Morgunblaðið - 29.04.2022, Blaðsíða 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2022
SÉRÐU
EKKI ÚT?
Við þrífum glugga og
háþrýstiþvoum byggingar
Faglegar heildarlausnir og
samkeppnishæf verð.
Allt á einum stað.
Dalshraun 6 | 220 Hafnarfjörður | 581 4000
solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG GLEYMDI BÉVÍTANS LYKILORÐINU
ENN EINU SINNI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... oft á valdi
örlagadísanna.
ÞAÐ STYTTIST Í JÓLIN MEÐ
ALLAR SÍNAR JÓLAKÖKUR,
SÆLGÆTIOG KRÆSINGAR
SUMARIÐ ER LÖNGU
BÚIÐ GRETTIR
HUGGUN
HARMI GEGN
EKKI
MINNA
MIG Á ÞAÐ
DAGARNIR ERU AÐ
STYTTAST
JÁ,
JÁ
ÞÚ VIRÐIST ÁHYGGJUFULLUR! ERTU
AÐ HUGSA UM VINNUNA?
HVAÐ HELDUR ÞÚ?
„HANN ER ANSI HREINT GÓÐUR Á LUFT-
PÍANÓ.“
í bæjarstjórn að vera svolítið já-
kvæður og hef verið að segja frá
jákvæðum hlutum í bæjarfélaginu,
reyndar bara á facebooksíðunni
minni, og er með kjörorðið
„Blönduós sefur aldrei“!“ Hann var
enda kosinn maður ársins í Austur-
Húnavatnssýslu árið 2020 af les-
endum Húnahornsins fyrir já-
kvæðnina og störf sín fyrir kirkju-
garðinn.
Fjölskylda
Eiginkona Valla er Ólöf Pálma-
dóttir, f. 24.2. 1956, þjónustu-
fulltrúi hjá Motus ehf. Foreldrar
Ólafar voru hjónin Pálmi Ólafsson,
f. 12.10. 1916, d. 6.12. 2005, bóndi í
Holti á Ásum, A-Hún., og Aðal-
björg G. Þorgrímsdóttir, f. 20.4.
1918, d. 22.11. 2007, húsmóðir.
Börn Valla og Ólafar eru: 1)
Aðalbjörg, f. 12.4. 1973, bóndi í
Bakkakoti og starfsmaður hjá N1
Blönduósi, eiginmaður hennar er
Ragnar Sigtryggsson, bóndi, fram-
leiðslustjóri við ullarþvottastöð Ís-
tex á Blönduósi og vara-
slökkviliðsstjóri á Blönduósi. Börn
þeirra eru Gísli, f. 1998, Pálmi, f.
2002, og Guðni, f. 2009; 2) Guð-
mann, f. 4.5. 1980, starfsmaður
RARIK á Blönduósi og vinnur við
áætlanagerð á rekstrarsviði Norð-
urlands. Eiginkona hans er Ósk Jó-
hannesdóttir, f. 6.11. 1984, hús-
móðir. Börn þeirra eru Stefana
Björg, f. 2008, og Valdimar Logi, f.
2010.
Alsystir Valla var Anna Sigur-
laug, 12.8. 1938, d. 29.10. 2006, hús-
móðir á Sunnubraut 2, Blönduósi.
Hálfbróðir Valla samfeðra var
Guðlaugur, 12.5. 1930, d. 8.2. 1982,
verkamaður, síðast í Borgarnesi.
Foreldrar Valla voru Guðmann
Valdimarsson, f. 2.4. 1906, d. 5.6.
1988, bóndi í Bakkakoti, og Laufey
Jónsdóttir, f. 25.4. 1911, d. 23.7.
1981, húsmóðir í Bakkakoti.
Valdimar
Guðmannsson
Hólmfríður Ragnhildur Teitsdóttir
húsfreyja í Sporðhúsum
Jóhannes Jónsson
bóndi í Sporðhúsum
í Línakradal, V-Hún.
Teitný Jóhannesdóttir
húsmóðir á Skagaströnd og
vinnukona á ýmsum stöðum
Jón Jónsson
sjómaður og bóndi á Skagaströnd
Laufey Jónsdóttir
húsmóðir í Bakkakoti
Vigdís Guðmundsdóttir
ráðskona á Blöndubakka
Jón Þorleifsson
bóndi í Grafarkoti í Línakradal
og á Blöndubakka í Refasveit
Ósk Guðmundsdóttir
vinnukona í Krossanesi
Guðmann Árnason
bóndi og hreppstjóri á Ósum
og í Krossanesi á Vatnsnesi
Anna Ástríður Guðmannsdóttir
húsmóðir á Efri-Mýrum
Valdimar Ólafur Stefánsson
bóndi og grenjaskytta á Efri-Mýrum í Refasveit
Helga Halldóra Jónasdóttir
húsfreyja á Ytra-Hóli
Stefán Valdimar Stefánsson
bóndi á Ytra-Hóli á Skagaströnd
Ætt Valdimars Guðmannssonar
Guðmann Valdimarsson
bóndi í Bakkakoti í Refasveit, A-Hún.
Í Vísnahorni á miðvikudag er
vitnað í gamla sögu úr Eyjafirði
þar sem segir að „fremsti bær í
Lögmannshlíð hét fyrrum Titt-
lingur“. Bjarni Sigtryggsson skrif-
ar: „Dálkahöfundur Morgunblaðs-
ins um kveðskap leitar oft fanga
hér á Boðnarmiði. Afleitt er þó er
hann hefur eftir það sem rangt er
og lætur undir höfuð leggjast að
birta leiðréttingar, sem er þó að
finna í sama þræði, líkt og hendir í
dag. En þar kom fram þessi leið-
rétting, sem Halldór Blöndal hefði
mátt lesa og birta:
Dagbjartur Dagbjartsson segir
leiðinlegt ef vísnaþáttariturum
verður það á að birta einhverjar
bölvaðar vitleysur. Þekki það al-
veg, búinn að vera í þessu í „tött-
ögöogfemm ár“ og eitt það versta
finnist sér að sjá einhverja bölvaða
vitleysu sem sér hafi orðið á að
birta og vitnað í sig sem frumheim-
ild. Annars varð þessi einhvern
tíma til:
Oft mér hefur valdið vöku
þó væri að basla hvað ég gat
að grípa á lofti góða stöku
og gera úr henni blaðamat.“
Ólafur Stefánsson er nýkominn
frá Suðurlöndum og rómar á Boðn-
armiði góðan viðurgerning og þjón-
ustu á leiðinni heim: „Þegar búið er
að vera í útlenska frauðmetinu í
nokkrar vikur, þá er gott að koma í
íslenska flugvél á leið heim og finna
kaffi- og matarlyktina og brosandi
flugfreyjur, sem bjóða menn vel-
komna“:
Til Íslands með úrvals „staffi“
ómæld er nægtin vís:
Þær bera fram Bragakaffi
og brauðmeti’ að hætti SÍS.
Baldur Hafstað skrifaði mér og
sagði að þessi vísa stæði alltaf fyrir
sínu en stundum væri ekki farið al-
veg rétt með hana og sagt
„skemmta sér og gera hitt“. En það
þurfi að vera „skemmtun vanda“ til
þess að innrímið njóti sín. Síðan
bætti Baldur við:
„Skála og syngja Skagfirðingar
Kári Jónsson frá Valadal í Skaga-
firði (1904-1993) orti þessa vísu við
Stafnsrétt í Svartárdal haustið 1934
og hefur hún sennilega verið oftar
sungin í Skagafirði en nokkur önn-
ur vísa.
Skála og syngja Skagfirðingar
skemmtun vanda og gera hitt.
Heyrið slyngir Húnvetningar
hér er landaglasið mitt.“
Páll Ólafsson orti „Kappreiðin“:
Ekki prestinn óttast þá
eg né lesta-strákinn
þegar sestur er ég á
allra besta fákinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Flugfreyjur og Bragakaffi