Morgunblaðið - 29.04.2022, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Reykjavík-
urborg
glímir við
gríðarlegan vanda
og fjölþættan sem
afar mikilvægt er
að tekið verði á
þegar að kosningum loknum. Að
því leyti má taka undir orð Dags
B. Eggertssonar, borgarstjóra
og oddvita Samfylkingarinnar,
sem sagði í samtali við mbl.is á
dögunum að kosningarnar séu
„rosalega mikilvægar“ en
ástæða þess að kosningarnar
eru „rosalega mikilvægar“ er að
vísu önnur en Dagur tíndi til.
Hann nefndi að á næsta kjör-
tímabili „fara borgarlínan og
Miklubrautarstokkur í fram-
kvæmd, margar framkvæmdir
klárast en aðrar fara í gang,“ og
bætti því við að hætta væri á að
framkvæmdir tefðust ef „fólk
sem er með óljósa framtíðar-
sýn“ kæmist að. Og hann nefndi
einnig að ef ætti að kollvarpa
stefnunni væri hætt við að hús-
næðisuppbygging tefðist og taf-
irnar í umferðinni yrðu meiri.
Fyrir þá sem þurfa um þessar
mundir að kaupa húsnæði þegar
ekkert fæst og bíða löngum
stundum í umferðinni, hvort
tveggja í boði meirihluta Sam-
fylkingar, Pírata, VG og Við-
reisnar, eru þessi ummæli væg-
ast sagt undarleg en þau lýsa
líka þeirri fjarstæðukenndu
kosningabaráttu sem nú er haf-
in um höfuðborgina.
Þýðing þeirra kosninga sem
framundan eru ætti að vera
mikil en ekki af þeim ástæðum
sem Dagur nefnir og þeirrar
stefnu sem hann og meiri-
hlutaflokkarnir fylgja í þeim
málum.
Kosningarnar
sem framundan eru
í höfuðborginni
ættu að vera
þýðingarmiklar
vegna þess að höf-
uðborgin er í mikl-
um vanda eftir langvarandi
óstjórn vinstri manna og rangr-
ar stefnu sem rekin er af ofsa og
yfirgangi. Vandi Reykjavíkur
kemur skýrt fram í fjárhag
borgarinnar sem er vægast sagt
slæmur og fer hratt versnandi.
En vandi reykvískra kjósenda
er að um þennan fjárhagsvanda
borgarinnar ræðir varla nokkur
frambjóðandi og ekkert fram-
boð leggur áherslu á að leysa
þennan vanda. Það er varla á
hann minnst. Sumir minni-
hlutaflokkar hafa að vísu nefnt
hann þó að hann sé ekki efstur á
blaði en meirihlutinn kannast
ekki einu sinni við hann.
Og kosningaloforðin bera
þess merki. Í stað þess að fram-
boðin leggi áherslu á aðhald í
rekstri og ábyrga fjármála-
stjórn eru útgjaldaloforðin alls-
ráðandi rétt eins og aldrei komi
að skuldadögunum. Stærsta út-
gjaldamálið, borgarlínan svo-
kallaða sem mun þrengja götur
og tefja umferð, er meira að
segja keyrt áfram eins og ekk-
ert hafi í skorist. Og ekki nóg
með það, einstaka framboð býð-
ur jafnvel upp á að hraða ósköp-
unum!
Það er þess vegna rétt að
næsta kjörtímabil getur verið
afar þýðingarmikið og eru
ástæðurnar fleiri en hér hafa
verið nefndar. En kjósendum í
borginni hlýtur að fyrirgefast
þó að þeir eigi erfitt með að
finna leiðina út úr ógöngunum.
Mörg framboð vilja
spóla áfram og
jafnvel enn hraðar
út í ógöngurnar}
Mikill vandi,
lítið um lausnir
Kremlarbændur
hafa lýst því
yfir að vopnasend-
ingar vestrænna
ríkja til Úkraínu
ógni öryggi Evrópu.
Þetta væri auðvitað
nokkuð brosleg yfirlýsing ef að-
stæður væru ekki jafn grafalvar-
legar og raun ber vitni.
Stríðið hryllilega virðist ekki
vera að nálgast endalokin, þvert
á móti gæti það verið að færast í
átt til langtímaátaka þar sem
stór hluti Úkraínu yrði allt að því
lagður í eyði. Og efnahagslega
stríðið er farið að bíta. Óljóst er
hvert bitið er á almenning austan
megin enda fáar áreiðanlegar
fregnir sem þaðan berast. En
vestan megin efnahagslegu víg-
línunnar sjást áhrifin orðið vel í
vöruverði og minnkandi kaup-
mætti.
Hætt er við að þetta ástand
fari versnandi áður en það lagast.
Það að rússnesk stjórnvöld hafi
ákveðið að skrúfa
fyrir gas til tveggja
ríkja Evrópu með
tilheyrandi áhrifum
á orkuverð var ekki
til að bæta úr skák,
en þó er lokun á gas-
viðskipti líklega það efnahags-
vopn sem helst gæti bitið á
Rússa. Lokun Rússa kann því að
hafa verið hættuspil, ekki síst ef
hún verður til þess að þjóðir vest-
an megin fara að átta sig á að
þær geta ekki leyft sér að vera
háðar Rússum um orku.
En hækkandi orkuverð skilar
sér líka í auknum tekjum Rúss-
lands, sem vissulega var ekki
ætlunin vestan megin. Gasrisi
Rússa, Gazprom, tilkynnti í gær
um gríðarlega aukinn hagnað í
fyrra. Orkuverðið nú ætti að
tryggja áframhaldandi góða af-
komu.
Þetta er öfugsnúið ástand og
óskemmtilegt, en gæti líka orðið
til að draga stríðið á langinn.
Gazprom kynnir
ofurhagnað og
stríðinu virðist
ekkert vera að linna}
Öfugsnúið ástand
V
irk samkeppni er einn af horn-
steinum efnahagslegrar vel-
gengni. Efnahagsleg áhrif
virkrar samkeppni hafa verið
rannsökuð ítarlega af fjölmörg-
um hagfræðingum víðs vegar um heiminn
og meðal annars hefur Efnahags- og fram-
farastofnunin OECD haldið vel utan um
niðurstöður þeirra. Reynslan hefur sýnt að
virk samkeppni hefur hvetjandi áhrif á
fyrirtæki til þess að auka skilvirkni og hag-
kvæmni í rekstri sínum, draga úr sóun og
stuðla að bættri þjónustu fyrir viðskiptavini
sína. Í slíku umhverfi keppast fyrirtæki
einnig við að laða að sér hæfasta mannauð-
inn með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á
hag launafólks. Þá leiðir virk samkeppni
ótvírætt til lægra vöruverðs og aukins vöru-
framboðs og heilbrigðari viðskiptahátta til hagsbóta
fyrir neytendur.
Hlutverk stjórnvalda er að skapa skilyrði fyrir virka
samkeppni. Stjórnvöld reglusetja atvinnulífið með ítar-
legum hætti á hverju ári og hagsmunasamtök fyrir-
tækja og neytenda eru dugleg í að halda stjórnvöldum
við efnið. Slíkt aðhald er mikilvægt. Það þarf að huga
sérstaklega vel að því við undirbúning löggjafar og ann-
arrar reglusetningar atvinnulífsins að áhrif reglnanna á
atvinnulífið, neytendur og skilyrði fyrir virka sam-
keppni séu metin, og til þess nýtt meðal annars hug-
myndafræði OECD um samkeppnismat. Í skýrslu
stofnunarinnar eru fjölmargar tillögur til
breytinga á gildandi regluverki til að draga úr
duldum og lítt duldum samkeppnishindrunum
sem af því leiða og efla þannig samkeppni.
Skilvirkni í eftirliti með samkeppni og
starfsháttum fyrirtækja er mikilvægur þáttur
í að tryggja að ábati samkeppninnar skili sér
til neytenda. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar kemur fram að stefnt skuli að samein-
ingu Samkeppniseftirlitsins og Neytendastofu
og að kannaðir verði möguleikar á sameiningu
við aðrar stofnanir eftir atvikum sem getur
aukið samlegðaráhrif og skilvirkni í opinberu
eftirliti. Meginmarkmiðið er að styrkja sam-
keppni innanlands, tryggja stöðu neytenda
betur í nýju umhverfi netviðskipta og efla al-
þjóðlega samkeppnishæfni íslensks atvinnu-
lífs. Leiðbeinandi hlutverk eftirlitsstofnana
verður skýrt til að tryggja betri eftirfylgni.
Samkeppnis- og neytendamál eru kannski ekki fyrsta
umræðuefnið á kaffistofunni á hverjum degi en þau
breyta svo sannarlega miklu fyrir daglegt líf okkar. Sér
í lagi á þeim tímum sem við lifum á um þessar mundir
þar sem hrávöruskortur og hækkandi vöruverð eru
staðreynd um heim allan. Við þurfum ávallt að vera á
tánum og tryggja bestu mögulegu umgjörð utan um
virka samkeppni, samfélaginu öllu til hagsbóta.
Ágúst Bjarni
Garðarsson
Pistill
Samkeppnismál eru stórt efnahagsmál
Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður
efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
R
íkasti maður í heimi, Elon
Musk, hefur keypt einn
áhrifamesta samfélags-
miðil og umræðuvettvang
veraldar, Twitter, og verði engin ljón
á vegi þeirra viðskipta á næstunni
getur hann farið sínu fram með þenn-
an miðil að eigin geðþótta. Yfirlýst
markmið hans með kaupunum er að
opna þar allar gáttir málfrelsis,
þannig að sérhverjar skoðanir sem
ekki brjóta í bága við lög fái
hindrunarlausa útrás. Margir hafa
áhyggjur af því að nú fái haturs-
orðræða og fordómar af öllu tagi að
flæða yfir netið í nafni málfrelsis. En
Musk tekur líka mikla áhættu með
kaupunum; ef notendur verða ósáttir
við þá stefnu sem Twitter mun taka í
vasanum á honum geta þeir yfirgefið
miðilinn og þá blasa við sóknarfæri
keppinauta.
Undrabarn
En hver er þessi maður sem get-
ur galdrað fram 44 milljarða banda-
ríkjadala á nokkrum dögum? Fjár-
hæðin er kaupverðið á Twitter.
Elon Musk fæddist í Suður-
Afríku árið 1971 og er því rétt rúm-
lega fimmtugur. Sagan segir að að-
eins tíu ára gamall hafi hann keypt
sína fyrstu tölvu og 12 ára selt sinn
fyrsta tölvuleik. Hann var semsé
nokkurs konar undrabarn. En þrátt
fyrir að hafa komist upp á lagið með
tölvutæknina og forritun ungur er
Musk ekki einn af þeim sem létu
skólagöngu lönd og leið. Hann lauk
raunar tveimur háskólagráðum frá
háskólanum í Pennsylvaníu í Banda-
ríkjunum, en þangað fluttist hann ár-
ið 1992. Musk lauk bæði BA-gráðu í
hagfræði og eðlisfræði og hugðist
halda áfram í doktorsnám við Stan-
ford-háskóla. Hann hóf þó aldrei nám
við Stanford heldur hellti sér af full-
um krafti út í netbransann og stofn-
aði sitt fyrsta fyrirtæki, Zip2, um
miðjan tíunda áratuginn.
Þríkvæntur með sjö börn
Ekki hefur hann verið sérlega
farsæll í einkalífinu. Hann er þrí-
kvæntur og á sjö börn og hefur staðið
í mörgum samböndum. Skilnaður
hans við fyrstu eiginkonuna, rithöf-
undinn Justine Wilson, var erfiður og
hún ber honum ekki vel söguna.
Fimm barnanna eru úr því sam-
bandi. Í þann mund sem þau stigu út
á gólfið og af stað í brúðarvalsinn á
hann að hafa hvíslað í eyra hennar
„ég er „alfa“ í þessu sambandi“. Það
reyndist rétt, hann vildi ráða yfir lífi
hennar og hún varð smám saman
óhamingjusamari í samvistum við
milljarðamæringinn.
Musk er sagður fullkomnunar-
sinni sem aldrei hætti. Standi hann
frammi fyrir óleystu vandamáli eigi
hann afar erfitt með að hætta fyrr en
málið sé leyst. Hann hefur einnig orð
á sér fyrir að vera harður við undir-
menn sína og hefur rekið fólk fyrir
afar litlar sakir eins og að verða það á
að senda tölvupóst með stafsetn-
ingarvillu.
Mörg fyrirtæki
Einhvers konar snilligáfu og
miklum frumkvöðlahæfileikum virð-
ist hann þó búa yfir og helstu tækni-
frömuðir heims bíða jafnan í ofvæni
eftir því upp á hverju Elon Musk
finnur næst. Frægastur er hann fyrir
Tesluna, rafbílinn sem farið hefur
sigurför um heiminn. Hjá Teslu ræð-
ur hann öllu með um fimmtung hluta-
fjár í sínum höndum. Hann stofnaði
einnig geimferðafyrirtækið SpaceX
árið 2002, á þar tæpan helming hluta-
fjár, en það byggist á draumi Musks
um að smíða tiltölulega einfaldar og
ódýrar eldflaugar sem hægt er að
skjóta upp í geim oftar en einu sinni.
Musk er enn fremur maðurinn á bak
við greiðslugáttina PayPal sem gerir
notendum kleift að borga fyrir vörur
á netinu. Hann seldi fyrirtækið síðar.
Árið 2016 eignaðist hann sólarsellu-
fyrirtækið SolarCity. Og hann er á
bak við fyrirtækið StarLink sem
heldur úti gífurlegum fjölda gervi-
hnatta í því skyni að auðvelda umferð
á netinu. Árið 2017 stofnaði hann
Neuralink, fyrirtæki sem vinnur að
þróun á tækni á sviði gervigreindar.
Er hugmyndin að gera fólki kleift að
stjórna tækjum með huganum ein-
um. Óhætt er því að segja að Elon
Musk ráðist ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur þegar hann vindur
sér í verkefnin.
Liggur ekki á
skoðunum sínum
Musk liggur ekki á skoðunum
sínum um dægurmálin, kveður jafn-
an fast að orði og lendir stundum í
vandræðum fyrir vikið. En fram hjá
því verður ekki horft að framlag hans
til að leysa ýmis brýn umhverf-
isvandamál hefur verið meira en
flestra annarra, þar á meðal
umhverfisverndarsinna og stjórn-
málamanna sem tala meira en þeir
framkvæma. Hið mikla veldi hans er
byggt á hugviti og framtaki, hann er
sístarfandi, er að allan sólarhringinn
og uppsker í samræmi við það.
Umdeildur maður
hugvits og framtaks
AFP
Ríkastur í heimi Milljarðamæringurinn Elon Musk rekur fjölda fyrirtækja
í Bandaríkjunum og er þekktur fyrir margs konar óvanaleg uppátæki.