Morgunblaðið - 30.04.2022, Blaðsíða 25
fór að losna og rakaði það bara
af!
Alfreð var mikið í fótbolt-
anum. Mamma hafði mikinn
áhuga og þótti gaman að fara á
leiki. Þau pabbi mættu á flesta
leiki og eltu hann út um allt
land í hvaða veðri sem var. Það
fyrsta sem Alfreð gerði á leikj-
um var að leita að mömmu og
pabba í stúkunni. Samband
mömmu og Alfreðs varð mjög
sterkt.
Ásta Kristný var mikið með
mömmu í hesthúsinu, enda
smituð af hestamennskunni.
Þær voru mikið tvær saman í
heimili, þegar pabbi var á sjón-
um og við eldri börnin vorum
farin að heiman. Nýjasta
barnabarnið fékk nafn Krist-
manns afa og mömmu þótti
vænt um það.
Fjölskyldan skipti mömmu
öllu máli, börnin, barnabörnin
og tengdabörnin. Barnabörnin
Ármann og Eyrún hafa notið
þess að fá að fara í hesthúsið til
ömmu og hjálpa til og brasa og
fara á bak. Efri-Hóll er sam-
verustaður fjölskyldunnar, það-
an var Kristmann afi og
mamma hélt mikið upp á þessa
jörð. Mamma og pabbi voru
mikið með okkur þar, einkum
þegar við vorum yngri. Þar var
mikið riðið út, veitt í læknum
og farið í göngutúra. Efri-Hóll
var staðurinn hennar mömmu,
til að núllstilla sig og sækja sér
orku. Hún var náttúrubarn,
kunni hvergi betur við sig en á
hesti, að njóta náttúru og úti-
veru. Hestamennskan var lífið,
ferðirnar með fjölskyldunni,
vinirnir, félagsskapurinn, tamn-
ingarnar og námskeiðin sem
hún var með fyrir krakkana.
Pabbi fylgdi henni og hún hon-
um, í Brokey og eyjarnar. Þeim
leið vel á sjónum og fóru oft á
sjó á kvöldin, stundum bara til
að fá sér frískt loft.
Heima var mamma víkingur,
dugnaðarforkur í öllu. Þegar
hún þurfti að stækka og breyta
hesthúsinu var ekki verið að fá
smiði, hún gerði það bara sjálf.
Hún hlífði sér aldrei og var
alltaf æðrulaus. Líka í veikind-
unum.
Það stóð aldrei til boða að
gefast upp. Pabbi stóð allan
tímann þétt við bakið á henni
og við öll líka. Hún var sterk-
asta manneskja sem við vitum
af. Hún hélt áfram, sama hvað
blés á móti.
Takk elsku mamma fyrir allt
og allt. Við elskum þig út fyrir
endamörk alheimsins.
Arna Dögg, Alfreð Már
og Ásta Kristný.
Amma farin til himna og við
höfum svo margar spurningar.
Hvers vegna þurfti amma að
fara? Fór hún til Kristmanns
langafa? Hvar er amma núna?
Af hverju varð amma veik?
Hver fer núna með okkur á
hestbak?
En við eigum minningar um
ömmu sem lifa. Við vitum að
ömmu líður betur þar sem hún
er núna. Hún er komin til
Kristmanns langafa, pabba
síns, sem passar hana fyrir
okkur. Við munum eftir henni
þegar við förum í sveitina eða á
sjóinn með Jóni afa. Og þegar
við förum á hestbak og verðum
í kringum hestana. Núna er
amma fallegur engill sem vakir
yfir okkur.
Elsku amma, við söknum
þín.
Þín ömmubörn,
Ármann Ingi, Eyrún Nadía
og Kristmann Hjörtur.
Það brestur eitthvað inni í
manni þegar maður fréttir að
vinur sinn sé með krabbamein,
það var einmitt það sem gerðist
þegar við hjónin heyrðum hvað
væri að ske hjá þér Edda mín,
menn dofna upp um stund en
hrista svo hausinn og segja nei
hún Edda er svo mikill nagli að
hún hristir þetta af sér. En í
þínu tilfelli var það of seint,
meinið var komið víða og lítið
hægt að gera. Við unnum sam-
an síðustu árin, það var gott að
vinna með þér, þú varst hrein-
skiptin og sagðir það sem þú
meintir, menn vissu alltaf hvar
þeir höfðu þig og er það mikill
kostur.
Þú varst hamhleypa til vinnu
og stundum yfirþyrmandi en
það er fylgifiskur mikils dugn-
aðar, en alltaf ljúf og blíð og
lést kúnnana finnast þeir vera
velkomnir, og vil ég þakka þér
samvinnuna.
Ég leit á þig sem nokkurs
konar ættarlauk, því þú varst
alltaf að redda einhverju fyrir
fjölskylduna þína; hringja
þangað, tékka á þessu … mér
fannst utanumhald þitt á fjöl-
skyldunni til svo mikils sóma að
ég verð að nefna það. Og það er
ekki hægt að minnast þín án
þess að tala um hestamennsk-
una, þar varstu á heimavelli,
ræktaðir og tamdir öll þín
hross sjálf, metnaðurinn með
því mesta sem gerist. Þú keypt-
ir meira að segja hlut í einum
flottasta og besta stóðhesti
landsins, Þóroddi frá Þórodds-
stöðum, og notaðir mikið, enda
vel ríðandi. Þú tamdir fyrir mig
gráan fola þegar þú tókst
tamningaprófið frá Hólaskóla,
það var einn galli á gripnum;
hann hrekkti alltaf þegar ég fór
á bak en bara mig, aldrei hjá
öðrum. Við göntuðumst alltaf
með það að hann væri að segja
við mig: einn í einu vegna þess
að mig vantaði hæð miðað við
kjörþyngd en þú alltaf svo fit
og flott. Einu sinni fór ég með
þér í sleppitúr suður að Efri-
hól, en þar upp við fjöllin er
þitt óðal. Það var gaman að
ríða um svæðið og njóta útiver-
unnar, skoða stóðið þitt og
heyra allan fróðleik um sveitina
þína, fá svo kaffi og nýbakaðar
pönnukökur þegar við komum
til baka. Þarna varstu stundum
með stóðhesta og kom ég tvisv-
ar með merar til þín. Við erum
með hesthús í sömu lengjunni í
hesthúsahverfinu í Stykkis-
hólmi, það verður skrítið að
koma í hesthúsin og heyra
hvorki hláturinn né sjá þig en
minningin lifir. Megi algóður
Guð geyma þig. Jóni Inga og
börnum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Eiríkur og Unnur.
Hún frænka mín var ham-
ingjubarn. Hún var fjölskyldu-
kona og gleðigjafi, matmóðir og
frábær hestamaður, elsku
frænka og góður vinur. Svo
þungur harmur er að hennar
nánustu kveðinn, að því verður
ekki lýst með orðum.
En minningarnar eru marg-
ar og góðar og þær ylja. Við
Edda Sóley gátum talað um
hesta út í eitt.
Það jákvæða var alltaf út-
gangspunkturinn. Við ólumst
upp við gamalt og gott reið-
hestakyn sem okkur fannst
báðum heilagt blóð. Þar var
geðslagið aðalatriðið, blíð lund
og þjónustuvilji, dugnaður,
seigla og ákveðni. Með þessu
fannst okkur fara vel meira
blítt geðslag, mjúkur gangur,
dugnaður og seigla, litadýrð og
fegurð í viðbót við það sem fyr-
ir var. Það rann svo morgun-
ljóst upp fyrir mér, þegar birti
af degi morguninn eftir andlát
Eddu, að hún hafði alla þessa
kosti sem manneskja og miklu
fleiri.
Hamingjubarnið hún frænka
mín var ávöxtur mikillar og fal-
legrar ástar foreldranna Árnýj-
ar og Kristmanns. Þau fundu
hvort annað, sáu ekki sólina
hvort fyrir öðru og nutu hverr-
ar mínútu í samskiptum sínum.
Ég var barn og verðandi ung-
lingur með höfuð og hjarta fullt
af spurningum, og skynjaði alla
straumana og ástina feimnis-
laust.
Ég gat þakkað foreldrum
mínum að hafa aldrei leynt
okkur systkinin því hversu hrif-
in þau voru hvort af öðru. Svo
þetta var sannarlega eins og
það átti að vera. Það stirndi á
gullnu lokkana hennar litlu
frænku minnar frá fyrsta degi.
Hún varð hrífandi ung stúlka,
sportleg ung kona, móðir og
eiginkona og sannarlega einn af
boðberum kynslóðar sinnar.
Boðskapurinn var og er skýr;
konur geta allt sem þær vilja.
Við Edda Sóley erum systk-
inabörn. Við tvö og bræður
hennar slitum nokkrum barns-
skóm á Uxahrygg, hjá afa og
ömmu. Við Edda tókum sömu
bakteríuna hjá afa, hestabakt-
eríuna, beint og í gegnum
systkinin Árnýju og Erling. Við
ræktuðum þessa bakteríu bæði
og bárum saman reglulega. Það
varð því mikill fögnuður, þegar
Hreinn vinur okkar beggja
leiddi okkur í sömu hestaferð-
ina. Ferðirnar urðu fleiri og all-
ar góðar. Við hittumst síðast á
skírdegi undir þaki Sankti
Fransiskusar. Það hillti undir
leiðarlok, en við töluðum bara
um allt þetta skemmtilega. Og
svo um hesta, marga og góða,
skemmtilega og fallega. Gæð-
ingarnir voru sumir leirljósir,
sem stirnir á eins og hárið
hennar frænku.
Þau Jón Ingi stigu í takt og
héldust í hendur til hinsta
dags. Sá taktur var held ég
sleginn í fermingarveislunni
hennar Eddu.
Börnin þrjú, tengdabörn og
barnabörn bera þeim hjónum
gott vitni. Allt snerist þetta um
lífsgæfu og gleði fjölskyldunn-
ar. Hreiðrið skyldi vera ham-
ingjuríkt og engin fyrirhöfn var
of mikil. Elsku vinir og frænd-
ur; Jón Ingi, Arna Dögg, Alfreð
Már og Ásta Kristný, tengda-
börn og barnabörn, kæra Árný
frænka, Kristján, Þröstur og
fjölskyldur. Ég flyt ykkur
dýpstu samúð mína og míns
fólks, megi almættið styðja
ykkur og styrkja í þungum
harmi.
Elsku frænka mín, góða ferð.
Megi bestu gæðingar himnarík-
is bera þig, á yfirferðartölti um
blómabrekkurnar. Ég bið að
heilsa pabba. Takk fyrir allt og
allt!
Samúel Örn Erlingsson.
Djúp og varanleg vinátta
er dýrmætari
en veraldlegar viðurkenningar,
og allt heimsins gull og silfur.
Henni þarf ekki endilega alltaf
að fylgja svo mörg orð
heldur gagnkvæmt traust
og raunveruleg umhyggja.
Kærleikur,
sem ekki yfirgefur.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Á kveðjustund langar okkur
æskuvinkonurnar að þakka vin-
áttuna, kærleikinn og allar
samverustundirnar sem við átt-
um með Eddu.
Að kveðja æskuvinkonu okk-
ar nú er bæði óraunverulegt og
ótímabært.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist
endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku Jón Ingi, Arna Dögg,
Alfreð Már, Ásta Kristný og
fjölskyldur, megi allar góðar
vættir styrkja ykkur og styðja í
sorginni.
Elsku Edda takk fyrir allt.
Þínar æskuvinkonur,
Bjargey, Branddís,
Halldóra og Kristín.
Í dag kveðjum við góða vin-
konu okkar, Eddu Sóleyju, sem
kvaddi okkur alltof snemma
eftir erfið veikindi. Vorið 2018
spurðirðu Hörpu hvort þú
mættir koma með í ferðina sem
við vorum að skipuleggja, gætir
járnað en vildir ekki elda.
Harpa vissi þá strax að þarna
væri komið síðasta púslið sem
við vorum búin að leita að í
okkar flotta hóp.
Ekki var hægt að óska sér
betri ferðafélaga í hestaferðum,
okkar fyrsta ferð með þér var
um sumarið þegar við fórum á
Strandirnar. Þú mættir með
hálfkláraðan skírnarkjól fyrir
barnabarnið þitt sem átti að
fara að skíra rétt eftir ferð.
Markmiðið var að klára hann
fyrir lok ferðar og þér tókst
það enda ef það var laus stund
þá varstu komin með hann í
fangið.
Síðasta hestaferðin okkar
saman var í fyrra, þá var farið
yfir í Ísafjarðardjúp og þó að
þú værir orðin veik þá, þá léstu
þig ekki vanta og tókst fullan
þátt, eins og alltaf. Enda tal-
aðirðu um hvað þig langaði á
þessar slóðir.
Stórt skarð er komið í hóp-
inn okkar sem verður aldrei
fyllt, komandi ferðir verða ekki
eins án þín en við munum ávallt
heiðra minningu þína og ég tel
að það verði nú ekki dagur þar
sem við munum ekki rifja upp
alla þá góðu tíma sem við átt-
um saman á hverju ári þegar
við hittumst. Þetta voru ekki
mörg ár en hópurinn var eins
og hann hefði alltaf ferðast
saman og þú varst svo mikill
hluti af okkur.
Elsku Jón Ingi, Arna, Alfreð,
Ásta Kristný og fjölskyldur, við
sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Kvennaferðarinn-
ar miklu,
Harpa Björk Eiríksdóttir.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN HJÖRLEIFUR JÓNSSON,
skólastjóri, prestur og söngstjóri,
Hrafnistu Hafnarfirði,
áður Lyngrima 15, Reykjavík,
lést að morgni þriðjudagsins 19. apríl. Útförin fer fram í
Háteigskirkju mánudaginn 2. maí klukkan 13. Athöfninni verður
streymt á https://www.skjaskot.is/jonhjorleifur
Hlekk á streymi má einnig nálgast á www.mbl.is/andlat
Sólveig Hjördís Jónsdóttir Stefán Stefánsson
Kristín Guðrún Jónsdóttir Jón Thoroddsen
Jón Árni Jónsson Linda Dís Guðbergsdóttir
Kolbrún Sif Muchiutti Ricardo Muchiutti
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍSABET B. GUÐMUNDSDÓTTIR,
er látin. Jarðarförin hefur þegar farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ellen María Ólafsdóttir
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARÍA MARTEINSDÓTTIR,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði
á Höfn 3. apríl 2022. Útförin fer fram frá
Hafnarkirkju miðvikudaginn 4. maí kl. 14.
Athöfninni verður streymt á vef Hafnarkirkju, hafnarkirkja.is.
Öllum sem vilja minnast Maríu er bent á Gjafa- og
minningarsjóð Skjólgarðs.
Brynja Reynisdóttir Björn Sverrisson
Sigurbjörg Hákonardóttir Jón Sigurðsson
Hólmfríður Sigþórsdóttir Ingvaldur Mar Ingvaldsson
Þórunn Sigþórsdóttir Páll Gíslason
ömmu- og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN ANNA CLAESSEN,
lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn
fimmtudaginn 28. apríl.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir, tengdamóðir og amma og
langamma,
VALBORG SVEINSDÓTTIR
meinatæknir,
Hlíðargerði 3,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. apríl.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 3. maí klukkan 13.
Frosti Bergmann Eiðsson Sólveig Haraldsdóttir
Logi Bergmann Eiðsson Svanhildur Hólm Valsdóttir
Hjalti Bergmann Eiðsson
Sindri Bergmann Eiðsson Elfa Eiríksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRNI BJÖRN FINNSSON
húsgagnasmiður,
lést á heimili sínu laugardaginn 23. apríl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 11. maí klukkan 15.
Hafþór Árnason Brynhildur Konráðsdóttir
Heiðar Árnason Edda Marý Óttarsdóttir
Inga Dóra Helgadóttir
og barnabörn