Morgunblaðið - 30.04.2022, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.2022, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022 Faxabraut 7, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Mikið endurnýjuð og glæsileg 4 herbergja íbúð á annarri hæð í tvíbýli með bílskúr. Rishæð með herbergi og geymslu ekki inní birtri stærð eignar. Skólar, íþróttamannvikri og þjónusta í göngufæri. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali s. 899 0555 Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala s. 773 0397 Verð 64.500.000 Birt stærð 185,8 m2 Þ að féll flest með Hjörvari Steini Grétarssyni í 7. um- ferð í keppni landsliðs- flokks á Skákþingi Íslands á Selfossi sl. miðvikudag. Honum tókst að vinna einn helsta keppinaut sinn um titilinn, Héðin Steingríms- son, og á sama tíma tapaði Hannes Hlífar Stefánsson fyrir Hilmi Frey Heimissyni. Þá missti Guðmundur Kjartansson niður mikilvægan ½ vinning. Litlu munaði að Vignir Vatnar tapaði fyrir Símoni Þórhalls- syni en slapp með skrekkinn og situr einn í 2. sæti. Eftir þessar skákir hafði forysta Hjörvars aukist og þar sem gert var tveggja daga hlé á mótinu liggur fyrir að úrslit munu ráðast nú um helgina. Og í dag teflir Hjörvar Steinn við Vigni Vatnar og hefur hvítt. Má búast við spennandi skák í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi. Annar ungur maður, Hilmir Freyr Heimisson, er heldur ekki al- veg út úr myndinni því að hann teflir við Hjörvar Stein í síðustu umferð. Staðan fyrir lokasprettinn er þessi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 5½ v. (af 7) 2. Vignir Vatnar Stefánsson 4½ v. 3.-7. Hannes Hlífar Stefáns- son, Héðinn Steingrímsson, Guð- mundur Kjartansson, Þröstur Þór- hallsson og Hilmir Freyr Heimisson 4 v. 8. Bragi Þorfinnsson 2½ v. 9. Al- exander Oliver Mai 2 v. 10. Símon Þórhallsson ½ v. Viðureignar Héðins og Hjörvars sl. miðvikudag var beðið með nokk- urri eftirvæntingu. Þeir hafa áður mæst undir svipuðum kringum- stæðum og ber þar hæst úrslitaskák þeirra á Íslandsþinginu 2015 sem Héðinn vann. En nú snerist dæmið við; Héðinn er yfirleitt vel undir- búinn í byrjunum en að þessu sinni missti hann þráðinn snemma. Hjörv- ar nýtti sér færin sem gáfust og vann í aðeins 28 leikjum: Skákþing Íslands 2022; 7. um- ferð: Héðinn Steingrímsson – Hjörvar Steinn Grétarsson Nimzo-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 Gegn Hannesi valdi Héðinn að leika 4. Dc2. Sennilega hefur hann viljað forðast undirbúningsvinnu Hjörvars. 4. … 0-0 5. Bd3 d5 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 dxc4 8. Bxc4 c5 9. Re2 9. Rf3 má svara með 9. Dc7 og síð- ar b7-b6. 9. … Rc6 10. 0-0 e5 11. Bb2 Db6 12. Dc2 Bg4 13. f3 Bh5 14. Db3?! Það er eins og að frá og með þess- um leik missi hvítur þráðinn. Ein- faldast er 14. Had1 eða 14. Dd2. 14. … Dc7! 15. Da4 Hac8 16. Hac1 Ra5 17. Ba2 c4 Lokar á báða biskupana. 18. Hf2 Annar slakur leikur. Eftir 14. e4 er hvítur með vel teflanlega stöðu því að 18. … Rxe4 má svara með 19. g4! o.s.frv. 18. … e4 19. Rg3 Bg6 20.f4 h5 21. f5 h4 22. fxg6? Vendipunkturinn í skákinni. Þessu mátti hvítur aldrei leika. Eftir 22. Rf1 er staðan í jafnvægi. 22. … hxg3 23. gxf7+ Hxf7 24. Hf4 Eftir 24. hxg3 Haf8 er hvítur varnarlaus, t.d. 25. Hf4 g5! og vinn- ur. 24. … gxh2+ 25. Kh1 Rh5 26. Hxf7 Kxf7 Menn hvíts standa allir á þröngu svæði á drottningarvæng og það er enginn möguleiki á því að verja kóngsstöðuna. 27. Db5 Rg3+ 28. Kxh2 Re2+ Lokahnykkurinn. Hvítur er óverj- andi mát og gafst upp. Í áskorendaflokki er m.a. keppt um tvö sæti í landsliðsflokki á næsta ári. Þar eru Benedikt Briem og Aleksandr Domalchuk-Jonasson efstir og jafnir með 5 v. af 6. Aleks- andr á íslenskan föður og móðir hans er frá Úkraínu. Í 3.-4. sæti koma Jó- hann Ingvason og Benedikt Þórisson með 4½ v. Keppendur eru 25 talsins og verða tefldar níu umferðir. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Spennandi umferð í dag Vignir Vatnar getur náð Hjörvari með sigri í inn- byrðis viðureign. EFTA-dómstóllinn er sjálfstæður dóm- stóll. Hann er ekki undirdómstóll Evr- ópudómstólsins. EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu. Hjört- ur J. Guðmundsson er höfundur greinar sem birtist í Morgunblaðinu 26. apríl og skrifar þar, að hefði Evrópudómstóllinn haft lög- sögu hefði íslenska ríkið að öllum lík- indum beðið ósigur í málinu. Enginn veit hvernig dómur Evrópudómstólsins hefði fallið í mál- inu, en Icesave-málið er staðfesting á mikilvægi þess fyrir EFTA-ríkin að hafa sinn eigin dómstól. Það er eitt að EFTA-dómstólnum beri skylda til að fylgja dómaframkvæmd Evrópudómstólsins, en á hitt ber að líta, að það hefur hann ekki alltaf gert og eins að Evrópudómstóllinn hefur fylgt dómaframkvæmd EFTA-dómstólsins í fjölda mála gegnum árin, tímabilið 1994 til 2017. Hefur EFTA-dómstóllinn á þessu tímabili kveðið upp yfir 200 dóma í deilumálum sem Evrópudómstóllinn hefur vísað til í rúmlega 250 tilfellum og aðallögmenn hans og almenni dómstóllinn í um 170 málum. Það verður að teljast nokkuð góð frammistaða dómstóls sem þrír dómarar skipa. Evrópudómstóllinn hefur jafnvel breytt dómafram- kvæmd sinni til samræmis við dóma- framkvæmd EFTA-dómstólsins. Vassilios Skouris, fyrrverandi for- seti Evrópudómstólsins, hefur ítrek- að bent á hið góða samband sem rík- ir milli Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins, samband sem hefur gert þessa lögfræðilegu samræðu mögulega. Hjörtur hefur þó rétt fyrir sér þegar hann lýsir núverandi EFTA- dómstól sem „ójöfn- um“. Evrópudómstóll- inn hefur hreinlega lát- ið af lögfræðilegri samræðu við EFTA- dómstól Páls Hreins- sonar. Þar með hefur EFTA-dómstóllinn misst þau áhrif sem hann hafði á Evrópudómstólinn. Sennilegasta skýringin er þverrandi gæði dómsúrlausna (sjá til dæmis Totis Kotsonis á https://www.lexology.com/gtdt/workareas/ public-procurement/content/ ef348ffe-6053-457f-a7dc-1ec138c20b9; Tarjei Bekkedal og Mads Andenas á https://www.idunn.no/doi/abs/10.18261/ lor.61.3.3). Styttar slóðir: http://mbl.is/go/nmkhd http://mbl.is/go/fe64w Er EFTA-dómstóll- inn annars flokks dómstóll? Eftir Carl Baudenbacher »Hefur EFTA-dóm- stóllinn á þessu tímabili kveðið upp yfir 200 dóma í deilumálum sem Evrópudómstóllinn hefur vísað til í rúmlega 250 tilfellum og aðal- lögmenn hans og almenni dómstóllinn í um 170 málum. Carl Baudenbacher Höfundur er fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins. Bjarni Benediktsson fæddist 30. apríl 1908 í Reykjavík. For- eldrar hans voru hjónin Bene- dikt Sveinsson, f. 1877, d. 1954, alþm. og Guðrún Pétursdóttir, f. 1878, d. 1963, húsmóðir. Bjarni lauk lagaprófi frá HÍ 1930 með hæstu einkunn sem þá hafði verið gefin. Hann stundaði framhaldsnám erlend- is í stjórnlagafræði 1930-32, og varð prófessor við HÍ 24 ára gamall. Hann gegndi því starfi til 1940 þegar hann varð borg- arstjóri, en hann hafði verið borgarfulltrúi frá 1934. Bjarni kvæntist fyrri konu sinni Valgerði Tómasdóttur, f. 1913, d. 1936, árið 1935. Seinni konu sinni, Sigríði Björns- dóttur, f. 1919, d. 1970, kvænt- ist hann 1943. Börn þeirra eru fjögur. Bjarni varð alþingismaður 1942 en var áfram borgarstjóri þar til hann varð utanríkis- og dómsmálaráðherra 1947. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór úr ríkisstjórn 1956 varð Bjarni rit- stjóri Morgunblaðsins, en þeg- ar viðreisnarstjórnin tók við 1959 varð hann dóms-, kirkju-, heilbrigðis- og iðnaðarmálaráð- herra. Árið 1961 varð Bjarni formaður Sjálfstæðisflokksins og 1963 forsætisráðherra og gegndi hann þeim stöðum þar til hann fórst í eldsvoða ásamt konu sinni og dóttursyni. Bjarni lést 10. júlí 1970. Merkir Íslendingar Bjarni Benediktsson Hjörvar með vinnings- forskot á Vigni Vatnar og þeir mætast í dag Viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.