Morgunblaðið - 30.04.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Sumarið fram undan og næstu misseri líta vel út og
bjart er framundan í íslenskri ferðaþjónustu, jafnvel svo
að stefnir í skort á mannafla, þar á meðal á leiðsögu-
mönnum. Þetta kom fram í máli Friðriks Rafnssonar,
formanns Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, á
aðalfundi félagsins á þriðjudaginn.
„Við okkur blasir nefnilega sú staðreynd að þegar
pestin skall á og fótunum var skyndilega kippt undan lífs-
viðurværi okkar áttuðu margir vanir og faglegir leið-
sögumenn sig á því hversu ótraust og illa launað leið-
sögumannsstarfið er og fengu sér tryggari og betur
launaða vinnu,“ sagði hann.
Friðrik sagði að einn fylgifiskur slíkrar stöðu væri að
ferðaþjónustufyrirtækin væru farin að ráða nánast hvern
sem er til leiðsögustarfa. Félagið hefði undanfarnar vik-
ur fengið sífellt fleiri tilkynningar um að þar væri því
miður ekki farið að kjarasamningum. Viðbrögð félagsins
hafi verið að ganga mun betur eftir kærumálum sem
þessum heldur en gert hefur verið undanfarin ár og leita
til þess aðstoðar sérfróðra lögmanna, auk þess sem félag-
ið hefur notið liðsinnis VR, ASÍ og fleiri aðila.
Friðrik sagði að þessi vinnubrögð félagsins væru þeg-
ar farin að bera árangur sem sæist á því að nokkur fyrir-
tæki sem hefðu verið „nokkuð ósvífin“ undanfarin ár
væru farin að óska eftir fundi með félaginu að fyrra
bragði og vilji koma sínum málum á hreint gagnvart fé-
lögum Leiðsagnar.
Fram kom enn fremur máli Friðriks á fundinum að
hann og ritari stjórnar félagsins hefðu nýlega átt mjög
góðan fund með Lilju Alfreðsdóttur ráðherra og fyrir-
hugaður væri fundur með fulltrúum ráðuneytisins um
efni sem lengi hefði verið baráttumál leiðsögumanna:
lögvernd starfheitisins. „Eins og þið vitið hefur gengið á
ýmsu með það mál undanfarin ár og áratugi, en vonandi
er það loks að komast í gott horf og með samstarfi okkar
leiðsögumanna og samtakamætti tekst það vonandi,“
sagði Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar.
Gæti orðið skortur á
leiðsögumönnum
- Viðræður í gangi um lögverndun á starfi leiðsögumanna
Morgunblaðið/Eggert
Ferðaþjónusta Útlit er fyrir að meira en nóg verði að
gera hjá íslenskum leiðsögumönnum í sumar.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Gífurlegar olíuverðshækkanir og sú
staðreynd að Landhelgisgæslan
mun framvegis ekki kaupa olíu er-
lendis hefur veruleg áhrif á allan
skiparekstur stofnunarinnar. Þetta
kemur fram í skriflegu svari Ásgeirs
Erlendssonar upplýsingafulltrúa við
fyrirspurn Morgunblaðsins.
Aukinn kostnaður við olíutöku
varðskipanna leiði til þess að draga
verður úr siglingum. Leitað verði
leiða til að halda úthaldsdögum jafn
mörgum en draga úr olíunotkun
með því að sigla skipunum minna.
„Slíkt leiðir óhjákvæmilega til
minna eftirlits og skyndiskoðana á
hafsvæðinu umhverfis Ísland þar
sem skipin verða oftar bundin við
bryggju eða við akkeri til að mæta
þessum kostnaðarauka. Úthalds-
dagarnir og viðbragðsgetan verður
sú sama þrátt fyrir að minna verði
siglt,“ segir Ásgeir.
Ríkisendurskoðun komst að þeirri
niðurstöðu í skýrslu, sem birt var
fyrr á árinu að Landhelgisgæslan
ætti að hætta kaupum á olíu í Fær-
eyjum. Í framhaldinu tóku stjórn-
endur stofnunarinnar þá ákvörðun
að í flestum tilfellum yrði olía keypt
á Íslandi héðan í frá.
Ódýrari olía í Færeyjum
Frá aldamótum hafa varðskip
Landhelgisgæslunnar tekið olíu í
Færeyjum þegar þau hafa verið við
eftirlitsstörf djúpt austur af landinu
eða við æfingar með dönsku varð-
skipunum. Innkaupsverð olíu er
mun lægra í Færeyjum en á Íslandi
enda þarf ekki að greiða virðisauka-
skatt af eldsneytinu í Færeyjum þar
sem þetta er útflutningur á olíu þar.
Með því að kaupa eldsneyti í Fær-
eyjum hafa umtalsverðir fjármunir
sparast sem nýst hafa til að fjölga
úthaldsdögum varðskipanna og
sinna öðrum lögbundnum hlut-
verkum.
Morgunblaðið leitaði til dóms-
málaráðuneytissins og spurðist fyrir
um það hvort til stæði að auka fram-
lög til Landhelgisgæslunnar í ljósi
þess að kaupa þyrfti dýrara elds-
neyti en áður eða þá að fella niður
virðisaukaskatt af olíukaupum
Gæslunnar. Svar ráðuneytisins við
fyrirspurninni var eftirfarandi:
„Landhelgisgæslan er rekin fyrir
framlag úr ríkissjóði sem ákveðið er
með lögum frá Alþingi. Landhelgis-
gæslan tók sjálf þá ákvörðun á sín-
um tíma að kaupa olíu í Færeyjum
og spara sér þannig að greiða virðis-
aukaskatt. Nú hefur Ríkisendur-
skoðun girt fyrir þessa aðferð við ol-
íukaup. Ekki er við því að búast að
framlög til Landhelgisgæslunnar
verði aukin til að vega upp á móti
þessari stöðu.
Á sínum tíma var það kannað
hvort fella ætti niður virðisauka-
skatt viðbragðs- og björgunaraðila
en niðurstaða yfirvalda var sú að
gera það ekki.“
Virðisaukaskattur meginregla
Ennfremur sendi Morgunblaðið
fyrirspurn til fjármálaráðuneytsis-
ins og spurðist fyrir um það hvort til
skoðunar kæmi að fella niður virðis-
aukaskatt af olíukaupum Landhelg-
isgæslunnar. Svar ráðuneytisins var
svohljóðandi:
„Ráðuneytið bendir á að í lögum
um virðisaukaskatt er sú megin-
regla að greiða skuli í ríkissjóð virð-
isaukaskatt af viðskiptum innan
lands á öllum stigum, svo og af inn-
flutningi vöru og þjónustu, eins og
nánar er kveðið á um í lögunum. Af
meginreglunni leiðir að Landhelgis-
gæslunni líkt og öðrum aðilum sem
kaupa hér á landi skattskylda vöru
og þjónustu, þ.m.t. olíu, ber að
greiða virðisaukaskatt af slíkum
kaupum hér á landi. Þá telst slík
sala til innlends aðila líkt og Land-
helgisgæslunnar ekki vera útflutn-
ingur í skilningi laganna og skip
Landhelgisgæslunnar ekki til milli-
landafara. Af því leiðir að sala inn-
anlands á olíu til Landhelgisgæsl-
unnar telst ekki til undanþeginnar
veltu í skilningi VSK-laganna. VSK-
kerfinu er í eðli sínu ætlað að vera
hlutlaust gagnvart ólíkum teg-
undum efnahagsstarfsemi með jafn-
ræði og hlutlæga mælikvarða að
leiðarljósi. Kerfið á því hvorki að
ívilna né íþyngja einstökum grein-
um atvinnulífsins.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varðskipaflotinn Þór og Freyja eru til skiptis við eftirlitsstörf á Íslandsmiðum. Stórhækkaður olíukostnaður mun valda því að þau munu sigla minna, en úthaldsdagar verða hins vegar óbreyttir.
Varðskipin liggi oftar við akkeri
- Landhelgisgæslan bregst við hærri olíukostnaði - Úthaldsdagar óbreyttir en dregið úr siglingum
1. janúar þessa árs voru 76.680 skot-
vopn skráð í notkun eiganda hér á
landi á 36.548 einstaklinga.
Þetta kemur fram í svari Jóns
Gunnarssonar dómsmálaráðherra
við fyrirspurn Andrésar Inga Jóns-
sonar, þingmanns Pírata, á Alþingi
um skotvopnaeign, innflutning skot-
vopna og framleiðslu.
Ef óvirk, förguð, týnd, haldlögð og
útflutt skotvopn eru talin með auk
skotvopna lögreglu og lagera versl-
ana eru skráð vopn hér á landi
87.048.
Þeir 20 einstaklingar sem eiga
flest skotvopn eru 19 karlar og ein
kona og eiga þau samanlagt 2.052
vopn eða að meðaltali 103 vopn
hvert.
Í svarinu segir að frá árinu 2017
hafa verið flutt inn 2.200 til 2.600
skotvopn á ári.
Karlar tæplega 96% eigenda
Karlar eru skráðir eigendur
flestra innfluttra skotvopna, en á
tímabilinu 2012 til 2021 voru á bilinu
22 til 69 konur skráðar eigendur inn-
fluttra skotvopna á ári og eru þær
um 3 til 4% af heildarfjölda skráðra
eigenda vopna.
Lögin og reglugerðin varðandi
sjálfvirka riffla eru til skoðunar hjá
dómsmálaráðuneytinu og stendur til
að leggja fram frumvarp um breyt-
ingar á vopnalögum næsta haust.
Eitt þrívíddarprentað vopn
Andrés Ingi spyr einnig hversu
mörg vopn lögregla hefur lagt hald á
sem framleidd voru með þrívíddar-
prentun og er svarið eitt.
„Tilurð þessa eina vopns er til
rannsóknar. Grunsemdir eru uppi
um að slík vopn hafi verið framleidd
á Íslandi en þess ber að geta að
fæstir þrívíddarprentarar ráða við
framleiðslu slíkra muna.“
76.680 skotvopn
skráð í notkun
- Yfir 35 þúsund manns eiga vopn
Skotvopn Tugir þúsunda manna
hér á landi eiga skráð skotvopn.