugarðinn við Brimilsvallakirkju. Hún stóð í miðju kríugerinu og sagði okkur sögur og lét þær ekki trufla sig hið minnsta. Ég mun heldur aldrei gleyma handboltaáhugakonunni Böggu. Það var mín besta skemmtun að fylgjast með henni horfa á leiki landsliðsins, þvílík innlifun. Þegar liðið kom heim með silfrið 2008 er talið að um 40 þús. manns hafi verið á Arnarhóli til að fagna komu þeirra. Ein þeirra var tengdamamma, þá 87 ára. Það er ekki hægt að skrifa um Böggu án þess að minnast á Golla. Hann lést árið 2012 en þá höfðu þau verið saman í 70 ár. Samband þeirra var einstaklega fallegt, það fór ekki fram hjá þeim sem til þeirra sáu að þau voru miklir vinir og nutu þess að vera saman. Þau voru alla tíð skotin hvort í öðru. Bagga flutti á Seltjörn sumarið 2019. Þar leið henni vel og var ánægð. Hún hélt allt til loka sinni ljúfu lund og alltaf var stutt í glettnina. 101 árs líkaminn var eðlilega orðinn lúinn og hún kvaddi sátt. Hún var ánægð með sitt fólk og þakklát fyrir lífsgöng- una og beið spennt eftir því að hitta Golla sinn að nýju. Hún bjóst aldrei við því að ná þessum aldri. Þegar hún varð sextug fór hún í lagningu í tilefni af afmælinu. Hárgreiðslukonan áttaði sig á því að sjónin var eitthvað að trufla þá sextugu og benti henni á að fá sér ný gleraugu. „Æ, það tekur því ekki.“ Síðan liðu rúmlega fjórir áratugir. Blessuð sé minning ynd- islegrar konu. Áslaug Óttarsdóttir. Í dag kveðjum við elsku ömmu mína og nöfnu Björgu Ólafsdóttur frá Brimilsvöllum. Margs er að minnast á þeim tæplega fimmtíu árum sem við höfum fylgst að. Við amma höfum alltaf verið mjög nánar. Ég er elsta barna- barnið og fyrstu sjö ár ævi minnar hafði ég hana alveg út af fyrir mig. Amma og afi heimsóttu okkur til Englands þegar við litla fjölskyld- an bjuggum þar og eftir að við fluttum heim var ekkert skemmti- legra en að fara til ömmu og afa í Hólmgarðinn. Amma var líka mik- ið hjá okkur þar sem hún passaði okkur systkinin á meðan foreldrar okkar voru i vinnunni. Hólmgarð- ur 33, þar sem hún bjó með afa í tæp sextíu ár, var algjör ævintýra- heimur. Garðurinn fallegur og vel hirtur, leynistígar, skúr sem hægt var að príla upp á og nóg af rab- arbara. Í minningunni er alltaf sól og ég sé afa á bumbunni og ömmu á brjóstahaldaranum fyrir mér kaffibrún og sæl í garðinum góða. Og oftar en ekki var Dedda frænka mætt í garðpartíið og þá var gaman. Amma nennti alltaf að dunda eitthvað með manni. Þegar hún vann eitt sinn í raftækjabúð á Hverfisgötunni gátum við setið tímunum saman og spilað löngu- vitleysu því stundum kom enginn viðskiptavinur inn allan daginn. Hún tók mig með í jógatíma og ég horfði opinmynnt á þessar „gömlu konur“ fetta sig og bretta og gefa frá sér skrítin hljóð. Hún kenndi mér að hekla og prjóna enda mikil hannyrðakona. Þau eru ófá teppin sem hún heklaði og gaf öllum sín- um afkomendum og frændsystk- inum. Hún var þessi ömmulega amma sem öllum þótti vænt um, faðmurinn hlýr og brosið bjart. Hún bjó til bestu pönnukökur í heimi og jólaísinn hennar verður aldrei toppaður. Hún sýndi okkur afkomendum alltaf mikinn áhuga og fylgdist vel með öllu því sem við vorum að gera, var stolt af sigrum og gaf góð ráð þegar eitt- hvað bjátaði á. Amma var alla tíð mjög hraust en fyrir rúmum þremur árum fór líkaminn að þreytast og flutti hún þá inn á hjúkrunarheimilið Sel- tjörn á Seltjarnarnesi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að umgangast hana daglega þar því ég starfaði á heimilinu á þessum tíma. Þetta var mjög dýrmætur tími og afskaplega mikilvægur því covid var í algleymingi og engar heimsóknir leyfðar í langan tíma. Þar var hún sátt og naut þess að vera þar í fallegu um- hverfi. Síðan var ekki verra að geta farið upp á þak og horft til vesturs á jökulinn sem var henni svo kær. Núna nokkrum dögum eftir 101 árs afmælið fannst henni þetta vera orðið gott og kvaddi okkur sátt föstudagskvöldið 25. mars sl. Hún átti gott líf með elsku afa og var þakklát fyrir góða heilsu hjá sér og sínum. Nú ertu komin í sumarlandið þar sem afi, Dedda og öll hin systkinin þín taka vel á móti þér. Nú getið þið farið saman og hlaupið kringum hundakofann í sveitinni ykkar sem átti hug þinn alla tíð. Takk fyrir samfylgdina elsku amma, takk fyrir alla ástina og allt sem þú kenndir mér um lífið. Þín Björg (Bagga). Björg Ólafsdóttir - Fleiri minningargreinar um Björgu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð sem okkur var sýnd við andlát og útför EGILS VIÐARS ÞRÁINSSONAR skipstjóra, Ólafsvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar og Jaðars fyrir einstaka alúð og umhyggju. Hrefna Guðbjörnsdóttir Guðbjörn Sigfús Egilsson Guðrún Anna Oddsdóttir Þráinn Viðar Egilsson Svandís Jóna Sigurðardóttir Elísabet Hrönn Egilsdóttir Jón Hjörtur Harðarson Soffía Elín Egilsdóttir Friðbjörn Ásbjörnsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ BJÖRNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg föstudaginn 25. mars. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju 12. apríl klukkan 13. Björn Kristjánsson Svanhildur Guðmundsdóttir Sveinlaugur Kristjánsson Málfríður Jónsdóttir Kristján Kristjánsson Jóhanna Erla Pálmadóttir Guðrún Rebekka Kristjánsd. Ómar Örn Ragnarsson María Ingibjörg Kristjánsd. barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA GUÐRÚN FILIPPUSDÓTTIR, Hlaðbæ 18, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 29. mars. Útförin verður frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 7. apríl klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Landsbjörg. Guðrún Björnsdóttir Kristín Björnsdóttir Magni Jónsson Guðbjörg Árnadóttir Þráinn Örn Ásmundsson Árni Þór Árnason Agneta Lindberg barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, STEFNIR E. MAGNÚSSON, Leifsstöðum II, Eyjafjarðarsveit, lést 2. apríl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. apríl klukkan 13. Athöfninni verður streymt á facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - beinar útsendingar. Aðalsteinn Stefnisson Tinna Arngrímsdóttir Jóhanna Stefnisdóttir Kjartan Ingi Kjartansson Stella Maren Kjartansdóttir systkini hins látna Elsku pabbi okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ANTON HELGI JÓNSSON loftskeytamaður, Mosabarði 10, Hafnarfirði, lést á Landakoti miðvikudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 11. apríl og hefst athöfnin klukkan 11. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landakots L-4 og L-5 fyrir kærleiksríka umönnun. Bragi Antonsson Ann-Katrin Ryjkov Gunnar Már Antonsson Guðrún Lára Guðmundsdóttir Guðrún Antonsdóttir Dan Hillergård Anton Már Antonsson Helga María Guðjónsdóttir Auður Lísa Antonsdóttir Egill Örlygsson Sigurður Hilmar Gíslason barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur vinur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN THOMSEN HOLM, Framnesvegi 17, Keflavík, lést á Hrafnistu Hlévangi föstudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 11. apríl klukkan 13. Valgerður Kristinsdóttir Jóna Fanney Holm Guðfinnur Kjartansson Jón Anton Holm Hanna Vilhjálmsdóttir Kristín Ingunn Holm Guðbergur Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.