Morgunblaðið - 11.04.2022, Blaðsíða 17
hinsvegar þegar Kristín eftirmað-
ur hennar var líka kölluð Stefanía
en ekki Guðrún. Á þeim árum
urðu auk þess talsverð skipti milli
mín og þáverandi eiginmanns
hennar, Sverris Hólmarssonar, og
ýmissa góðvina þeirra.
Tveim árum eftir að ég hvarf til
starfa á Þjóðminjasafni Íslands
var sumarið 1971 í fyrsta sinn
haldinn hér á landi ráðsfundur
Sambands norrænna safnmanna,
og það kom í minn hlut að hafa til-
sjón með undirbúningi hans fyrir
hönd safnsins. Ég fékk leyfi til að
ráða starfsmann um sumarið og
biðlaði til Rúnu, en hún hafði þá
hætt störfum hjá MR fyrir fjórum
árum og einbeitt sér að því að
fjölga mannfólki. Hún sló til og ég
man hún tók svo til orða að líklega
hefði hún gott af að fá svolítið loft í
vængina. Hún stýrði undirbún-
ingnum af sínum alkunna dugnaði
og allt starfsfólk safnsins var
henni einkar þakklátt.
Uppfrá þessu tók Rúna einmitt
að fá nýtt loft í vængina orðin hálf-
fertug. Hún var kjörin í stjórn
BSRB 1972, heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra, Magnús Kjartans-
son, bjó árið 1973 til nýtt embætti
deildarstjóra hjá Tryggingastofn-
un ríkisins sem sjá skyldi um rétt-
indamál hins almenna styrkþega.
Slíkt hafði ekki verið til áður.
Hann réð Guðrúnu í starfið sem
mótaði það fyrstu sjö árin við rétt-
mætar vinsældir. Þaðan lá leiðin í
borgarstjórn 1978 og bar mönnum
nokkuð saman um að hún hefði átt
drjúgan þátt í sigri Alþýðubanda-
lags í það skipti. Árið eftir varð
hún þingmaður þess í 16 ár og for-
seti sameinaðs Alþingis í þrjú ár.
Hún hafði stundum gaman af að
tjá sig laus við tepruskap. Fyrr-
verandi deildarforseti minntist
þess að eitt sinn á fundi forseta
hafði talið borist að kynferðislegu
áreiti, og Guðrún sagðist aldrei
hafa orðið fyrir slíku. „Mér fannst
það nú heldur verra“ bætti hún
við, og karlhlunkarnir á fundinum
höfðu orðið heldur kindarlegir við
þetta hispursleysi.
Um svipað leyti fékk hún líka
loft í vængina sem rithöfundur.
Jón Oddur og Jón Bjarni byrjuðu
að birtast 1974, og hún gerði mér
þann heiður að sýna mér handritið
að Ástarsögu úr fjöllunum ásamt
Brian Pilkington. Þótt við sæj-
umst fremur sjaldan á seinni ár-
um má segja að við höfum verið
dágóðir æskuvinir fram á elliár.
Árni Björnsson.
Guðrún Helgadóttir er látin.
Hún var borgarlistamaður og
þjóðargersemi og ól okkur öll upp
í gegnum bækur sínar. Rithöfund-
ur, borgarfulltrúi og þingkona.
Sannur brautryðjandi og þannig
mætti raunar áfram telja. Hún
brá ljósi á lífið, líf barna og venju-
legra fjölskyldna, ekki síst borg-
arlífið og Reykjavík, með glettni,
húmor og einstakri frásagnar-
gáfu. Guðrún setti börn í hásæti
bóka sinna og frásagna og var
löngu á undan sinni samtíð í heimi
íslenskra barnabóka. Hún var
bara svo ótrúlega skörp, snjöll og
hnyttin. Það var því einstakur
heiður fyrir Reykjavíkurborg
þegar Guðrún féllst á að stofnuð
væru barnabókaverðlaun í hennar
nafni. Ég man enn hvað ég var
stressaður áður en ég hringdi í
hana til að biðja um leyfi. Og
ánægjuna og þakklætið þegar hún
féllst á erindið. Barnabókaverð-
laun Guðrúnar Helgadóttur munu
sannarlega halda áfram.
Guðrún var líka gerð að borg-
arlistamanni Reykjavíkur árið
2017 – og Guðrún hefði auðvitað
átt þann heiður skilinn miklu fyrr.
Líklega tafði pólitískur ferill
hennar fyrir því – en Guðrún átti
hvað stærstan þátt í að fella meiri-
hluta Sjálfstæðisflokksins, þegar
það gerðist í fyrsta skipti árið
1978. Það var afrek. Þar naut hún
gáfna sinna, réttsýni, mælsku og
ómælds sjarma sem talaði beint
inn í hjarta fólks og lét aldrei eiga
neitt inni hjá sér – að óþörfu.
Ég þakka Guðrúnu við leiðar-
lok fyrir góð kynni sem mér þótti
innilega vænt um, ótrúlegt ævi-
starf og höfundarverk sem mun
lifa áfram með okkur. En líka fyrir
að brjóta glerþökin mörg og þykk
og gera borgina og Ísland að betra
og manneskjulegra samfélagi, fyr-
ir konur og karla en sérstaklega
börn og unglinga. Takk Guðrún!
Innilegar samúðarkveðjur kæru
Hörður, Þorvaldur, Helga og
Halla og allir aðstandendur.
Blessuð séð minning Guðrúnar
Helgadóttur.
Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri.
Enginn annar hefur gerbreytt
þjóðmálum Íslendinga með einni
setningu. Sjarmerandi sat hún í
sjónvarpssal vorið 1978; fundvís á
rökin. Kappræður kvöldið fyrir
kosningar til sveitarstjórna. For-
ingi Sjálfstæðisflokksins hamraði
á kenningunni um glundroðann,
óefnin ef valdaflokkurinn stýrði
ekki Reykjavík.
Kankvís með stríðnisglampa í
augum eyddi Guðrún vörninni:
„Auðvitað verður þú áfram borg-
arstjóri, Birgir minn!“ Íhaldsfrúr í
Vesturbænum og víðar í borginni
skunduðu á kjörstað og kusu glað-
ar Guðrúnu. Höfðu lesið sögurnar
um Jón Odd og Jón Bjarna fyrir
barnabörnin. Öllu óhætt. Birgir
yrði áfram.
En meirihlutinn féll í fyrsta sinn.
Jarðskjálfti í stjórnmálum. Titring-
urinn entist inn á nýja öld. Setn-
ingin eina hitti í mark og næsta ár
var Guðrún líka kosin á Alþingi.
Leikrit frambjóðandans þá sýnt á
stóra sviði Þjóðleikhússins.
Í 1000 ára sögu Alþingis varð
hún fyrst kvenna til að skipa
æðsta forsætið. Stjórnaði þinginu
eins og MR forðum þegar hún,
nýr ritari rektors, stormaði um
gangana. Þingmennirnir lutu ag-
anum sem hún skóp enda fylgdi
með orðsnilld og fljúgandi fyndni
forsetans.
Það voru forréttindi að vera
vinur og félagi Guðrúnar á langri
leið, sitja í stofunni hennar og
þiggja góð ráð; þurfa líka stundum
að greiða úr flækjum sem prinsip-
festa hennar skóp í ýmsum mál-
um. Þar reyndist Gervasoni,
franskur flóttamaður, samvisku-
fangi, þrautin þyngst. Guðrún fór
þó að lokum með sigur af hólmi,
mátaði sjálfan skáksnilling ís-
lenskra stjórnmála, forsætisráð-
herrann Gunnar Thoroddsen.
Best var þó að fá hana í heim-
sókn, færandi fjölskyldunni árit-
aðar nýjar bækur. Daginn eftir
andlát Guðrúnar sat yngsta dótt-
urdóttir mín í bílnum og skegg-
ræddi strákapör hinna sögufrægu
tvíbura. Guðrún fyrir löngu orðin
klassísk eins og H.C. Andersen og
Astrid Lindgren. Komin í hof nor-
rænna bókmennta þar sem hún
mun um aldir skipa öndvegi.
Ólafur Ragnar Grímsson.
Margt leitar á hugann þegar
Guðrún Helgadóttir er kvödd, enn
einn félaginn úr þingflokki Al-
þýðubandalagsins sem ég gekk
inn í 1983. Guðrún var þar eina
konan fyrsta kjörtímabilið og
hafði verið árin á undan ein aðeins
þriggja kvenna á Alþingi. Félags-
og jafnréttismál voru henni alltaf
ofarlega í huga og það var því
verðskuldað er hún fyrst kvenna í
sögunni varð forseti sameinaðs
Alþingis og braut þar með eitt
glerþakið. Bókmenntir og menn-
ingarmál almennt voru að sjálf-
sögðu, í tilviki hins ástsæla rithöf-
undar, annar rauður þráður í
hennar störfum og beitti hún sér
með ýmsum hætti á því sviði.
Guðrún Helgadóttir var einnig
mikill Norðurlandasinni og lét til
sín taka í Norðurlandaráði. Þekkt
var vinátta hennar og Margrete
Auken og samstarf á þeim vett-
vangi þar sem þær þóttu nokkuð
róttækar og fyrirferðarmiklar í
málflutningi. Það svo að enn voru
sagðar af þeim sögur þegar ég kom
í Norðurlandaráð tæpum áratug á
eftir Guðrúnu. Þó svo tímarnir
væru að breytast á þessum árum,
hlutur kvenna að vaxa og rödd
þeirra að styrkjast, hefur Norður-
landaráði örugglega ekki veitt af
hressilegum málflutningi í þágu
kvenfrelsis og jafnréttis frekar en
öðrum stofnunum þess tíma.
En fyrst og fremst var Guðrún
Helgadóttir eftirminnilegur og
stór persónuleiki að kynnast. Hún
var ákaflega orðheppin og hnyttin
í tilsvörum. Stuttar athugasemdir
hennar eða innskot í umræður
sögðu iðulega meira en langar
ræður og þeirri aðferð beitti hún
oft, t.d. í umræðum í þingflokki. Ef
til vill var það vopn sem eina kon-
an í karlaklúbbnum fann að beit
henni einna best. Guðrún var líka,
þegar sá gállinn var á henni, af-
spyrnu fyndin og skemmtileg og
yfirleitt var engin lognmolla í
kringum hana hvað sem uppi var.
Í mörg ár keypti hún af elstu
börnum mínum í grunnskóla jóla-
stjörnu sem seld var í fjáröflunar-
skyni og þá var farið heim til
hennar með þær. Ekki þurfti að
hvetja drengina til fararinnar og
oftar en ekki snerum við til baka
með áritaðar bækur, auk þess sem
maður upplifði þá töfra sem Guð-
rún bjó yfir gagnvart börnum.
Ég kveð Guðrúnu Helgadóttur
með mikilli virðingu og eftirsjá og
þakka henni samfylgdina í stjórn-
málum. Sem foreldri þakka ég fyr-
ir mína hönd og annarra slíkra
þær gersemar sem rithöfundur-
inn Guðrún Helgadóttir skilur eft-
ir sig til gagns og ómældrar
ánægju kynslóða og aftur kyn-
slóða íslenskra barna og ung-
menna.
Ég votta börnum Guðrúnar og
öðrum aðstandendum innilega
samúð mína og fjölskyldu minnar.
Steingrímur J. Sigfússon.
Menn hafa það fyrir satt, að í
kappræðum í sjónvarpssal fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í
Reykjavík 1978 hafi frambjóðandi
Alþýðubandalagsins í vonlausu
sæti, að því er talið var, látið að sér
kveða með slíkum tilþrifum, að þá-
verandi borgarstjóri Sjálfstæðis-
flokksins, sem hafði ráðið Reykja-
víkurborg lengur en elstu menn
mundu, fékk ekki rönd við reist.
Konan var Guðrún Helgadóttir.
Hún var þarna í essinu sínu, bæði
skelegg og skemmtileg. Þar með
var hún flogin inn í borgarstjórn,
öllum á óvart og þvert á spár. Og
þar með var þetta höfuðvirki valda-
kerfis Sjálfstæðisflokksins fallið.
Hinn verðandi rithöfundur og
pólitíkus hafði kvatt sér hljóðs
með eftirminnilegum hætti. Aðdá-
endur hennar í hópi ungra les-
enda, sem síðar meir urðu fjöl-
margir, hefðu kannski ekki orðið
neitt hissa. En það átti eftir að
koma á daginn, að lesendur henn-
ar kunnu vel að meta hispursleysi
hennar, húmor og frásagnargleði.
Sjálfur hafði ég fengið að kenna á
því, þegar Guðrún stýrði gamla
MR í krafti embættis rektorsrit-
ara. Hún átti það til að hringja fyr-
ir allar aldir og skipa fyrir um að
vekja heimasæturnar mínar á
bænum til þess að þær mættu í
tíma í tæka tíð. Ekkert hangs eða
slugs á þeim bæ.
Það var á þessum árum, sem
Guðrún kom eftirminnilega við
sögu, þegar ný kynslóð á vinstri
væng stjórnmálanna var að láta til
sín taka og heimtaði uppgjör við
hugmyndalegt þrotabú gömlu
kommanna. Það væri forsenda
þess, að unnt væri að sameina lýð-
ræðisjafnaðarmenn sem ráðandi
afl á vinstri væng stjórnmálanna.
Mér er enn minnisstætt, þegar
Guðrún snaraðist upp að sjálfum
Guðmundi jaka, sem þar var fund-
arstjóri á frægum Tónabíósfundi,
reif í tætlur félagsskírteini sitt í
Alþýðubandalaginu og fleygði því
í fundarstjórann, áður en hún
strunsaði brott.
Seinna átti Guðrún eftir að sitja
á Alþingi vel á annan áratug fyrir
þann hinn sama flokk, þar af sem
vel látinn forseti sameinaðs Al-
þingis í tíð vinstri stjórnar Stein-
gríms Hermannssonar 1988-91.
Þá höfðu reyndar flestir gert ráð
fyrir því, að flokkseigendafélagið
hefði vit á að fela hinum mikils-
metna rithöfundi að stýra
menntamálaráðuneytinu – ekki
síður skörulega en Menntaskólan-
um í Reykjavík forðum daga – og
þá fyrst kvenna. Þar með varð hún
besti menntamálaráðherrann,
sem við aldrei fengum – eftir Gylfa
Þ.
Máttur orðsins blífur. Þegar
fram líða stundir þykist ég vita, að
orðstír rithöfundarins muni halda
nafni hennar lengi á loft í huga
þakklátra lesenda.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Guðrún Helgadóttir var eftir-
minnilegur og öflugur einstakling-
ur, sem kom víða við. Ég var sam-
flokksmaður hennar í
Alþýðubandalaginu í aldarþriðj-
ung og fylgdist með störfum henn-
ar, einkum í þingflokki þar sem við
áttum samleið í 15 ár. Hún varð
ritari flokksins í formannstíð Lúð-
víks Jósepssonar 1977 og lands-
þekkt árið eftir þegar hún átti hlut
í stórsigri Alþýðubandalagsins í
borgarstjórnarkosningum vorið
1978. Þar vakti hún athygli með
skörulegum málflutningi og fyrir
góða þekkingu á kjörum almenn-
ings, sem hún hafði öðlast í starfi
sínu hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins allt frá árinu 1973. Einnig var
hún þá orðin vinsæl sem höfundur
að bókinni um Jón Odd og Jón
Bjarna sem út kom 1974.
Hálfu öðru ári seinna, í vetrar-
kosningunum 1979, var Guðrún
kosin á þing þar sem hún tók við af
Svövu Jakobsdóttur. Ég hafði ver-
ið sessunautur Svövu í þingflokki
AB árið á undan. Þær voru ólíkir
einstaklingar, báðar rithöfundar
en með ólíka reynslu og sam-
félagssýn.
Þingflokkur AB hafði lengi að-
setur í Hlaðbúð upp undir rjáfri í
þinghúsinu. Þar vorum við Guðrún
sessunautar í nokkur ár uns hún
sem ritari þingflokksins færði sig
nær borðsendanum. Fundargerðir
hennar voru sjaldan lesnar upp og
þóttu eftir á ekki mjög ábyggilegar
heimildir. Guðrún var félagslynd
og kunni best við sig í blönduðum
hópi við langborðið í kaffistofunni,
þar sem lengi vel var leyft að
reykja að vild.
Við Guðrún náðum vel saman
um ýmis þingmál, en um annað bar
nokkuð á milli, m.a. hvernig réttast
væri að þoka fram jafnrétti
kynjanna, Kvennalistinn náði inn á
þing 1983 og viðhorf okkar Guðrún-
ar til samstarfs um þeirra sjónar-
mið reyndust nokkuð ólík. Af eigin
reynslu taldi hún að konur ættu að
vera fullfærar um að standa á eigin
fótum við hlið karla í stjórnmálum.
Guðrún varð forseti Sameinaðs
þings í tíð ríkisstjórnar Steingríms
Hermannssonar 1988-1991, en
þingið var þá enn deildaskipt. Sem
varaforseti í neðri deild sat ég oft
fundi undir hennar stjórn. Reynd-
ist hún standa sig með ágætum í
þessu starfi, sem ekki var alltaf
auðvelt, þar eð stjórnarmeirihluti
var þá stundum valtur. Hún lauk
fastri þingsetu 1995, en kom haust-
ið 1998 sem varaþingmaður inn í
þingflokk okkar Óháðra og tók sæti
í stuttan tíma á Alþingi. Þegar kom
að því að bjóða fram fyrir VG í
Reykjavík í fyrsta sinn 1999 hafði
Guðrún óvænt hug á sæti framar-
lega á lista, en hlaut ekki til þess
stuðning. Urðu það lyktir á stjórn-
málaferli hennar.
Ég á margar góðar minningar
um samstarf okkar Guðrúnar og
hennar verður lengi minnst bæði
sem rithöfundar og stjórnmála-
manns.
Hjörleifur Guttormsson.
Þau voru ófá skiptin sem ég trítl-
aði yfir Miklubrautina og hringdi
bjöllu í Skaftahlíðinni. Kominn til
að heilsa upp á mína góðu vinkonu
og ræða pólitíkina. Og leggja línur
fyrir baráttuna fram undan. Borg-
arstjórnarkosningarnar 1978 þeg-
ar Guðrún kom, sá og sigraði með
svo eftirminnilegum hætti. Í þing-
kosningum árið eftir var hún svo
kosin á Alþingi. Ég var mennta-
skólastrákur að stíga mín fyrstu
skref í stjórnmálastarfi þegar við
kynntumst, Guðrún var lífsreynd
og þá þegar orðin einn ástsælasti
barnabókahöfundur landsins. Ald-
ursbilið þvældist aldrei neitt fyrir,
Guðrún kom jafnt fram við alla eins
og bækurnar hennar bera svo
glöggt vitni um. Ég naut þess
reyndar ugglaust að hafa verið með
Helga gamla á sjó þótt hálf öld væri
milli okkar í aldri, það var mikill öð-
lingur.
Guðrún var virk í norrænu sam-
starfi og þegar ég dvaldi við nám í
Noregi og Svíþjóð á níunda ára-
tugnum kom það oftar en ekki í
minn hlut að skipuleggja stjórn-
málafundi með Guðrúnu fyrir ís-
lenska námsmenn. Það voru
ánægjulegir viðburðir því Guðrún
var skelegg og vel heima í málefn-
um námsmanna, talaði venjulega
íslensku, laus við skrúðmælgi sem
stundum hrjáir stjórnmálamenn,
auk þess að segja skemmtilega frá.
Hún var einkar lagin við að ná til
fólks, var hrein og bein og lá ekki á
skoðunum sínum. En hún kunni
líka þá list að hlusta. Þessir eigin-
leikar hennar áttu ríkan þátt í því
trausti sem hún naut meðal al-
mennings.
Þegar við hjónin eignuðumst
frumburð okkar var Guðrún fyrst
til að koma í heimsókn á fæðing-
ardeildina í Stokkhólmi áður en
hún skellti sér til Danmerkur að
heimsækja sinn eigin sonarson ný-
fæddan, en þeir urðu síðan góðir
vinir. Mér er minnisstætt að Guð-
rún henti gaman að því að sam-
kvæmt sænskum reglum bar ný-
fætt barn ógiftra foreldra
föðurnafn móður og því lét fæðing-
ardeildin son okkar heita „pojke
Thorsteinsdottir“. En það varð
reyndar til þess að Guðrún tók
þessar norrænu nafnareglur upp á
vettvangi Norðurlandaráðs og að
endingu fengu íslensk börn að
fylgja íslenskum nafnareglum á
hinum Norðurlöndunum þótt það
tæki vissulega tímann sinn að koma
því í gegn.
Í stjórnmálastarfinu lét Guðrún
ekki síst félags- og tryggingamál til
sín taka. Hún þekkti þau mál vel úr
starfi sínu hjá Tryggingastofnun
og flutti mörg þingmál sem vörð-
uðu almannatryggingar og málefni
aldraðra. Hún flutti líka ítrekað
frumvarp um embætti Umboðs-
manns barna sem varð að veruleika
skömmu áður en hún lét af þing-
mennsku.
Eftir að Guðrún hætti á Alþingi
fækkaði heimsóknum mínum til
hennar en við héldum samt alltaf
góðu sambandi og það var alveg
augljóst að pólitískur áhugi hennar
hafði lítið dofnað, hún fylgdist
býsna vel með og pólitíski komp-
ásinn var enn jafn réttvísandi og
hann var alla tíð.
Það voru forréttindi að eiga
Guðrúnu að vini og samherja. Hún
skilur eftir sig drjúgt æviverk sem
mun halda nafni hennar á lofti um
langan tíma. Ég kveð félaga Guð-
rúnu fullur þakklætis fyrir vináttu
og tryggð og sendi börnum hennar
og fjölskyldum þeirra samúðar-
kveðjur. Hafðu þökk fyrir allt og
allt kæra vinkona.
Árni Þór Sigurðsson.
Guðrún Helgadóttir var ein af
allra bestu félögum mínum á Al-
þingi. Við vorum bæði í Íslands-
deild þingmannanefndar EFTA
og ferðuðumst saman á fundi
nefndarinnar alloft meðan við vor-
um samferða í þinginu. Guðrún
var einstaklega skemmtileg og
góð í viðkynningu. Strax í fyrstu
ferð okkar beggja til Genfar sem
Pála mín kom líka með í náðum við
vel saman og ógleymanlegur er
hádegisverður við Lac Léman þar
sem rithöfundurinn og skáldkon-
an fóru saman á flug. Úr þessum
hádegisverði óx mikil vinátta milli
Guðrúnar og okkar Pálu.
Minnisstæðasta ferðalagið okk-
ar Guðrúnar saman var heimsókn
sendinefndar EFTA-nefndarinnar
til Prag til að eiga fund með þing-
mönnum á þingi gömlu Tékkóslóv-
akíu nokkru áður en skiptingin
varð í Tékkland og Slóvakíu. Vinir
okkar í Prag vildu kynna sér
EFTA- og EES-málin sem þá voru
í gangi og höfðu sett saman tveggja
daga stífa dagskrá. Þegar til kom
datt botninn úr dagskránni eftir
upphafsræður forsvarsmanna
EFTA og formlegum fundi var
nánast lokið því vinir okkar höfðu
sjálfir afar lítið fram að færa. Við
áttum þó eftirminnilegan hádegis-
verð með Alexander Dubcek sem
þá var forseti þingsins. En Guðrún
dó ekki ráðalaus þegar hádegis-
verðinum lauk og hafði samband
Morgunblaðið/Ómar
Guðrún Helgadóttur á stóran þátt í því að barnabókmenntir hafa verið hafnar til vegs og virð-
ingar hérlendis en bækur hennar eru orðnar 25 talsins. Myndin er tekin í tilefni af uppsetningu
á leikriti hennar Óvitum í Þjóðleikhúsinu 13. október 2013.
SJÁ SÍÐU 18
HINSTA KVEÐJA
Vertu blessuð og sæl
Rúna!
Þakka þér fyrir einlæga
vináttu alla tíð. Þegar bját-
aði á vorum við góðir vinir
jafnt og endranær. Fylgi
þér allir góðir vættir.
Haukur Jóhannsson.
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022