Morgunblaðið - 06.04.2022, Side 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022
Meistaradeild karla
8-liða úrslit, fyrri leikir:
Manchester City – Atlético Madrid........ 1:0
Benfica – Liverpool .................................. 1:3
England
B-deild:
Reading – Stoke....................................... 2:1
- Jökull Andrésson var ekki í leikmanna-
hópi Reading.
Staða efstu liða:
Fulham 38 24 8 6 92:32 80
Bournemouth 37 21 9 7 62:33 72
Huddersfield 40 18 12 10 52:43 66
Luton 40 18 11 11 59:45 65
Sheffield Utd 40 18 10 12 53:41 64
Middlesbrough 38 18 8 12 52:40 62
Blackburn 40 17 11 12 51:41 62
Nottingham F. 37 17 10 10 57:36 61
C-deild:
Bolton – Portsmouth............................... 1:1
- Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn
fyrir Bolton.
Staða efstu liða:
Wigan 39 25 8 6 70:35 83
MK Dons 41 24 10 7 68:39 82
Rotherham 39 24 8 7 64:25 80
Plymouth 41 23 8 10 67:40 77
Sheffield Wed. 40 20 12 8 66:43 72
Wycombe 41 20 12 9 68:48 72
Sunderland 40 20 10 10 67:48 70
Oxford United 41 20 9 12 75:52 69
Ítalía
B-deild:
Ternana – Lecce ...................................... 1:4
- Þórir Jóhann Helgason kom inn á sem
varamaður á 66. mínútu hjá Lecce en Davíð
Snær Jóhannsson var ekki í hópnum.
SPAL – Cosenza....................................... 2:2
- Mikael Egill Ellertsson lék ekki með
SPAL vegna meiðsla.
>;(//24)3;(
Evrópudeild karla
16-liða úrslit, seinni leikir:
GOG – Bidasoa..................................... 33:31
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 13 skot í
marki GOG.
_ GOG áfram, 63:59 samanlagt og mætir
Nexe.
Sävehof – Kadetten............................. 34:28
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
_ Kadetten áfram á fleiri mörkum skoruð-
um á útivelli og mætir Wisla Plock.
Wisla Plock – Lemgo........................... 28:28
- Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk
fyrir Lemgo.
_ Wisla Plock áfram, 59:56 samanlagt.
Magdeburg – Sporting Lissabon....... 36:35
- Ómar Ingi Magnússon skoraði tíu mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson tvö.
_ Magdeburg áfram, 65:64 samanlagt og
mætir Nantes.
Svíþjóð
8-liða úrslit, annar leikur:
Lugi – Kungälv .................................... 27:21
- Lilja Ágústsdóttir skoraði ekki fyrir
Lugi. Ásdís Þóra Ágústsdóttir er meidd.
_ Lugi vann einvígið 2:0 og er komið áfram
í undanúrslit.
E(;R&:=/D
Subway-deild karla
8-liða úrslit, fyrsti leikur:
Tindastóll – Keflavík .......................... 101:80
_ Staðan er 1:0 fyrir Tindastól.
Valur – Stjarnan ................................... 90:85
_ Staðan er 1:0 fyrir Val.
1. deild kvenna
Úrslit, fyrsti leikur:
Ármann – ÍR......................................... 77:60
_ Staðan er 1:0 fyrir Ármann.
Evrópubikarinn
B-riðill:
Valencia – Ulm .................................. 103:71
- Martin Hermannsson skoraði 8 stig, tók
eitt frákast og gaf átta stoðsendingar á 15
mínútum fyrir Valencia sem hafnaði í 2.
sæti riðilsins og er komið áfram í 16-liða úr-
slit.
>73G,&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
8-liða úrslit karla, fyrsti leikur:
Ljónagryfjan: Njarðvík – KR ............. 18.15
Þorlákshöfn: Þór Þ. – Grindavík ......... 20.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Kórinn: HK – Víkingur ........................ 19.30
Vestmannaeyjar: ÍBV – Grótta........... 19.30
Kaplakriki: FH – Afturelding ............. 19.30
Framhús: Fram – Stjarnan ................. 19.30
KA-heimilið: KA – Selfoss ................... 19.30
Origo-höll: Valur – Haukar.................. 19.30
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Afturelding .. 17.30
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Austurberg: ÍR – Víkingur.................. 20.15
Í KVÖLD!
Sandja Bimpa skoraði 27 stig, tók
fimmtán fráköst og gaf fjórar stoð-
sendingar fyrir Ármann þegar liðið
vann 77:60-sigur gegn ÍR í fyrsta
leik liðanna í úrslitum 1. deildar
kvenna í körfuknattleik í Kenn-
araháskólanum í gær. Telma Lind
Bjarkardóttir skoraði 18 stig fyrir
Ármann og gaf sex stoðsendingar
en Gladiana Jimenez var stigahæst
í liði ÍR með 22 stig og sex fráköst.
Annar leikur liðanna fer fram í
TM-hellinum í Breiðholti hinn 8.
apríl en vinna þarf þrjá leiki til þess
að tryggja sér sæti í efstu deild.
Ármann tók
forystuna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öflug Sandja Bimpa hjá Ármanni
reyndist ÍR-ingum afar erfið.
Bandaríska körfuknattleikskonan
Danielle Rodriguez hefur gert
samning við Grindavík og mun hún
leika með liðinu frá og með næstu
leiktíð. Rodriguez kann greinilega
vel við sig á Íslandi en hún lék með
Stjörnunni og KR frá 2016 til 2020
og var síðan aðstoðarþjálfari karla-
og kvennaliðs Stjörnunnar.
Hún var stoðsendingahæst í efstu
deild árin 2017 og 2019 og var valin
besti erlendi leikmaður deildar-
innar árið 2018. Hún mun einnig
koma að þjálfun hjá yngri flokkum
Grindavíkur.
Rodriguez snýr
aftur á völlinn
Morgunblaðið/Eggert
Grindavík Danielle Rodriguez var
lykilmaður hjá KR frá 2019 til 2020.
FÓTBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Úkraínska knattspyrnukonan Iryna
Mayborodina kom til Íslands fyrir
tveimur vikum en hún ákvað að flýja
heimaland sitt eftir innrás Rússlands
í Úkraínu sem hófst hinn 24. febrúar.
Iryna, sem er 28 ára gömul, flúði
yfir landamærin til Póllands þar sem
hún fékk gistingu hjá kunningja sín-
um sem hún kynntist í gegnum fót-
boltann.
Þaðan lá leiðin til Íslands og bíður
hún nú eftir dvalarleyfi á Íslandi en
hún hefur æft með Fram, sem leikur í
2. deildinni, síðustu daga.
Iryna settist niður með blaða-
manni á litlu kaffihúsi í miðbæ
Reykjavíkur á dögunum þar sem hún
ræddi meðal annars flóttann frá
Úkraínu, knattspyrnuferilinn og
sumarið fram undan.
„Ég er fædd og uppalin í Úkraínu
og ég ólst upp í litlum bæ sem heitir
Volnovakha,“ sagði Iryina en Volno-
vakha, sem er rúmlega 20.000 manna
bær, er staðsettur í Donetsk-héraði í
austurhluta Úkraínu og var hann
nánast lagður í rúst af innrásarher
Rússa.
„Ég eyddi öllum mínum frítíma í
íþróttum þegar ég var lítil. Faðir
minn var mjög virkur þátttakandi í
mínu íþróttauppeldi og ég æfði til að
mynda körfubolta og bardagaíþróttir
á yngri árum. Í kringum 16 ára ald-
urinn byrjaði ég svo að leika mér í
fótbolta en það var ekki starfrækt
kvennalið í Volnovakha á þeim tíma.
Ég æfði þess vegna með strákun-
um til að byrja með og það gekk mjög
vel. Í eitt skiptið kom þjálfari frá
úkraínska kvennaliðinu Donchanka
Donetsk til þess að fylgjast með æf-
ingu hjá okkur. Hann sá eitthvað í
mér og ákvað að bjóða mér samning.
Ég var ekki lengi að stökkva á tæki-
færið og ég hóf því minn knatt-
spyrnuferil með Donchanka Donetsk
sem ég á mikið að þakka.“
Neitaði að trúa
Iryna man vel eftir augnablikinu
þegar Rússar réðust inn í Úkraínu
24. febrúar.
„Það var búið að tala um að það
yrði mögulega stríð í Úkraínu og að
Rússar ætluðu sér að ráðast inn í
landið okkar. Ég hafði enga trú á því
og ég neitaði einfaldlega að trúa því
að það væri að fara að brjótast út
stríð í heimalandinu mínu. Þann 24.
febrúar var ég sofandi inni í herberg-
inu mínu þegar ég heyri móður mína
öskra á mig:
„Vaknaðu Ira! Stríðið er byrjað.“
Ég fékk sjokk og gat varla hreyft
mig. Ég trúði þessu einfaldlega ekki
fyrr en ég heyrði allar sprenging-
arnar. Ég yfirgaf heimili mitt og hélt
að landamærum Póllands. Það tók
mig tvo daga að komast að landa-
mærunum en fjölskyldan mín og vin-
ir urðu flest öll eftir í Úkraínu. Ég
hugsa stanslaust til þeirra og hef
miklar áhyggjur af þeim.“
Ákvað að taka áhættu
Þegar komið var til Póllands
heyrði Iryna fyrst af áhuga Framara.
„Það fyrsta sem ég gerði, þegar ég
heyrði af áhuga Fram, var að fletta
Íslandi upp á landakortinu. Ég hugs-
aði með mér að þetta land gæti ekki
verið lengra í burtu og það heillaði
mig. Ég vissi hins vegar lítið um Ís-
land og ég vildi vita meira áður en ég
tæki ákvörðun um framhaldið. Ég
var dugleg að skoða alls konar mynd-
bönd af Íslandi á samfélagsmiðlinum
Youtube.
Að endingu ákvað ég að taka smá
áhættu og koma til Íslands. Þrátt fyr-
ir að ég sé bara búin að vera hérna í
tvær vikur þá líður mér vel hérna.
Fólkið hérna er mjög vinalegt og það
eru allir brosandi alltaf. Ég er í góðri
vinnu og stelpurnar, þjálfararnir og
allir sem starfa í kringum félagið hafa
tekið mér opnum örmum og fyrir það
er ég ótrúlega þakklát.“
Líkamlegt atgervi mikilvægt
Framarar höfnuðu í 4. sæti 2.
deildarinnar síðasta sumar og léku til
undanúrslita um sæti í efstu deild þar
sem liðið tapaði fyrir Fjarðabyggð/
Hetti/Leikni.
„Ég á ennþá eftir að spila minn
fyrsta leik fyrir félagið en vonandi er
ekki langt í að ég geti hjálpað liðinu.
Það mun eflaust taka mig einhvern
tíma að venjast íslenska fótboltanum
enda er hann mjög frábrugðinn þeim
úkraínska. Í Úkraínu eru leikmenn-
irnir mjög teknískir en hraðinn er
kannski ekki alveg sá sami og á Ís-
landi.
Á Íslandi eru allir leikmenn í mjög
góðu líkamlegu standi og leikurinn
hérna er mjög líkamlegur. Ég þarf að
taka vel á því í ræktinni ef ég ætla
mér að sýna mínar bestu hliðar á Ís-
landi en markmiðið er að hjálpa lið-
inu að vinna 2. deildina og komast
upp um deild. Ég hef ekki sett mér
nein persónuleg markmið fyrir tíma-
bilið og einbeiti mér frekar að því að
hjálpa liðinu að ná sínum mark-
miðum.“
Jafnaður við jörðu
Áttu von á því að snúa aftur til
Úkraínu?
„Ég er ekki farin að hugsa svo
langt. Ástandið í Úkraínu er vægast
sagt hrikalegt og fyrst og fremst
sorglegt auðvitað. Rússneskar her-
sveitir hafa myrt saklausa borgara,
eyðilagt heilu borgirnar sem og mikið
af menningarverðmætum landsins.
Við höfum eytt miklum tíma í að
byggja upp landið okkar og nú er það
allt ónýtt.
Ég hef ekki heyrt í föður mínum í
25 daga en ég er í reglulegu sam-
bandi við móður mína. Heimabærinn
minn hefur verið jafnaður við jörðu
og þar er ekkert rafmagn, hiti, né
símasamband. Ástandið í Úkraínu er
erfitt fyrir alla Úkraínumenn en
þetta er stríð sem við ætlum og mun-
um vinna. Við munum koma sterkari
út úr þessari hræðilegu lífsreynslu og
við munum líka læra betur að meta
allt það góða sem lífið hefur upp á að
bjóða að stríðinu loknu,“ sagði Iryna
Mayborodina í samtali við Morg-
unblaðið.
„Vaknaðu!
Stríðið
er byrjað“
Ljósmynd/Ana Bral
Fram Iryna Mayborodina vonast til þess að spila með Frömurum í sumar.
- Iryna Mayborodina flúði heimaland
sitt þegar innrás Rússlands hófst
Ensku liðin Liverpool og Manchester
City unnu bæði fyrri leiki sína í 8-liða
úrslitum Meistaradeildar Evrópu í
knattspyrnu karla í gærkvöldi.
Liverpool heimsótti Benfica til
Lissabon og vann þar góðan 3:1-sigur.
Luis Díaz, sem kom frá keppinautum
Benfica í Porto í janúar, naut sín vel á
portúgalskri grundu á ný þegar hann
skoraði eitt mark og lagði upp annað
fyrir Liverpool. Sadio Mané og Ibra-
hima Konaté, sem skoraði sitt fyrsta
mark fyrir Liverpool, komust einnig á
blað. Konaté gerði sig svo sekan um
slæm mistök í marki Benfica sem Darw-
in Núnez skoraði. Með tveggja marka
forystu er Liverpool þó í góðri stöðu fyr-
ir síðari leikinn á Anfield í næstu viku.
Englandsmeistarar Man. City lentu í
öllu meiri erfiðleikum með Spánarmeist-
ara Atlético Madríd í Manchester í gær-
kvöldi en Kevin De Bruyne náði þó að
koma boltanum í netið og tryggja liðinu
1:0-sigur. Það er því allt galopið fyrir
síðari leikinn í Madríd eftir slétta viku.
gunnaregill@mbl.is
AFP/Patricia de Melo Moreira
Portúgal Luis Díaz fagnar marki sínu fyrir Liverpool gegn Benfica í gær.
Liverpool og Manchester
City unnu fyrri leiki sína