Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
✝
Valgerður
Björnsdóttir
fæddist 30. maí
1953 í Deildartungu
í Reykholtsdal í
Borgarfirði. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
18. apríl 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Björn Jóns-
son bóndi og hrepp-
stjóri í Deildar-
tungu, f. 28. júlí 1915, d. 13. mars
1978, og Unnur Jónsdóttir hús-
freyja, f. 14. júní 1920, d. 25. sept-
ember 2008.
Systkini Valgerðar eru: Guð-
laugur, f. 18. desember 1942,
kona hans er Sigríður Fjóla Guð-
mundsdóttir; Sigurbjörg, f. 30.
janúar 1951, d. 16. apríl 1952; og
Jón, f. 12. júní 1955, kona hans er
Gréta Ingvarsdóttir.
Hinn 17. nóvember 1973 giftist
Valgerður Jóhanni Oddssyni frá
Steinum í Stafholtstungum, f. 9.
ágúst 1946. Börn þeirra eru: 1)
Jónína Laufey, f. 20. júní 1973,
Heimilið var stórt, störfin
mörg við búskap auk þess að
vera með fatlaðan son á hand-
leggnum í 20 ár. Þó vann hún af
og til utan heimilis. Hún kenndi
við Varmalandsskóla og greip í
alls kyns aukaverkefni í sveit-
inni. Einnig sótti hún ýmiss kon-
ar námskeið og menntun, t.d.
sem stuðningsfulltrúi, bowen-
tæknir og jógakennari.
Valgerður var alla tíð mikil fé-
lagsmálamanneskja. Hún starfaði
í ungmennafélagi sveitar sinnar
og var í stjórn þess um tíma, hún
var einnig lengi virk í leikdeild fé-
lagsins. Var hún sæmd heiðurs-
merki UMSB fyrir félagsstörf í
gegn um árin fyrir nokkru. Val-
gerður var einnig gegnheil kven-
félagskona og var formaður síns
félags a.m.k. tvisvar og eins var
hún formaður Sambands borg-
firskra kvenna. Valgerður var
virkur félagi í hestamannafélag-
inu Faxa og sat í ýmsum nefndum
þar í gegn um tíðina. Hún kom að
stofnun Þroskahjálpar á Vest-
urlandi á sínum tíma og var síðar
formaður í 15 ár.
Útförin fer fram frá Reyk-
holtskirkju í dag, 30. apríl 2022,
klukkan 16.
Streymi á athöfnina má nálg-
ast hér:
https://youtu.be/U4ronnHmTmQ
maður hennar er
Bernhard Þór Bern-
hardsson, f. 14. nóv-
ember 1972. Börn
þeirra eru Baldur
Freyr, Hugrún
Björk og Björn
Haukur. 2) Oddur
Björn, f. 2. desem-
ber 1976, kona hans
er Eva Karen Þórð-
ardóttir, f. 5. sept-
ember 1978. Börn
þeirra eru Jóhann Páll, Hilmar
Örn og Laufey Erna. 3) Hannes,
f. 28. nóvember 1980, d. 31. des-
ember 2013. 4) Guðmundur
Steinar, f. 9. ágúst 1982, kona
hans er Sigurrós María Sig-
urbjörnsdóttir, f. 18. janúar 1985.
Valgerður ólst upp í Deildar-
tungu við almenn sveitastörf.
Hún fór í Héraðsskólann í Reyk-
holti að lokinni grunn-
skólagöngu. Vann við ýmis þjón-
ustustörf í héraðinu. Tvítug að
aldri var hún komin að Steinum
þar sem hún hóf búskap með eft-
irlifandi eiginmanni sínum.
Mér hefur sjaldan brugðið meir
en þegar Oddur Björn bróðurson-
ur minn hringdi í mig síðdegis
laugardaginn 16. apríl og sagði
mér að móðir sín (mágkona mín)
hefði fengið alvarlegt tilfelli blæð-
ingar í heila og útlitið væri mjög
erfitt. Á slíkum augnablikum þarf
maður tíma til að átta sig á því
hvað raunverulega hafi gerst. Hún
var í fermingarveislu hjá dóttur-
dóttur minni á skírdag, tveimur
sólarhringum fyrr, og ekkert
benti þá til þess að hún væri ekki
eins og hún var vanalega.
Við svo snögg og óvænt um-
skipti stöðvast tíminn, maður þarf
ákveðið svigrúm til að átta sig á
aðstæðum.
Margs mætti minnast á langri
vegferð. Sagt er að móðureðlið sé
sterkasta einkenni konunnar, það
kom best í ljós þegar Hannes son-
ur þeirra veiktist alvarlega í frum-
bernsku og var fatlaður til ævi-
loka. Þar hófst barátta fyrir
velferð hans og oft var á brattann
að sækja en uppgjöf var aldrei í
huga. Þar var algjör samstaða að
veita honum alla þá umhyggju
sem hægt var.
Valgerður var mikil félags-
málamanneskja og tók þátt í
margs konar félagsstarfsemi, m.a.
kvenfélagi og einnig var hún virk í
Þroskahjálp á Vesturlandi. Nú
blasir sú staðreynd við bróður
mínum eins og mér áður fyrr að
þær eru báðar farnar, eftir stönd-
um við, því verður ekki breytt.
Áfram skal haldið þrátt fyrir
óvænt áföll, annað er ekki í boði.
Ég kveð mágkonu mína með virð-
ingu og þökk fyrir allt.
Samúðarkveðjur frá mér og
fjölskyldu minni.
Kristján F. Oddsson.
Þegar ég var krakki og ung-
lingur var ég í sveit hjá Völu og
Jóa frænda á Steinum. Það má
segja að Vala hafi verið mamma
mín í sveitinni yfir sumarmánuð-
ina í þann tæpa áratug sem ég var
í sveit á Steinum. Vala átti því sinn
þátt í mínu uppeldi. Það er mér
sérstaklega eftirminnilegt frá
þessum tíma hve vel hún og öll
fjölskyldan á Steinum hugsaði um
Hannes frænda, son þeirra Jóa.
Þegar ég minnist Völu núna
hugsa ég um sumrin á Steinum.
Alltaf var mikið um að vera og nóg
að gera. Vala stjórnaði heimilinu á
bænum og það er kannski fyrst
núna sem ég átta mig á því hve
skilyrðislaust traust ég bar alltaf
til hennar.
Það vill svo til að það er ekki svo
langt síðan Vala tók að sér
mömmuhlutverkið fyrir mig í síð-
asta skipti. Það var eftir Þverár-
rétt fyrir nokkrum árum að ég
fékk slæmt mígrenikast og treysti
mér ekki suður til Reykjavíkur.
Þeir sem þekktu Völu vita að það
var minnsta málið að ég fengi að
gista á Steinum um nóttina. Dag-
inn eftir þurfti ég svo að taka
strætó heim, þar sem ég hafði
fengið far upp eftir. Vala skutlaði
mér því í Bauluna, þar sem strætó
stoppaði, og ákvað hún þegar
þangað var komið að splæsa á mig
ís. Þetta er mér minnisstætt
augnablik, þegar við Vala sátum
og borðuðum ís á meðan ég beið
eftir rútunni suður. Það var eins
og við hefðum ferðast aftur til árs-
ins ’93, eða þar um bil.
Takk fyrir allt saman.
Oddur Kristjánsson.
Vala var mér meira eins og
eldri systir en frænka. Ég, Vala og
Jón bróðir hennar ólumst upp sitt
á hvorum Deildartungubænum
þar til við mamma fluttum til
Reykjavíkur. Vala stjórnaði okkur
Jónka með harðri hendi enda elst
og ráðríkust. Amma kenndi okkur
að lesa með bandprjónsaðferðinni
og ég lærði að lesa um leið og Vala.
En mér gekk ekki eins vel að
fylgja henni í prjónaskapnum.
Þegar amma reyndi að losa lykkj-
urnar sem voru negldar á prjón-
inn hjá mér eða hirða upp þær
sem höfðu týnst á leiðinni, sagði
hún að ég ætti að taka Völu mér til
fyrirmyndar, því ekki vildi ég
verða prjónaskita. Kannski urðu
þetta áhrínsorð. Mikið öfundaði ég
oft Völu seinna meir af hennar
mikla verksviti og útsjónarsemi,
hvort sem það var varðandi ein-
hverja handavinnu eða bara al-
menn verk. Við vorum aldar upp á
hestbaki og með slæma hestadellu
sem eltist ekki af okkur. Það var
nóg af viljugum hestum á Deild-
artungubæjunum og mörg ung-
menni á sumrin til að ríða út. Á
sunnudögum lá leiðin oftar en ekki
niður á Kroppsmela til að hleypa,
sem var trúlega bannað, og síðan í
æsilegan kúrekaleik innan um
birkihríslurnar í Bæjarskógi en
það var örugglega bannað. Lík-
lega hefði ég hætt öllum útreiðum
á seinni árum ef ekki hefði verið
fyrir Völu og fjölskylduna á Stein-
um. Þar eru góðir vel tamdir hest-
ar og gestrisni mikil. Við fórum í
stuttar ferðir, langar ferðir og í
hestaferðalög.
Síðustu árin kom Vala reglu-
lega í menningarferðir til höfuð-
borgarinnar yfir langa helgi og
dvaldi þá hjá mér. Við settum upp
dagskrá og fórum á leiksýningar
og í bíó, á söfn og í sund. Yfirleitt
sinnti hún innkaupaerindum án
mín. En ef ég lenti í að fara með
henni í búðir þá var það upplifun
út af fyrir sig og kannski ekki al-
veg fyrir mína þolinmæði. Hún
vissi hvar allt fékkst og hvar mað-
ur gat fengið hina aðskiljanleg-
ustu hluti á Reykjavíkursvæðinu.
Hún hafði líka gjarnan á hreinu
hvað nágranna hennar vantaði.
Inni í búðinni voru síðan ræddir
kostir og gallar í þaula ekki bara
við afgreiðslufólkið heldur líka við
aðra viðskiptavini.
Ég mun sakna sárt ferða okkar
Völu hvort sem þær voru gang-
andi, ríðandi eða á vit ævintýra í
leikhúsi og á listsýningum. Elsku
Jói, Jónína, Doddi og Guðmundur,
ég sendi ykkur og fjölskyldum
ykkar mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigurbjörg.
Vala frænka mín var glæsileg
kona með fallega rautt og liðað
hár. Fjölhæfur skörungur, sem
fátt vafðist fyrir og áhugasöm um
margt. Hún ólst upp hjá foreldr-
um sínum, Unni og Birni í Deild-
artungu í Reykholtsdal, ásamt
Jóni yngri bróður sínum, núver-
andi bónda í Deildartungu, og
Guðlaugi eldri hálfbróður, sem
fljótlega eignaðist eigin fjölskyldu
en sinnti býlinu með Birni. Á þeim
tíma var margt um manninn í
sveitunum. Vinnumenn komu og
fóru og krakkar voru sendir í
sveit. Tvíbýli var í Tungu og
bjuggu bræðurnir Björn og Andr-
és hvor á sínum helmingi jarðar-
innar og var ég í sveit hjá Adda.
Við krakkarnir vorum settir í störf
eftir því sem hægt var og höfðum
aldur til en á kvöldin lékum við
okkur. Frjálsíþróttir voru stund-
aðar af kappi á melunum austan
við túnfótinn, prílað í fjósinu, sem
var í byggingu, og hlaðan var
skemmtilegur vettvangur leikja
en þegar við urðum eldri var lang-
vinsælast að fara í útreiðar. Þá
voru bugður Reykjadalsár riðnar
og kannski farið í sjoppuna í
Reykholti eða riðið yfir Kropps-
melana, út í Bæjarskóg og farið í
kúrekaleik á hrossunum. Alla tíð
síðan fannst Völu gaman að
bregða sér á bak og átti hún ávallt
góða reiðskjóta. Tvítug eignaðist
Vala frumburð sinn, Jónínu Lauf-
eyju, með Jóhanni Oddssyni,
bóndasyni á Steinum í Stafholt-
stungum, og flutti fljótlega þang-
að. Bjuggu þau þar allan sinn bú-
skap upp frá því og tóku við
helmingi búsins. Synirnir Oddur
Björn, Hannes og Guðmundur
Steinar bættust síðan í hópinn á
næstu níu árum.
Vala var höfðingi heim að sækja.
Þau voru ófá skiptin sem ég kom til
þeirra Jóa með börn, sem henni
fannst þurfa að hitta nýgotna kett-
linga, fjöruga hvolpa eða nýborin
lömb og ef einhver þurfti að kom-
ast á hestbak var það auðsótt hjá
þeim hjónum. Ef viðkomandi var
ekki nógu vel gallaður voru dregn-
ar fram úlpur og stígvél, sem nóg
var til af. Völu var margt til lista
lagt og áhugi hennar lá víða.
Handavinna af ýmsum toga lék í
höndunum á henni. Af nauðsyn
saumaði hún og lagaði flíkur en
einnig saumaði hún sér til skemmt-
unar eins og bútasaumsteppi og
upphlut á sjálfa sig. Á tímabili
bólstraði hún húsgögn af krafti og
myndarbrag. Sem bóndi sinnti hún
bæði úti- sem inniverkum í sam-
vinnu við bónda sinn og var enginn
aukvisi þar og þótt álagið væri oft
mikið vann hún auk þess lengi vel
utan heimilis. Þótt skyldustörfin
væru ærin fannst henni gaman og
nauðsynlegt að gera sér dagamun.
Vala var mikil félagsvera og afar
virk í ýmsum félagasamtökum.
Hún var frændrækin og fróð um
menn og málefni. Ferðalög voru of-
arlega á vinsældalista hennar,
bæði innanlands og utan. Stóra
sorgin í lífi þeirra Jóa voru veikindi
og í kjölfarið fötlun Hannesar son-
ar þeirra en hann veiktist af heila-
himnubólgu á fyrsta aldursári. Þau
sinntu honum af einstakri natni,
ást og óeigingirni alla tíð og tóku
systkini hans virkan þátt í því hlut-
verki.
Ég og fjölskylda mín erum full
þakklætis fyrir allt sem Vala hefur
gert fyrir okkur og sendum Jóa,
Jónínu, Dodda, Guðmundi og
þeirra fjölskyldum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Jóhanna Sigtryggsdóttir.
Valgerður
Björnsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Valgerði Björns-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ASTRID SIGRÚN KAABER
sjúkraliði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
föstudaginn 15. apríl, verður jarðsungin frá
Breiðholtskirkju þriðjudaginn 3. maí klukkan 13.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk 2C í Sóltúni fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á hjálparsamtök.
Magnús Björn Björnsson Guðrún Dóra Guðmannsdóttir
Ragnar H. Björnsson
Sigrún Birna Björnsdóttir Agnar Benónýsson
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts okkar ástkæru
ÁSTU ÓLAFSDÓTTUR,
Miðengi 15,
fyrrverandi bónda á Skúfslæk.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
dagdvalarinnar Vinaminnis og hjúkrunarheimilisins Lundar
fyrir einstaka umönnun.
Sigurður Einarsson
Magnús Eiríksson Magdalena Lindén
Árni Eiríksson Sólveig Þórðardóttir
Ólafur Eiríksson
Halla Eiríksdóttir Erling Valur Friðriksson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur frændi okkar og vinur,
LEIFR LEIFS,
lést föstudaginn 8. apríl 2022. Jarðarförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegar þakkir til alls starfsfólks á
Sléttuvegi 9, fyrr og nú, fyrir vináttu og
umönnun.
Frændfólk og vinir
Okkar ástkæri,
SÆVAR ÁRNASON
húsasmíðameistari,
Reykjanesbæ,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 3. maí klukkan 13. Blóm og
kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast
Sævars er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja.
Hildur Ellertsdóttir
Örn Úlfar Sævarsson Ásta Andrésdóttir
Ellert Sævarsson
Aldís Ósk Sævarsdóttir Ómar Örn Kristófersson
barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi,
Hafnarfirði, laugardaginn 16. apríl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 5. maí klukkan 13.
Inga Þóra Stefánsdóttir
Helga Björg Stefánsdóttir Rögnvaldur Guðmundsson
Elfa Stefánsdóttir Haraldur J. Baldursson
Víðir Stefánsson Elín Ragna Sigurðardóttir
Magnús Hjörleifsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir
okkar, fósturfaðir, afi og bróðir,
EIÐUR PÁLL SVEINN
KRISTMANNSSON,
Skógarvegi 6,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
27. apríl eftir stutt veikindi. Jarðarför verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólöf Gísladóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is