Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 1

Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 1
&% ! #"!($ ! '%'' #!$'&%'&" (5A#1 #1 4;6@94# '3>..)"6&3+&;/;,3 %@;<; 2;60-; ";-0 "5A#1 /;#036<1#.8> <.. +) 36<5947*;<.. &A# $<)-;1#;8*44<; #1 6<).#94 !#;. 6<.: 2" .?!B<. #1 A<..# B; 5-3.-.= $+.-; &% '"! $#$$&%((%*+)%' (")),3 *="3.9;5 '&;/;,3 1"<$-&36&: 4"8,3="30: >3 *))0:&%32#&) 1%3=&;.&34 #,'%/% 2717% - 9'* *++"3. 8!)&6 4"8,3 )"0+0:)";6,3 / "81., #"0)# %*;6)&;#07 !" "0))/)14 *7!:%4 +/$! (1 7.%7% +-5$/)$ +8$!/$0*2/% *6 3))7 - 9'*& !# "0<0)07 $" L A U G A R D A G U R 3 0. A P R Í L 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 100. tölublað . 110. árgangur . Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is Er bíllinn klár í ferðalagið? Ferðabox, kajakfestingar, hjólafestingar og margt fleira Menabo farangursbox 320 ltr, Mania, svart Verð 44.990 kr. Skíðafesting á topp 4 skíði eða 2 snjóbretti Verð 24.890 kr Burðargeta 60 kg, hallanleg Verð 89.900 kr. Reiðhjólafesting á topp Burðargeta 15 kg Verð 18.900 kr. ÞRIÐJI ÆTTLIÐ- URINN LÆTUR AÐ SÉR KVEÐA JÁKVÆÐIR TÍMAR FYRIR HJÓLAFÓLK HJÓLREIÐAR 32 SÍÐURKÁRI Í KÖRFUNNI 33 _ Gífurlegar olíuverðshækkanir og sú staðreynd að Landhelgisgæslan mun framvegis ekki kaupa olíu í Færeyjum, sem er mun ódýrari en hérlendis, hafa veruleg áhrif á all- an skiparekstur stofnunarinnar. Þetta upplýsir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi. Aukinn kostnaður við olíutöku varðskipanna leiði til þess að draga verður úr siglingum. Leitað verði leiða til að halda úthaldsdögum jafn mörgum en draga úr olíunotkun með því að sigla skipunum minna. „Slíkt leiðir óhjákvæmilega til minna eftirlits og skyndiskoðana á hafsvæðinu umhverfis Ísland þar sem skipin verða oftar bundin við bryggju eða við akkeri til að mæta þessum kostnaðarauka. Úthalds- dagarnir og viðbragðsgetan verður sú sama þrátt fyrir að minna verði siglt,“ segir Ásgeir. Ekki stendur til að auka fjár- framlög til Gæslunnar frá því sem ákveðið er í fjárlögum. »16 Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskipin þurfa að takmarka siglingar _ Samkvæmt tölum frá Storytel hefur lestur raf- og hljóðbóka auk- ist verulega eða um 50% milli ára og er kominn vel yfir milljón klukkustundir í hverjum mánuði að staðaldri. Fjöldi seldra rafrænna eintaka á Íslandi í streymi fór í fyrsta sinn yfir fjölda seldra prent- aðra eintaka í fyrra en alls voru seld rafræn eintök yfir 1,5 millj- ónir. Tölur Hagstofunnar um veltu ís- lenskra bókaútgefanda sýna 15% vöxt á milli ára og fóru í fyrsta skipti yfir fjóra milljarða á einu ári í fyrra. „Sem fyrr er það hljóðbókin sem dregur vagninn en tekjur ís- lenskra útgefenda af hljóðbókum tvöfölduðust milli ára. Rafbókin er líka í mikilli sókn en hjá Storytel jókst sala á rafbókum um 400%,“ segir Stefán Hjörleifsson, fram- kvæmdastjóri Storytel á Íslandi. »2 Fleiri rafrænar bæk- ur en prentaðar Stúlka horfir út úr rútu í borginni Saporisja, en flóttafólk hefur streymt þangað síðustu daga frá svæðum sem rússneski herinn hefur náð á sitt vald í Úkraínu. Daily Telegraph greindi frá því í gærkvöldi að talið væri líklegt að Vladimír Pútín Rússlands- forseti myndi lýsa yfir formlegu stríði á hendur Úkraínu hinn 9. maí nk. en þann dag minnast Rússar sigurs Sovétríkjanna á Þýskalandi í síð- ari heimsstyrjöld. Hingað til hefur einungis ver- ið talað um „sérstaka hernaðaraðgerð“ í Rúss- landi og hafa rússnesk stjórnvöld jafnvel bannað það að orðið stríð sé notað um innrásina í Úkra- ínu. Stríðsyfirlýsing myndi gera rússneska hern- um kleift að kalla í herinn varaliðsmenn, sem og að halda nýliðum, sem kvaddir hafa verið í her- inn, lengur, en nú þurfa þeir einungis að sinna herskyldu í eitt ár. Þá yrðu herlög sett á. »19 AFP/Ed Jones Pútín sagður íhuga að lýsa yfir stríði Urður Egilsdóttir Helgi Bjarnason „Við höfum bent á að þetta skiptir máli núna, þegar áhrifa heimsfarald- ursins gætir ekki lengur, að ríkis- sjóður sé ekki að auka á eftirspurn í hagkerfinu,“ segir Bjarni Benedikts- son fjármála- og efnahagsráðherra um verðbólguástandið en nú mælist verðbólgan 7,2%. Hann segir að þessar nýjustu töl- ur kalli á að passað sé upp á að auka ekki eftirspurn í hagkerfinu. „Í fjármálaáætlun, sem liggur fyr- ir Alþingi, gerum við ráð fyrir mjög aðhaldssamri rík- isfjármálastefnu næstu árin með litlum raunvexti útgjalda,“ segir Bjarni og bætir við að stjórnar- andstaðan hafi gagnrýnt þá stefnu töluvert á þinginu. Hann nefnir að Seðlabankinn geti haft áhrif á stöðuna en tvennt standi upp úr varðandi hvernig hægt sé að bregðast við nú. „Annars vegar að gera ekki það sem gæti aukið eftirspurn með aukn- um ríkisútgjöldum en hins vegar að horfa til þess hvernig hópar sem eru félagslega illa settir eru á lægri enda tekjustigans, hvernig verðbólgan er að leika þá,“ segir Bjarni og bætir við að þeir séu almennt þeir sem séu mest útsettir fyrir verðbólgubreyt- ingum. Hann segir því að eftir atvikum þurfi að styðja við slíka hópa, en nán- ar er rætt við Bjarna á mbl.is. „Það er mín bjargfasta skoðun að verkalýðshreyfingin, atvinnulífið, verslun og þjónusta, Seðlabankinn, sveitarfélögin og ríkið eigi að taka höndum saman og finna leið til að milda afleiðingar aðgerða gegn verð- bólgunni eins og hægt er,“ segir Vil- hjálmur Birgisson formaður Starfs- greinasambandsins við blaðið í dag. Hann segir um fordæmalausa tíma að ræða, þar sem verðbólga æði stjórnlaust áfram, og mikilvægt sé að stjórnvöld taki málið alvarlega. Auki ekki ríkisútgjöld - Mikilvægast að auka ekki á eftirspurn í hagkerfinu - Styðja við lágtekjuhópa Bjarni Benediktsson MSamráð um viðbrögð … »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.