Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 02.05.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.05.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022 Hreint loft –betri heilsa Honeywell gæða lofthreinsitæki Láttu þér og þínum líða vel - innandyra Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglugróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. HFD323E Air Genius 5. Hægt að þvo síuna. Verð kr. 39.420 HPA830 Round Air Purifier. Mjög hljóðlát. Verð kr. 29.960 S. 555 3100 · donna.is „Við erum í ýmsum framkvæmdum sem vitað var að þyrfti að laga svo við getum tekið betur á móti gestum okkar,“ segir Steinunn Hödd Harð- ardóttir, þjóðgarðsvörður á suður- svæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Ís- lenska ríkið keypti jörðina Fell í Suðursveit í byrjun árs 2017 og er því allt svæðið í eigu ríkisins. Sama ár um sumarið voru Fell og nær- liggjandi þjóðlendur friðlýst og suð- urhlutinn stækkaði þá um 189 km2 og nær nú alveg að hafi. Undir suðurhluta þjóðgarðsins heyra nú stærstu ferðamannastaðir garðsins, Skaftafell og Jökulsárlón. Lagt hefur verið í mikla undirbún- ingsvinnu til að mæta auknum ferða- mannastraumi til framtíðar. „Við höfum verið að taka í gegn bílastæði og aðgengismál á svæð- inu,“ segir Steinunn Hödd og bætir við að einnig sé verið að hanna sal- ernishús og fráveitumannvirki sem vonast sé til að fá fjármagn til að ljúka við á næstu árum. Í stöðuskýrslu um Breiðamerkur- sand frá 3. mars sl. kemur fram að nýtt deiliskipulag fyrir svæðið hafi verið samþykkt árið 2020, en enn sé mikil vinna varðandi uppbyggingu á svæðinu. En eftir að hafa rætt við fjölmarga aðila sem tengjast svæðinu og með frummarkmið þjóðgarðsins í huga sem er verndun svæðisins og skyn- samleg nýting gætu verið breytingar í kortunum. Verið að skoða möguleika „Menn eru að velta því fyrir sér hvort við ættum aðeins að breyta nú- verandi deiliskipulagi, en það er ekki komið á hreint enn. Við fengum franska ráðgjafa í Vörðuverkefninu sem eru á vegum mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins og þeir lögðu til breytingar sem við erum að skoða í sameiningu,“ segir Steinunn Hödd. „Það þarf að fara í stóra uppbygg- ingu til framtíðar. Nú er verið að vinna hagfræðigreiningu á svæðinu sem mun segja til um hverjir mögu- leikar svæðisins eru í framtíðinni með tilliti til ferðaþjónustu. Það eru komin ný lög um nýtingu lands í eigu ríkisins í atvinnuskyni og samkvæmt þeim þarf að bjóða út alla nýtingu. Það er mikill undirbúningur undir þá vinnu í gangi núna.“ Steinunn Hödd segir að samning- ar í gildi um siglingar á lóninu renni út í lok ársins 2024. „Þá þurfum við að vera tilbúin með annað plan til framtíðar. Það veltur mikið á þessari hagfræðigreiningu sem verið er að vinna núna í samstarfi Deloitte og þjóðgarðsins. Hún er kannski grunn- urinn að áframhaldandi skipulagi á svæðinu og gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin fyrir sumarið. Mikil vinna framund- an í þjóðgarðinum Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Lónið Gagnger endurskoðun á skipulagi á Jökulsárlóni stendur yfir og er verið að laga aðgengi og bílastæðin. - Skaftafell og Jökulsárlón tilheyra suðursvæði jökulsins BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Ekkert hefur enn verið upplýst um það hvaða Íslendingar eru á svo- kölluðum bannlista rússneskra stjórnvalda, sem rússneska utanrík- isráðuneytið greindi frá á föstudag. Þar kom fram að níu Íslendingar væru á listanum, auk 16 Norð- manna, 3 Færeyinga og 3 Græn- lendinga. Þó var þess getið að þar væri um að ræða þingmenn og ráð- herra, forystumenn í viðskiptum og menntageira, blaðamenn og annað fólk í þjóðmálaumræðu, sem tekið hefði undir málflutning gegn Rúss- landi og átt þátt í mótun stefnu sem væri fjandsamleg rússneska ríkinu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er íslenskum stjórnvöldum ókunnugt um það hverjir eru á þessum bannlista, en nokkuð hefur verið bollalagt um það. Embættis- maður úr utanríkisráðuneytinu seg- ir að þar komi dágóður fjöldi til greina, einkum þó þeir sem hafi haft sig í frammi um innrásina. Margir til kallaðir Þar er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra efst á blaði, en aðrir forystumenn ríkis- stjórnarinnar eru einnig nefndir til sögunnar auk dómsmálaráðherra. Þá eru fastafulltrúar Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu taldir lík- legir, bæði Hermann Örn Ingólfs- son sendiherra og þó ekki síður Garðar Forberg, sem situr í her- málanefndinni og hefur m.a. annast framlag Íslands við hergagnaflutn- inga til Úkraínu. Eins er talið að Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, kunni að vera á listanum. Meðal þingmanna er Bjarni Jóns- son, formaður utanríkismálanefnd- ar, talinn líklegur, auk ýmissa ann- ara sem látið hafa í sér heyra um nauðsyn vestrænnar samvinnu, svo sem Njáll Trausti Friðbertsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Úr viðskiptalífi og akademíu er dr. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagður mögulegur, en eins hefur Ólafur Þ. Stephensen, fram- kvæmdastjóri Félags atvinnurek- enda, verið nefndur, auk Baldurs Þórhallssonar stjórnmálafræðipró- fessors. Af fjölmiðlafólki gætu rit- stjórar þessa blaðs, Stefán Eiríks- son útvarpsstjóri og Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Frétta- blaðsins, verið í sjónmáli rúss- neskra stjórnvalda, en þau hafa áð- ur gagnrýnt „falsfréttaflutning“ íslenskra fjölmiðla í aðdraganda innrásarinnar. Í þjóðmálaumræðu hafa ótal- margir verið ómyrkir í máli um inn- rás Rússa, og einhverjir þeirra kynnu að hafa ratað á listann, svo sem Björn Bjarnason, fv. ráðherra, og Friðrik Jónsson, formaður BHM. Heiður að vera á listanum Allt frá því að Rússar hernámu Krímskaga 2014 hafa Vesturlönd beitt þá refsiaðgerðum, þrátt fyrir að síðan hafi bæði Frakkar og Þjóð- verjar orðið uppvísir að því að snið- ganga þær og jafnvel selt mikið af vígbúnaði þangað. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hef- ur verið hert á efnahagslegum refsi- aðgerðum, m.a. gegn innflutningi þaðan og bankaviðskiptum, en þær hafa einnig beinst að rússneskum valdhöfum, auðjöfrum og skyld- mennum þeirra. Viðbrögð Rússa hafa falist í samskonar refsingum á vestrænt forystufólk. Nær 300 breskir þingmenn voru settir á bannlista Rússa á dögunum, en Boris Johnson forsætisráðherra sagði þeim mikinn heiður sýndan með því. Óvissa um nöfnin á bannlista Rússa - Níu Íslendingar á bannlista Kremlar - Utanríkisráðuneytið verst allra frétta - Sagt vera heiður Moskva Sendiráð Íslands er í glæsilegu og sögufrægu húsi í miðborginni. Rússneska sendiráðið á Íslandi hafði engar upplýsingar um helgina um það hvaða níu einstaklingar væru á svörtum lista Rússa, sem greint var frá á föstudaginn. Ívan Glinkín, talsmaður sendi- ráðsins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að þeir sem væru á listanum myndu fá að vita af veru sinni á hon- um, en velti upp að mögulega myndi rússneska utanríkisráðuneytið upp- lýsa sendiráð Íslands í Moskvu fyrst. Glinkín benti jafnframt á að Ís- land hefði tekið þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn nokkur hundruð fulltrúum Rússa, og að á móti hefðu bara níu Íslendingar ver- ið settir á svartan lista. Glinkín sagði einnig að rússnesk stjórnvöld hefðu tekið ákvörðunina, en ekki sendiráðið. Rússneska dúm- an myndi svo staðfesta listann, og þá yrðu nöfnin gerð opinber. Hann sagði að sendiráðið hefði ekki komið með uppástungur um hvaða nöfn ættu heima á listanum, en að það fylgdist vel með um- ræðunni hér á landi sem snerti heimalandið, líkt og öll önnur sendi- ráð gera. sgs@mbl.is Munu vita af veru sinni á listanum - Sendiráðið lagði ekki til nöfnin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bannlisti Sendiráð Rússlands. Ísland er eitt fárra vestrænna ríkja sem ekki hafa sent neina rússneska sendiráðsmenn heim eftir innrásina í Úkraínu. Ein helsta ástæða þess er að sendiráðið í Moskvu er lítið og fámennt, þannig að ekki má mikið ganga á til þess að þar verði ekkert fyrirsvar af Íslands hálfu. Þar eru auk sendiherr- ans tveir aðrir íslenskir diplómatar. Alls starfa átta manns í sendiráðinu, þar af fimm rússneskir ríkisborgarar. Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Moskvu, hefur ekki svarað sím- hringingum Morgunblaðsins, en eftir árangurslausa tilraun til þess að ná tali af honum barst blaðinu orðsending frá Þórlindi Kjartanssyni, aðstoð- armanni utanríkisráðherra, þar sem beðist var undan því að reynt yrði að ná tali af sendiherranum. Fyrirspurnir um málið skyldu berast á skrifstofu ráðherra, en þaðan hefur þó ekki verið frekari upplýsingar að fá. Fámennt sendiráð í Moskvu UTANRÍKISÞJÓNUSTAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.