Morgunblaðið - 30.04.2022, Síða 37

Morgunblaðið - 30.04.2022, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Melabúð, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Frú Lauga, Matarbúðin, Brauðhúsið, Fiskkompaní, Mamma veit best og Matarbúr Kaju Akranes Í nýjustu mynd spænska kvik- myndaleikstjórans Pedros Almodóvars, Madres paral- elas (e. Parallel Mothers), segir af tveimur konum sem kynnast á fæðingardeild þar sem þær fæða börn sín á sama degi. Þær tengjast strax tilfinningaböndum, verandi samferða í þeim dramatísku að- stæðum sem hríðatími fyrir fæðingu er, sem og reynslan af fyrstu barns- fæðingu í lífi konu og fyrstu dögum eftir fæðingu. Báðar standa þær frammi fyrir því að þurfa að sjá einar um að ala upp nýfæddar dætur sínar (sem er ekki jafn auðvelt á Spáni og á Íslandi). Þetta eru þær Janis, tísku- ljósmyndari um fertugt sem leikin er af Penélope Cruz, og hún Ana, sem er á unglingsaldri og leikin af Milenu Smit. Aðstæður þessara kvenna eru ólíkar, ekki aðeins vegna aldurs, heldur er bakgrunnur þeirra einnig ólíkur. Til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá myndina skal lítið sagt um framvindu mála í einka- lífi þessara tveggja kvenna og hvern- ig líf þeirra tvinnast saman, en margt er þar með ólíkindum, bæði fallegt, flókið og sársaukafullt. Þótt myndin hverfist um þessar tvær konur fáum við innsýn í líf annarra persóna, til dæmis móður Önu, leikkonu úr efri stétt sem öllu fórnar fyrir framann, meðal annars tíma og samvistum við dóttur sína. Vissulega er Almodóvar hér að taka fyrir móðurhlutverkið og að- stæður kvenna því tengdar, en hann er líka að fjalla um þörf allra mann- eskja fyrir ást, hlýju og nánd, hug- rekki einhleypra mæðra, kynslóða- bilið og hvernig stundum er ekki hægt að skilja á milli fortíðar, fram- tíðar og nútíðar. Almodóvar drepur hér víða niður fæti, myndin talar líka inn í MeToo-byltinguna og þótt hún hafi verið frumsýnd í fyrra, þá talar hún mjög sterkt beint inn í samtím- ann, stríðið í Úkraínu. Barnsfaðir Janis, fornleifafræðingurinn Arturo, starfar við að leita fólks sem myrt var í borgarastríðinu á Spáni á fjórða áratug tuttugustu aldar og hvarf ofan í ómerktar fjöldagrafir. Hann tekur að sér að beiðni Janisar að grafa upp meinta fjöldagröf í heimabæ hennar til að komast að því hvort þar liggi líkamsleifar langafa hennar og fleira fólks sem myrt var í stríðinu, og til að veita þeim verðuga greftrun. Myndin er því líka að stórum hluta einhvers konar uppgjör eða áminning um leyndarmál þess- arar skelfilegu fortíðar í sögu Spán- ar, sem því miður endurtekur sig nú í Úkraínu: Fólki er slátrað og líkum hrúgað í fjöldagrafir. Lokaatriði myndarinnar er gríðarlega sterkt, sérstaklega í ljósi þess hvað á sér stað í Úkraínu núna. Almodóvar tekst í þessari mynd að láta þetta allt kallast á, líf þessara kvenna og ný- fæddra barna þeirra, leyndarmálin og tilfinningarnar, við sögu þjóðar og fortíð fjölskyldna. Sem á sama tíma er nálæg og hluti af nútíð. Í þessari nýju mynd er áhersla Almadóvars á hið sjónræna stór þáttur, líkt og í öllum hans kvik- myndum. Sterkir litir eru ríkjandi, rauði liturinn og sá mintugræni, hvort sem eru klæði, húsgögn eða annað. Áhrifamikil skot þar sem hann fer alveg upp að andlitum aðal- leikkvennanna eru áberandi og nándin í matseldinni er einnig áhrifa- mikil. Þessi mynd er mikil veisla fyrir augu og einstakur stíll og handbragð Almodóvars alltumlykjandi. Leik- urinn er í hæsta flokki, enda leikkon- urnar sumar mjög vanar að vinna með leikstjóranum, Penélope Cruz er í mörgum mynda hans og sama á við um Rossy de Palma, sem hér er í aukahlutverki sem umboðsmaður Janis. Hin unga Milena Smit stendur sig með mikilli prýði, hún nær að skila miklu í lágstemmdum leik í mjög dramatískum senum og það er auðvelt að finna virkilega til með þessari ungu umkomulausu stúlku hverrar aðstæður eru átakanlegar. Ólíkt mörgum fyrri mynda Almo- dóvars, sérstaklega þeim eldri, þá er hraði og gáskafullur húmor ekki hér á ferð, engin læti heldur róleg fram- vinda og mikið drama með djúpum ljóðrænum tóni. Samt tekst honum á sama tíma á einhvern hátt að minna á sápur, með stílbragði sem finnst með augum (áhorfi). Sannarlega er mikil nautn að horfa á kvikmynd þar sem hugsað er fyrir hverju einasta smáatriði hvers ramma. Pedro Almodóvar hefur skapað sinn eigin sérstaka heim með kvik- myndum sínum. Í þessari nýju mynd sýnir meistarinn að hann er sannar- lega ekki af baki dottinn þótt rúm- lega sjötugur sé. Fortíð, framtíð og nútíð eru eitt Janis og Ana Hér leikur allt í lyndi, þegar Ana er nýflutt inn á hið fagra og litríka heimili Janis. Þar er allt innanstokks úthugsað af leikstjóranum, líka stóra ljósmyndin fyrir miðju af hörundsdökku fáklæddu konunni, Nubile Young Beauty of Diamaré, sem hinn frægi tískuljósmyndari Irving Penn tók. Bíó Paradís Madres paralelas bbbbn Leikstjórn og handrit: Pedro Almodóvar. Aðalleikarar: Penélope Cruz, Milena Smit, Israel Elejalde, Aitana Sánchez- Gijón, Rossy de Palma. Spánn, 2021. 120 mín. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR KVIKMYNDIR Sænska myndlistarkonan Ann Lars- son-Dahlin opnar sýningu í dag, laugardag, kl. 14 í Gallerí Grásteini á Skólavörðustíg 4. Í tilkynningu segir að Larsson-Dahlin sé leiðandi afl í fagi vatnslitamálara, verk henn- ar séu stór og tjái ástríðu hennar fyrir náttúrunni. Hún hafi hlotið við- urkenningar víða um heim fyrir verk sín. Larsson-Dahlin sýnir verk sem hún hefur málað af íslenskri náttúru að vetrarlagi og mun sýning hennar í Grásteini standa yfir út maí. Landslag Eitt af verkum Ann Larsson-Dahlin á sýningunni í Grásteini. Ann Larsson-Dahlin sýnir í Grásteini Kór Fella- og Hólakirkju heldur tónleika í dag, laugardag, kl. 14 ásamt Vörðukórnum sem kemur úr uppsveitum Árnessýslu. Segir í til- kynningu að boðið verði upp á fjöl- breytta og skemmtilega dagskrá og að í lokin verði gestum boðið að taka lagið með kórunum.Einsöngv- ari á tónleikunum verður Kristín R. Sigurðardóttir. Stjórnandi Vörðu- kórsins er Eyrún Jónasdóttir og stjórnandi kórs Fella- og Hóla- kirkju Arnhildur Valgarðsdóttir sem annast líka meðleik með báð- um kórum. Á saxófón í fjöldasöngs- lögum leikur Reynir Þormar Þór- isson. Aðgangseyrir er kr. 2.500. Stuðningur Nokkrir söngvara kórs Fella- og Hólakirkju í litum fána Úkraínu. Vortónleikar tveggja kóra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.