Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.05.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hátækni, nýsköpun og sjálfbærni eru áherslumál í starfsemi hjá Breið – þróunarfélagi á Akranesi. Nærri 100 manns í fjölmörgum fyrirtækjum hafa nú starfs- aðstöðu í húsakynnum félagsins í gamla frystihúsi Brims og áður Haraldar Böðvarssonar hf. á Skaganum; byggingu sem hefur verið bætt og breytt fyrir nýtt hlutverk. „Breið – þróunarfélag, sem Brim hf. og Akraneskaup- staður stofnuðu árið 2020, hefur sem meginhlutverk að skapa at- vinnutækifæri og efla nýsköpun og skapandi greinar. Breyttar forsendur sjávarútvegi hafa haft áhrif á atvinnuhætti heilu sam- félaganna líkt og gerðist hér á Akranesi. Mótleikur þá eru ný hugsun og áherslur,“ segir Valdís Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri Breiðar. Líftækni og lausamennska Starfsemi sú sem aðsetur hef- ur hjá Breið er fjölbreytt. Í Fab Lab-smiðju Vesturlands gefst kostur á að smíða, skapa og mixa allskonar skemmtilega hluti, sem geta verið skapalón að öðru og meira. Hjá Sedna biopack eru þróaðar filmur úr stórþörungum, svo úr verði pakkningar fyrir matvæli og Algó ehf. þróar smá- þörunga til manneldis. Hjá Norð- ur ehf. er sótt bragðefni úr grjót- kröbbum í samstarfi við Lokinhamra, lítið sjávarútvegs- fyrirtæki sem er með aðsetur á sama stað svo eitthvað sé nefnt. Framangreind nýsköpun sem efld verður með líftæknismiðju í Breið, en starfsemi hennar hefst væntanlega í haust. Samkvæmt viljayfirlýsingu stendur til að stofna þar samvinnurými til rann- sókna og þróunar á lífmassa. Til slíks þarf dýr og stór tæki sem ekki er á færi lítilla sprotafyrir- tækja að kaupa eða reka. Af öðru sem nú er hýst hjá Breið má nefna Símennt- iðnaðar, skóla og þróunar – auk heldur að vera úthverfi höfuð- borgarsvæðsins. Í dag er talið að um 30% vinnandi fólks í bænum, það er á aldrinum 18 til 65 ára, sæki vinnu til Reykjavíkur eða þar í kring. Þetta snýr líka öfugt; nokkuð er um að fólk borginni sæki vinnu á Skagann, svo sem í starfsemi sem Breið hýsir. Neðsti hlutinn á Akranesi, Breiðin sem þróunarfélagið er nefnt eftir, er í raun orðinn mjög spennandi staður, samanber hug- myndasamkepppni um skipulag svæðisins en frestur til að koma með tillögur þar rennur út á næstu dögum. Markmiðið þar er fá hugmyndir í anda þeirra áherslna að á svæðinu sé íbúða- byggð í bland við atvinnusköpun með áherslu á hátækni, nýsköpun og sjálfbærni. Hugmynda- samkeppnin er unnin er í sam- starfi við Arkitektafélag Íslands. „Þetta er opin samkeppni og við erum spennt að sjá hvað hug- myndir koma fram. Breiðin er al- gjörlega einstakt og ósnortið svæði; falin perla.“ Þor og seigla Valdís Fjölnisdóttir segir starfsemi Breiðar sl. tvö ár hafa verið lærdómsríkt ferli. Gaman sé að sjá sprota vaxa og dafna og málin þróast. Á Breiðina hafi ýms- ir komið sem séu með frábærar hugmyndir að nýsköpun eða rekstri, en vita ekki hvernig á að taka hlutina lengra. Við þær að- stæður sé fólki beint á rétta leið og reynt að skapa tengsl. “ „Nýsköpun í atvinnulífi á Ís- landi í dag bjóðast margvíslegir styrkir, en að ganga frá umsókn- um um slíkt er flókið ferli og tíma- frekt. Umsóknirnar þarf að fylla með réttum hætti, sem leiðir til þess að þeir sem kunna tæknina fá styrkina oftar en aðrir. Slíkt er slæmt, því margir frumkvöðlar með annars góðar hugmyndir komast þá ekki lengra með sín mál á hugmyndastigi. En þá er bara að halda áfram, svo árangur náist þurfa frumkvöðlar að hafa þor, úthald og seiglu. Getur til þess að standa upp aftur ef eitt- hvað bregst og tapa aldrei sýn á sett markmið,“ segir Valdís. stoðirnar hér á Akranesi fleiri en áður. Lífið er ekki bara fiskur og tækifærin í dag svo óendanlega mörg, sérstaklega í nýsköpun. Sérstaklega er þó skemmtilegt að tengjast nýsköpuninni í sjávar- útvegi og hlúa að vaxtarbroddum þar, sem hefur í raun verið áherslumál okkar.“ Úthverfi höfuðborgar Íbúar á Akranesi eru í dag tæplega 8.000 og hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Útgerðar- bærinn sem er nú staður þjónustu, frumkvöðlar koma saman við góðar aðstæður gerast oft ótrú- legustu hlutir.“ Atvinnulífið er í örri þróun og í raun má segja að breyttar að- stæður hafi í rauninni leitt til þess að á Akranesi þurfti að hugsa málin upp á nýtt. Áður fyrr var Skaginn sjávarútvegsbær og þar starfrækt fá stór fyrirtæki þar sem störfuðu hundruð manna sem bjuggu við öryggi. „Svo breyttist þetta allt, segir Valdís. „Fjölbreytni í atvinnulíf- inu í dag er orðin meiri en var og unarmiðstöð Vesturlands Einnig er í húsinu starfsemi á vegum, Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi, KPMG, Grammatek sem er máltæknifyrirtæki, Hótel Húsafells og fleiri. Í samvinnu- rýminu, sem svo er kallað, hafa svo einyrkjar í ýmsum verkefnum starfsaðstöðu. Slíkt pláss eru í dag orðin eftirsótt, því æ fleiri starfa á eigin vegum og eru í lausamennsku, sem kölluð er. Æ fleiri störf eru í dag rækt án stað- setningar. Fordæmi og frumkvöðlar „Okkar markmið frá upphafi var að starfsem Breiðar væri for- dæmisgefandi,“ segir Þórdís. „Við fengum í upphafi góðan stuðning úr ýmsum áttum og þá sérstak- lega frá Þórdísi Kolbrúnu Reyk- fjörð Gylfadóttur, þáverandi ný- sköpunarráðherra. Þá er sér- staklega skemmtilegt að sjá önnur bæjarfélög stíga í okkar spor og eru að opna rannsóknar- og þróunarsetur í okkar anda sem og nýsköpunarnet til að tengja saman aðila. Það er enginn að finna upp hjólið í þessu en þegar Fumkvæði og fjölbreytni leiðarljós í starfsemi hjá Breið – þróunarfélagi á Akranesi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breið Frumkvöðlar hafi getu til þess að standa upp aftur ef eitthvað bregst og tapa aldrei sýn á sett markmið, segir Valdís Fjölnisdóttir. Skapandi Skagi - Valdís Fjölnisdóttir er fædd árið 1978 og er með meistara- gráðu í markaðsfræðum og al- þjóðaviðskiptum. Hefur í tím- ans rás komið að ýmsum frumkvöðlaverkefnum og stofnað fyrirtæki í fast- eignaþróun, heilsurækt og sjávarútvegi. - Stofnaði m.a. fyrirtækið Blámar sem flutti fisk í neyt- endapakkningum á erlenda markaði. Blámar sameinaðist síðar HB-Granda, sem nú heitir Brim. Í framhaldinu færði Val- dís sig yfir á Breiðina – þróun- arfélag og hef stýrt starfsemi þess félags nú síðustu miss- erin. Hver er hún? Morgunblaðið/Eggert Akranes Útgerðarbærinn sem er nú staður þjónustu, iðnaðar, skóla og þróunar og sprotarnir í atvinnulífi bæjarins eru margir og fjölbreyttir. Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, héldu í gær sína árlegu 1. maí- hópkeyrslu þegar yfir þúsund mótor- hjólakappar óku niður Hverfisgötu, upp Sæbraut og Ártúnsbrekkuna að Bauhaus. Lögreglan í Reykjavík var til stuðnings á leiðinni, enda alkunna að Sniglarnir eru ljúflingar miklir og ekkert líkir mörgum herskáum mótorhjólagengjum erlendis. Formaður Sniglanna, Þorgerður Fríða Guðmundsdóttir, sagði fé- lagsmenn spennta fyrir sumrinu. „Veturinn var erfiður og fáir dagar þar sem göturnar voru þurrar og hægt var að nota hjólin þó svo að ein- hverjir hafi gert það í vetur. Nú get- um við farið af stað og við vorum heppin með veðrið í dag.“ Fólk á öllum aldri er í samtökunum og hjólin eru fjölbreytt eins og eig- endurnir, en Þorgerður Fríða ekur um á Suzuki Hayabusa. Sniglarnir hafa beitt sér fyrir bæði slysavörnum og barist fyrir bættri umferðarlöggjöf í gegnum tíðina. Í ár var ekið til styrktar Grensásdeildinni í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótorhjólin Árleg hópkeyrsla Sniglanna hófst á Hverfisgötu. Sniglar settu svip á Reykjavík í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.