Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 32

Morgunblaðið - 30.04.2022, Page 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022 Umspil kvenna Undanúrslit, fyrsti leikur: Grótta – HK.......................................... 21:31 ÍR – FH ................................................. 28:27 Þýskaland B-deild: Rimpar – Coburg................................. 25:23 - Tumi Steinn Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir Coburg. Pólland Zaglebie – Kielce................................. 24:32 - Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk fyrir Kielce en Sigvaldi Björn Guðjónsson er meiddur. Frakkland Montpellier – Nancy............................ 33:27 - Ólafur Andrés Guðmundsson lék ekki með Montpellier vegna meiðsla. - Elvar Ásgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Nancy. B-deild: Nice – Angers ...................................... 40:26 - Grétar Ari Guðjónsson varði 11 skot í marki Nice. E(;R&:=/D Belgía/Holland Landstede – Leuven Bears................. 57:82 - Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor- aði sex stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu á 25 mínútum með Land- stede. Hague Royals – Phoenix Brussels..... 53:82 - Snorri Vignisson skoraði sex stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 22 mínútum með Hague. Þýskaland Crailsheim – Fraport Skyliners ........ 70:81 - Jón Axel Guðmundsson tók tvö fráköst á tveimur mínútum með Crailsheim. Úrslitakeppni NBA 1. umferð: Toronto – Philadelphia ...................... 97:132 _ Philadelphia vann 4:2 og mætir Miami. New Orleans – Phoenix.................... 109:115 _ Phoenix vann 4:2 og mætir Dallas. Utah – Dallas ........................................ 96:98 _ Dallas vann 4:2 og mætir Phoenix. >73G,&:=/D Sindri Kristinn Ólafsson, mark- vörður knatt- spyrnuliðs Kefl- víkinga, er ekki eins alvarlega meiddur og ótt- ast var en hann lenti í hörðum árekstri snemma leiks gegn Vík- ingi í fyrrakvöld. Talið var að hann gæti verið kinn- beinsbrotinn en í gær var staðfest að svo væri ekki. Grunur leikur á að Sindri hafi fengið heilahristing og óvíst er hvenær hann má hefja æfingar á ný. Sindri er ekki brotinn Sindri Kristinn Ólafsson KNATTSPYRNA Besta deild karla: Hlíðarendi: Valur – KR..................... L19.15 Eyjar: ÍBV – Leiknir R .......................... S16 Kópavogur: Breiðablik – FH ............ S19.15 Mjólkurbikar kvenna, 1. umferð: Skessan: ÍH – KÁ ................................... L12 Höfn: Sindri – KH .................................. L13 Framvöllur: Fram – Víkingur R ........... L14 Álftanes: Álftanes – Grindavík.............. L14 Húsavík: Völsungur – Einherji ............. L14 Sauðárkrókur: Tindastóll – HK ............ L14 KÖRFUKNATTLEIKUR Fimmti úrslitaleikur kvenna: Ásvellir: Haukar – Njarðvík (2:2)..... S19.15 Undanúrslit karla, fjórði leikur: Sauð.: Tindastóll – Njarðvík (2:1) .... L20.15 HANDKNATTLEIKUR 1. umferð kvenna, annar leikur: Garðabær: Stjarnan – ÍBV (1:0)............ L16 Ásvellir: Haukar – KA/Þór (0:1) ....... S14.30 Undanúrslit karla, fyrsti leikur: Ásvellir: Haukar – ÍBV .......................... S17 Umspil kvenna, annar leikur: Kaplakriki: FH – ÍR (0:1).................. S19.30 Kórinn: HK – Grótta (1:0) ...................... S20 GLÍMA Íslandsglíman 2022 fer fram í íþróttahús- inu á Reyðarfirði í dag og hefst kl. 13. Keppt er um Freyjumenið í kvennaflokki og Grettisbeltið í karlaflokki. UM HELGINA! NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Þrjár af fjórum leikseríunum í átta liða úrslitunum í NBA-deildinni eru komnar á hreint eftir leiki fyrstu um- ferðarinnar á fimmtudagskvöldið. Undirritaður lofaði möguleika Phoenix Suns fyrir úrslitakeppnina eftir frábæra frammistöðu í deilda- keppninni, en síðan meiddist Devin Booker – besti leikmaður liðsins – í upphafi úrslitakeppninnar og allt í einu var útlitið aðeins óljósara. Hann mætti hins vegar í sjötta leikinn í fyrrakvöld í New Orleans þar sem Phoenix vann, 115:109, í hörku- spennandi leik og þar með rimmuna 4:2. Með endurkomu hans líta hlut- irnir því vel út að nýju fyrir Suns. Lykillinn að sigri Phoenix í þess- um leik var frábær leikur Chris Pauls. Hann lék einn sinn besta leik á ferlinum – skoraði 33 stig og hitti úr öllum fjórtán skotum sínum. Af- rek Pauls var met í hittni fyrir leiki í úrslitakeppninni, en enginn leik- maður hefur tekið jafn mörg skot og hitt úr öllum þeirra í gegnum áratug- ina. Hreint ótrúlegt hjá tæplega 37 ára gömlum leikmanni. Doncic í firnagóðu formi Mótherjar Phoenix í næstu um- ferð verða leikmenn Dallas Maver- icks, sem heimsóttu Utah á fimmtu- dag og mörðu 98:96 sigur í sjötta leik þeirra. Leiksería Phoenix og Dallas ætti að verða jafnari en vænta mætti þar sem Luca Doncic er nú mættur til leiks að nýju eftir að hafa jafnað sig á meiðslum í kálfa, en hann náði ekki að leika í þremur fyrstu leikjunum í rimmunni gegn Utah Jazz. Doncic er nú kominn í firnagott leikform eftir að hafa byrjað keppnistímabilið illa. Þjálfari Mavericks, Jason Kidd, sak- aði hann um að hafa mætt í þjálf- unarbúðir liðsins fyrir keppnis- tímabilið í engu leikjaformi. Hann er allt í öllu í leik liðsins og með hann á fullu gæti þetta orðið fín rimma. Þríeyki Golden State komið í gang að nýju Golden State Warriors átti í litlum vandræðum með Denver Nuggets í fyrstu umferðinni vestan megin og virðist þríeyki þeirra Stephen Curry, Klay Thompson, og Draymond Green vera að komast í fínt stuð eftir tveggja ára pásu sem skapaðist af erfiðum meiðslum Thompsons. Með þessa leikmenn á fullu og þá Jordan Poole og Andrew Wiggins til stuðnings er hægt að sjá liðið nú stefna á úrslitarimmuna í Vestur- deildinni. Liðið mun sjálfsagt mæta Memph- is Grizzlies í næstu umferð, en við- ureign þess liðs gegn Minnesota Timberwolves í fyrstu umferðinni var ekki útkljáð þegar þetta var rit- að. Warriors ætti að vera í litlum erf- iðleikum að slá út annað hvort þess- ara liða og stefnir því beint á Phoenix. Miami til alls líklegt Í Austurdeildinni átti Miami í litlum erfiðleikum í rimmunni gegn Atlanta Hawks í fyrstu umferð þrátt fyrir að tveir bestu leikmenn liðsins – Jimmy Butler og Kyle Lowry – hefðu ekki leikið í síðasta leiknum. Mótherjar Heat í annarri umferð- inni verða Philadelphia 76ers, en með Joel Embiid í broddi fylkingar (33 stig og tíu fráköst) fóru 76ers hamförum norður í Toronto, 132:97, í sjötta leik þeirra liða á fimmtudag. Í viðureign Heat og 76ers er erfitt að veðja gegn Miami, en varnar- leikur liðsins undanfarið hefur verið hreint frábær. Slær Boston meistarana út? Í þessum þremur leikseríum ann- arrar umferðarinnar virðist sem hægt sé að veðja á annað liðið, en mest spennandi rimma umferð- arinnar verður hins vegar á milli meistaranna Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Rétt eins og hjá Miami var það frábær varnarleikur Boston sem „sópaði“ Brooklyn Nets (þeirri sápu- óperu) út úr keppninni í fyrstu um- ferðinni með litlum erfiðleikum. Varnarleikur Boston mun gera meisturunum lífið erfitt í viðureign- inni. Ekki bætti úr fyrir Bucks að Khris Middleton mun að öllum lík- indum missa af rimmunni eftir að hafa tognað á liðbandi í vistra hné í öðrum leik keppninnar gegn Chicago Bulls í fyrstu umferðinni. Þessi meiðsl Middletons gætu gert gæfumuninn í þessari leikseríu Bucks og Celtics, en án stigaskor- unar hans er erfitt að sjá Milwaukee skora nægilega mikið gegn firna- sterkri vörn Boston. Spáin er sex eða sjö leikja rimma þar sem allt getur þó gerst. gval@mbl.is Fullkominn leikur hjá Chris Paul AFP NBA-met Hinn 36 ára gamli Chris Paul skoraði 33 stig fyrir Phoenix gegn New Orleans og skoraði úr hverju einasta skoti sínu í leiknum. - Phoenix stefnir á meistaratitilinn en fær harða mótspyrnu frá Dallas HK og ÍR eru komin í forystu í ein- vígjum sínum um sæti í efstu deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð eftir sigra í fyrstu leikjum undan- úrslita umspilsins í gærkvöldi. HK, sem varð í næstneðsta sæti Olísdeildarinnar í vetur, vann öruggan 31:21-útisigur á Gróttu, sem hafnaði í fimmta sæti 1. deildarinnar, Grill 66-deildarinnar. HK U, ungmennalið HK, endaði fyr- ir ofan Gróttu í deildinni í vetur og áttu flestir von á öruggum sigri HK, sem varð raunin. Landsliðskonan Jóhanna Mar- grét Sigurðardóttir skoraði fimm mörk fyrir HK. Katrín Anna Ás- mundsdóttir gerði níu fyrir Gróttu. Í Austurbergi hafði ÍR, sem hafn- aði í öðru sæti 1. deildarinnar, bet- ur gegn FH með minnsta mun, 28:27, en FH-ingar höfnuðu í þriðja sæti. ÍR getur helst þakkað Karen Tinnu Demian sigurinn en hún skoraði ellefu mörk. Fanney Þóra Þórsdóttir gerði átta fyrir FH. Leikir tvö í einvígjunum fara fram á morgun, sunnudag. Tvo sigra þarf til að komast í úrslit. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mögnuð Karen Tinna Demian fór á kostum fyrir ÍR-inga í gærkvöldi og skoraði ellefu mörk í eins marks sigri á FH í Austurberginu í fyrsta leik. HK og ÍR skrefi nær sæti í efstu deild _ Breski auðkýfingurinn Jim Rat- cliffe, stærsti einstaki landeigandi á Íslandi, gerði í gær formlegt tilboð í enska knattspyrnufélagið Chelsea en það hljóðaði upp á 4,25 milljarða punda. Boðið var lagt inn rétt áður en frestur til þess rann út. Samkvæmt BBC er hins vegar líklegast að Banda- ríkjamaðurinn Todd Boehly verði tek- inn fram yfir Ratcliffe og verði næsti eigandi Chelsea. Boehly er eigandi bandaríska hafnaboltaliðsins LA Dodgers. Tveir aðrir sem hafa lagt inn tilboð, Steve Pagliuca og Martin Bro- ughton, munu hins vegar ekki eiga neina mögu- leika á að kaupa félagið. _ Atvinnukylfing- urinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék mjög vel á öðr- um hring Women’s NSW Open- golfmótinu í Nýja Suður-Wales í Ástr- alíu í fyrrinótt en hún lék þá á 71 höggi, einu undir pari. Hún vann sig talsvert upp og var í 35.-41. sæti á samtals tveimur höggum yfir pari þeg- ar þriðji hringurinn hófst í nótt. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni. _ Króatíski knattspyrnumaðurinn Luka Modric hefur skrifað undir nýj- an samning við Real Madrid til eins árs, með möguleika á árs framleng- ingu. Modric, sem er 36 ára gamall, hefur leikið með spænska stórveld- inu frá árinu 2012 en hann var þá keyptur frá Tottenham. Modric hefur orðið fjórum sinnum Evrópumeistari og tvisvar spænskur meistari með Real Madrid. _ Mohamed Salah hjá Liverpool og Sam Kerr hjá Chelsea voru í gær út- nefnd besti knattspyrnumaður og besta knattspyrnukona ársins á Eng- landi af samtökum enskra knatt- spyrnufréttamanna. Salah, sem er 29 ára gamall Egypti og hlaut þessi verðlaun áður árið 2018, hefur skor- að 30 mörk fyrir Liverpool á tíma- bilinu, 22 þeirra í úrvalsdeildinni þar sem hann er markahæstur. Kerr, sem er 28 ára gömul ástr- ölsk landsliðs- kona, er marka- hæsti leikmaður úrvalsdeildar kvenna og hefur átt frábært tímabil með Chelsea í vetur. _ Keflvíkingar hafa samið á ný við ítalska körfuknattleiksmanninn David Okeke fyrir næsta tímabil. Okeke kom til þeirra síðasta sumar en slasaðist á hásin í desember og spilaði ekki meira á tímabilinu. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.