Morgunblaðið - 30.04.2022, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
COSTA DEL SOL
FLUG, GISTING Í 12 DAGA OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGUR | 585 4000 | UU.IS
09. - 21. MAÍ
HOTEL PALMASOL 4*
TVÍBÝLI MEÐ
VERÐ FRÁ89.500 KR
Á MANN FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 127.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
09. - 21. MAÍ
ALUASUN COSTA PARK 4*
HERBERGI MEÐ LFU FÆÐI
VERÐ FRÁ128.500 KR
Á MANN FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 142.500 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR
BEINT
FLUG
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Enn liggur ekkert fyrir hvort eða
hvenær komið verður fyrir fallbyssu
á varðskipinu Freyju sem kom til Ís-
lands í nóvember, þrátt fyrir að bæði
Landhelgisgæslan og dómsmála-
ráðuneytið telji varðskip þurfa slík-
an búnað, án þess þó að gefa það út
með beinum hætti.
„Engin stefnubreyting hefur orð-
ið hjá Landhelgisgæslu Íslands varð-
andi fallbyssur á varðskipum stofn-
unarinnar,“ segir í svari Landhelgis-
gæslunnar við spurningu Morgun-
blaðsins um hvort stofnunin telji
þörf á slíkum búnaði. „Ástæða þess
að fallbyssu hefur ekki verið komið
fyrir á varðskipinu Freyju er sú að
slík aðgerð kostar allnokkurt fé auk
breytinga á skipinu. Þá þarf
mannafla og tæki til að koma því í
kring. Uppsetning fallbyssu hefur
ekki verið forgangsverkefni frá því
að Freyja kom til landsins í nóv-
ember. Varðskipið Freyja er búið
vopnum þrátt fyrir að fallbyssu hafi
ekki verið komið fyrir. Áhöfn skips-
ins æfir meðferð skotvopna reglu-
lega,“ segir í svarinu.
Dómsmálaráðuneytið vísar ein-
göngu til svara Landhelgisgæsl-
unnar í svörum sínum.
Fallbyssa varðskipsins
Freyju ekki í sjónmáli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varðskip Freyja er án fallbyssu öndvert við fyrirrennara sinn.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Lestur er að stóraukast og rafbókin
er í stórsókn. Þetta eru mjög já-
kvæðar fréttir,“ segir Stefán Hjör-
leifsson, framkvæmdastjóri Storytel
á Íslandi.
Tölur Hagstofu
Íslands um veltu
íslenskra bóka-
útgefenda sýna
áframhaldandi
vöxt milli ára.
Tekjur bóka-
útgefenda jukust
um 15% í fyrra
frá árinu 2020 og
fóru í fyrsta
skipti yfir fjóra
milljarða á einu ári. Þetta er þriðja
árið í röð þar sem verulegur vöxtur
er milli ára en mikill samdráttur var
um árabil þar á undan.
„Sem fyrr er það hljóðbókin sem
dregur vagninn en tekjur íslenskra
útgefenda af hljóðbókum tvöföld-
uðust milli ára. Rafbókin er líka í
mikilli sókn en hjá Storytel jókst
sala á rafbókum um 400% og er enn í
miklum vexti,“ segir Stefán.
Samkvæmt tölum frá Storytel
hefur lestur raf- og hljóðbóka aukist
verulega eða um 50% milli ára og er
kominn vel yfir milljón klukkustund-
ir í hverjum mánuði að staðaldri. Þá
vekur það athygli að fjöldi seldra
rafrænna eintaka á Íslandi í streymi
fór í fyrsta sinn yfir fjölda seldra
prentaðra eintaka í fyrra en alls
voru seld rafræn eintök yfir 1,5
milljónir.
Prentaðar bækur gefa eftir
„Því miður eru vísbendingar um
að lestur prentaðra bóka sé að drag-
ast saman en samkvæmt könnunum
kaupa Íslendingar færri bækur en
áður og lestur prentaðra bóka virð-
ist að sama skapi hafa minnkað. Sem
betur fer styður hvert útgáfuform
þó annað og það sem skiptir megin-
máli er að þótt það hafi orðið breyt-
ingar á því hvernig fólk nýtur bóka
þá eru tekjur rétthafa að aukast
heilt yfir,“ segir Stefán.
Tekjur Storytel jukust um 35%
milli ára og eru enn í örum vexti að
sögn framkvæmdastjórans. Það sem
af er þessu ári hafa þær aukist um
25%. „Þetta eru jákvæðar fréttir
fyrir bókageirann því Storytel greið-
ir meirihluta tekna sinna til rétthafa
bóka og því aukast tekjur þeirra í
sama hlutfalli.“
Stefán hefur áður starfað að um-
breytingarmálum í tónlist og kvik-
myndum og segir áhugavert að sjá
þær breytingar sem nú séu að verða
á bókaútgáfu í samanburði. „Það
sem er einkum athyglisvert á Íslandi
er að bókageirinn virðist ekki hafa
orðið fyrir barðinu á sjóræningja-
starfsemi eða misnotkun í neinum
mæli líkt og aðrir afþreyingargeirar
hafa þurft að glíma við. Ég tel að
skýringin geti verið sú sú að bóka-
geirinn fór nánast beint í rafrænt
streymi og áskriftarmódel sem hafa
reynst öðrum geirum best í varnar-
baráttu við slíka starfsemi.
Það er helst hjá Hljóðbókasafni
Íslands sem slík misnotkun hefur
tíðkast í gegnum tíðina en með til-
komu Storytel hefur hún þó bless-
unarlega minnkað. Svo er það nátt-
úrlega prentaða bókin, en eins og
allir vita þá hefur tíðkast að henni sé
dreift án endurgjalds milli aðila og
margir lesa sama eintakið þó að það
sé aðeins greitt fyrir bókina einu
sinni. Sama á auðvitað við um bóka-
söfnin, en þar fá útgefendur aðeins
greitt fyrir eitt eintak þó að bókin sé
lánuð í tugum eða hundruðum ein-
taka. Þessu er alveg öfugt farið hjá
Storytel og rafrænum bókasöfnum
þar sem sannarlega er greitt fyrir
hvert eintak. Það má því kannski
segja að prentaða bókin sé helsta
vandamál bókageirans hvað mis-
notkun varðar,“ segir Stefán í létt-
um tón.
Tekjur af hljóðbókum tvöfaldast milli ára
- Hljóðbókin dregur vagninn í tekju-
aukningu útgefenda - Rafbókin í sókn
Velta íslenskrar bókaútgáfu 2008-2021
Milljarðar kr. án virðisaukaskatts
15% aukning
2020-2021
4,5
4,0
3,5
3,0
2,5
2,0
1,5
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Heimild: Hagstofa Íslands
2,8
3,1
4,15
3,6
3,2
2,4
Stefán
Hjörleifsson
Ræðuskörungar úr Mennta-
skólanum í Reykjavík og Mennta-
skólanum á Akureyri tókust á í
úrslitakeppni MORFÍs í gærkvöldi,
en keppnin var haldin í Háskóla-
bíói.
Umræðuefni kvöldsins var hvort
Sameinuðu þjóðirnar væru að
bregðast hlutverki sínu og voru
MR-ingar með þeirri fullyrðingu en
norðanmenn á móti.
Er þetta í fyrsta sinn sem MR og
MA keppa til úrslita í ræðukeppn-
inni, en hún hefur verið haldin ár-
lega frá 1984.
Kenndi ýmissa grasa í ræðum
keppenda, en úrslit lágu ekki fyrir
þegar Morgunblaðið fór í prentun.
Tekist á um
hlutverk SÞ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öllu starfsfólki Landbúnaðar-
háskóla Íslands (LbHÍ), sem hefur
sinnt kennslu og tengdum störfum í
Garðyrkjuskólanum á Reykjum,
verður boðið upp á starf við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands (FSu) frá 1.
ágúst 2022.
Þetta kemur fram í tilkynningu á
vef Stjórnarráðsins en öllu starfs-
fólki var sagt upp í vikunni í ljósi
þess að námið á að færast undan
hatti Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri til FSu á Selfossi.
„Í samkomulagi sem mennta- og
barnamálaráðherra og háskóla-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
kynntu í ríkisstjórn í morgun er
rekstur starfsmenntanáms í garð-
yrkju og skyldum greinum tryggð-
ur,“ segir m.a. í tilkynningunni.
Öllu starfsfólki skól-
ans boðið nýtt starf