Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Svíar og Finnar gætu aukið enn
frekar samstarf sitt í öryggis- og
varnarmálum á Eystrasalti þróist
mál þar til verri vegar. Finnar hafi
þó enn ekki tekið ákvörðun um
hvort sækja eigi um aðild að Atl-
antshafsbandalaginu (NATO). Þetta
segir utanríkisráðherra Finnlands,
Pekka Haavisto, en umræður um
hugsanlega aðild að varnarbanda-
laginu fara nú fram á finnska
þinginu.
Stuðningur Finna við aðild að
NATO hefur aukist eftir innrásar-
stríð Rússa í Úkraínu. Sömu sögu
er að segja í Svíþjóð. Telur Haavisto
mikilvægt að ákvörðun um aðild
ríkjanna liggi fyrir á svipuðum tíma.
Ann Linde, utanríkisráðherra
Svíþjóðar, segir ekki tímabært að
svara því hvort Svíþjóð muni sækja
um NATO-aðild. Þingið sé að bíða
eftir ítarlegri greiningu á stöðunni
og mun hún ekki liggja fyrir fyrr en
13. maí næstkomandi. Þangað til
verður engin ákvörðun tekin þar í
landi.
Bretar senda sérfræðiteymi
Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að
senda teymi sérfræðinga í málum er
varða stríðsglæpi til Úkraínu. Verð-
ur hlutverk þeirra þar að rannsaka
hugsanlega stríðsglæpi rússneskra
hermanna og verður sérstök áhersla
lögð á kynferðisbrot. Er talið nær
öruggt að rússneskt innrásarlið beri
ábyrgð á grófum og útbreiddum
kynferðisbrotum í garð bæði
kvenna og barna í Úkraínu. Mun
teymið í næstu viku ferðast til Pól-
lands hvar það hittir m.a. fulltrúa
ríkisstjórnar Úkraínu, fjölþjóðlega
samstarfsaðila og flóttafólk. Úkra-
ínsk stjórnvöld segja Rússa nú
markvisst stunda þjófnað á hveiti-
birgðum innan hernuminna svæða.
Á þetta sérstaklega við Kherson í
suðvesturhluta landsins. Hveiti-
þjófnaðurinn í bland við þær hafn-
arlokanir sem rússneski flotinn
framfylgir ógnar, að mati úkra-
ínskra stjórnvalda, fæðuöryggi í
heiminum. Moskvuvaldið hefur ekki
viljað tjá sig um hveitistuld rúss-
neskra hersveita.
Bandaríkin veita upplýsingar
Fullyrt er að bandarískar leyni-
þjónustur hafi útvegað Úkraínuher
mikilvægar upplýsingar í rauntíma
sem snerta herflutninga Rússa og
fyrirhugaðar árásir þeirra á skot-
mörk innan landamæra Úkraínu.
Tókst Úkraínumönnum þannig að
lengja líftíma orrustuflugsveita
sinna sem án þessara upplýsinga
hefði verið eytt á jörðu niðri í
sprengjuárás Rússa.
Þá eru bandarískar leyniþjónust-
ur einnig sagðar hafa leikið stórt
hlutverk í því þegar loftvarnasveit-
um Úkraínuhers tókst að granda
tveimur stórum herflutningavélum
Rússa af gerðinni Ilyushin Il-76MD.
Um borð voru að líkindum allt að
250 fallhlífarsérsveitarmenn auk
flugáhafnar. Gerðist þetta snemma í
innrásinni. Ekki er útilokað að upp-
lýsingar frá Bandaríkjunum hafi
haft meiri áhrif á gang stríðsins.
NATO-aðild nú í greiningu
- Breskt rannsóknarteymi mun afla
sönnunargagna um stríðsglæpi Rússa
AFP
Eyðilegging Kænugarður er nú afar illa farinn eftir sprengjuregn Rússa.
Rússar munu hinn 9. maí nk. halda upp á sigur-
daginn svonefnda, en þá er þess minnst þegar
Sovétríkin sálugu unnu sigur á Þriðja ríki
Þýskalands árið 1945. Er um að ræða árlega her-
sýningu á Rauða torginu í Moskvu hvar rúss-
neski herinn sýnir mátt sinn. Með hersýningunni
fylgjast m.a. Rússlandsforseti, herforingjar,
embættismenn og fyrrverandi þjóðarleiðtogar.
Hernaðarsérfræðingar telja sumir líklegt að inn-
rásarlið Rússlands í Úkraínu muni nú leggja
aukna áherslu á landvinninga og sigra sem
hampa má sérstaklega á þessum degi. khj@mbl.is
Sigurdagurinn undirbúinn í skugga Úkraínustríðs
AFP
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Varnarmálaráðuneyti Þýskalands
íhugar nú að senda langdrægar
hábyssur (e. howitzer) til átaka-
svæða í Úkraínu. Bandaríkin hafa
þegar ákveðið að gera slíkt og er það
í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn
senda annarri þjóð hábyssur sem
hernaðaraðstoð. Með þeirri send-
ingu munu þúsundir skotfæra fylgja.
Vopnasendingar ríkja Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) til Úkra-
ínuhers hafa breytt gangi stríðsins í
Úkraínu. Ljóst má vera að Moskvu-
valdið er ósátt við þessar sendingar
og hefur það varað við frekari gjöf-
um. Þær séu til þess fallnar að ógna
öryggisástandi allrar Evrópu.
Sú hábyssa sem Þjóðverjar íhuga
nú að senda nefnist Panzerhaubitze
2000. Er um að ræða 155 mm byssu
sem hýst er inni í brynvagni. Getur
hún grandað skotmörkum í allt að 40
kílómetra fjarlægð. Vel þjálfuð
áhöfn getur skotið 10 til 13 skotum á
mínútu og þykir PzH-2000 afar öfl-
ugt vopn á vígvellinum.
Fleiri hábyssur til umræðu
- Getur grandað skotmörkum í allt að 40 kílómetra fjarlægð
Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Þýskalands
Vopn Hin öfluga Panzerhaubitze 2000 kann að enda á vígvöllum Úkraínu.