Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 02.05.2022, Page 1

Morgunblaðið - 02.05.2022, Page 1
M Á N U D A G U R 2. M A Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 101. tölublað . 110. árgangur . FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | www.fi.is Sjáumst á fjöllum FRUMKVÆÐI OG FJÖLBREYTNI Á SKAGANUM VEL HEPPNUÐ FLUGSLYSAÆFING STEINGERVINGAR VARPA NÝJU LJÓSI Á JARÐSÖGUNA ÞÓRSHÖFN 11 SÆSKRÍMSLI 13BREIÐ – ÞRÓUNARFÉLAG 10 Í gær var bar- áttudagur verka- lýðsins og var af því tilefni farið í kröfugöngur, haldnir fundir og kaffisamsæti. Drífa Snædal, forseti Alþýðu- sambands Ís- lands (ASÍ), var meðal ræðu- manna á Ingólfstorgi í Reykjavík, en þar fjallaði hún meðal annars um bankasöluna og gagnrýndi harðlega að ríkið léti frá sér nokkrar almanna- eigur. Hún sagði þjóðina hafa enda- laus víti að varast í þeim efnum. Athygli vakti að hvorki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, né Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fluttu ræður á fundinum. Þau veita tveimur fjölmennustu verka- lýðsfélögum landsins forstöðu, en þau hafa bæði verið afar gagnrýnin á forystu ASÍ. Sólveig Anna sagði í samtali við mbl.is að markmið félagsins í kom- andi kjarasamningum væru skýr. Húsnæðismál alþýðufólks, sann- gjörn laun og nýting skattkerfisins sem jöfnunartækis væru efst á blaði, en lífskjarasamningarnir renna út í haust. Hún sagði eigin- lega kröfugerð óhafna og vonaðist eftir vinnufriði innan félagsins til þess. Kröfugerð 1. maí - Drífa ræddi um bankasölu - Sólveig Anna sanngjörn laun MEndalaus víti til að varast »2 Drífa Snædal Meðan augu heimsins hafa beinst að Úkraínu hefur syrt í álinn í Kína, þar sem til- raun til þess að út- rýma kórónu- veirunni með útgöngubanni hef- ur ekki borið tilætl- aðan árangur, en kínversk bóluefni hafa ekki heldur reynst sem skyldi. Hins vegar hefur útgöngubann í fjölmörgum borgum um lengra eða skemmra skeið haft afar neikvæð áhrif á framleiðslu og efnahagslíf, svo nú verður vart skarps efnahagssamdrátt- ar. Sem dæmi má nefna að innkaupa- stjóravísitala kínverska iðnfyrir- tækja mældist 47,4 stig í síðasta mánuði og hefur hún ekki verið lægri síðan í upphafi heimsfaraldursins ár- ið 2020. Vísitalan þykir gefa sterka vísbendingu um þróun hagkerfisins. Ekki er sérstök von um úrbætur þar sem Xi Jinping Kínaforseti telur að sérhvert frávik frá markaðri stefnu kunni að veikja stöðu hans. »12 og 14 Harðar sóttvarnir í Kína komi niður á efnahagnum Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hófu í gær brottflutning óbreyttra borgara frá stálverk- smiðjunni í Maríupol og tókst að flytja um hundrað manns þaðan í gær. Frans páfi fordæmdi í gær eyði- leggingu borgarinnar, sem drægi nafn sitt af Maríu mey, sem hefði verið sprengd í loft upp á „villi- mannslegan hátt“. Evrópusambandið hyggst ræða í dag frekari refsiaðgerðir og er sagt að bann á innflutningi olíu frá Rússlands sé nú á borðinu. Rússneska utanríkisráðuneytið tilkynnti á föstudaginn að níu Ís- lendingar væru nú í ferðabanni til Rússlands, en ekki hefur verið gef- ið upp hvaða níu einstaklingar það eru. »6 og 13 Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson Samúð Mótmælendur í Kænugarði sýndu samhug með Maríupol. Hófu brott- flutning frá Maríupol Kamilla Sól Viktorsdóttir og Vilborg Jónsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik, smella rembingskossi á Íslandsmeistarabikarinn eftir að hann var í höfn með 65:51-sigri á Hauk- um í oddaleik í Ólafssal á Ásvöllum í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem kvennalið Njarðvík- ur, sem var nýliði í úrvalsdeildinni í ár, vinnur Íslandsmeistaratitilinn, en síðast gerðist það fyr- ir sléttum áratug. »27 Morgunblaðið/Óttar Geirsson Njarðvík Íslandsmeistari í körfuknattleik í annað sinn Xi Jinping

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.