Morgunblaðið - 11.04.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.04.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022 við tékkneska konu sem hafði verið við Háskóla Íslands og hún fór með okkur í góða skoðunarferð um mið- borg Prag. Við enduðum svo hjá Þóri Gunnarssyni í Restaurant Reykjavík. Við áttum gott spjall við Þóri og lærðum mikið um hvernig var að reka veitingastað í Prag á þessum tíma. Daginn eftir hóuðu vinir okkar í Prag svo í okkur til að fara í skoðunarferð og koma við á góðri ölstofu en um kvöldið var okkur boðið á tónleika. Einhverjir úr sendinefndinni höfðu reyndar farið heim í fússi þegar dagskráin hrundi en við Guðrún og nokkrir fleiri tókum allan pakkann og lögðum okkur fram við að kynn- ast þessum nýju vinum okkar. Tónleikarnir enduðu frekar snemma og þá var ekki um nema eitt að ræða. Við Guðrún buðum afganginum af sendinefndinni á Restaurant Reykjavík í frábæran kvöldverð sem fyrir marga varð reyndar hápunktur ferðarinnar og við Guðrún skoruðum mörg stig við þetta framtak. Svona var alltaf að vera nálægt Guðrúnu. Mikil gleði og sífellt eitthvað áhugavert í gangi. Við gátum rætt endalaust saman um menn og málefni og hún lá aldrei á skoðunum sínum. Hún var vel- viljuð og reyndi að sjá góðu hlið- arnar á flestum málum og fólki. Það var helst að karlarnir í Al- þýðubandalaginu færu nett í taugarnar á henni fyrir að hleypa henni ekki í ráðherrastól sem hún átti reyndar vel innistæðu fyrir. Að kynnast Guðrúnu var sann- arlega eitt af því sem gerði þing- störfin gleðiríkari og mér fannst ég auðgast að visku og reynslu af því að fá að umgangast hana og eiga vináttu hennar. Eftir því sem árin liðu varð lengra á milli samverustunda en alltaf urðu það fagnaðarfundir og hlýjar minn- ingar rifjaðar upp. Við Pála minnumst Guðrúnar með miklu þakklæti og sendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til fjölskyldu hennar. Vilhjálmur Egilsson. Guðrún Helgadóttir. Eitt stærsta nafnið í íslenskri rithöf- undastétt og án nokkurs vafa sá barnabókahöfundur sem naut mestra vinsælda og virðingar á meðal lesenda sinna. Fyrsta bók Guðrúnar, Jón Oddur og Jón Bjarni, var ekki fyrr komin út en lesendum varð ljóst að þar var komin rödd sem hafði mikið fram að færa. Hún var bæði skemmtileg, spennandi, fyndin, hugmyndarík og vakti til umhugsunar. En fyrst og síðast var bókin skrifuð af skiln- ingi og virðingu fyrir veruleika og hugmyndaheimi barnanna. Guðrún gekk í Rithöfundasam- band Íslands árið 1976 og var gerð að heiðursfélaga sama sambands 2002. Guðrún hafði miklar og skýr- ar skoðanir á málefnum listamanna eins og öðrum málum og það var mikils virði að hafa hana innan vé- banda Rithöfundasambandsins, því þó að hún gegndi ekki trúnað- arstörfum á vegum RSÍ var hún af- ar virk sem almennur félagsmaður, var óspör á innsæi sitt og tjáði sig af hispursleysi og skynsemi. Ferill Guðrúnar sem höfundar var glæsilegur og nú þegar hún fellur frá skilur hún eftir sig háan bunka af verkum sem lifa höfund sinn og vekja ennþá aðdáun, kátínu og meðlíðan með þeim sönnu og ljóslifandi persónum sem hún skóp. Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni urðu ódauðlegir í þremur bókum, Hafnarfjarðarþríleikurinn Sitji guðs englar á eftir að heilla og verma börn og fullorðna um ókomna tíð og leikritið Óvitar er orðið sígilt leikverk í íslensku leik- húsi. Og þetta er aðeins brot af höf- undarverki Guðrúnar, þar sem fjöl- breytnin, mannskilningurinn og húmorinn eiga sér engin takmörk. Eins og flestir vita hlaut Guðrún Helgadóttir ótal verðlaun fyrir verk sín og nægir þar að nefna Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur, Menningarverðlaun DV, Bókmenntaverðlaun starfs- fólks bókaverslana, Bókaverðlaun barnanna, viðurkenningu rithöf- undasjóðs Ríkisútvarpsins og Sögusteininn, heiðursverðlaun IBBY. Mikilvægasta viðurkenn- ingin verður þó ævinlega þeir hug- ir og hjörtu barna og annarra les- enda sem hún vann með verkum sínum og sú virðing sem hún mun njóta um ókomna tíð fyrir framlag sitt til íslenskra bókmennta. Rithöfundasamband Íslands þakkar Guðrúnu Helgadóttur fyrir samfylgdina og öll hennar ómetanlegu verk. Aðstandendum sendum við hjartans samúðar- kveðjur. Sjálfur mun ég alla tíð minnast Guðrúnar af hlýju og aðdáun, en einkum og sér í lagi með bros á vör. Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambands Íslands. Guðrún Helgadóttir ✝ Jón Hreinsson fæddist á Sauðárkróki 15. september 1965. Hann lést á Land- spítalanum við Fossvog 1. apríl 2022. Hann var sonur hjónanna Hreins Jónssonar frá Sauðárkróki, f. 8. september 1939, d. 5. nóvember 2009, og Ca- millu Jónsdóttur frá Siglu- firði, f. 28. janúar 1938. Systkini Jóns eru Ásta Júlía, f. 18. nóvember 1962, maki Ágúst Magni Þórólfsson, f. 10. mars 1961; Stefán Jóhann, f. 5. maí 1971, maki Ólöf Lilja Lárusdóttir, f. 21. nóvember 1977, dóttir þeirra er Rakel Sif, f. 10. mars 2006. Jón kvæntist hinn 6. ágúst 2020 Regínu Sigurgeirs- dóttur, f. 2. september 1973. Foreldrar hennar eru Sig- urgeir Aðalgeirsson frá Húsavík, f. 10. september 1953, og Margrét Svein- björnsdóttir frá Þórshöfn á Langanesi, f. 11. nóvember 1956. Synir Regínu eru Jón Þór Sigmundsson, f. 29. ágúst til Reykjavíkur og hóf störf sem gæðastjóri hjá Plastos. Hann flutti sig svo yfir til Iðntæknistofnunar sem ráð- gjafi og þegar Iðntæknistofn- un rann inn í Nýsköp- unarmiðstöð Íslands gerðist hann fjármálastjóri og gegndi því starfi þar til MSA- sjúkdómurinn leyfði það ekki lengur. Jón sat í stjórnum ýmissa fyrirtækja og ber þar helst að nefna Búseta sem hann var gríðarlega stoltur af. Hann naut þess að miðla og kenna og kom hann að kennslu á námskeiðunum Auður í krafti kvenna og Brautargengi auk þess sem hann kenndi ýmsa kúrsa við Háskólann í Reykjavík og Endurmenntun Háskóla Ís- lands. Jón hafði mikinn áhuga á alls kyns græjum, veiði og golfi. Eftir að hann kynntist Regínu lagði hann hart að sér til að draga hana og drengina í golfið og voru farnar marg- ar utanlandsferðir til að stunda sportið auk þess að þvælast um landið yfir sum- artímann í heillahýsinu eða allt þar til heilsan leyfði það ekki lengur. Útför Jóns fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 11. apr- íl 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. 1994, maki El- ínborg Anna Erludóttir, f. 24. febrúar 1994, son- ur þeirra Viktor Máni, f. 17. sept- ember 2018; Rún- ar Mar Bergmann Regínuson, f. 11. mars 2007. Jón ólst upp á Sauðárkróki þar sem hann lauk grunnskólagöngu og stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskól- anum á Sauðárkróki árið 1989. Hann lauk við- skiptafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1996 og MBA frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007. Jón gegndi ýmsum störfum í gegnum tíðina, s.s. vall- arstjóri á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki sem honum þótti alltaf vænt um enda golfið eitt af hans aðaláhugamálum, Trésmiðjunni Borg sem Hreinn faðir hans átti og Búnaðarbankanum á Sauð- árkróki. Á námsárunum á Akureyri starfaði Jón hjá Rannsóknastofnun Háskólans og sem prófdómari. Árið 2007 flutti Jón suður Elsku ástin mín, það er svo sárt að kveðja en samt svo gott að vita að nú ertu kominn á betri stað þar sem án efa hefur verið vel tekið á móti þér. Leiðir okkar lágu saman haustið 2010, fyrst með spjalli í gegnum internetið og þegar við hittumst loks var eins og við hefðum alltaf verið saman enda leið ekki nema rétt um mánuður þar til þú varst flutt- ur inn. Þú hafðir nefnilega beðið í 45 ár eftir að eignast þína fjölskyldu og tókst strák- unum mínum, Jóni Þór og Rúnari Mar, eins og þeir væru þínir allt frá fyrsta degi. Þú hreinlega barst þá og okkur á höndum þér alla daga, varst til staðar, hvattir okkur, leið- beindir og varst þeim svo góð fyrirmynd. Þetta er alls ekki sjálfgefið og fyrir þetta er ég þér svo óendanlega þakklát. Þú áttir pantaða ferð til Flo- rida þegar við hittumst og tókst ekki annað í mál en að við kæmum með, þú áttir samt svolítið erfitt með að Jón Þór kæmist ekki vegna skóla en skildir það. Fyrir ferðina gerðum við samkomulag um að ég myndi prufa golfið og ég man hvað mér fannst ömurlegt að mæta á völlinn með allt í stíl, fötin og golfsettið, kunnandi ekki neitt en eftir þetta varð ekki aftur snúið. Utanlandsferðir og úti- legur um landið í heillahýsinu okkar urðu okkar helsta áhugamál þar sem við gátum svo vel samtvinnað það golfinu. Þegar Jón Þór og Bogga fluttu til Danmerkur urðu ferðirnar þangað reglulegar því þú gast ekki hugsað þér að of langur tími liði á milli þess að við hittumst, tala ekki um eftir að litli gullmolinn okkar Viktor Máni fæddist. Haustið 2019 kom skellur- inn, þú varst greindur með MSA-sjúkdóminn sem jafnt og þétt rændi þig öllu, bílprófinu, vinnunni og heilsunni. Við reyndum þó að njóta eftir því sem við best gátum og má þar helst nefna dásamlega brúð- kaupsdaginn okkar. Við ákváðum að vera bara „grand“, leigðum okkur þyrlu og buðum strákunum, Boggu og prest- inum með okkur í dásamlega ferð sem mun lifa í hjörtum okkar alla tíð. Það er svo margs að minn- ast sem of langt mál er að telja upp hér en við munum saman halda minningu þinni á lofti og búa að því hversu góður og umhyggjusamur þú varst okk- ur. Elsku Jón, ég veit að þú munt vaka yfir okkur og halda áfram að miðla til okkar visku þinni á meðan við lifum og njótum eins og þú vildir að við gerðum. Ástin mín, þar til við hitt- umst næst. Þín Regína. Í dag kveð ég elsku stjúp- föður minn og eina bestu fyr- irmynd sem til er. Mikið rosa- lega sem það er erfitt, en samt er svo gott að hugsa til þess að nú sértu kominn á betri stað þar sem þú færð loksins að vera frjáls og laus við verkina og skjálftann sem hafa plagað þig síðustu ár. Þú komst inn í líf mitt árið 2010 og varst ekki lengi að vinna mig á þitt band. Við smullum strax saman og gát- um endalaust fíflast og hlegið. Þú tókst okkur strákana að þér sem þína eigin og gekkst Rúnari í föðurstað, þvílíkt gull af manni sem þú varst. Við höfum alltaf verið mjög nánir og þú kenndir mér svo margt. Þú vissir allt um allt og elskaðir ekkert meira en að gefa af þér og kenna yngri kynslóðum. Mikilvægast af öllu kenndirðu mér að vera sam- kvæmur sjálfum mér og maður orða minna, enda eru meiri prinsippmenn en þú sjálfur vandfundnir. Þú ýttir mér í verkfræðina og stóðst svo þétt við bakið á mér á hverjum einasta degi í gegnum allt námið. Það var al- veg sama hvað klukkan var eða hvar þú varst staddur í heiminum, þú varst tilbúinn að taka upp tólið og ræða málin, svara spurningum, lesa yfir verkefni eða róa mig niður korter í skil. Og það var sama sagan þegar Boggu vantaði að- stoð, þú varst alltaf til staðar með bros á vör. Þetta þykir mér svo dýrmætt og ég verð þér ævinlega þakklátur fyrir allt. Það er ekki nokkur spurn- ing að án þín væri ég ekki sá maður sem ég er í dag. Mikið rosalega mun ég sakna þess að geta ekki rölt yfir til þín eða hringt í þig til að velta nýjustu steinum, en þú verður alltaf hjá mér og ég veit þú vakir yf- ir okkur. Það er erfitt að hugsa um lífið án þín, elsku Jón, en ég er svo þakklátur fyrir árin okkar saman og þær minningar sem við eigum. Þú hefur borið mig, mömmu og Rúnar á örmum þér frá fyrsta degi og gert allt fyrir okkur og skilur svo margt gott eftir. Takk fyrir að passa þau fyrir mig öll árin sem ég var í burtu, en nú er komið að mér. Hvíldu í friði gamli, minning þín lifir í hjörtum okkar allra. Jón Þór Sigmundsson. Það er sárt að sakna góðs vinar. Örlög Jóns síðustu ár voru þó þannig að ákveðinn léttir er að því að hann sé kominn í Sumarlandið, en samt áfall að heyra af andláti hans. Skapgerð Jóns og lífsgleði átti ekki samleið með þeim sjúk- dómi sem hann er búinn að berjast við. Samskipti okkar voru margvísleg á lífsleiðinni. Þannig kynntist ég Jóni í ólík- um hlutverkum. Fyrst kynntist ég Jóni þegar ég kenndi hon- um í Tækniskóla Íslands. Hann lét ekki mikið á sér bera, en maður tók þó fljótt eftir honum, kíminn ef eitthvað óvenjulegt skeði í kennslunni og átti til að gera athugasemd- ir á hæverskan hátt. Síðar hitti ég Jón aftur þegar hann var nemi við Háskólann á Akur- eyri. Við urðum síðan sam- starfsmenn á Iðntæknistofnun Íslands. Þar unnum við, til að byrja með, að ýmsum ráðgjaf- arverkefnum sem síðar þróuð- ust í þjónustusvið stofnunar- innar við frumkvöðla og fyrirtæki á sviði nýsköpunar. Jón var einstakur samstarfs- maður. Hann sá alltaf marga vinkla á málum sem voru í um- ræðunni, og ráðlagði vel um framvindu þeirra. Á þessum tíma unnum við Jón mjög náið sama, fórum til útlanda til að afla vitneskju og samstarfs á ýmsum sviðum, t.d. um rekstur frumkvöðlasetra, hagnýt við- mið og á fleiri sviðum nýsköp- unar. Á þessum árum styrktist vinátta okkar. Við ræddum saman um fjölskyldur okkar og persónulegar áskoranir. Hann sýndi börnum mínum mikinn áhuga, og var annt um hag þeirra. Honum var einnig ein- staklega umhugað um sína for- eldra og systkini. Það var síðar honum mikið happ að eignast sína eigin fjölskyldu með Reg- ínu Sigurgeirsdóttur og strák- unum hennar. Þegar leið á urðu störf okkar ólík en samt samofin. Jón varð fjármála- stjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, undir mannauðs- og markaðssviði stofnunarinnar sem ég veitti forstöðu. Við stjórnuðum þessu sviði eins og tvíeyki. Jón ávann sér traust í starfi, ráðagóður, staðfastur og veitti öllum handleiðslu við lausn viðfangsefna. Það voru ótal stundirnar sem við Jón ræddum um menn og málefni og þá ekki síst um Húnvetn- inga og Skagfirðinga. Jón var Skagfirðingur og sagði skemmtilegar sögu af atvikum og mönnum frá sínum árum í Skagafirði. Ég mun sakna þessa og þeirrar kímni og lífs- leikni sem einkenndi Jón. Sjáumst síðar í Sumarlandinu og tökum nokkra golfhringi þar. Karl Friðriksson. Jón Hreinsson - Fleiri minningargreinar um Jón Hreinsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSU STEFÁNSDÓTTUR, Breiðabliki, Mýrargötu 18, Neskaupstað. Bergþóra Stefánsdóttir Guðný Stefánsdóttir Þuríður Stefánsdóttir Björn Kristjánsson Aldís Stefánsdóttir Rúnar Már Gunnarsson Þóra Stefanía Stefánsdóttir Karl Gunnar Eggertsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANA GUNNLAUG KARLSDÓTTIR, fv. kaupmaður, Sléttuvegi 31, Reykjavík, sem lést á Landakoti mánudaginn 28. mars sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 13. apríl kl. 15. Við þökkum innilega starfsfólki Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis og deildar L5 á Landakoti fyrir umönnun og aðhlynningu móður okkar. Ásmundur Karl Ólafsson Guðbjörg Eggertsdóttir Ólafur Kristinn Ólafsson Kristín Kristjánsdóttir Margrét Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN MÁR MARÍUSSON verkfræðingur, Lindargötu 33, lést miðvikudaginn 6. apríl. Sigrún Gísladóttir Gísli Másson Freyja Hreinsdóttir Már Másson Sigríður Maack Guðrún Másdóttir Örn Orrason Vigdís Másdóttir Tobias Helmer og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, DAVÍÐ SCHEVING THORSTEINSSON lést á Landspítalanum föstudaginn 8. apríl. Útförin fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík 25. apríl nk. klukkan 13. Stefanía Svala Borg Laura Sch. Thorsteinsson Magnús Pálsson Hrund Sch. Thorsteinsson Gunnar Ingimundarson Jón Sch. Thorsteinsson Ragnheiður Harðardóttir Magnús Sch. Thorsteinsson Þórey Edda Heiðarsdóttir Guðrún Sch. Thorsteinsson Stefanía Sch. Thorsteinsson Jóhann Torfi Ólafsson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.