Morgunblaðið - 06.04.2022, Síða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
hafðu það notalegt
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„STARFSMANNALEIGAN SENDI MIG.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... strandferð
með smáfólkinu á
góðviðrisdegi.
ÉG MEÐ BLÚS… VERSTU TEGUND
AF BLÚS…
ÉG ER MEÐ „PÍTSUSENDILLINN-
FÓR-MEÐ-PÍTSUNA-MÍNA-Í-
RANGT-HÚS“ BLÚS
HUNANG ELDAÐI Í KVÖLD.
PASSAÐU AÐ HRÓSA MATNUM.
ÉG VERÐ AÐ SEGJA AÐ
ÞESSAR KJÖTBOLLUR ERU
ÞÆR BESTU SEM ÉG HEF
NOKKRU SINNI SMAKKAÐ!
ÞETTA ER SÓSAN!
Ú Ú Ú P S
„LÆKNIRINN FÓR HEIM FYRIR
KLUKKUTÍMA. VIÐ ÆTTUM LÍKLEGA AÐ
SEGJA ÞEIM ÞAÐ ÞEGAR VIÐ KOMUM ÚR
HÁDEGISMAT, EF VIÐ MUNUM EFTIR ÞVÍ.“
1953, kennara. Þau eru búsett á
Grandavegi í Reykjavík. Foreldrar
Jónínu voru Kristján Eiríksson, f.
6.9. 2921, d. 18.10. 1984, hæsta-
réttarlögmaður, og Eiríka Kristín
Þórðardóttir, f. 28.3. 1928, fv. rit-
ari seðlabankastjóra, búsett í
Reykjavík
Börn Boga og Jónínu Maríu
eru: 1) Ágúst, f. 25.10. 1980, með
meistaragráðu í stjórnmálafræði
frá Stokkhólmsháskóla og er sér-
fræðingur hjá rannsóknastofn-
uninni Nordregio, rannsóknar-
stofnun Norrænu ráðherra-
nefndarinnar, í Stokkhólmi.
Eiginkona hans er Valgerður
Árnadóttir, f. 1984, barnalæknir í
Stokkhólmi. Börn þeirra eru Bogi,
2011, Fríða María, f. 2014, og
Iðunn María, f. 2020; 2) Þórunn
Elísabet, f. 22.6. 1986, með meist-
aragráðu í evrópskum stjórn-
málum og alþjóðamálum frá
Edinborgarháskóla og er umsjón-
armaður Morgunvaktarinnar á
Rás 1. Eiginmaður hennar er Jón
Benediktsson, f. 1988, sérfræð-
ingur hjá Talnakönnun. Börn
þeirra eru Jónína María, f. 2018,
og Benedikt, f. 2021; 3) Jónína
Guðný, f. 13.12. 1987, BA í fé-
lagsfræði frá HÍ og hjúkrunar-
fræðingur, vinnur við heima-
hjúkrun hjá Reykjavíkurborg.
Eiginmaður hennar er Guðmundur
Óskar Guðmundsson, f. 1987, tón-
listarmaður. Börn þeirra eru
Ágúst Þór, f. 2013, og Emilía
María, f. 2020.
Systir Boga var Emilía, f. 26.5.
1960, d. 9.4. 2018, skrifstofumaður,
síðast búsett í Grindavík. Eigin-
maður hennar var Yuzuru Ogino
fiskitæknifræðingur, einnig látinn.
Dóttir þeirra er Yuriko.
Foreldrar Boga voru Ágúst
Jónsson, f. 2.8. 1926, d. 26.12.
1996, skipstjóri í Reykjavík, og
Jónína Guðný Guðjónsdóttir
Kelpien, f. 26.8. 1931, d. 14.7.
1973, húsmóðir í Reykjavík og
Fort Lauderdale í Flórída,
Bandaríkjunum.
Bogi
Ágústsson
Jónína Guðný Pálsdóttir
húsfreyja á Ytri-Brennihóli og Akureyri
Bogi Ágústsson
bóndi á Ytri-Brennihóli í
Kræklingahlíð, síðar keyrari á Akureyri
Elísabet Bogadóttir
verkakona á Akureyri og í
Reykjavík, bjó síðast í Grindavík
Guðjón Einarsson
verslunarmaður í Reykjavík
Jónína Guðný
Guðjónsdóttir Kelpien
húsmóðir í Reykjavík og
Fort Lauderdale, Flórída
Guðrún Jónasdóttir
húsmóðir í Hafnarfirði
Einar Ólafsson
steinsmiður í Hafnarfirði
Ágústa Sigfúsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Sighvatur Bjarnason
bankastjóri og bæjarfulltrúi
í Reykjavík
Emilía Sighvatsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Jón Kristjánsson
læknir í Reykjavík
Gróa Ólafsdóttir
húsfreyja í Víðidalstungu
Kristján Jónsson
bóndi í Víðidalstungu í Víðidal, V-Hún.
Ætt Boga Ágústssonar
Ágúst Jónsson
skipstjóri í Reykjavík
Karlinn á Laugaveginum orti á
laugardaginn:
Vorið kemur veit ég senn
og vísast lygnir;
sama veðrið úti enn
og hann rignir.
Skúli Pálsson orti á fésbók og tók
fram, að bragarhátturinn héti vik-
henda:
Vorið kemur varlega í bæinn,
velgir mold og vekur af
vetrarblundi fræin.
Upp úr moldu mjóir gægjast angar
svona litlir sem að í
sólargeisla langar.
Hingað yfir hafið flýgur tjaldur;
héðan undan hlýjum blæ
hopar vetur kaldur.
Magnús Geir Guðmundsson svar-
aði:
Engin hefur orðin skort,
með „Yrkislandið“ fyrir stafni.
Virkilega vel er ort,
í vikhendunnar góða nafni!
Á Boðnarmiði yrkir Davíð Hjálm-
ar Haraldsson gagararvillu um list
og listamannalaun:
Listamannalaunastúss
lítið tíðkast hér með oss.
Fá þeir mest sem taka túss
og teikna menn að pissa í kross?
Jón Ingvar Jónsson yrkir:
Mér er sæmst að hengja haus
og horfa niður,
enda hæfileikalaus
ljóðasmiður.
Hallmundur Guðmundsson fer
með „nokkurra ára gamalt hnoð
sem enn passar við verald-
arvafstrið“:
Þó forræði okkar sé algert
og andartak lofað í hástert
er nútíminn nóta í konsert
með náttúruhljómfallið lofsvert.
Nú víðast hvar veröld er ósnert
en vargana tilætlan forhert.
Þó standi allt stöðugt og bísperrt
er stuggur af því sem er vitskert.
Guðný Jakobsdóttir rifjar upp
vísur eftir Guðjón Jóh.:
Að mjólka kýr og moka flór er mesta
gaman.
Dunda við það dögum saman.
Íþrótt sú er öðru sporti æðri og meiri.
Iðka hana ættu fleiri.
Kýrrassanna tók ég trú og tryggur
henni.
Engu trúa öðru nenni.
Beljur eru besta fólk og bændur líka.
Óspart sinni fegurð flíka.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vorið kemur og glatt
syngur þrösturinn