Morgunblaðið - 29.04.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 29.04.2022, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022 ✝ Guðríður Guð- mundsdóttir, eða Lóa eins og hún var alltaf köll- uð, fæddist í Reykjavík 17. sept- ember 1934. Hún lést 16. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Guðnason, f. 1892, d. 1984, og Ingveldur Árna- dóttir, f. 1902, d. 1942. Lóa var ein úr fimm systkina hópi. Elstur var Lúðvík, f. 1929, d. 2015, María, f. 1930, d. 1982, þá Lóa, f. 1934, Ása, f. 1940, og yngst var Ingveldur, f. 1942 d. 2001. Lóa giftist hinn 26. nóv- ember 1955 Sigþóri Júlíusi Sig- þórssyni, f. 23. júlí 1933. Þau eignuðust fimm börn: 1) Sigþór Ragnar, f. 1955, kvæntur Kristínu Ingunnar- Eiríksdóttur. Þau eiga fimm börn. 2) Sjöfn, f. 1956, hún á tvær dætur. 3) Jóna f. 1957, er gift Eiríki Mörk Valssyni og eiga þau einn son. 4) Guðmundur, f. 1961. Sambýlis- kona hans er Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir og eiga þau tvær dætur. 5) Hrafnhildur, f. 1966, í sambúð með Helga Sigurðs- syni. Hún á einn son. Lóa og Sigþór eiga 11 barna- börn og 12 barnabarnabörn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Já mamma mín – nú ertu farin á braut á vit nýrra ævintýra. Nú verður gaman hjá þeim sem þú hittir fyrir á þeim stað. Þú varst einstök, það eru engar ýkjur. Meiri hjartahlýju, húmor- ista, gleðigjafa og hnyttni í tilsvör- um var erfitt að finna. Ég var glöð þegar ég heyrði orðið „tilfinninga- greind“ á sínum tíma, því þú ert besta lýsingin á því orði. Engan betri hlustanda hef ég heldur hitt. Ég hef alltaf verið svo montin og stolt af þér. Þú komst svo vel fram við vini mína, þeir tengdust þér á góðan hátt og eiga hlut í þér. Allir voru velkomnir í heimsókn, vel tekið á móti þeim sem ráku inn nefið og þú helltir upp á „gott kaffi“. Besta kaffi í bænum segja margir. Þið pabbi hélduð okkur systk- inunum gott og heilbrigt heimili. Það var röð og regla á hlutunum, við vissum alltaf hvar við höfðum ykkur og gátum alltaf treyst á stuðning ykkar í hvaða formi sem var. Ég kom mér upp vana að hringja í þig að lágmarki einu sinni á dag. En það varð að vera regla á þeim hringingum. Alls ekki milli 9.45 og 10 á morgnana, því þá varstu í leikfiminni sem er útvarpað á Rás 1. Því máttir þú alls ekki missa af og þá stund mátti enginn trufla sem auðvitað leiddi til þess að þú varst í fínu formi fram á síðasta dag. Alltaf var jafngott að heyra glaðlegu röddina þína sem gerði alla daga betri. Þú hafðir mikinn áhuga á leik- húsi og fórum við margar ferðir saman að sjá hin ýmsu verk. Að öðrum ólöstuðum var hann Ingvar okkar Sigurðsson í sérstöku uppá- haldi hjá þér. Þegar þið pabbi átt- uð gullbrúðkaupsafmæli í nóvem- ber 2020, í miðjum heimsfaraldri, datt mér í hug að fá þinn uppá- haldsmann, Ingvar, til að koma og fara með lagatexta, sem ég vissi að þú héldir upp á. Þið pabbi náðuð auðvitað að heilla Ingavar upp úr skónum svo hann fór með fleiri texta en til stóð og hafði á orði hversu yndislega foreldra við systkinin áttum. En það sem mér þótti vænst um er að þú tjáðir mér að þetta væri ein sú besta gjöf sem hún hefði fengið um dagana. „Að hafa hann Ingvar minn hérna inni í vaskahúsi hjá mér að lesa fyrir mig þessa dásamlegu lagatexta – á dauða mínum hefði ég frekar átt von á“. Hann fékk ekki að koma innar í húsið því við vorum jú að slást við covid. Mér eru í fersku minni öll tjald- ferðalögin sem við fórum í, upp á hálendi, yfir Sprengisand og Kjöl, tjaldað við læk og eldað á prímus. Þar gengum við á fjöll og kynnt- umst landinu okkar. Takk fyrir allt elsku mamma mín – þú varst einstök manneskja og ég stálheppin að eiga þig sem móður. Ekki bara varstu góð móð- ir heldur líka dásamleg amma. Það sýnir sig best á dálæti barna- og barnabarna þinna á ömmu Lóu. Þegar þú lást á spítalanum og við vissum í hvað stefndi, sagði ég þér að ég kæmi á eftir þér, þegar röðin kæmi að mér, þangað sem þú fórst þegar þú kvaddir þann 16. apríl. Þar talaðir þú líka um hvað þú hafir verið heppin að velja hann pabba, því hann væri besti og fal- legasti maður sem þú hafir séð. Ég er sammála því. Farðu í friði elsku hjartað mitt og njóttu tímans með foreldrum þínum, systkinum, vinum og öllum þeim sem hafa kvatt þessa jarð- vist sem við þekkjum. Þín dóttir, Hrafnhildur (Búbba). Árið er 1975. Kaupmannssonur úr Álfheim- um kynnist kaupmannsdóttur í Breiðholti. Býður kaupmanns- dótturinni í bíó á The Great Gatsby í Háskólabíói og fær lán- aða appelsínugula VW-bjöllu stóra bróður síns. Ekur upp á Fremristekk um hálfníuleytið. Þannig hófust kynni mín af Guð- ríði Elínborgu Guðmundsdóttur, Lóu, og eiginmanni hennar Sig- þóri J. Sigþórssyni. Lóa var miðjubarn foreldra sinna. Móðir hennar lést frá ung- um börnum sínum og Guðmundur faðir hennar hélt heimili fyrir börnin þeirra fimm. Eðlilega var stundum erfitt en Lóa talaði hlý- lega um föður sinn og að hann hefði veitt þeim systkinum eins gott uppeldi og tök voru á. Lóa kynntist Sigþóri J. Sigþórssyni um tvítugt og hófu þau sambúð og 24 ára var hún orðin móðir þriggja barna, elsta þriggja ára. Hún sinnti barnauppeldi og heimilis- störfum af dugnaði meðan Sigþór vann langan vinnudag við verslun- arstörf og leigubílaakstur. Börn- unum fjölgaði um tvö á næstu tíu árum og heimilishaldið varð létt- ara og sjálfstæður verslunar- rekstur þeirra hjóna gekk vel. Ótal minningar koma upp í hugann eftir tæplega hálfrar aldar vinskap og fjölskyldutengsl. Mér var tekið opnum örmum af Lóu og Sigþóri. Heimsóknir á Fremr- istekk eru óteljandi. Móttökur voru alltaf góðar. Fremristekkur- inn hefur verið nokkurs konar um- ferðarmiðstöð þar sem fjölskyldan hittist og einnig vinir fjölskyldu- meðlima. Lóa tók brosandi og hlý á móti öllum, glettin og gaman- söm. Lóa var glæsileg kona og höfð- ingi heim að sækja. Hún sýndi fólki áhuga og gestum og gang- andi leið vel í návist hennar. Henni þótti vænt um barnabörn sín og hún var dugleg að sinna þeim og leika við þau og oft fengu dæturn- ar að gista hjá ömmu og afa þegar foreldrarnir brugðu sér af bæ, innanlands og utan. Hún var fyr- irmyndarhúsmóðir í besta skiln- ingi þess orðs. Kökurnar hennar voru vinsælar bæði hjá ættingjum og vinum og ekki síður á kökubas- ar Hringsins en Lóa var einn af dyggustu meðlimum þess fé- lagsskapar og lagði metnað sinn í vinnu fyrir samtökin, bæði við bakstur og jólakortasölu. Þau hjónin áttu afdrep í sumarhúsi sínu, Lóukoti, í Grímsnesi og börn þeirra og fjölskyldur nutu góðs af því að gista þar. Ég var svo hepp- inn að fara í nokkrar utanlands- ferðir með Lóu og Sigþóri, Lond- on, Spánn og Prag. Það voru skemmtilegar ferðir. Árið er 2022. Ég var svo heppinn að ná að heimsækja Lóu á spítalann stuttu áður en hún lést. Við áttum hlýlegt samtal. Hún minntist æskuáranna og við rifjuðum upp ótal samveru- stundir þessa tæpu hálfu öld sem við þekktumst. Hún tók mér alltaf eins og einu af börnum sínum og þau hjón hafa verið mér og minni fjölskyldu stoð og stytta gegnum árin. Áður en ég kvaddi spurði ég hana hvernig henni liði; hún svar- aði glettin: „Biðröðin er nú að styttast hjá mér – en ég get ekki annað en verið þakklát fyrir það góða líf sem hef átt. Heilsuhraust að mestu allt mitt líf. Á yndislega afkomendur og hef átt gott líf með Sigþóri mínum. Það er ekki hægt að biðja um meira og ég get ekki verið annað en sátt.“ Blessuð sé minning Lóu. Kristján Gunnarsson. Elsku amma Lóa. Það er skrýt- ið að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Þú skilur eftir stórt skarð í lífi okkar en á móti fylla minningarnar hjartað og við ylj- um okkur við þær á erfiðum stundum. Minningarnar eru margar. Fyrst frá því ég var barn, það var alltaf svo gaman að koma á Fremristekkinn og fá kökur og kex og spjalla við ykkur afa. Sér- staklega gaman þótti mér að fá að koma og gista og fá að sofa uppi í holunni. Hlýja og góða holan. Þú varst alltaf til í að vakna með mér eldsnemma og þá fórum við inn í eldhús og þú hrærðir í skyr fyrir mig. Allra besta skyrið! Ekki skemmdi fyrir að fá að skreyta það og bragðbæta með köku- skrauti og silfurkúlum. Meðan ég sat og gæddi mér á skyrinu tókst þú virkan þátt í morgunleikfim- inni á Rás 1 og ég fylgdist með. Stundum gerði ég æfingarnar með; „út, upp og niiiiiður“ (með til- heyrandi handahreyfingum og smá hlátrasköllum). Bestu rauðu eplin fengust alltaf hjá þér, þú varst líka alltaf tilbúin að flysja þau og skera í fullkomna bita. Í minningunni voru þessi epli ekki síðri en besta sælgæti! Nammiskúffan var þó aldrei langt undan og með leyfi fékk maður að kíkja reglulega í hana. Það var alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera hjá ykkur afa. Það var fastur liður að telja allar uglurnar sem þú safnaðir. Alltaf varstu jafn hissa þegar ég sagði þér nýjustu tölur og ég skellihló. Þær voru orðnar ansi margar í seinni tíð. Það var alltaf mikið sport að fá að leika með gömlu skartgripina í kassanum sem þú geymdir inni í fataskáp, stútfullur af perlufest- um og fallegum gripum. Skemmtilegast fannst mér þeg- ar ég klifraði upp súluna inni í stofu og þú komast hlaupandi inn- an úr eldhúsi með klípitöng og þóttist ætla að klípa mig í rassinn með tilheyrandi æsingi. Ég ætti ekki að vera að príla svona hátt. Þið áttuð líka öll áramótaskaup líklega frá 1980 tekin upp á VHS- spólur og það er ótrúlegt hvað maður gat horft á þetta aftur og aftur og aftur. Elsku amma, ég er svo heppin að fá að heita í höfuð á þér og ég hef alltaf elskað Lóunafnið mitt, rígmontin að fá að heita í höfuð á ömmu minni sem ég dýrka og dái og mun vera það alla tíð. Árin sem ég bjó í kjallaranum á Fremristekknum eru líka dýr- mæt. Elsku amma mín, ég mun sakna þín svo sárt, þú hefur gefið lífi mínu, Valgerðar og Péturs Kormáks mikinn lit með húmorn- um þínum, gleði og góðmennsku. Alltaf áhugasöm og stuðnings- rík um allt sem maður var að gera hverju sinni. Þú varst líka stór partur af lífi Pésa og sýndir hon- um mikinn áhuga og hann elskaði að koma á Fremristekk til þín og afa og fá Pésakex og vatn í litla glasið og leika með allt skemmti- lega dótið. Amma þú munt alltaf lifa í hjartanu okkar, Pétur Kormákur segir að þú sért lifandi engill og nú sértu búin að breytast í gull. Ég lofa að hætta aldrei að tala um þig, hugsa um þig og segja sögur af þér. Halda minningu þinni á lífi í mínu hjarta og Pésa. Einn daginn hittumst við aftur og þá höldum við áfram þar sem frá var horfið. Spjalla, grínast og gleðjast með dass af svörtum húmor. Við elskum þig elsku amma Lóa. Helga Lóa Kristjánsdóttir. Þegar ég og Una systir vorum litlar var ekkert sem jafnaðist á við að gista hjá ömmu og afa. Við biðum því alltaf spenntar eftir því að mamma og pabbi færu eitthvað og skildu okkur eftir í pössun hjá ömmu og afa. Dagskráin var oft- ast þannig að við vöknuðum snemma til að gera okkur tilbúnar fyrir skólann, fengum morgunmat og töluðum saman þó svo að við Una værum syfjaðrar og svefn- drukknar. Eftir skólann lærðum við í smá stund en fengum síðan eitthvað í gogginn, oftast köku og „lobbi“ eins og afi sagði alltaf. Síð- an var alltaf gaman að fara í bað hjá ömmu og afa í græna baðher- berginu þar við systurnar lékum okkur með allskonar leikföng og ég man sérstaklega eftir litlu bláu mörgæsinni með slaufuna og há- karlinum sem hægt var að sprauta vatni úr nefinu á. Eftir baðið feng- um við kvöldmat, oft mambó eða grjónagraut og síðan heimalagað skyr í eftirrétt en á það stráðum við sjálfar allt of miklu af köku- skrauti, þannig að skyrið varð regnbogalitað. Eftir matinn horfð- um við oft á sjónvarpið saman, oft leynilögregluþætti. Við gerðum okkur síðan tilbúnar í háttinn, burstuðum tennurnar og fórum síðan inn í tölvuherbergið hans afa en þar hafði amma búið um okkur, raðað Hr. Níels, Snata og naggr- ísabangsanum í rúmið en úr hill- unni fylgdust nokkrar dúkkur og bangsar með okkur. Við lásum bækur upp í rúmi í smá stund áður en við sofnuðu en lampi lýsti upp ganginn með hlýlegum daufum rauðum bjarma. Það mætti halda að eitthvað galdraseyði hefði verið sett í kakóið sem við fengum fyrir svefninn því alltaf sváfum við langbest hjá ömmu og afa. Ása Elísabet. Það var oft erfitt að ráða við mig þegar kom að því að setjast niður við píanóið til að æfa fyrir næsta píanótíma. Ég hef verið fimm eða sex ára, mamma hefur eitthvað verið að tuða í mér út af píanóæfingum eins og góðar mæð- ur gera nema hvað ég móðgaðist og hugsaði með mér að nú væri komið nóg. Ég ætlaði að strjúka að heiman og ég vissi nákvæmlega hvert ég ætlaði að flytja. Ég pakkaði niður tannburstan- um mínum og uppáhaldsbangsa og arkaði beinustu leið í næstu götu. Mamma finnur mig síðan eftir mikla leit einni klukkustund síðar, sæla við eldhúsborðið henn- ar ömmu minnar. Bestu vinkonu minnar. Una Guðríður Guðmundsdóttir. Ég man það eins og gerst hefði í gær, fyrsta skiptið sem ég sá Lóu. Það var í jólaboði fjölskyld- unnar fyrir rúmum 20 árum síðan, þar sem hún sat í öndvegi, ásamt eiginmanni sínum og besta vini, umkringd ástvinum sínum. Það má með sanni segja að hún hafi heillað mig frá fyrstu kynnum með sinni glaðværu og glögg- skyggnu persónu. Eftir að við yngri sonur hennar stofnuðum fjölskyldu og ég fór að venja komur mínar á „Fremri“, eins og heimili þeirra hjóna að Fremristekk 5 var iðulega kallað, fann ég fljótt hversu mikilvægu hlutverki þetta óvenju fallega og menningarlega heimili gegndi í lífi barna þeirra, maka og afkvæma, einskonar miðpunktur lífs þeirra. Um þetta leyti voru þau Lóa og Sigþór bæði hætt að vinna og nutu þess að taka á móti fólkinu sínu, vinum og vandamönnum með opn- um örmum, nýuppáhelltu kaffi og gómsætri tertu í boði Lóu sem var meistari í kökubakstri. Sem fé- lagskona í kvenfélaginu Hringn- um kom sá hæfileiki hennar sér afar vel en kökubasar Hringsins hefur um árabil verið einn helsti þáttur í fjáröflun félagsins. Þessar óteljandi samveru- stundir eru ógleymanlegar fyrir okkur hjónin og fyrir dætur okkar sem nutu þess að eiga óskipta at- hygli ömmu sinnar, þegar hún lék við þær, baðaði þær í stóra ljós- gula postulínsvaskinum í eldhús- inu, greiddi þeim mjúklega um hárið með „gull“greiðunni sinni og með árunum þróaðist samband þeirra í einlægt vináttu- og trún- aðarsamband. Afmælisdagar voru mjög mik- ilvægir í augum Lóu og skapaði hún þann skemmtilega sið að halda uppá alla fæðingardaga ást- vina sinna sem væri um stóraf- mæli að ræða. Gilti þá einu hvaða fjölskyldumeðlimur átti afmæli, hvort það var annað þeirra hjónanna sjálfra eða eitthvert barna hennar, tengda- eða barna- barna. Bakaði hún þá uppáhalds- tertu afmælisbarnsins og mætti í afmælisboðið færandi hendi, oft klyfjuð nokkrum hnallþórum og brauðréttum af bestu gerð. Nú þegar ég minnst Lóu er svo margt sem ég dáist að í fari hennar. Hún var gædd meðfæddri lífsgleði og starfsorku sem skein af henni. Hún var skarpskyggn og hafði góða dómgreind enda má segja að hún hafi fetað gæfunnar veg. Hún var listunnandi í eðli sínu og naut þess að hlýða á fallega tónlist eða lifa sig inn í dramatíska leiksýningu eða við lestur. Lóa var mjög minnug og átti auðvelt með að segja skemmtilega frá bæði löngu liðnum atvikum jafnt sem einhverju sem dreif á daga þeirra hjónanna nýverið. Hún hafði þann mikilvæga eiginleika að njóta stundarinnar, þessarar svokölluðu „núvitundar“, einsog þykir gulls ígildi í hraða nútímans. Hún var dugnaðarforkur, stýrði heimilinu og uppeldi á fimm börnum þeirra hjóna með mikilli prýði. Ég þakka Lóu minni fyrir sanna vináttu sem hún sýndi mér öll þau ár sem við áttum samleið. Minningin um þessa mætu konu mun ávallt veita mér gleði og styrk þegar fram líða stundir. Elskulegum tengdaföður mín- um Sigþóri votta ég dýpstu sam- úð. Sigríður Sunneva. Guðríður E. Guðmundsdóttir Elsku bróðir, kæra kveðju kveð ég hér á þessum degi, almættið þig ávallt geymi og englafjöld á himnavegi. Allar stundir þér ég þakka, þakka ljúfa bernsku mína. Seinna sumarlands á grundum saman munum rósir tína. (GMT) Hjartkær bróðir minn, Jón Valur Tryggvason, Bói bróðir, eins og ég kallaði hann alltaf, hefur kvatt jarðheim eftir langa og viðburðaríka ævi, en hann lést Jón Valur Tryggvason ✝ Jón Valur Tryggvason fæddist 5. september 1931. Hann lést 7. apríl 2022. Útför hans fór fram 25. apríl 2022. 7. apríl sl. Við áttum ynd- islega stund með honum og ástvin- um á 90 ára af- mælinu 5. septem- ber sl., og þó að þrekið væri farið að minnka og heilsan orðin tæp var stutt í gleðina og glensið hjá honum þann dag. Margs er að minnast eftir ára- tuga samleið og sérhver minning mín er um góðan bróður sem lét sér alla tíð annt um velferð mína. Það var 15 ára aldursmunur á okkur Bóa, en þeir bræður mínir, hann og Sigurður Rúnar (d. 2015), sáu um það, ásamt Andreu Guðrúnu (d. 2019) systur okkar, að ég átti gleðiríka bernskudaga á Skúlaskeiði 38 í Hafnarfirði. Það hefur þó líklega verið systk- inum mínum mikil lífsreynsla þegar þangað mætti lítil mann- eskja, sem var bæði frek og til- ætlunarsöm. Já, minningarnar: Ég man vel, þegar ég var fimm ára, að Bói bróðir gaf mér risastórt páska- egg, allt skreytt með slaufum og páskaungum. Hann smíðaði líka handa mér fallegan sleða, þá byrjaður í vél- smíðanámi. Og útskrifaður vél- stjóri í siglingum keypti hann eitt og annað handa litlu systur, oft útlenskt sælgæti. En svo kom rokkið til sögunnar, þá voru það stórar vínilplötur með Elvis Presley, Chuck Berry o.fl., plöt- ur sem ég á enn í dag. Bói hafði alla tíð mikinn tónlistaráhuga og spilaði í hljómsveitum frá 16 ára aldri. Hann söng líka í mörg ár í Karlakórnum Þröstum og fleiri kórum. Hann var ljóðelskur og orti falleg ljóð. Hann gekk í KFUM sem barn og skátana sem unglingur og starfaði með þeim allt til fullorðinsára. Þegar ég flutti til Egilsstaða varð vík á milli vina, en við eigum þó margar fallegar minningar um heimsóknir til Bóa og Stellu í Fjörðinn. Þau komu líka oft keyrandi austur, og stundum voru Siggi bróðir og Óla mág- kona með, komin alla leið frá Sví- þjóð, þau gistu þá öll á leiðinni á Hala í Suðursveit, það var góð gisting, sagði Bói mér. Ég er þess líka fullviss að gistingin er góð, hvar sem hann er nú, og að einhvern tíma hittumst við öll aftur á grænum grundum sum- arlandsins, þar sem vaxa hin feg- urstu blóm. Ég lýk þessum minningarorð- um með tveimur erindum úr ljóði Magnúsar Eiríkssonar, Í blóma- brekkunni: Lífið er vatn, sem vætlar undir brú og enginn veit, hvert liggur leiðin sú. En þegar lýkur jarðlífsgöngunni, aftur hittumst við í blómabrekkunni. Alltaf fjölgar himnakórnum í, og vinir hverfa, koma mun að því. En þegar lýkur jarðlífsgöngunni, aftur hittumst við í blómabrekkunni. Við Halli, börn og fjölskyldur þeirra sendum elsku Stellu, börnum og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur, minningin um góðan dreng og góðan bróður lif- ir. Guðrún Margrét Tryggvadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.