Morgunblaðið - 11.04.2022, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2022
Precaliber 20” 1g TREK Black
49.990 kr.
Precaliber 20” 1g CrystalWhite
49.990 kr.
Precaliber 20” Voodoo Black
7 gírameð dempara
57.990 kr.
Precaliber 20” TREK BLACK
7 gírameð dempara
57.990 kr.
Precaliber 20” 1g Alpine blue
49.990 kr.
Precaliber 12” Vice Pink
40.990 kr.
Precaliber 12” Royal
40.990 kr.
2-4ára
Precaliber 16” TREK Black
45.990 kr.
Precaliber 16” Pink Frosting
45.990 kr.
3-6ára
5-9ára
Precaliber 24” 8g Radioactive Red
61.990 kr. 65.990 kr.
8-12 ára
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
BARNAHJÓL
Í MIKLU ÚRVALI 2022 ÁRGERÐ
Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is
Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890
Precaliber 24” 8g dempari CrystalWhite
Góður gangur er í framkvæmdum
við byggingu nýrrar brúar yfir
Stóru-Laxá í uppsveitum Árnes-
sýslu. Verkið er í höndum Ístaks og
hafa starfsmenn fyrirtækisins unn-
ið að framkvæmdum í allan vetur. Í
síðustu viku var verið að slá upp
fyrir landstólpum brúarinnar, sem
verður 145 m löng, tvíbreið og í
fjórum höfum. Verkinu fylgir jafn-
framt gerð nýs kafla á Skeiða- og
Hrunamannavegi, beggja vegna við
brúna nýju. Þá verða útbúin ný
gatnamót á nærliggjandi afleggj-
urum. Verkinu á að ljúka í sept-
ember næstkomandi.
Núverandi brú, sem er einbreið,
mun standa áfram og nýtist m.a.
sem reiðvegur. Framkvæmd þessi
er hluti af þeirri viðleitni Vega-
gerðar að fækka einbreiðum brúm,
sem eru þekktar slysagildrur.
Nokkrar slíkar nýjar hafa á síðustu
árum verið byggðar á hringveg-
inum, en einnig á leiðum utan hans
þar sem umferð er mikil. Undir það
fellur Stóra-Laxárbrúin sem er
tenging við Flúðir og Hrunamanna-
hrepp . sbs@mbl.is
Nýja brúin
auki öryggi
- Ístak - Stóra-
Laxá - 156 metrar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Suðurland Nýja brúin er samliggj-
andi þeirri eldri sem nýtist áfram.
Eftir einn jafnasta úrslitaleik í
sögu heimsmeistaramótsins í brids
hampaði lið Sviss Bermúdaskál-
inni, verðlaunagripnum í opnum
flokki, en liðið vann Hollendinga,
167-164, í úrslitaleiknum sem var
96 spil.
Lið Sviss er raunar fjölþjóðlegt,
skipað Svisslendingunum Pierre
Zimmerman og Fernando Piedra,
Hollendingunum Sebastiaan Drij-
ver og Sjoert Brink og Pólverj-
unum Peter Gawrys og Michal Klu-
kowski. Fjórir þeir síðastnefndu
hafa áður unnið Bermúdaskálina í
landsliðum heimalanda sinna.
Í kvennaflokki héldu Svíar Fen-
eyjabikarnum sem þeir unnu árið
2019 en sænsku konurnar lögðu lið
Tyrklands í úrslitaleik. Í sænska
liðinu spiluðu Kathrine Bertheau,
Jessica Larsen, Sanna Clementsen,
Louise Hallqvist, Ylva Johansson
og Emma Ovelius. Í flokki seníora,
spilara 63 ára og eldri, lögðu Pól-
verjar lið Indlands í úrslitaleik og í
blönduðum flokki þar sem karl og
kona spila saman vann lið Frakka.
Mótið fór fram í bænum Salso-
maggiore á Ítalíu. Kórónuveiran
setti nokkurt strik í reikninginn
þegar langt var liðið á keppnina og
var spilamennsku sl. miðvikudag
aflýst og allir spilarar sendir í
skimun. Keppni var síðan haldið
áfram í flestum flokkum daginn
eftir en í nokkrum liðum þurftu
spilarar að fara í sóttkví eftir að
þeir greindust með veiruna.
Íslenskt lið tók þátt í seníora-
flokki og endaði það í 9. sæti af 24
þjóðum.
Sviss hreppti Bermúdaskálina
Ljósmynd/World Bridge Federation
Niðursokknar Kvennalið Svía og Pólverja í undanúrslitum HM í brids.
- Einn jafnasti úrslitaleikur í sögu heimsmeistaramótsins í brids
Lögð hefur verið
fram á Alþingi til-
laga til þings-
ályktunar um að
félagsmálaráð-
herra láti gera út-
tekt á tækifærum
í fjarvinnu. Þor-
björg Sigríður
Gunnlaugsdóttir
úr Viðreisn er
fyrsti flutnings-
maður tillögunnar. Í greinargerð
segir að fjarvinna hafi aukist mjög í
heimsfaraldri og reynslan sé góð.
Fólk hafi sinnt sínu á ólíkum starfs-
stöðvum þegar heimilið varð óvænt
vinnustaður margra. Mikilvægt sé
hins vegar að skoða allar hliðar þess-
ara mála, svo sem með tilliti til sam-
gangna og jafnvægis milli vinnu og
einkalífs. Þá sé fjarvinna til þess fall-
in að auka tækifæri fólks sem búsett
er úti á landi. Meðan á heimsfaraldri
Covid-19 stóð hafi allt að 37% starfs-
fólks í Evrópu sinnt sínu í fjarvinnu.
Hún hafi jafnframt verið talin já-
kvæð fyrir bæði starfsfólk og vinnu-
veitendur, því framleiðni hafi aukist
sem og sveigjanleiki, sem hafi aukið
starfsánægju. sbs@mbl.is
Úttekt sé gerð
á fjarvinnu
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir