Morgunblaðið - 29.04.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 MALLORCA FLUG, GISTING OG ÍSLENSKUR FARARSTJÓRI Í VIKU ÚRVAL ÚTSÝN 585 4000 WWW.UU.IS INFO@UU.IS 24. JÚNÍ - 01. JÚLÍ GLOBALES NOVA APART. 3* ÍBÚÐ MEÐ SJÁVARSÝN VERÐ FRÁ96.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 127.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA 01. - 08. JÚLÍ EIX LAGOTEL 4* FJÖLSKYLDUGISTING MEÐ MORGUNV. VERÐ FRÁ129.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 147.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR BEINT FLUG Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Talsverð umræða hefur verið um fjölgun andláta á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrri ár. Ýjað hef- ur verið að því að kórónuveiru- faraldrinum sé um að kenna. Emb- ætti landlæknis bendir á það í frétt að engir tölfræðilegir útreikningar hafi verið gerðir á fjölda andlátanna í sam- anburði við fjölda andláta undan- gengin ár. Marktæk fjölgun andláta sást ein- ungis hjá einstaklingum 70 ára og eldri í mars 2022 en ekki í heildar- fjölda andláta, samkvæmt fréttinni. „Líklega má skýra þessa fjölgun and- láta af mikilli útbreiðslu Covid-19 á þessum tíma,“ segir í fréttinni. Alls hafa 119 andlát vegna Covid-19 verið tilkynnt beint til embættis sótt- varnalæknis. Þar af hafa 82 andlát verið tilkynnt á þessu ári, 8 árið 2021 og 29 árið 2020. 61 tilkynning kom frá Landspítala og 40 frá hjúkrunarheim- ilum. Líklegt er talið að einhver and- lát af völdum Covid-19 hafi ekki verið tilkynnt sóttvarnalækni en það komi í ljós þegar dánarvottorð verði yfirfar- in. gudni@mbl.is Fjöldi andláta á mánuði á 100.000 íbúa Meðaltal 2012-2019 og janúar-mars 2022, allur aldur, allar orsakir 90 80 70 60 50 40 30 Heimild: Embætti landlæknis jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. Meðaltal 2012-2019 2020 2021 2022 Fleiri 70 ára og eldri létust í mars Guðlaugur Þór Þórðarson, um- hverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gagnrýndi stjórnarandstöðuna á Al- þingi í gær og sagði að það eina sem stæði í vegi fyrir framfara- málum væri málþóf stjórnarand- stöðunnar. Þar skaut hann að Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmanni Viðreisnar. Guðlaugur tók sérstaklega fyrir ræður Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata: „Þetta er nú ekki búið að vera hans dagur, svo mikið er víst, en hann toppaði sig hins vegar alveg í sinni ræðu en það er ekki tími til að elta ólar við allar þær rangfærslur sem þar fóru fram. Reyndar er það svo að háttvirtur þingmaður sýnir hér í hverri ræðu á fætur annarri mikla heift og hatur og það væri nú gott ef hægt væri að virkja það í þágu orkuskiptanna og það myndi auðvelda verkefnið mjög.“ Málþóf tefji framfaramál - Guðlaugur skaut föstum skotum á þingi Sýnatökur vegna kórónuveiru- faraldursins í Reykjavík færast í dag frá Suðurlandsbraut 34 í höfuð- stöðvar Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins í Mjóddinni. Eingöngu verður boðið upp á PCR-sýnatökur en hægt er að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum. Heilsugæsla höfuðborgarsvæð- isins hefur verið með starfsemi á Suðurlandsbraut 34 frá því í ágúst 2020, snemma í heimsfaraldrinum. Aðstaðan í húsinu hefur bæði verið nýtt undir bólusetningar og sýna- tökur. Þótt verulega hafi dregið úr bólusetningum við kórónuveirunni eru þær áfram í boði fyrir þá sem þurfa. Síðustu sýnin tekin við Suðurlandsbraut Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Pakkað saman Síðasti sýnatökudagurinn við Suðurlandsbraut var í gær. „Vorið liggur í loftinu, ljósátan er í sjónum sem er fullur af æti og lífríkið verður blóm- legra með hverjum degi,“ segir Christian Schmidt, leiðsögumaður hjá Norðursiglingu á Húsavík. Þar er tímabil hvalaskoðunar gengið í garð og iðandi líf er í Skjálfandaflóa. Norðursigling hefur að undanförnu gert út tvær til þrjár skoðunarferðir á dag og í þær eru notaðir bátarnir Náttfari og Bjössi Sör. Ferðum þessum verður svo fjölgað strax í næstu viku, þegar maímánuður gengur í garð. „Við höfum séð talsvert af hval í ferð- um síðustu daga,“ segir Schmidt. „Hnúfubak- urinn var við Lundey en hrefnurnar út við Kinnarfjöll. Hvölunum fjölgar raunar mjög þegar er komið fram á þennan tíma. Yfirleitt eru skoðunarferðirnar um þrjár klukku- stundir og til viðbótar við hvalina hafa far- þegar okkar náð að sjá einstakt fuglalíf.“ Christian Schmidt er frá Þýskalandi og hefur starfað við leiðsögn hjá Norðursiglingu frá árinu 2009. Er hér á landi æ stærri hluta úr árinu, eða allt að níu mánuði. „Ferðamenn flykkjast nú til landsins og í ferðum síðustu daga hefur verið fólk frá til dæmis Þýska- landi, Spáni, Ítalíu og Frakklandi og auðvitað mörgum fleiri löndum.“ sbs@mbl.is Sjórinn fullur af æti og hvölum fjölgar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sigling Leiðsögumaðurinn Christian fræðir ferðafólk í upphafi ferðar. Húsavík er með réttu oft nefnd höfuðborg heimsins í hvalaskoðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.