Morgunblaðið - 30.04.2022, Qupperneq 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
VIÐTAL
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Norræna húsið hefur staðið í Vatns-
mýrinni í ríflega hálfa öld og er í raun
einstakt kennileiti. Húsið, sem var
teiknað af finnska arkitektinum Al-
var Aalto, var vígt snemma hausts
árið 1968. Það hefur frá upphafi hýst
norrænt samstarf og verið mikil-
vægur kjarni menningarlífs í borg-
inni.
Nú á í fyrsta sinn að ráðast í alls-
herjarendurbætur á húsinu. Húsið er
orðið 54 ára og þykir merkilega vel
farið enda með eindæmum vel byggt.
Sabina Westerholm, forstjóri Nor-
ræna hússins, og Ástþór Helgason,
yfirmaður fasteignar og sýninga-
framkvæmda, segja eðlilegt að bygg-
ing sem komin sé á þennan aldur
þurfi á endurbótum að halda. Í öllum
húsum er að finna ýmislegt, stórt og
smátt, sem venjan er að yfirfara, eða
jafnvel skipta út, á 25-30 ára fresti.
„Maður getur ekki ætlast til þess að
hægt sé að nota hús byggt 1968 án
þess að ráðast í heildarendurbætur.
Hús eru aldrei byggð til þess að end-
ast fullkomlega, það þarf alltaf að
ráðast í einhverjar framkvæmdir og í
raun þarf stöðugt að endurbyggja
húsið,“ segir Ástþór.
Ýmislegt í innviðum hússins er far-
ið að láta á sjá; varmakerfi, loftræst-
ing og pípulagnir, svo eitthvað sé
nefnt. Þá þarf að fara yfir ytra byrði
hússins, glugga og þak. Þó geta þau
Sabina og Ástþór þess að margt í
húsinu sé nútímalegt og það sé ljóst
að það hafi verið byggt til þess að
standast tímanns tönn.
Fleiri vandamál komu í ljós
Sabina tók við starfi forstjóra Nor-
ræna hússins árið 2019. Stuttu eftir
það urðu miklar vatnsskemmdir í
sýningarrýminu á neðri hæð hússins
og ljóst varð að það væru vandamál
með frárennsliskerfi hússins. Þá var
neðri hæðin gerð upp.
Sýningarsal þessum og barna-
bókasafninu, sem einnig er að finna á
neðri hæðinni, var bætt við nokkrum
árum eftir að húsið var byggt.
Stjórnendur hússins hafa meira
frelsi til að breyta þeim rýmum þar
sem þau eru ekki hluti af upphaflegri
hönnun Alvars Aaltos.
„Svo fóru önnur vandamál að
koma í ljós og þá var ekkert annað í
stöðunni en að láta gera skýslu um
ástand hússins,“ segir Sabina. Árið
eftir fengu þau verkfræðistofuna
EFLU til þess að gera slíka skýrslu.
Þar kom fram að það er margt sem
þarf að gera upp eins fljótt og auðið
er.
Áætlunin sem EFLA hefur sett
upp er til tíu ára en nú á að ráðast í
fyrsta fasann og gera það allra nauð-
synlegasta á næstu tveimur árum.
Ástþór og Sabina fullyrða að engu
verði breytt í útliti hússins, að
minnsta kosti ekki í þeim rýmum
sem opin eru almenningi. Það verða
kannski einhverjar breytingar gerð-
ar á skrifstofum og öðrum rýmum
„baksviðs“. Til dæmis hefur þeim
hluta hússins sem geymdi íbúð for-
stjóra þess verið breytt í skrifstofu-
rými. Þannig eru herbergi sem áður
voru opin nú lokuð og það skapar
áskoranir í loftræstingu svo eitthvað
sé nefnt.
Mikilvægt í sögu arkitektúrs
Þar sem Norræna húsið er sögu-
frægt hús eftir merkan erlendan
arkitekt þarf að vanda til verka þeg-
ar ganga á í framkvæmdir. Það þykir
með mikilvægustu byggingum í sögu
arkitektúrs á Íslandi. Þetta er ein af
fáum byggingum frá þessum tíma
sem voru hannaðar af erlendum, vel
þekktum arkitekt frá móderníska
tímanum.
Ástþór og Sabina hafa verið í nánu
samstarfi við Minjastofnun og stofn-
un Alvars Aaltos í Finnlandi. Nor-
ræna húsið er á skrá Minjastofnunar
og hefur verið alfriðað frá árinu 2004.
Það þýðir að húsið er friðað bæði að
innan og utan.
„Við höfum lagst í miklar rann-
sóknir og farið í gegnum mikið af
heimildum. Markmið okkar er að
skilja hvern einasta þátt hússins,
hvernig það var byggt og hvaða efni
voru notuð. Þetta er mikil nákvæmn-
isvinna,“ segir Ástþór. Þannig segir
hann að hægt sé að tryggja að húsið
breytist ekki útlitslega.
Þá sé markmiðið að hvert einasta
smáatriði verði eins og það hafði upp-
haflega átt að vera. Hann nefnir sem
dæmi að gluggarnir séu núna aðeins
dekkri en þeir áttu upphaflega að
vera svo því verður komið í upphaf-
legt horf á ný.
Stofnun AlvarsAaltos hefur verið
þeim innan handar með slíkar
ákvarðanir en ekki síður um innan-
hússönnun. Fyrir nokkrum vikum
komu fulltrúar frá stofnuninni á stað-
inn og fóru yfir alla innanstokksmuni
svo nú hafa starfsmenn hússins góða
hugmynd um hvaða húsgögn eru
upprunaleg, það er allt skráð skil-
merkilega niður í minnstu smáatriði.
Heildstæð listaverk
„Við megum að sjálfsögðu breyta
því hvernig við notum rýmin en við
þurfum að vita hvernig þau litu út
upprunalega því þau voru hönnuð
sem heildstæð listaverk,“ segir Sab-
ina.
Hún minnir á að starfsfólk hússins
starfi þar í mesta lagi í átta ár og því
sé mikilvægt að safna þessum upp-
lýsingum saman fyrir „komandi kyn-
slóðir“ starfsmanna.
Öllu sem verður fjarlægt verður
komið aftur fyrir á sama stað ef hægt
er. Á einni skrifstofunni þar sem
framkvæmdir eru hafnar, nokkurs
konar tilraunarými fyrir fram-
kvæmdirnar, var hver einasta gólf-
fjöl vandlega merkt þegar hún var
fjarlægð og verður síðan komið fyrir
aftur þegar vinnunni undir gólfinu er
lokið. Ástþór segir að í þessum fram-
kvæmdum felist ótal smáatriði af
þessu tagi og það krefjist mikillar
vinnu hjá mörgum að bæta húsa-
kynnin án þess að breyta nokkru í út-
litinu.
Sabina bendir á að Ástþór verði
orðinn mikill Alvar Aalto-sérfræð-
ingur þegar yfir lýkur. Hann heim-
sótti ýmsar byggingar eftir Aalto í
Finnlandi og grandskoðaði allt frá
kjallara og upp á þak. Þau hús sem
hann skoðaði hafa öll undirgengist
svipaðar framkvæmdir og þeim þykir
líklegt að Norræna húsið sé síðasta
húsið frá þessum tíma til þess að fá
slíka yfirhalningu. Það er mikið af
lausnum til um hvernig eigi að fara
að en veðurfarið á Íslandi gerir að-
stæðurnar svolítið öðruvísi. Húsið
þarf að verja fyrir vatni og vindum á
annan hátt en annars staðar í heim-
inum.
Húsið mun standa opið
Búið er að tryggja fjármagn fyrir
fyrsta hluta framkvæmdanna. Húsið
er í eigu Norrænu ráðherranefnd-
arinnar og sér hún að mestu um fjár-
mögnunina en þau hafa einnig hlotið
sérstaka styrki frá Minjastofnun fyr-
ir rannsóknarvinnuna og sérstæða
hönnunarvinnu og frá finnsku rík-
isstjórninni fyrir vinnuna með stofn-
un Alvars Aaltos.
Gert er ráð fyrir að Norræna húsið
verði opið að einhverju leyti allan
tímann sem framkvæmdirnar eiga
sér stað. „Þetta er svo mikilvæg
stofnun þannig að það voru allir sam-
mála um að það mætti ekki loka
henni alveg. En við munum þurfa að
loka vissum hlutum hússins. Næsta
árið verða öll þau rými sem eru opin
almenningi opin en einhverjum skrif-
stofum verður lokað síðar á árinu,“
segir Sabina.
Vilja upplýsa almenning
Starfsfólki hússins þykir mikil-
vægt að almenningur fái að fylgjast
með framkvæmdunum og sé vel upp-
lýstur um hvaða starfsemi fari enn
fram í húsinu þrátt fyrir þær. Hún
býst þó við að það verði áskorun að
gera almenningi grein fyrir því að
húsið sé í raun og veru opið þegar
það muni líta út eins og byggingar-
svæði. Þá muni auðvitað skapast ein-
hver hávaði og röskun á starfsem-
inni.
Meðan á framkvæmdunum stend-
ur munu þau að mestu einblína á eig-
in viðburði og það samstarf sem hef-
ur verið komið á fót við aðrar stofn-
anir en minna á utanaðkomandi
viðburði. Þau munu ekki geta leigt
salarkynnin út eins og þau eru vön að
gera þar sem þau vita ekki hve mikil
truflun muni skapast af framkvæmd-
unum.
Ástþór og Sabina vilja einnig
leggja mikla áherslu á að miðla því
sem þau hafa uppgötvað við þessa
miklu rannsóknarvinnu til almenn-
ings. „Við höfum nú þegar rekist á
mikið af áhugaverðum staðreyndum,
bæði um bygginguna sjálfa og um
starfsemina í húsinu í gegnum tíð-
ina,“ segir Sabina. Þau segjast vilja
varpa ljósi á þetta áhugaverða ferli
og hafa það gagnsætt og við þetta
skapist gott tækifæri til þess að
benda almenningi á það hvers virði
þetta hús sé.
Vilja sýna gott fordæmi
„Þegar ég kom hingað árið 2019
varð mér strax ljóst að þetta er mjög
mikilvæg bygging, táknræn bygging,
þegar kemur að norrænu samstarfi á
Íslandi. Það hafa svo margir komið til
mín og sagt mér sögur af sambandi
sínu við húsið og þeim minningum
sem þeir hafa af því að koma hingað í
gegnum tíðina. Fólk hefur jákvæðar
og sterkar tilfinningar tengdar hús-
inu,“ segir Sabina. Í tengslum við
þessar framkvæmdir munu þau
safna saman myndum frá almenningi
og sögum um húsið
„Ég vildi líka opna húsið fyrir öðr-
um minnihlutahópum hér á landi,
nýjum Íslendingum með annan bak-
grunn en norrænan svo þau fengju
tækifæri til þess að skapa svipaðar
minningar. Baltneska samfélagið á
Íslandi hefur til dæmis verið einn af
þeim hópum sem við höfum helst vilj-
að þjóna.“
Markmiðið sé að húsið lyfti sam-
félaginu upp fyrir það staðbundna og
því hafi þau virkni ólíkra hópa og fjöl-
breytileika að leiðarljósi. „Við viljum
sýna gott fordæmi,“ segir hún.
Mikil uppbygging hefur átt sér
stað á svæðinu undanfarin ár en hús-
ið stóð lengi vel eitt í mýrinni. Um-
hverfið hefur þannig breyst mikið
með tilheyrandi breytingum á starf-
semi hússins. Sabina segir það gleði-
efni að það sé meira líf í kringum hús-
ið sem gefi góða möguleika á sam-
starfi. Núna er hver krókur og kimi
hússins notaður til hins ýtrasta.
Arnþór segir að það hafi verið
hugsun Alvars Aaltos að húsið væri
lifandi og ætti að þróast með breytt-
um tímum. Hann bendir þó á að allir
séu mjög meðvitaðir um stöðu húss-
ins á svæðinu, Háskóli Íslands og
Minjastofnun hafi lagt sig fram um
að vernda sérstöðu þess. Þrátt fyrir
að byggingunum fjölgi þá séu þær
miðaðar við að Norræna húsið sé enn
það kennileiti sem því var ætlað að
vera.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Norræna húsið Sabina og Ástþór segja mikla nákvæmnisvinnu felast í að gera upp þetta sögufræga hús.
Vandað til verka í sögufrægu húsi
- Ráðist verður í allsherjarendurbætur á Norræna húsinu - Sabina Westerholm, forstjóri hússins,
og Ástþór Helgason, yfirmaður fasteignar, segja mikilvægt að útlit hússins verði varðveitt að fullu
Samstarfsmenn Elissa Aalto, Alvar Aalto og Ilona
Lehtinen funda á arkitektastofu Aaltos árið 1970.
Á HönnunarMars í ár býður Norræna húsið, í samstarfi við Arkitekta-
félag Íslands, til málstofu í tveimur hlutum sem ber titilinn Kvenkyns
brautryðjendur og sögulegar byggingar. Málstofan fer fram á fimmtu-
dag, 5. maí, og hefst kl. 10. Hópur sérfræðinga mun kynna sögu og verk
norrænna kvenkyns arkitekta, sem teljast brautryðjendur á sínu sviði.
Einnig verða til umræðu endurbætur á sögulegum húsum en báðir hlut-
ar málstofunnar tengjast sögu Norræna hússins.
„Eitt af því sem við höfum áttað okkur á í þessu ferli er að þrátt fyrir
að Alvar Aalto hafi verið arkitekt hússins þá voru margar áhugarverðar
konur sem störfuðu með honum. Þær hönnuðu og sáu um byggingu
hússins og fylgdu því eftir árin á eftir,“ segir Sabina Westerholm.
Ilona Lehtinen var leiðandi í teikningu hússins og fylgdist með öllu
ferlinu. Eiginkona Aaltos, Elissa Aalto, sá einnig um höfuðteikningarnar
að húsinu ásamt Lehtinen. Hún starfaði hjá fyrirtækinu eftir að Alvar
Aalto lést, þar til hún lést 1994. Hennar starf fólst meðal annars í að
vinna að endurbótum á þeim húsum sem höfðu verið hönnuð í tíð eigin-
manns hennar. Fundist hafa bréfaskriftir milli hennar og umsjón-
armanna hússins um smávægilegar breytingar stuttu eftir byggingu
hússins. Þriðji kvenarkitektinn sem starfaði við hönnun og byggingu
hússins var Pirkko Söderman. Þessar konur höfðu mikil völd á bak við
tjöldin.
Konurnar þrjár að baki Aalto
KVENKYNS BRAUTRYÐJENDUR OG SÖGULEGAR BYGGINGAR
Kennileiti Norræna húsið stóð lengi vel eitt í Vatnsmýr-
inni. Mynd þessi er frá því það var í byggingu 1967.