Morgunblaðið - 06.04.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.2022, Blaðsíða 18
Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Sýningakerfi Prentun Raðauglýsingar Tilkynningar Auglýsing um endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Ölfuss Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 31. mars síðast- liðinn nýtt aðalskipulag til auglýsingar í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið kemur í stað aðalskipulags Ölfuss 2010-2022. Skipulagstillagan samanstendur af forsenduhefti, umhverfisskýrslu, greinargerð, sveitarfélagsuppdrætti og skipulagsuppdráttum fyrir þéttbýlin Þorlákshöfn og Árbæ auk fylgigagna. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimsíðu sveitarfélagins Ölfuss á slóðinni www.olfus.is. Þar er meðal annars að finna slóð á gagnvirka heimasíðu tillögunnar. Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn og í anddyri Skipulags- stofnunar, Borgartúni 7b frá 6. apríl til 18. maí 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 18. maí 2022 eða í pósti á: Skipulagsfulltrúi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi Ölfuss Aðalskipulag Rangárþings eystra 2020-2032 Heildarendurskoðun Sveitarstjórn Rangárþings samþykki á fundi sínum þann 20.12.2021 að auglýsa tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Rangárþings eystra skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er auglýst ásamt forsendu- hefti og umhverfismatsskýrslu sbr. 15. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Tillagan inniheldur greinargerð, umhverfismatsskýrslu, sveitarfélags- og þéttbýlisuppdrætti fyrir Hvolsvöll og Ytri-Skóga ásamt séruppdráttum. Í aðalskipulagi er sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðarþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Tillögunni er ætlað að leysa af hólmi gildandi aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024. Aðalskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4 á Hvolsvelli og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b, 105 Reykjavík frá og með 6. apríl 2022. Einnig má nálgast öll gögn tillögunnar rafrænt á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is. Tillagan er auglýst frá og með frá 6. apríl með athugasemdafresti til 18. maí 2022. Þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu berast skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 4, 860 Hvolsvöllur eða á netfangið bygg@hvolsvollur.is. F.h. Rangárþing Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra. Skálabrekka – Deiliskipulagstillaga Um er að ræða 3,74 ha spildu þar sem m.a. verður heimilt að byggja tveggja hæða íbúðarhús, með hámarks- hæð allt að 8,5m frá botnplötu. Hólmaflöt – Deiliskipulagstillaga Um er að ræða nýtt deiliskipulag á lóðinni Hólmaflöt. Á byggingarreit B1 er gert ráð fyrir íbúðarhúsi, allt að 140 m2 og á byggingarreit B2 er gert ráð fyrir tveimur 30 m2 gestahúsum. Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 6. apríl nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 18. maí nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. F.h. Rangárþings eystra Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Pílukast kl. 13. Innipútt kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Sími 411 2600. Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 11.30. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Bústaðakirkja Ekkert starf verður í safnaðarsalnum í dag miðviku- dag, þar sem félagsstarfið fer í heimsókn á Akranes. Sjáumst svo eftir páska. Starfsfólk Bústaðakirkju. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qi-gong kl. 7-8. Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl. 9.45-10. Ljóðahópur Soffíu kl. 10-12. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30- 12.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10.Tálgun með Valdóri kl. 13- 15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Kl. 9 Pool-hópur í Jónshúsi Kl. 9 leirnámskeið í Smiðju. Kl. 10 gönguhópur frá Jónshúsi. Kl. 10.30 skák og scrabble í Jónshúsi. Kl. 11 stóla-jóga í Kirkjuhvoli. Kl. 12.30-15.40 brids í Jónshúsi Kl. 13 göngu-hópur frá Smiðju. Kl. 15 / 15.40 / 16.20 vatnsleikfimi í Sjálandi. Kl. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhvoli. Guðríðarkirkja. Félagsstarf eldri borgara kl. 12. Helgistund, fyrir- bænir og söngur. Sigrjón Örn Sturluson frá Ultraform kemur og spjallar og sprellar með okkur. Matur í safnaðarheimilinu kr. 1500.- kaffisopi og spjall. Hlökkum til að sjá ykkur. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9- 11. Ganga með Evu kl. 10-11, allir velkomnir. Útskurður með leiðbein- anda kl. 9-12, 500 kr. skiptið. Hraunsel Billjard kl. 8-16. Stóla jóga kl. 10. Línudans kl. 11. Bingó kl. 13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall kl. 8.30-10.30. Handavinna, opin vinnustofa kl. 13-16. Brids kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30-12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10. Páska- bingó kl. 13. Qi-gong, frír prufutími kl. 16.30. Gleðin býr í Borgum. Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni. Postulínsmálun í hand- verksstofu kl. 9-12. Bókband í smiðju kl. 9-12.30. Myndlist í hand- verksstofu kl. 13-16. Bókband í smiðju kl. 13-16.30. Hinn sívinsæli dansleikur með Vitatorgsbandinu er svo á sínum stað kl. 14-15 og síðdegiskaffið. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartan- lega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Skólabraut, kaffikrókur kl. 9. Leir kl. 9. Botsía kl. 10. Billjard Selinu kl. 10. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.Timburmenn, Valhúsaskóla kl. 13. Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13. Handa- vinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Allir velkomnir. alltaf - allstaðar mbl.is 18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 hljóp í skarðið fyrir hana þegar illa viðraði. Þegar loðnan brást hætti pabbi til sjós. Mamma og pabbi voru tilbúin að taka við reiðhjólaverk- stæðinu og hófu reksturinn undir heitinu Músík og sport. Örn fór til Spánar til frekara náms í gítar- leik. Klassískur gítarleikur átti hug hans allan. Æ síðan kenndi hann og kom fram sem gítarleik- ari á ýmsum viðburðum. Hugur pabba leitaði á haf út. Hann keypti sér lítinn bát. Örn fór oft á sjóinn með honum og var innan handar þegar þurfti dytta að bátnum. Örn var ætíð tilbúinn að rétta fram hjálparhönd og má með sanni segja að hann hafi verið þúsundþjalasmiður. Á níunda áratugnum fluttu Örn og Didda eiginkona hans til Sví- þjóðar. Þau komu sér upp fallegu heimili. Örn vann sem tónlistar- kennari eins og hann hafði gert á Íslandi. Dætur þeirra hafa búið þar alla tíð síðan. Ragnheiður starfar sem bráðahjúkrunarfræð- ingur og Arna Þöll viðskiptafræð- ingur og rekur eigið fyrirtæki. Huldar Freyr sonur þeirra settist að á Íslandi og hefur getið sér gott orð sem afbragðshljóð- maður við kvikmynda- og þátta- gerð. Örn var alla tíð afar stoltur af börnum sínum og hvatti þau til dáða. Þegar við heimsóttum Örn og fjölskyldu hans skömmu fyrir andlát hans var ljúft að heyra hversu börnin hans voru þakklát honum fyrir þá umhyggju og að- stoð sem hann ætíð veitti þeim og börnum þeirra. Við minnumst Arnar bróður okkar með hlýhug og söknuði og sendum Diddu og börnunum hug- heilar samúðarkveðjur. Erla Aradóttir, Kristjana Aradóttir, Kristján Arason, Arndís Aradóttir. Það er komið að kveðjustund. Æskuvinur og uppeldisbróðir minn, gítarleikarinn og kennarinn Örn Arason, sem lést 22. febrúar sl. eftir stutta sjúkrahúslegu, verður kistulagður nú í vikunni í Svíþjóð nokkrum dögum áður en hann hefði orðið 71 árs. Við vorum systkinasynir og á fyrsta aldursári okkar fluttum við í tvíbýlishús sem foreldrar okkar höfðu reist á kletti við Álfaskeið í Hafnarfirði. Samskipti okkar Arnar voru því náin strax í upp- hafi. Við ólumst upp í ævintýra- heimi hraunsins þar sem ýmis- legt var brallað, stórhuga strákar sem átta ára ákváðu að grafa nið- ur til Kína eftir að hafa hlustað á kristniboða halda fyrirlestur um trúboð þar í KFUM á Hverfis- götunni. Sprunga í klettinum fyrir framan eldhúsgluggann á Álfa- skeiðinu varð fyrir valinu og gáf- umst við upp eftir meters holu í áttina að áfangastað. Þá fannst okkur tilvalið að hafa sundlaug í gjótunni við húsið og bárum burt hestburði af grjóti úr henni. Leynifélagið Zorro var svo stofn- að uppi á háalofti og því fagnað með því að stela hálfhertum fiski úr þurrkofni pabba Arnar. Svo gekk Bítlatíminn í garð og báðir hrifumst við með. Ég sem hlustandi en Örn tók þetta skref- inu lengra og hóf nám í klassísk- um gítarleik hjá Eyþóri Þorláks- syni gítarleikara við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. En Örn fylgdist líka vel með því sem var að gerast í rokkheimum og eftir að hann stofnaði versl- unina og hjólreiðaverkstæðið Músík og sport í viðbyggingu við hús ömmu Línu var hann ætíð með nýjustu plöturnar í rekkun- um. Meðal listamanna sem þar var að finna voru margar af fram- sæknustu hljómsveitum rokk- sögunnar og ýmis gimsteinninn rataði þaðan í plötusafn mitt. Ég minnist þess þegar ég gerði upp gamalt reiðhjól á verk- stæðinu hjá Erni. Ógleymanleg- ar stundir við að pússa burt ryð, skrúfa í sundur og setja aftur saman, í smurolíu- og lakkmáln- ingarvímu við undirleik Pink Flo- yd, Greatful Dead eða Rolling Stones. Síðan skildi leiðir. Örn fór til Barcelóna í áframhaldandi gítar- nám og þegar hann kom aftur heim höfðum við Gyða tekið til við kennslu í Nesjaskóla við Hornafjörð. Örn og Didda verðandi eigin- kona hans heimsóttu okkur þangað og áttum við góðar stund- ir saman. Síðan fluttum við Gyða til Svíþjóðar og dvöldum þar í átta ár. Eftir heimkomuna hittumst við af og til en síðan fluttu Örn og Didda til Staffanstorp í Svíþjóð og þangað heimsóttum við þau hjónin eitt sinn og dvöldum hjá þeim í góðu yfirlæti. Við Gyða sendum Diddu og börnum og barnabörnum þeirra Arnar innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Á. Friðþjófsson. Örn Arason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.