Morgunblaðið - 29.04.2022, Síða 15

Morgunblaðið - 29.04.2022, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 Víðavangshlaup Fossvogsdalurinn er kjörið svæði fyrir þá sem æfa hlaup eða ganga sér til heilsubótar og ekki hefur veðrið að undanförnu spillt fyrir þeirri ánægju sem útiveran veitir. Eggert Jóhannesson Það er hlutverk sveitarfélaga að hlúa vel að eldri kynslóðum. Hækkandi lífaldri fylgja margvíslegar áskoranir en sann- arlega líka tækifæri. Lýðfræðin gefur til kynna að fram undan sé fordæmalaust tíma- bil fjölgunar eldri borg- ara. Íbúar Reykjavíkur eru þar engin undantekning. Öldrun þjóðar á sér ýmsar birting- armyndir og kallar á margvíslegt við- bragð. Til að mynda eykst þörfin fyrir ólík búsetu- og þjónustuúrræði ár frá ári. Jafnframt birtast aðrar kröfur meðal þeirra sem nú eldast en ríktu meðal kynslóð- anna sem á undan komu. Hækkandi lífaldri fylgir bætt heilsa um lengri aldur og auknar kröfur um spennandi lífsstíl, afþrey- ingu, félagsstarf og tóm- stundir. Kynslóð eft- irstríðsáranna hefur að miklu leyti skapað þau lífs- gæði sem við búum við í dag – þeirri kynslóð þurf- um við sem yngri erum að mæta með nýrri hugsun og nýsköpun í öldrunarúrræðum. Aukin húsnæðisuppbygging fyrir eldri Reykvíkinga Vitanlega á höfuðborgin að taka forystu í málaflokknum. Hér duga engin vettlingatök því ef fram fer sem horfir mun ríkja verulegur húsnæðis- og þjónustuskortur fyrir eldra fólk áður en langt um líður. Gera þarf fólki kleift að búa heima svo lengi sem það kýs. Forsenda þess er öflug og samræmd heimaþjónusta og heima- hjúkrun – ásamt persónulegri og skil- virkri þjónustu. Jafnframt þarf borgin að tryggja nægt lóðaframboð fyrir einkaframtak eða félagasamtök að hefja umfangs- mikla uppbyggingu fjölbreyttra bú- setukosta fyrir eldri kynslóðir – til að mynda svokallaðra lífsgæðakjarna þar sem miðlæg þjónusta og af- þreying er fyrir hendi. Barir, kaffi- hús, veitingahús og líkamsrækt í göngufæri og aðgengi að útivist. Vel- ferðartækni ætti jafnframt að vera mikilvægur þáttur í öryggi og bættri aðstöðu í heimahúsum eldra fólks. Lægri fasteignaskattar fyrir 67 ára og eldri Forsenda þess að fólk geti búið lengur heima eru jafnframt lægri skattar og álögur. Sjálfstæðisflokk- urinn vill að tekjumörk vegna afslátta af fasteignasköttum þeirra sem eru 67 ára og eldri verði hækkuð sem nemur 1.800.000 kr. af árstekjum á einstaklinga og hjón/sambúðarfólk. Þannig geti fólk þénað meira á árs- grundvelli án þess að afsláttakjör þeirra verði skert. Heilbrigði og lífsgæði Vel menntaðar, víðförlar og tækni- læsar munu eldri kynslóðir þekkja sín réttindi og hafa sterka skoðun á æskilegum lífsgæðum efri áranna. Reykjavíkurborg þarf að koma til móts við óskir og væntingar þessa hóps – og tryggja þeim heilsueflandi samfélag og aukin lífsgæði – í Reykjavík sem virkar. Eftir Hildi Björnsdóttur » Sjálfstæðisflokk- urinn vill að tekju- mörk vegna afslátta af fasteignasköttum 67 ára og eldri verði hækk- uð sem nemur 1.800.000 kr. af árstekjum. Hildur Björnsdóttir Höfundur er oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Reykjavík sem virkar fyrir eldri íbúa Samkvæmt hagspá Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins sem birtist í síðustu viku er spáð að verulega hægi á hag- vexti í kjölfar árásar- stríðsins í Úkraínu og af sömu ástæðum jafn- framt spáð að enn muni bætast í verð- bólgu miðað við fyrri spá frá því í janúar sl. Ein stærsta efnahags- áskorunin sem alþjóðahagkerfið hef- ur staðið frammi fyrir um árabil er einmitt verðbólga og þær aðgerðir sem verður að ráðast í til að ná tök- um á henni. Það á ekki að koma á óvart að gert sé ráð fyrir um 7% verðbólgu meðal iðnvæddra ríkja í ljósi þess að peningamagn í umferð jókst verulega í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar 2008-2009. Ásamt því var ráðist í umfangsmikl- inn ríkisstuðning vegna Covid-19- faraldursins á heimsvísu. Áskorunin fram undan verður að ná tökum á verðbólgunni með skynsamlegri hagstjórn án þess að það bíti frekar á hagvexti, en til þess þarf samstillt átak. Verðbólgan á heimsvísu Verðbólga í Bandaríkjunum mældist í mars 8,5% á ársgrundvelli og hefur ekki verið hærri í rúm 40 ár. Á síðustu vikum hefur verðbólga enn aukist með hækkandi verði á olíu, málmum og matvælum og enn frekari hnökrum á alþjóðlegum birgðakeðjum. Ofan á þetta bætist skortur á vinnuafli. Óvíst er þó að verðbólgan haldi áfram að hækka á árs- grundvelli, en hins veg- ar eru kjöraðstæður fyrir verðbólgu að ná fótfestu. Raunvextir seðlabanka Bandaríkj- anna eru neikvæðir, ríkisfjármál ekki nægi- lega aðhaldssöm og trúverðugleiki pen- ingastefnu hefur greinilega beðið hnekki. Hætta er á að kaupmáttur launa dragist saman vegna verðbólgu. Þessar aðstæður geta leitt til þess að neysla og fjárfest- ingar dragist saman í Bandaríkj- unum og eru það mjög neikvæðar fréttir fyrir heimshagkerfið, því eins og sagt er að ef bandaríska hag- kerfið hóstar – þá fær heims- hagkerfið kvef. Svipuð staða er uppi beggja vegna Atlantsála. Horfurnar í Evrópu hafa jafnframt dökknað eftir að stríðið í Úkraínu braust út, verðbólga þar er einnig í hæstu hæð- um og stærsta hagkerfið þeirra, Þýskaland, er áfram háð Rússlandi með orkuöflun. Slík óvissa, og þær hækkanir sem eru að eiga sér stað á orku og matvælum, veldur því að væntingar neytenda þar hafa versn- að hratt. Hagvöxtur í Kína mældist 4,8% á fyrsta ársfjórðungi og enn hefur hægt á efnahagsbatanum í Kína vegna Covid-19. Óljóst er hve- nær hjarðónæmi mun myndast í því landi sem stundum er kallað verk- smiðja heimsins. Þetta ástand mun leiða til þess að við sjáum frekari rof á birgðakeðjum. Reynslan kennir okkur að verðbólga bitnar helst á þeim sem síst skyldi. Hætta er á að fjármagnsstraumar sem hafa legið til nýmarkaðsríkja snúist við og hækkun matvæla er jafnframt mikið áhyggjuefni meðal nýmarkaðs- og þróunarríkja. Ísland og horfurnar Ísland er mjög opið hagkerfi og nátengt hagkerfi nágrannaþjóða og getur okkar hagkerfi smitast af efnahagsáföllum ekki síður en af far- sóttum. Nokkur óvissa ríkir hins vegar um áhrif versnandi horfa í heimsbúskapnum á Ísland. Ljóst er þó að aukin óvissa og verðbólga kunna að draga úr ferðavilja, hins vegar benda þær upplýsingar sem við höfum undir höndum til að ferða- sumarið 2022 verði gjöfult. Horf- urnar fyrir aðrar lykilútflutnings- afurðir eru góðar, þar á meðal sjávarútveg, álframleiðslu og hug- verkaiðnað. Samkvæmt fjármála- stöðugleikamati Seðlabanka Íslands er staða fjármálakerfisins góð. Það dró úr vanskilum lána árið 2021 í bankakerfinu, bæði hjá fyrirtækjum og heimilum. Einnig hefur hægt á skuldavexti heimila undanfarna mánuði. Verðbólgan mun samt áfram verða hagkerfinu snúin og því afar brýnt að öll hagstjórnin rói á sömu mið. Búast má við að innflutt verð- bólga hafi áhrif og mögulega munu vaxtabreytingar hafa áhrif á miklar eignir þjóðarinnar erlendis. Ríkis- fjármálin þurfa að verða aðhaldssöm og peningastefnan þarf jákvæða raunvexti til lengri tíma séð ekki síð- ur en aðrir seðlabankar um víða ver- öld. Ein helsta uppspretta verðbólgu á Íslandi undanfarin misseri hefur þó verið íbúðamarkaðurinn og gott dæmi um það er að auglýstum íbúð- um til sölu á höfuðborgarsvæðinu hafði fækkað um nærri 69% frá því í árslok 2019 og ekki verið jafn fáar frá því að byrjað var að safna gögn- unum árið 2006! Það er auðvitað þyngra en tárum taki að borgar- skipulagið hafi ekki tekið á þessum vanda. Niðurstaðan er sú að þessi þróun kemur langsamlega verst nið- ur á ungu fólki sem er að kaupa í fyrsta sinn. Aðgerðir sem draga úr verðbólgu Stærsta verkefnið fram undan er að ná tökum á verðbólgunni. Seðla- banki Íslands hefur verið skýr í sinni afstöðu og hóf vaxtarhækkunarferlið einna fyrstur allra seðlabanka þró- aðra ríkja. Bankinn þarf að gera allt sem í hans valdi stendur til að vænt- ingastjórnin sé skýr og einbeita sér að því að verðbólgan hörfi. Ljóst er að ríkisfjármálin þurfa jafnframt að vera aðhaldssöm til að styðja við peningastefnuna ásamt því sem vinnumarkaðurinn verður að taka tillit til aðstæðna. Markmiðið er að draga jafnt og þétt úr afkomuhalla og stöðva hækkun skulda hins opin- bera í hlutfalli af landsframleiðslu eigi síðar en árið 2026. Þessi skýra sýn fer einnig saman með því að rík- issjóður styðji við þau heimili sem eru í mestri þörf. Vera kann að flýta þurfi aðgerðum sem miða að því að fjármálakerfið spili með, svo sem með sveiflujöfnunaraukanum sem á að taka gildi í september nk. og end- urskoðun á gildi eiginfjáraukans. Staðan í efnahagsmálum er sann- arlega vandasöm, því seðlabankar heimsins mega ekki stíga það fast á bremsurnar að þeir framkalli efna- hagskreppu, sérstaklega í ljósi þess að heimsbúskapurinn var rétt að ná sér eftir farsóttina. Þrátt fyrir efna- hagsáskoranir í fyrirsjáanlegri framtíð býr íslenska hagkerfið yfir miklum viðnámsþrótti. Staða ríkis- sjóðs er sterk, hreinar erlendar eignir þjóðarbúsins hafa aldrei verið meiri, fjárhagsstaða fyrirtækja og heimila er góð, útflutnings- atvinnuvegir eru þróttmiklir, þ.e.a.s. sjávarútvegur, orku- og hug- verkaiðnaður. Ferðaþjónustan er einnig að koma mjög sterk inn. Að auki höfum við sjálfstæða peninga- stefnu og svigrúmið til aðgerða er mun meira en þeirra ríkja sem til- heyra evrusvæðinu og skuldastaða þjóðarinnar og vaxtarhorfur betri en yfirleitt gengur og gerist á því svæði. Þeir sem komnir eru fram yfir miðjan aldur og muna verðbólgutím- ann vilja ekki hverfa aftur til þess tíma þegar verðbólgudraugurinn ógnaði lífskjörum ár eftir ár. Með samstilltu átaki getum við komið í veg fyrir að hagstjórnarmistök fyrri áratuga séu endurtekin og viðhaldið stöðugleika. Eftir Lilju Alfreðsdóttur »Ein stærsta efna- hagsáskorunin sem alþjóðahagkerfið hefur staðið frammi fyrir um árabil er einmitt verð- bólga og þær aðgerðir sem verður að ráðast í til að ná tökum á henni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra. Viðnámsþróttur íslenska hagkerfisins er mikill en blikur eru á lofti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.