Morgunblaðið - 30.04.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.04.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022 Mest selda liðbætiefni á Íslandi. Þegar kosningar nálgast reynir Viðreisn að tala bæði til hægri og vinstri og verður úr því einkar ótrúverðug blanda. Framboð Viðreisnar í Reykjavík hefur kynnt stefnu sína og vill aukin útgjöld, sem er í anda þess vinstra samstarfs sem flokkurinn hef- ur unað sér vel í eft- ir að hann endurreisti vinstri meirihlutann fyrir fjórum árum. - - - Og flokkurinn stefnir bersýni- lega að áframhaldandi vinstra samstarfi því oddvitinn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segir samstarfið hafa „gengið mjög vel“ og stefnu- málin eru nánast samhljóða stefnu systurflokkanna, enda hefur einsk- is áherslumunar orðið vart allt kjörtímabilið. - - - En til að blekkja hægrimenn í borginni lætur oddvitinn fylgja að Viðreisn sé ekki föst í vinstri meirihlutanum og gangi „óbundin til þessara kosninga“! - - - Viðreisn segist vera fylgjandi því að lækka fasteignaskatta um 0,05% en vill á sama tíma inn- heimta gistináttagjald sem geti skilað 300-600 milljónum króna á ári. Sennilega er sú hugmynd sprottin upp af því hve vel hefur gengið í ferðaþjónustu og rekstri hótela í kórónuveirufaraldrinum svo ekki munar um sérskatt á þá grein. - - - Þá segist Viðreisn ætla að hag- ræða í rekstri um 500-1.000 milljónir króna á ári, sami flokkur og hefur stutt hraðan útgjalda- vöxt, þenslu í umsvifum og gríð- arlega sóun hjá Reykjavík allt kjörtímabilið. Já, nú á að spara allt að milljarð króna á ári. Það er trú- legt. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Ótrúverðug kosningastefna STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ákveðið hefur verið að Listaháskóli Íslands flytji í Tollhúsið við Tryggvagötu. Því er ljóst að finna þarf nýtt húsnæði undir starfsemi Kolaportsins í miðborginni. Þessi landsþekkti flóamarkaður hef- ur haft aðsetur í húsinu í tæp 28 ár. Á síðasta fundi borgarráðs voru lögð fram til kynningar drög að erindisbréfi starfshóps um framtíðarhúsnæði Kolaportsins. Hlutverk hópsins verður að gera þarfagreiningu á húsnæði undir flóamarkað, kortleggja möguleika og bestu stað- setningar í miðborginni, þ.m.t. að framkvæma markaðskönnun þar sem auglýst er eftir mögu- legum valkostum. Í kjölfar þess sendi hópurinn niðurstöður sínar til borgarráðs með tillögum að næstu skrefum fyrir lok október nk. Flóamarkaði í miðborg Reykjavíkur undir heit- inu Kolaportið var fyrst komið á laggirnar laug- ardaginn 8. apríl árið 1989 og var það staðsett í bílgeymslum Reykjavíkurborgar undir Seðla- banka Íslands við Arnarhól. Hinn 15. maí 1994 flutti Kolaportið á jarðhæð Tollhússins og hefur verið þar síðan. Þróunarfélag Reykjavíkur leigði húsnæðið af fjármálaráðuneytinu og endurleigði til félags um Kolaportið. sisi@mbl.is Kolaportið fari á nýjan stað - Er núna í Tollhúsinu en víkur fyrir Listaháskóla Kolaportið Vinsæll flóamarkaður í miðborginni. Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt á morgun, sunnudaginn 1. maí. Í Reykjavík verður útifundur á Ingólfstorgi eftir kröfugöngu sem hefst kl. 13.30 frá Hlemmi og fer niður Laugaveg. Há- tíðarhöldin þennan dag lágu niðri meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. Á vef ASÍ kemur fram að búið er að boða til samkomuhalds á yfir þrjátíu stöðum utan höfuðborgarinn- ar, sjá nánar þar. Það er Þórarinn Eyfjörð, formað- ur Sameykis, sem heldur aðalræð- una á Ingólfstorgi að þessu sinni, Drífa Snædal, forseti ASÍ, flytur ávarp. Una Torfa og Bubbi Mort- hens flytja síðan tónlist. Að fundi loknum er boðið upp á kaffi á vegum stéttarfélaganna víðs vegar í borg- inni. Í Hafnarfirði verða baráttutón- leikar á vegum verkalýðsfélaganna í Bæjarbíói kl. 15. Sóli Hólm, Bríet og Bjartmar Guðlaugsson skemmta. Á Akranesi verður kröfuganga sem hefst við Þjóðbraut 1 kl. 14 og er gengið að hátíðarsal eldri borgara á Dalbraut þar sem dagskrá hefst. Ræðumaður dagsins er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness og SGS. Á Ísafirði verður safnast saman við Alþýðu- húsið kl. 14 og gengið að Edinborg þar sem dagskráin verður. Ræðu- maður dagsins er Finnbogi Svein- björnsson. Á Akureyri verður safn- ast saman við Alþýðuhúsið og gengið kl. 14 að Menningarhúsinu Hofi. Ræðumenn dagsins eru Finnur Vík- ingsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ. Í Neskaupstað verður dagskrá í Hótel Hildibrand á milli kl. 12:00-13:00. Á Selfossi verður kröfuganga frá Austurvegi 56 kl. 11:00. Ræðumenn verða Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, og Jóhann- es Torfi Torfason nemi. Fjölbreytt dagskrá um land allt 1. maí Morgunblaðið/Hari 1. maí Útifundur á Ingólfstorgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.