Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 26

Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022 ✝ Jóna Vilborg Friðriksdóttir fæddist á Þor- valdsstöðum í Skriðdal 5. októ- ber 1931. Hún lést 22. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Friðrik Jónsson, f. 8.11. 1896, d. 16.4. 1977, og Sigríður Bene- diktsdóttir, f. 24.11. 1892, d. 23.8. 1987. Syst- ir Jónu Vilborgar var Margrét, f. 1.12. 1927, d. 28.5. 2006. Hálfbróðir Jónu Vilborgar 1958, maki Védís Klara Þórð- ardóttir; Benedikt Rúnar, f. 4.5. 1962, maki Lilja Björk Finnbogadóttir; Hrafnhildur Vilborg, f. 14.10. 1968. Barna- börnin eru 16 og barna- barnabörnin 25 talsins. Jóna Vilborg ólst upp á Þor- valdsstöðum í Skriðdal. Eftir barnaskóla fór hún í unglinga- skólann á Reyðarfirði, síðan í Héraðsskólann á Laugarvatni og Húsmæðraskólann á Löngu- mýri í Skagafirði. Jóna Vilborg giftist Kjartani Runólfssyni ár- ið 1955 og hófu þau búskap á Þorvaldsstöðum þar sem þau bjuggu til ársins 2002 en þá fluttu þau til Egilsstaða. Útför Jónu Vilborgar verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag, 30. apríl 2022, klukkan 14. Jarðsett verður í heimagraf- reit á Þorvaldsstöðum. samfeðra var Jón Karl Hansen, f. 24.4. 1919, d. 21.4. 1932. Eftirlifandi eig- inmaður Jónu Vil- borgar er Kjartan Runólfsson, f. 31.3. 1932. Börn þeirra eru: Margrét Sig- ríður, f. 3.6. 1953, maki Sigfús Grét- arsson; Birna Kristrún, f. 1.2. 1956, maki Ás- mundur Þór Kristinsson; drengur, f. 26.3. 1957, d. 26.3. 1957; Friðrik Gauti, f. 17.8. Föstudaginn 22. apríl þegar vorið skartaði sínu fegursta á Austurlandi og gaf fyrirheit um gott sumar varð ljóst að mamma mín, Jóna Vilborg Friðriksdóttir, hafði litið sinn síðasta vordag. Mamma fæddist á Þorvalds- stöðum í Skriðdal 5. október 1931, annað barn hjónanna Frið- riks Jónssonar og Sigríðar Bene- diktsdóttur. Margrét systir hennar var fjórum árum eldri og voru þær systur nánar. Afi og amma voru víðsýn og hvöttu dæt- ur sínar til menntunar. Mamma fékk því tækifæri til að prófa ým- islegt um fram það sem kannski tíðkaðist almennt á þessum tíma. Hún fór meðal annars í Héraðs- skólann á Laugarvatni og Hús- mæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði. Auk þess sigldi hún til Noregs og vann þar í skóg- rækt eitt sumar. Mamma var glæsileg og lífs- glöð kona með dökka lokka og geislandi græn augu. Hún átti marga vini og kunningja og rat- aði í alls kyns ævintýri. Fram á síðasta dag gat hún sagt manni sögur „frá því í gamla daga“ þar sem hún gat með ótrúlegri ná- kvæmni rakið atburði og sam- ræður löngu liðinna tíma. En þrátt fyrir að hafa flakkað um landið og fengið að sjá heiminn höguðu örlögin því þannig að hún varð ástfangin af myndarlega unga manninum á næsta bæ. Hún giftist pabba, Kjartani Run- ólfssyni, árið 1955 og settust þau að á Þorvaldsstöðum þar sem þau bjuggu til ársins 2002 þegar þau fluttu til Egilsstaða. Þor- valdsstaðir hafa þó alltaf verið „heim“ í þeirra huga og mamma vildi hvergi annars staðar eiga sinn hinsta náttstað. Heimili þeirra mömmu og pabba hefur oft verið mannmargt og alltaf pláss fyrir fleiri, hvort sem verið hefur í mat, gistingu eða kaffisopa. Mamma hélt ótrú- legri yfirsýn yfir allan afkom- endahópinn, gleymdi aldrei af- mælisdögum og fylgdist með öllum í lífi og starfi. Hún hafði alltaf tíma fyrir alla þó svo að hún stýrði stóru heimili og gat t.d. átt löng og innihaldsrík símtöl þar sem hún hélt á símanum í annarri hendi og tók matinn til með hinni. Hún hafði einstakt lag á börnum og ungmennum, hafði óþrjótandi þolinmæði við að kenna börnum til verka og ófáir lærðu að lesa, sauma eða spila kasínu hjá henni. Henni tókst að gæða hversdags- leg verk gleði með því að búa til leik úr þeim og áður en maður vissi af var kannski erfitt verk eins og að tína heybagga af vöru- bílspalli orðið að spennandi leik. Ég hef alltaf hugsað með mér að hún mamma hefði orðið frábær kennari. Mamma var víðfræg fyrir ótrúlegan dugnað og seiglu þar sem hún reis margsinnis upp úr erfiðum veikindum, slysum og áföllum og hélt sínu striki. Upp- gjöf eða sjálfsvorkunn voru ekki til í hennar orðabók. Hún náði aldrei alveg sáttum við Elli kerl- ingu, litaði gráu hárin, naut þess að kaupa sér skvísuföt og hélt bjartri rödd og glettnu augnaráði til lokadags. Hún hafði marg- sinnis náð að leika á dauðann en að lokum þurfti hún að láta í minni pokann og þiggja hvíldina fyrir þreyttan líkama. Takk elsku mamma mín fyrir samfylgdina, endalausu ástina, umhyggjuna og gleðina. Megir þú hvíla í friði undir dalanna sól. Þín dóttir, Hrafnhildur Vilborg Kjartansdóttir. Nú ertu horfin héðan, kæra hjartans vina, burt mér frá, þér ég nú vil þakkir færa, þögul tárin leika um brá. Lengi götu ganga máttum grýtt og hörð var stundum braut, en við margar einnig áttum yndisstundir, gegnum þraut. Því ég stilli harm í hljóði, horfi yfir forna slóð, kveð þig nú með litlu ljóði, ljúfa mamma, kona góð. Fyrir handan hafið kalda hygg ég að þú bíðir mín. Minning þín um aldir alda eflaust verður sólin mín. Elsku mamma, einnig viljum eiga stund við beðinn þinn. Núna er hljótt, er hér við skiljum, hjörtun klökkna nú um sinn. Muna blíða bernsku kæra, börnin þín og þakkir nú fyrir ást og allt það kæra okkur, sem að veittir þú. Barnabörnin bljúg nú senda blíða hinstu kveðju þér. Tengdabörn og tryggir vinir til þín allir beinast hér, koma nú að kistu þinni, krjúpa þar svo undur hljótt. Allir hafa sama sinni, segja þökk – og góða nótt. (Borgfjörð) Þínar dætur, Margrét og Birna. Elsku mamma mín. Það er sárt að kveðja þig, en huggun að þú varst með allt á hreinu, allt þar til yfir lauk. Það er ekki sjálf- gefið á 91. aldursári. Mér er efst í huga þakklæti fyrir alla þá ómældu hjálp sem þið pabbi vor- uð mér og minni fjölskyldu. Mamma var einstaklega vinnu- söm og féll henni það hvað verst að geta ekki orðið gert neitt eins og hún sagði. Öll vor meðan heilsan leyfði komu mamma og pabbi í sauðburð. Umhyggja mömmu fyrir fjölskyldunni og ekki síður fyrir málleysingjum var einstök. Lítil veikburða lömb lifnuðu flest við í höndunum á henni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin, sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljóss lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd. Og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Takk fyrir samfylgdina elsku mamma mín. Ég hef þá trú að við sjáumst aftur. Þinn sonur, Rúnar. Konan sem var alls staðar, lét sig allt varða er kom að sínu nær- umhverfi. Hafði skoðun á stjórn landsmála sem oftar en ekki var ekkert annað en lélegt uppsóp. Hún hafði ríka réttlætiskennd, málsvari þeirra sem minna máttu sín og áttu um sárt að binda. Hún var einlægur dýravinur, mar- íuerlan var í miklu uppáhaldi og hrafninum sýndi hún sérstaka virðingu. Það kom fyrir að dýrin sem voru á eða við bæinn leituðu á náðir hennar ef þau höfðu orðið fyrir einhverju óhappi. Þá komu þessir blessuðu málleysingjar upp að bænum hennar og leituðu ásjár. Hún var afar næm á líðan þessara vina sinna. Hún var náttúrubarn. Lág- gróðurinn í landinu var hennar skógur. Hún var alfarið á móti hömlulausri skógrækt, henni fannst sárt að horfa upp á fallega héraðið sitt sem ól hana verða einn samfelldur skógur. Dala- drögin, hæðirnar, melarnir, þetta var landslagið sem skerpti sjón- ina og gladdi hjartað. Múlakoll- urinn var fjallið hennar. Áskor- unin, jú hún hafði klifið Kollinn. Hún hafði jú staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum í lífinu, mis- krefjandi og tókst á við þær á sinn hátt. Það sem hún tók sér fyrir hendur að gera leysti hún afar vel af hendi og vildi að aðrir gerðu það einnig og gaf gjarnan engan afslátt. Ég var kynntur fyrir þessari konu fyrir rúmum 40 árum. Man að ég sagði með sjálfum mér: mikið ljómandi er þetta sæt kona. Og svo sannarlega var hún það. Þótt aldurinn færðist yfir hana tókst henni alltaf að snúa aldr- inum sér í hag, hann skyldi ekki fá síðasta orðið að þessu leyti. Ég bið Guð að blessa minningu Jóna Vilborg Friðriksdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Elskulegur eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, KJARTAN MOGENSEN landslagsarkitekt, Norðurbrún 20, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 16. apríl. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 2. maí klukkan 15. Halldóra Ólafsdóttir Erik J. Mogensen Asbjørnsen Marit Strand Asbjørnsen Helga Kristín Mogensen Gunnlaugur Úlfsson Anna Ingeborg Pétursdóttir Mitchell Stephen Weverka Snorre, Haakon, Úlfur, Kjartan Leó, Jackson Ólafur og Audrey Anna Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR B. GÍSLASON, framkvæmdastjóri Smurstöðvarinnar Klappar, Haðalandi 14, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. maí kukkan 13. Gísli G. Gunnarsson Unnur Birna Magnúsdóttir Einar B. Gunnarsson Guðrún Magný Jakobsdóttir Anna G. Gunnarsdóttir Sigurður T. Jack Laufey E. Gunnarsdóttir Óðinn Einisson Ari Gunnarsson Sigríður Árnadóttir Sigfús B. Gunnarsson Ásgerður Tryggvadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir, dóttir, systir og barnabarn, SVANHVÍT HARÐARDÓTTIR tanntæknir, lést í Hafnarfirði laugardaginn 23. apríl. Útför Svanhvítar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 4. maí klukkan 13. Hörður Ingi Þorsteinsson María Lind Atladóttir Hörður V. Sigmarsson Erla Ferdinandsdóttir Sigurbjörg E. Guðmundsdóttir Erica María Harðardóttir Thelma Hilmarsdóttir Kári Harðarson Sigrún H. Gunnarsdóttir Hjalti Harðarson Júlíana B. Bjarnadóttir Ásrún Sigurbjartsdóttir Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæra DAVÍÐS SCHEVING THORSTEINSSON framkvæmdastjóra. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki sem önnuðust hann á Landspítala í Fossvogi. Stefanía Svala Borg Laura Sch. Thorsteinsson Magnús Pálsson Hrund Sch. Thorsteinsson Gunnar Ingimundarson Jón Sch. Thorsteinsson Ragnheiður Harðardóttir Magnús Sch. Thorsteinsson Þórey Edda Heiðarsdóttir Guðrún Sch. Thorsteinsson Stefanía Sch. Thorsteinsson Jóhann Torfi Ólafsson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir Okkar ástkæra móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA H. JÓNSDÓTTIR, Lautasmára 20, Kópavogi, lést á Landspítalanum föstudaginn 22. apríl. Útför Soffíu fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 2. maí klukkan 13. Útförinni verður streymt á YouTube-rás Grafarvogskirkju. Hlekk á streymi má einnig nálgast á www.mbl.is/andlat Guðrún Dóra Gísladóttir Páll Snæbjörnsson Jón Bender Guðrún Ragnarsdóttir Guðleif Bender G. Aðalsteinn Gunnarsson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN KRISTINN JÓNSSON, Einbúablá 17, Egilsstöðum, lést í faðmi fjölskyldunnar á Dyngju, Egilsstöðum, 2. apríl. Útför hans fór fram frá Egilsstaðakirkju 13. apríl. Þökkum fyrir hlýhug, samúð, blóm, gjafir og fallegar kveðjur. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dyngju og Akstursíþróttaklúbbsins START. Sigrún Aðalbjörg Ingadóttir Hjálmar Jónsson Bergrún Hafsteinsdóttir Björgvin Jónsson Katrín Dóra Jónsdóttir og afabörnin Jón Vilberg, Hrafntinna Heiður og Sigrún Lóa VIÐ ERUM FLUTT Eyrartröð 16, 220 Hafnarfirði sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Eyrartröð 16 220 Hafnarfirði Opið kl. 11-16 virka daga FALLEGIR LEGSTEINAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.